Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 2
2 MORCTJWBLAÐIÐ Mviðvikudagur 26. júlí 1961 Vegavinnumenn vilja fá að vinna MIÐSTJÓRN ASÍ boðaffi í fyrrakvöld til fundar með vegavínnumönnum í nágrenni Reykjavíkur. Mun hafa verið ætlun forseta ASÍ að leggja þar fram ályktunartiilögu um stuðning við gerðir ASÍ i deiiunni við Vegagerð ríkis- ins. Undirtektir fundarmanna voru þó á þann veg, að honum þótti vissast að hætta ekki á neitt í því efni, og þess vegna kom engin tillaga fram á fundinum. Allir þeir verka- menn, sem á fundinum voru, lögðu áherzlu á nauðsyn þess, að deilan yrði leyst sem fyrst, og stjórn Dagsbrúnar hlant sérstakt ámæli þeirra fyrir að halda félagsmönnum sínum fyrst í 5 vikna verkfalli og steypa þeim síðan í annað verkfall aðeins vikiu eftir að hið fyrra leystist. Þá ríkir mikil óánægja með- al vegavinnumanna vegna þess að stjómir sumra verkalýðs- félaganna höfðu ekki einu sinni svo mikið við að leita álits þeirra áður en þær heim iluðu miðstjórn ASÍ að hoða til verkfalls fyrir þeirra hönd. Auk þess hefur verið leitt i Ijós, að heimild viðkomandi félagsstjórna til verkfallsboð- unar er í mörgum tilfellum mjög óviss, og á sumum stöð- um eru þess jafnvel dæmi, að ekki einu sinni stjórnir félag- anna eða trúnaðarmannaráð hafa verið höfð með í ráðum. Vinnubrögð kommúnista i verkfalli þessu eru því með þeim eindæmum, að fátítt mun vera, jafnvel í þeim herbúð- um. Starfsfólk veitinga- húsa boðar verkfall Þessi hroðalega mynd var tekin í fyrrakvöld inni á Réttarholtsvegi. Eins og segir í blaðinu í gær, var maðurinn, sem ók dráttarvélinni, nýrri Massey-Ferguson, að beygja vestur á Foss* vogsveg, en missti tjórn á henni. Hraðinn var mikill niður brekkuna (til vinstri á myndinni), og þar við bættist, að níðþungur vagninn ýtti á eftir. Því fór sem fór. Á einhvem óskiljan- legan hátt slapp ökumaðurinn við að kremjast undir vélinni og kastaðist langar leiðir út á tún. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Verkfall verkfræöinga Glasgow-togari ABILDARFÉLÖG Sambands matreiðslu- og framreiðslu- manna hafa boðað til verk- falls nk. laugardag, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. £r hér um að ræða þrjú félög, Félag fram- reiðslumanna, Félag mat- reiðslumanna og Félag starfs fólks í veitingahúsum. Kröfur þessara félaga eru aðal- lega um hækkað kaup, mat- reiðslumenn munu krefjast um 13% kauphækkunar en lægst launuðu starfstúlkur veitingahús anna gera kröfur um allt að 50% kauphækkun. Framreiðslumenn l Arekstur á miðunum RAUFARHÖFN, 25. júlí. — Sá atburður varð á sunnudaginn á síldarmiðunum fyrir austan, að Bjarnarey frá Vopnafirði rakst á nótabát Sigurfara frá Vest- mannaeyjum, og braut hann. Sigurfari missti bæði bátinn og nótina, en ekki var hægt að bjarga nótinni vegna þess, að Sigurfari var sléttfullur af síld og gat lítið athafnað sig. Sigldi hann þegar til Raufarhafnar, los aði aflann af dekkinu, en hélt síðan aftur út í leit að nót- inni. Hún fannst en öll gauð- rifin og tætt í hengla. Verið er nú að gera við hana. — E. J. S V A R T : rJIdarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCBEFGH ABCDEFGH H V í T T : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Þeir á Raufarhöfn leika peði trá a7 til a6. gera hins vegar ekki kröfur um hækkað kaup, heldur aukin fríð indi og réttindi. Krefjast þeir m. a. skiptivinnu í vínstúkum og þess, að veitingamenn greiði laun lærlinga þeirra. Var haldinn fundur í fyrra- kvöld með samninganefndum þessara félaga annars vegar og Sambands veitinga- og gistihúsa eigenda hins vegar, og munu hin ir síðarnefndu þá hafa gagnrýnt harðlega að félögin boð- uðu svo fyrirvaralaust til verk- falls, þar sem engir samninga- fundir hefðu verið haldnir síðan fyrst í þessum mánuði. Fyrir nokkru var deilu framreiðslu- manna vísað til sáttasemjara, en deilu hinna félaganna hefur ekki verið vísað til hans enn þá. Valdimar Björns- son talar í kvöld SVO sem kunnugt er af blaða- fréttum, hefur Valdimar Björns- son, fjármálaráðherra Minnesota ríkis, verið hér í heimsókn að undanförnu ásamt fjölskyldu sinni. í kvöld miðvikudaginn 26. júlí, mun Valdimar flytja erindi í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 8.30 á vegum íslenzk-ameríska félags- ins. — Er félagsmönnum öllum svo og öðrum vinum og kunningj um Valdimars sérstaklega boðið að hlýða á erindi hans í kvöld og spjalla við hann að því loknu eftir því, sem tími vinnst tiL ENGINN fundur hefur verið haldinn með samninganefnd- um Stéttarfélags Verkfræð- inga og vinnuveitenda þeirra síðan á laugardag. Þar sem samningar tókust ekki i n helgina skall verkfall verk- fræðinga á s.l. mánudag, eins og boðað hafði verið, en á laugardag höfnuðu verkfræð- ingar tilmælum um að fresta verkfallinu til mánaðamóta. Eins og skýrt hefur verið frá áður, buðust verkfræðingar til þess' að vinna áfram samkvæmt sérstökum ráðningarsamningi, sem að mestu leyti mun í sam- ræmi við kröfur Stéttarfélags- ins. Tjáði Hinrik Guðmundsson, frkvstj. félagsins, Mbl. i gær, að nokkrir vinnuveitendur hefðu fallizt á samning þenn- an, og í gær voru starfandi 11 verkfræðingar af um 160, sem verkfallið tekur tiL Nokkur óvissa mun hafa ríkt um afstöðu Áburðarverksmiðju ríkisins til krafna verkfræð- inga, en of mikið mun hafa verið gert úr þeirri þýðingu, sem afstaða þess fyrirtækis hefur, því að samkvæmt upp-, lýsingum Hjálmars Finnssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er nú aðeins 1 verkfræðingur starfandi hjá fyrirtækinu, sem ráðinn er á kjörum Stéttarfé- lags verkfræðinga. Hingað til hefur Áburðarverksmiðjan held- ur ekki samið við launþega- samtök fyrr en eftir að aðrir vinnuveitendur hafa samið við þau, og þá á grundvelli þeirra samninga. Eins og kunnugt er af skrifum hér í blaðinu hefur risið ágrein- ingur milli Vinnuveitendasam- Framh. á bls. 19. 10 daga sumarleyf- isferð Farfugla UM NÆSTU helgi ráðgera Far- fuglar tvær ferðir. Er önnur 10 daga sumarleyfisferð um Fja'.la- baksveg. Verður fyrst farið norð an Tindafjallajökuls um Laufa- leitir í Grashaga og komið í Eld gjá á 5.—6. degi, dvalið þar um kyrrt en haldið síðan vestur Landmannaleið um Landmanna- laugar til Reykjavíkur. Hin ferð in er eins dags ferð. Verður far- ið á sunnudag að Tröllafossi og gengið þaðan um Svínaskarð yfir í Kjós. f TÍMANUM í gær erni „móðu haröindin“ komin á kreik að nýju. Á forsíðu segir blaðið, þegar rætt er um Iandbúnað: „Enginn getur lifað mann- sæmandi lífi af þeim tekjum, sem nú er af rekstri búanna“. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp, að haustið 1959, eftir að þing kom saman, sýndu framsóknarmenn, hvern ig hugur þeirra stóð til lausn- ar þeim vanda, sem skapazt hafði vegna bráðabirgðalag- anna um verðlagningu land- búanðarafurða, með því að gera það, sem í þeirra valdi stóð til þess að spilla því, að samkomulag gæti náðst. Það var ekki fyrr en þingmenn Framsóknarflokksins voru komnir heim, að samkomulag náðist á giftusamlegan hátt og afurðasölulöggjöfin var stór- um bætt frá því, sem áður hafði verið. Voru þá gerðar kyrrsettur í Færeyjum Einkaskeyti til Mbl. frá Færeyjum 25. júlí. Togarinn George Paton, frá Glasgow — var kyrrsettur í Klakksvík í gær. Ástæðan er sú, að varðskipið Ternan hef- ur kært togarann fyrir að hafa stundað ólöglegar veiðar inn- an fiskveiðitakmarkanna aust an við Sandey, 18. apríl s.L Skipstjórinn, John Ruther- ford neitar ákærunni, en togar inn var færður til Þórshafnar í gærkveldi og réttarhöld í málinu þegar hafin. í gær- kveldi var skipstjórinn og tveir aðrir menn af áhöfninni yfirheyrðir, en réttarhöldun- um síðan frestað þar til í dag. verðið of lágt, er það ekkl sök rikisstjórnarinnar, eins og all ir bændur vita, heldur er verð lagsgrundvöllurinn þá ekki réttur. Engin ríkisstjórn hefur haft afskipti af því, hvernig verð- lagið er reiknað út. En núver- andi ríkisstjórn hefur gert það sem ekki hefur verið gert áð- or, þ.e. að tryggja bændum fullt verðlagsnefndarverð fyr ir vörurnar. Var það gert með því að taka ábyrgð á útflutn- ingsverðinu og tryggja fram- kvæmd laganna á annan og heppilegri hátt en áður heíur tíðkazt. Sama máli gegnir um lánln, sem Tíminn telur, að hafi ver ið stórum lækkuð. Hið sanna er, að lánasjóðir landbúnaðar- ins hafa aldrei lánað meira út á framkvæmdir en árið 1960, eða samtals 68 milljónir á móti 52 milljónum, sem hæst var áður. Tíminn ætti því að YS'NAIShnúior 11/ SVSOhnútor Snjókoma 9 Ú6i 17 Sivrir K Þrumur mss KuUoilil HittsM H Hml L * LmaS Lægðin suður af landinu Suðvestan lands var ágæt- veldur vestan vassviðri á ur þurrkur og sólskin, hiti hafinu vestur af Bretlandseyj víða 14—16 stig. um. Hún stefnir norður fyrir Veðurhorfur í Reykjavík Skotland, og mun því verða og nágrenni: Norðaustan gola norðlæg átt í bili. eða kaldi. Léttskýjað. ráðstafanir til að tryggja rétt verð fyrir afurðirnar. Tíminn segir í gær, að af- urðasöbulögin hafi á ný verið tekin „úr sambandi“ og gefur í skyn, að ríkisstjórnin haldi niðri afurðaverðinu. Sé afurða reyna að segja það einhverj- um öðrum en íslenzkum bænd um, að stefna núverandi rikis- stjórnar í landbúnaðarmálun- um muni Ieiða yfir þá „móðu- harðindi", eins og blaðið kall- ar það. „Móðuharftindi44 ganga aftur í Tímanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.