Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLABIO MviðvÍKudagur 26. júll 1961 k Ibúð óskast í Ytri Njarðvík eða Kefla- vík, nánari uppl. í síma 1956. Hlý 4ra—5 herb íbúð óskast til leigr undir haust ið. Há leiga. Sími 36399 eft ir M. 6. Permanent litanir geislapermanent, gufu- permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 16A Ibúð óskast fyrir hjón með 1 barn. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt — „íbúð — 5091“ fyrir laug- ardag. Sunnudaginn 16. þ.m. tapaðist lítil budda með þremur lyklum, nálægt Austurbæjarbíói. Skilist á lögreglustöðina. Til sölu Garðsteinavél (vibration) upplögð fyrir 1 eða 2 menn Vélin býr fil allskonar steina, einnig veggsteina. Uppl. í síma 32630. Stúlka óskar eftir atvinnu strax. Vélritunarkunnátta. Tilb. sendist Mbl. strax merkt „3498“ Hótel — Matsölur Til sölu er fyrsta flokks sjálfvirk hótelkaffikanna vegna breytinga. Taekifæris verð. Uppl. í síma 12i783. Bíll Vil kaupa 6 manna fólks- bíl ekki eldri en ’55 módel. Tilb. óskast send blaðinu fyrir 28. þ.m, merkt „5088“ Saxafónn Tenorsaxafónn trl sölu 6- dýr. Uppl. á Réttarholts- vegi 95 í dag á morgun í Storkklúbbnum frá kl. 5— 7. 2 herb. og eldhús óskast leigt í 7—8 mánuði. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í sima 33959. fbúð óskast U gur lyfjafræðingur ósk- ar eftir 2ja—3ja herb. íbúð til leigu strax. Uppl. í skrif stofu Ingólfsapóteks. — Sími 24419. Óska eft*r 2ja herb. íbúð helzt við Kleppsveg eða þar nálægt T.*lb. til Mbl. merkt „Prúður — 5089“ Járnsmiðir Járnsmiðir óskast nú þegar Járnv er sf. Sími 34774. Vörubíll árgerð ’47 til sölu og sýnis á Skeggjagötu 25 eftir kl. 6 í dag er miðvikudagurinn 26. júlx. 207. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 14:31. Síðdegisflæði kl. 17:19. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kL 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 22.—29. júlí er í Vesturbæjar apóteki, — sunnudag í Austurbæjar apóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Rvík og Óskar Friðriksson I>órð- arsonar, forstjóra, Borgarnesi. Laugardaginn 22. júlí voru gef in saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Hildur M. Einarsdóttir fpá Reyðarfirði og Jón Bjarnason frá Hellu. — Heimili ungu hjónanna er að Hlunnavogi 3, Reykjavík. • Gengið • Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 15.—22. júlí r Garðar Olafsson, sími 50126. Næturlæknir í Hafnarfirði 22.—29. júlí er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Sölugengi: 1 Sterlingspund ....... Kr. 106,13 1 Bandaríkjadollar ...... — 38,10 1 Kanadadollar .......... — 36,97 100 Danskar krónur ....... — 549,80 100 Norskar krónur ........ — 531,50 100 Sænskár krónur ....... — 736,95 100 Finnsk mörk ........... — 11,86 100 Franskir frankar..... — 776,60 100 Belgískir frankar ..... — 76,47 100 Svissneskir frankar ..„ — 882,90 100 Gyllini ............... — 1060,35 100 Tékkneskar krónur..... — 528,45 100 V.-þýzk mörk .......... — 957,35 1000 Lírur ................. — 61,39 100 Austurrískir schillingar — 147,56 I Listasafninu MYND SÚ, er viff birtum aff þessu sinni er eftir Ásgrím Jónsson, stór Heklumynd, sem blasir viff, þegar komiff er inn í innsta sal Listasafnsins. Við báðum Jón Jónsson, bróð'ur Ásgríms um aff segja okkur frá myndinni. — Mynd þessi, sagði Jón, er ein af elztu myndunum á Lista safninu. Hún er máíluð 1909 og er útsýniff frá Langhömrum, nálægt Hæli í Hreppum, en þar dvaldi Ásgrímnr mestan hluta þess sumars. Viff mynd- ina lauk hann í Vinaminni veíurinn á eftir. Um páskana 1910 héit Ásgrímur sýningu í Reykjavík og var myndin sýnd þar í fyrsta sinn. Um haustiff fór hún svo á sýningu í Ósló og voriff þar á eftir var hún sýnd í Charlottenborg og var ein tveggja mynda, sem mest lof fékk í blöffunum. Aff lok- um langar mig til aff geta þess, er norski málarinn Cristi an Krogh, sagði um myndina. Þaff er á þessa leiff: _ — Stóra Heklumyndin eftir Ásgrím Jónsson er umfram allt ágætlega hyggff, því aff í þessu stóra formi hefur hann 1 komiff öllu svo fyrir, að Hekla j gnæfir máttug og hátignarleg. j Fátt er örðtugra, en að láfta slík J viðfangsefni njóta sín á mál- 1 verki. j Eg hef alltaf haldið þvi 1 fram hingaff til, að það væri ófæra aff mála vítt útsýni, myndir af f jörðum og háf jöll- um, þar eff slíkt landslag mikl affist oss mest, ef efflileg stærff þess væri borin saman við smæð mannanna. En þetta sagði ég hlyti aff glatast er landslagið væri komiff á litla litræmu, en nú verff ég víst að vista þessa fullyrðingu í þeim kirkjugarði, er fjöldinn allur af systrum hennar hvílir í. Því að Ásgrímur Jónsson hefur náff mikilleik og víðáttu í þessa mynd og menn finna til smæðar sinnar andspænis henni. Séra Óskar J. Þorláksson, dómkírkju prestur, hefur beðlð blaöið að geta þess að hann verðiu^ fjarverandi i frii um nokkurra vikna skeið. Kvæðamannafélagið Iðunn fer skemmtiferð í Þjórsárdal, laugardag- inn 29. júli. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. júlí í síma 13558. Kvennadeild Slysavarnafélagsins i Reykjavík biður félagskonur, sem ætla að verða með í ferðinni austur að Klaustri, að sækja farmiða sína fyrir kl. 3 i dag I Verzlun Gunnþðr- unnar. 50 ára er í dag, miðvikudaginn 26. júlí, Arni Ingimundarson, trésmiður, fyrrverandi klæð- skeri, Suðurgötu 21, Akranesi. Sl. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband á Siglufirði ung- frú Guðlaug Þorleifsdóttir Eyj- ólfssonar, arkitekts, Nesveg 34, JÚMBÓ í EGYPTALANDI 1) Það reyndist Júmbó í meira lagi erfitt að komast á bak úlfald- anum, enda hafði hann aldrei reynt slíkt áður. — Það væri synd að segja, að það sé hátt á þér risið núna, Júmbó minn! sagði Mikkí og hló stríðnislega. 2) Jæja, svo lögðu þau af stað — og það meira að segja á fljúgandi ferð, svo að Júmbó sá það ráð vænst að hanga aftan við söðulinn og halda sér af öllum kröftum! En hann Teiknari J. Mora reyndi að láta sem ekkert væri .., 3) Fornvís prófessor sagði eitthvað frá öllum pýramídunum, sem þau fóru fram hjá. — Þið munuð gera nafnið Fornvís ódauðlegt, ef þið hjálpið mér að ráða gátur þeirra, sagði hann. >f >f X- GEISLI GEYMFARI >f >f >f í skrifstofu Páls Flemings ofursta, yfirmanns öryggislögreglu jarðar- innar.... — Páll, gerðu eitthvað! Þú verður að koma á eftirliti með þessum stúlkum! — Vertu rólegur, doktor! Geisli kom frá Klettastjörnu í gær. Ég hef þegar sent eftir honum. Hann tekur málið að sér! — Hvaða mál, Páll? — Geisli, vinur minn.... Ég sam- hryggist þér. — Páll, um hvaíi er doktor Hjalti að tala???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.