Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐ1Ð Mviðvikudagur 26. júlí 196 í dásamlegu skíðafæri a fjollum i juiilok Kerlingafjöll eru ákjósanlegur sfaöur fyrir alla — VIÐ eigum ekki orð til að lýsa hrifningu okkar. í Kerl- ingafjöllum fundum við stað- inn sem þúsundir erlendra ferðamanna, jafnt sem inn- lendra, myndu vilja eiga fyrir sumarleyfisstað sinn. Að vera á skíðum í heitri júlísól á Kerlingafjöllum. Það er paradís á jörð. Þarna er upplagður staður til að reisa alþjóðlegt sumar- dvalahótel þeirra er fjöllum og skíðaíþróttum unna. Þús- undir Evrópubúa flykkjast til S-Ameríku á sumrum til skíðaiðkana. Þeir geta stytt ferð sína margfallt. í Kerl- ingafjöllum er staðurinn. Brekkur við allra hæfi, ynd- isleg veðrátta, nægur snjór og gott færi. Yndisleg dvöl. Á þessa leið sögðu ferðalang ar í Kerlingafjöllum sögu sína við Mbl. í gær. Valdimar örn- ólfsson skíðakappi hafði haft for ystu um að fara þangað með hóp si'ið&fólks til kennslu og skíða- ikunar. Alls voru 31 í hópnum, gistu í 9kála Ferðafélagsins en stunduðu skíðaiðkun á daginn — eða sund í heitum hverum á Hveravöllum. Dvölin var „yndis leg“, eins og þeir segja. Valdimar sagði að fyrir 2 ár- um hefði hann farið þangað „inn IJrtökumóf; LOKA ÚRTÖKUMÓT fyrir sund- meistaramót Norðurlanda, verður haldið í sundhöll Reykjavíkur í kvöld kl. 19.15. Keppt verður í 100 m skriðs. karla og kvenna og 200 m bringusundi karla og kvenna. eftir" og séð hversu ákjósanlegt landið var til skíðaikana og dval ar. Hann fékk svo Eirík Haralds son í lið með sér til að stofna til námskeiðs og fyrsta tilraunanám skeiðið var nú. Það tókst betur en björtustu vonir stóðu til. Fólkið hafði með sér aðalfaeðu en innifalið í 800 krónu farseðli fram og til baka var morgun- kaffi, te eða kaffi um daginn og bíll á staðnum til að aka mönnum frá skálanum upp að snjórönd- inni og til baka síðdegis. Má því segja að verðið sé næsta lágt, enda dró Valdimar ekki dul á þakklæti sitt til Ferðafélagsins fyrir lán á skála félagsins. 0 ic Við allra hæfi. Þetta fyrsta námskeið stóð frá 15.—23. júlí. Stunduðu námskeiðs gestir skíði á hverjum degi utan einn, er farið var til laugar á Hveravöllum. Með í förinni var ísl.meistari í alpagreinum Krist- inn Benediktsson og tók hann að sér að leggja brautir og vera með bezta skíðafólkinu í hópnum. Hin ir nutu kennslu Valdimars og Eiríks, sem báðir eru íþróttakenn arar. .1 Kerlingafjöllum er færi við allra hæfi. Brekkur aflangar fyrir byrjendur og brattar og langar fyrir lengra komna svo að ekki gefur Alpafjöllum eftir. Snjór er sem kornóttur vorsnjór en færi þyngist nokkuð er á dag inn líður ef mikil sólbráð er. Drógu þeir félagar ekki dul á að þama væri kærkomið tæki- færi fyrir byrjendux að læra á skíðum og njóta einmuna veður- blíðu. Þarna er og staður fyrir gott skíðafólk og ekki efi á að það eykur þjálfun sína — því þarna er skíðaland fjölbreyttara og betra en skíðafólk á nokkru sinni völ á. ★ Góð æfing. Þeir félagar sögðu frá því að Kristinn Benediktsson hefði unn ið frábær afrek á staðnum. Hann virtist í betri þjálfun en þeir hafa áður vitað til að ísl. skíðamað- ur væri í. Hann gekk á Snækoll sem er 1477 m hæð frá svokall- aðri „Stöð“ sem er í um 600 m hæð á 40 mín. Leiðin mun um 5 km. og því afrek hans hið bezta. Er hópurinn allur kleif Snækoll fyxsta sinn átti Kristinn tvær fyrstu ferðirnar niður svo fljótur var hann að klífa. Um kvöldið — eftir 5 ferðir — virtist hann ó- þreyttur og sagði „Maður er ekki þreyttur þegar maður tekur það svona rólega á daginn“. Þeir félagar telja auðvelt verk að koma þarna upp góðu sumar- hóteli og færa Ferðafélaginu beztu þakkir fyrir skálalánið. Þeir vita ekki hvort af öðru nám skeiði getur orðið í sumar, en Valdimar Örnólfsson mun gefa upplýsingar þar um. . Kristinn Benediktsson á stuttbuxum í góðu færi. Loðmundur í baksýn. — - V AUir hoppa — en Björgvin hefur hann af tilviljun. Fjarst sjást leikmenn með hendur á bringu. Svona er 1. deild á Islandi.!!! — Fram bjargaði skinninu með jafntefli við Val Léletjum leik lauk með 1 ; I ÞÖKK sé litlu drengjunum, sem léku knattspyrnu uppi í Laugarásnum á mánudags- kvöldið. Þeir veittu áhorfend um, a. m. k. stúkumegin, nokkra skemmtun, enda þótt þeir væru í talsverðri fjar- Þetta er ekki Ieikur — en skeði þarna í leik Vals og Fram. lægð, en það verður hinsveg- ar ekki sagt um „beztu lið“ Fram og Vals, sem léku leik sinn í íslandsmótinu þetta kvöld. Leikur liðanna var einn þessara leika, sem fær menn til að ganga hnussandi heim á leið, hcitandi því að „það verði bið á því að fara á Völlinn aftur“. Breytingar Valsliðslns sízt til bóta Valsmenn stilltu nú upp all-1 breyttu liði, sem er skiljanlegt, því eitthvað verður að gera til að fjörga liðið. Gunnlaugur Hjálmarsson, handknattleiks- kappi, lék fyrri hálfleikinn sem miðherji, en þann síðari sem útherji og brást gjörsamlega, virtist ekki í nógu góðri æfingu og var þungur og seinn. Halldór Halldórsson lék fyrri hálfleik- inn í stöðu framvarðar og þann síðari sem innherji og var mun skárri í þeirri síðarnefndu. Til- raunin með Ormar sem inn- herja misheppnaðist og gjörsam lega, Ormar er framvörður og það góður framvörður á okkar mælikvarða, en innherjastaðan líklega ekki hans köllun. Árni Njálsson fór út af er um 5 mínútur voru til hálfleiksloka og skilaði hinn ungi Guðmund- Ur Ögmundsson stöðu hans þokkalega. Einkennilegt er með Fram- liðið, sem nú hefur leikið sam- an, að mestu með sömu mönn- um í mörg ár, að enn er liðið eins losaralegt og lið getur ver- ið. Virðist ekki vanþörf á að skipta um blóð, ef liðið á að komast í skjól fyrir yfirvofandi fallhættu í I. deild. Framlína Fram er einkennilega duglítil og ógjörn á að berjast — a. m. k. ékki lengra en upp að víta- teig. Baldur Scheving sýnir þó oftast hörku og ósérhlífni, en það nægir þó ekki til, enda eru skot Baldurs heldur lir. og auð- verjanleg, hitti þau milli stang- anna. Framvarðalína Fram stóð sig eins og oft áður mun betur en framlínan. Hinrik er fastur fyrir og „stoppar“ vel, Ragnar er uppbyggjandi og Halldór Lúðvíksson ágætur miðvörður. Sigurður og Birgir áttu sæmi- lega leiki sem bakverðir, enda var lítið um mótspyrnu af hálfu útherja- Vals í þessum leik. Geir stóð sig allvel í mark inu. — Fátt markvert skeði Það var ekki margt að finna á minnisblaðinu frá leiknum: 25. mín. — Björgvin bjargar naumlega skoti Guðjóns af ör- stuttu færi. 27. mín. — Furðulegur klaufa skapur Dagbjarts, sem komst einn upp að Valsmarkinu, plat- aði markvörðinn, en náði ekki að sneiða knöttinn inn í tómt markið og brennir af. t 36. mín. — Vafasöm víta- spyrna, er tveir Framarar „pressa“ Matthías á milli sín innan vítateigs og Guðbjörn dómari dæmir vítaspyrnu, enda þótt knötturinn sé ekki innan leikfæris. Björgvin Dan. skorar síðan með föstu skoti og mjög góðu skoti úr spyrnunni. 43. mín. — Seinna markið kemur álíka tilviljanakennt. Sókniji hefur snúizt að Vals- markihu og boltinn rekst í táná á Magnúsi miðverði, skrúfar sig af tánni í stóran boga framhjá Björgvin markverði og örugg- lega í hornið. , í síðari hálfleik var penninn sjaldan á lofti og aðeins tvær athugasemdir gerðar: 51. mín. — Framarar bjarga stórhættu sem skapast við mark þeirra. 75. mín. — Guðmunh... átti hárfínt skot yfir þverslá, en hann átti nokkuð mörg skot á 2., 3. og 4. hæð. Fram bjargaði skinninu? Með þessu eina stigi sem Fram tókst að krækja í í leik þessum má búast við að þeir hafi tryggt sér áframhaldandi veru meðal íslenzkra 1. deildar- liða, þó raunar sé ekki útséð um það, þar eð Hafnfirðingar eiga nokkra leiki eftir og það á hinum lélega heimavelli sín- um. — | Dómari var Guðbjörn Jóns- son, KR, og dæmdi allvel. — Áhorfendur voru furðu fáir með tilliti til veðurs, en þeim sem heima sátu má óska til ham- ingju, þeir misstu ekki ai neinu. — jbp —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.