Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 1
20 siður • •' Túnisforsefi óskar að Oryggisráð SÞ komi saman á ný \ Hvetur til andstöðu gegn Frökkum, í I \ þar sem þeir hafa herbækistöðvar í Túnis, 25. júlí — (Reuter/NTB) ÁSTANDIÐ í Bizerta-deilunni er nú aftur að verða afar uggvænlegt. Öttast menn mjög, að upp úr kunni að sjóða ó hverri stundu og blóðug átök hefjist á ný. Habib Bourgíba, forseti Túnis, hefur farið þess á leit, eð Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á ný til þess að ræða Bizerta-málið. Byggir hann ósk sína á þeirri forsendu, að Frakkar hafi ekki farið að tilmælum Öryggis- ráðsins um, að deiluaðilar dragi heri sína til baka til hinna upphaflegu stöðva. — Ekki hafa enn verið hafnar vopnahlésviðræður, því aðilar geta ekki komizt að samkomu- iagi um hvar þær skuli haldn- ar. — Hammarskjöld, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, er enn í Túnis og ræðir við ráða- menn þar. Ekki hefur hann fengizt til að gefa neitt uppi um gang þeirra viðræðna. • Hvetur til andstöðu gegn , Frökkum. r Bourguiba, forseti, átti fund mfeð fréttamönnum í Túnis í dag. Þar sagði hann, að Túnismenn væru viðbúnir nýjum árásarað- gerðum — og þeim betur við- foúnir nú, en áður. — Við mun- um berjast til síðasta manns, sagði hann. Hann tilkynnti, ao hann hefði leitað eftir aðstoð ríkja, vinveittra Túnis, — ósk- að eftir skæruliðum, flugvélum og margskonar hergögnum og skotfærum. Ennfremur kvaðst hann hafa haft samband við önn ur ríki er hefðu franskar bæki- Vonír glœðast LONDON, 25. júlí — (Reuter — NTB) — Allmjög hafa nú glæðst vonir manna um að takast muni að framleiða bóluefni gegn kvefi, en sleitu laust hefur verið unnið að l rannsóknum þar að lútandi 3. 1. tólf ár. Vísindamenn við rannsókn- arstofnun brezka rannsóknar- ráðsins í læknisfræði, hafa í ársskýrslu sinni skýrt frá því, að þeim hafi nú miðað óvenju 1 vel í að rekja spor vissra vírusa er orsaka kvefsjúk- dóma. Rannsóknarráðið starfar að þessum rannsóknum í sam- ráði við þrjú einkafyrirtæki og verður bóluefnið framleitt í samráði við þau, ef það finnst Slíkt bóluefni getur orðið vörn gegn 25—50% allra , fcvefsjúkdóma. stöðvar í landi sínu og hvatt þau til þess að sýna Frökkum and- spyrnu. Bourguiba sakaði frönsku her- mennina í Bizerta um að haga sér eins og þeir væru í sigruðu landi. Þeir sýndu fólkinu fjand- skap og lítilsvirðingu. Um fram komu fallhlífarhermanna kvaðst hann ekki þurfa að ræða — hana þekktu allir. Bourguiba sagði, að Frakkar hefðu ekki farið að boði Öryggis- ráðsins um að draga her sinn frá Bizerta. Frakkar neituðu því á þeim forsendum, að Maurice Amman, aðmíral hefði verið mein að að hafa samfoand við túnisku yfirvöldin í Bizerta. — En Frakk Framh. á bls. 19 Róttœkar aðgerðir í efnahagsmálum Breta London, Bonn, Washingtön 25. júlí (Reuter — NTB) SELWYN LLOYD, fjármála- ráðherra Bretlands boðaði brezka þinginu í dag ýmsar róttækar ráðstafanir í efna- hagsmálum landsins. Hinar helztu eru: Hækkun forvaxta um 2% (úr 5% í 7%). Hækkun söluskatts og ýmissa tolla um 10%. Dregið verði úr opin- berri eyðslu, þar á með al utanríkisráðuneytis- ins um 10% og fjárút- láta vegna hermála landsins. Greiðslujöfnuður hefur ver ið óhagstæður hjá Bretum um þriggja ára skeið og gull og dollaraforði þeirra hefur minnkað um 125 milljónir sterlingspunda. Það ríkti mikil þögn og mikil eftirvænting í neðri deild brezka þingsins í dag, er fjár- málaráðherra hóf mál sitt og skýrði frá vaxtahækkuninni og hinum auknu sköttum, sem ætl- aðir eru til þess að rétta við hag landsins, minnka neyzluna heima fyrir og auka útflutning. Skattar á innfluttum fullunnum vörum hækka um tíu prósent og sömuleiðis á tóbaki, áfengi og skyldum vörutegundum. Þá hefur verið ákveðið að fá frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum háar fjárupphæðir. Verður síðar til- kynnt hversu háar. • Viðræður við NATO Þá munu Bretar taka upp við- Jarlinn af Avon LONDON, Reuter, 25. júlí. •— Sir Anthony Eden, fyrrum forsætisráðherra Bretlands tók í dag sæti í lávarðadeild brezka þingsins í fyrsta sinn, sem jarlinn af Avon. Eden v£ur gerður að jarli 5. júlí s. 1. ræður við aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins um, hvað unnt sé áð gera til að létta þeim fjár- hagsbyrðar vegna herliðsins í Vestur Evrópu. Sagði fjármála ráðherra að fjárhagsbyrðar þeirra þar væru svo þungar að Það mun ekki vera algengt/ að sjá stúlku leika á sekkja- pípu á götum Reykjavíkur. Stúlkan á myndinni heitir Catrine Roberts og er sauma- kona frá Aberdeen. Catrine hefur dvalizt hér á landi þrjár vikur og er ein af 22 skozk- um ungmennum, sem unnið hafa ýmis störf á Núpi í Dýra- firði á vegum íslenzku þjóð- kirkjunnar. (Ljósm. Ól. K. M.)| við svo búið gæti ekki staðið ein* og málum væri nú háttað. Enn- fremur sagði hann að Bretar Framh. á bls. 18 Onnur bók Hitlers" kemur út eftir nokkra daga BONN, V-ÞýZkalandi, 25. júlí — (Reuter) EFTIR TVO eða þrjá daga kemur út í Þýzkalandi ný bók eftir Adolf Hitler. Það er framhald af bók hans „Mein Kampf“ og verður gefin út undir nafninu „Önnur bók Hitlers“. Ágóði af sölu bókar- innar mun að sögn útgefanda, renna til fórnarlamba naz- Bók þessa fundu bandarískir hermenn í lok heimstyrjaldar- innar, en það var fyrst úrskurð- að endanlega fyrir þrem árum að hún væri raunverulega eftir Hitler. Bókin virðist skrifuð ár- ið 1928 og er tileinkuð vim Hitlers, útgefandanum Max Amann. Fyrsta upplag bókarinnar sem er 228 bls. verður fimm þúsund eintök, en þegar er hafinn undir búningur að annarri prentun. Síðar er væntanleg á markaðinn ensk útgáfa. Spennan eykst í Bizerta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.