Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ MviðviKudagur 26. júlí 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 35 þig. Þú vissir frá upphafi vega, að ég var giftur maður. — Þú fékkst mig til að trúa því, að hjónabandið þitt vaeri að því komið að leysast upp. _Að kon an þín hefði farið til Ástralíu og vaeri í þann veginn að skilja við þig. — Það var ekki nema satt. — Já, en ég hef bara enga ástaeðu til að trúa því. Clive hallaði sér nær henni yfir borðið. Andlitið var eins og stirðnað og augnaráðið órólegt. Hún vissi, að orð hennar höfðu komið illa við hann og einnig hitt, að hann vildi ekki missa hana. En það gat nú verð sama. í þetta sinn var hún einbeitt, og ekkert gætí haggað ákvörðun hennar að segja algjörlega skilið við hann. — Heyrðu mig elskan, mér er a’veg óskiljanlegt, hvernig þú ferð að því að tala svona í kvöld, en þú ert að minnsta kosti grimmilega ósanngjörn við mig. Þegar Margot fór til Ástralíu, vissi ég ekki annað en hún væri að yfirgefa mig fyrir fullt bg allt. Enginn varð meira hissa en ég, þegar hún tók það allt í einu í sig að fara að koma heim. Sandra andvarpaði. — Við skul um ekki vera að þrefa meira'um þetta. Röddin skalf. — Eigum við ekki að láta því öllu vera lokið, Clive? Ég kýs ekkert held ur og ef þér þykir nokkuð vænt um mig, þá gerðu mér ekki erfið- ara fyrir en þörf er á. — En hversvegna, elskan mín? Hvers vegna? Þú veizt, sjálf, að að þetta er ekki annað en tíma- spurning, og bráðum .... Það var eins og eitthvað brysti hjá Söndru. Hún hafði ekki ætlað sér að minnast á mót þeirra Mar got einu orði, en nú var eins og fjandinn væri orðinn laus. — Ég veit ekkert um það. Veit yfirleitt ekki annað en það, að þetta er lygasaga, sem þú ert að segja — Það er einhver að drepa á dyrnar, sennilega til þess að kvarta yfir hávaðanum. Vilt þú ekki fara til dyra? mér til þess að hafa mig rólega. Ég veit nú orðið, að þú vilt ekki láta konuna þína vita neitt um mig, heldur ertu að telja henni trú um, að enginn önnur kona sé með í leik. Það sem þú vilt, er heiðarlegt og virðingarvert hjóna band, með mig utan hjá. Hann starði á hana. — Hvað- an kemur þér allur þessi fróð- leikur? — Ég borðaði hádegisverð með konunni þinni í dag. — Guð minn góður! Til hvers varstu að því? -— Ég veit varla sjálf. Ég rakst á hana þegar ég var að fara í matinn klukkan *itt. Ég hélt, að hana langaði til að tala um þig, til þess að snuðra upp það, sem hún gæti. Hún þagnaði snöggv- ast, en hélt sv« áfram í örvænt- ingartón: — Skammastu þín, Clive. Ég vildi að þú hefðir ekki komið mér til að segja þér frá þessu. Ekki langaði mig til þess. En sannleikurinn er sá, að hún hefur talsverðar áhyggjur af þér. Hana grunar, að þú sért eitthvað að dingla við aðrar .... — Dingla við. . . . Sandra brosti meinfýsnislega. — Já, það er svo sem ekkert fallegt, eða hvað finnst þér? En svo hef ég bara ákveðinn grun um, að hún haldi, að það sé ég, sem þú ert að dingla við. — Ef svo er, þá er mér ekki lengur neitt að vanbúnaði að segja henni allan sannleikann. — Já, af því að þú ert til neyddur? Sandra hristi höfuðið. — Nei, Clive, það er alls ekki það, sem ég vil láta þig gera. Og sjálfan langar þig víst ekki sérlega til þess heldur. Eg vildi, að þú vildir hætta að gera mér upp orð og hugsanir. En annars verð ég að segja, að ég er lítið hrifinn af því, að þið Margot séuð að tala uim mig á bak. Sandra kafroðnaði og augun Ieiftruðu við þessa ósanngjörnu ásökun. — Eg stóð alls ekki fyrir því. Eg hafði enga löngun til að ræða þig við konuna þína. Ef þú hefur nokkurt vit í koll- inum hélt Sandra áfram, hvöss, — þá segirðu ekki orð um þetta. Clive iðaði á stólnum. — Og hvað sagði hún eiginlega við þig? Sandra sagði honum það að mestu. Samt fann hún enga á- stæðu til að minnast á frönsku stúlkuna, og heldur ekki taldi hún það skipta máli, að Margot hefði hlotið mikinn arf. Það væri bezt, að það kæmi honum á óvart. — Þú segir, að hún hafi grun um, að eitthvað sé á milli okkar? — Eg teldi það líklegt, þó ég sé alls ekki viss um það. Þessi hádegisverður okkar varð alveg fyrir tilviljun og fullkomlega vinsamlegur. Og þegar við skild- umst, sagði hún, að ég yrði endi- lega að borða með ykkur kvöld- verð heima hjá ykkur, á næst- unni. — Það bendir nú ekki á mikl- ar grunsemdir hjá henni. — Kann að vera. En fyrr í sam talinu var eitt eða tvö atriði sem komu mér á aðra skoðun. Hún leit á mig rannsóknaraugum . . . hér leit hún fast á Clive ... — og sagðist hafa spurt þig, hvort nokkur önnur kona væri komin upp á milli ykkar, og því hefðir þú svarað neitandi. — Það er lygi! svaraði Clive reiðilega. — Hlustaðu nú á, elsk- an mín, þegar ég kem heim ætla ég að gera út um þetta mál við hana. Eg sé mest eftir, að ég skuli ekki vera búinn að því fyrir löngu. En ég var bara að bíða átekta. Hún var þarna alveg nýkomin heim og það er nú meira en rétt að segja það að tilkynna konunni sinni, að mað- ur sé orðinn ástfangiim aí ann- arri .... Sandra andvarpaði. — Eg minn ist nú þess, að svona talaðirðu ekki einu sinni, en vitanlega varstu þá sem óðast að telja mér trú um að hún kærði sig ekki nokkurn skapaðan hlut um þig. — Það held ég heldur ekki, að hún geri, ef satt skal segja. — Vitanlega gerir hún það. En það geri ég bara ekki lengur. Og er þá kannski ekki allt í fræg- asta lagi? Clive lagði höndina á hennar hönd á borðinu. — Þú veizt full- vel, að þetta er ekki satt. Sandra kippti að sér hendinni, og minnti hann á, að þau væru á opinberum veitingastað. — Við skulum ljúka við mat- inn og koma okkur burt. Eg ætla heim með lestinni. Það kann að vera, að ég komi ekki til vinnu á morgun. Eg er að hugsa um að taka mér frídag. Það er svo margt, sem ég þarf að ganga frá. Auðvitað hringi ég í ungfrú Soames og bið hana fyrir það, sem þarf að gera. Það er annars ekki svo mikið að gera, eins og er, og hún er fullkomlega fær um það. Vel á minnzt: hefurðu gert nokkuð í þessu með að út- vega þér annan verzlunarstjóra? — Nei. — Þá legg ég til, að þú farir til þess, og það tafarlaust. — Þú sagðist ekki mundu fara fyrr en ég væri búinn að því. — Síðan eru meira en sex vik- ur, svo að þú hefur haft nógan tíma til þess. Hann hristi höfuðið. — Æ, vertu nú ekki með svona vit- leysu! Hún herti sig upp, til þess að láta ekki þessi orð hafa áhrif á sig, og heldur ekki málróminn og augnatillitið. Þrátt fyrir öll hennar hreystiyrði, gat þetta ver- ið dagsatt; það gat hæglega ver- ið eintóm vitleysa. — Og hvað ætlarðu að taka fyrir? spurði hann. — Það er óákveðið enn. En hitt er víst, að eftir lok næstu viku verð ég ekki lengur hjá Brasted. Mér þykir það leitt, ef þér skyldi finnast ég vera að bregðast þér, en þér verður eng- in skotaskuld úr því að fá aðra í staðinn, ef þú bara reynir. — Ætlarðu kannske í eitthvert sams konar starf hjá öðru fyrir- tæki? — Nei. Eg er helzt að hugsa um að fara úr landi. — Þú kemst nú aldrei langt fyrir tuttugu og fimm pund. — Það er ekki ætlun mín að fara til Evrópu, heldur eitthvað langt burt og koma ekki aftur. Líklega helzt til Suður-Afríku. Þangað hefur mig alltaf langaö. — Þér hundleiðist þar, er ég viss um. Þú hefur sagt það svo I Veiðimaðurinn skýtur forustu- I ir í ofboði að hækka flugið mið-1 stegginn unga. Höglin hæfa í ' gæsina og meðan hópurinn reyn-1 ar hann byssu sinni á gæsa- I mark og unginn líður til jarðar. oft — og ég reyndar líka — að þú gætir ekki bugsað þér að eiga heima annarsstaðar en í Eng- landi. — Höfum við það? Þá hefur mér að minnsta kosti snúizt hug- ur núna. Eg skal segja þér Clive, ég vil komast burt úr London fyrir fullt og allt. Eg vil ekki vera neinsstaðar þar sem nokk- ur möguleiki er á að hitta þig. Það er allt búið að vera okkar í milli, og þetta er í síðasta sinn sem ég fer út með þér. Eg vildi bara óska, að það væri líka 1 síðasta sinn, sem ég þyrfti að sjá þig. Hins vegar get ég ekki hlaupið úr búðinni án þess að búa ofurlítið í haginn fyrir hina, sem við tekur, svo að ég verð að vera þar ofurlítið enn. En eftir lok næstu viku , . . , Clive svaraði stuttaralega: ^ Þú manst kannske, að ég var rétt áðan að biðja þig um að hætta að tala eintóma vitleysu. Sandra tók upp töskuna sína og hanzkana. — Eg er að fara, Clive, og þú getur reitt þig á, að það er engin vitleysa. Nei, þi skalt ekki koma raeð mér. Eg vil vera ein. < SHÍItvarpiö Miðvikudaffur 26. júM 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:3* Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. m* 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna“ tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónletícar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Slnfónfa um fransk- an fjallasöng op. 25 eftir d'Indy. Píanóleikarinn Robert Casadesus og fílharmoníska hljómsveitin i New York flytja undir atjóm Charles Munchs. 20:25 A förnum vegi í Rangárþingl: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við Pál Sveinsson í Gunn« arsholti og Lýð Skúlason á Keld* um. 20:55 Einsöngur: Eugenia Zareska syngur lög eftir Chopin. Giorgio Favaretto leikur með á píanó. 21:20 Tækni og vísindi; IV. GeimfariF og gervitungl (Páll Theódórs- son eðlisfræðingur). 21:40 Tónleikar: Strengjakvartett op. 8 eftir Paul Creston. — Holly« wood-kvartettinn leikur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi maður* inn“ eftir H. G. Wells (Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur). 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi“. Nor« rænir skemmtikraftar flytja göm ul og ný lög. 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 27. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tiHc.), 12:55 „A frívaktinni”, sjómannaþátt* ur (Kristín Anna Þórarinsdóttir) 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 íslenzk tónlist: a) Elddans nr. 2 og Djöfladans nr. 5 eftir Skúla Halldórsson. Höfundurinn leikur á píanó. b) Tríó fyrir flautu, óbó og fagott eftir Magnús Á. Árna-« son. — Jane Alderson, Peter Bassett og Sigurður Markús^ son leika. 20:20 Erlend rödd: „í upprelsn gegi% flatneskjunni** eftir frönsku skáldkonuna Nathalie Sarraute. (Þorvarður Helgason). 20:40 Kórsöngur: Karlakór KeflavíkUF syngur innlend og erlend lög, Herbert Hriberschek stjómar. Píanóleikari: Ragnheiður Skúla* dóttir. Einsöngvarar: SverriF Olsen, Guðjón Hjörlelfsson og Böðvar Pálsson. 21:15 „Vorhret'* — sagnlr um Eyjólf Isaksson og afkomendur han#, (Jóhann Hjaltason kennari). 21:45 Tónleikar: Sankti-Páls-svíta eft ir Gustav Holst. — Jacques* strengjasveitin leikur. Reginald Jacques stjórnar. 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður* inn“ eftir H. G. Wells: VIIL (Indriði G. Þorsteinsson rithöí* undur). 22:30 Sinfóníutónleikar: Frá tónlistar* hátíðinni í Stokkhólmi 1 júní st, Sinfónía nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Tsjaikovshi. Filharmoníu* hljómsveitin i Leningrad leikur, Jevenij Mravinskij stjórnar, 23:15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.