Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 9
if Mviðvikudagur 26. júlí 1961 MORGIJTSBLÁÐIÐ 9 Haraldur Asgeirsson framkvæmdastjóri heldur á steini af hinni nýju gerð, sem á að hindra rakaflöktið. þýzkan léttsteypuiðnað, en það var einmitt vikuriðnaðurinn í Vestur-í>ýzkalandi, sem átti mjög rikan þátt í uppbyggingarstarfi Þjóðverja eftir síðustu styrjöld. í>á fullnægði hann um 40% af toyggingarefnanotkun Vestur- Þýzkalands. Þessar og ýmsar aðrar erlend- er upplýsingar hafa verið mér mikil hvatning, og segja má, að nýi steinninn okkar sé til kom- inn vegna íhugana um þessi etriði. Snæfellsnessvikri og úr basalt- sandi og muiningi. Ég vona, að þessar umbætur geti orðið til þess að ávinna hleðsluveggnum meira traust en hann nýtur nú. — En hvað um verðið? — Því er til að svara að hlaðni veggurinn hefur víðast reynzt ódýrastur, og svo mun einnig vera hér. Að vísu hljóta verðhækkanir að vera skammt undan, en þær koma ekki síður illa við þá, sem úr öðrum efnum byggja. Annars er verðlagið hjá okkur mjög háð því, hversu mik ið magn við getum framleitt. Vikurfélagið er búið mjög full- komnum vélum og aðstæðum, og það er raunverulega framleiðni þessara véla, sem mestu hnikar til verði framleiðslunnar. Sam- dráttur og sveiflur í byggingar- iðnaðinum hafa slæm áhrif á framleiðsluna. Þetta hefur ekki mætt verulega á okkur enn og verðið á steininum er óbreytt frá því, sem verið hefur. — Hafið þið einhverjar aðrar nýjungar á prjónunum? — Já, við höfum hafið fram- leiðslu á steinum til þess að þess að nota við plötubyggingar, og ég tel, að notkun þeirra sé hag- kvæm, hvort heldur er til að smíða hljóðeinangrandi plötur í fjölbýlishúsum eða þök á smærri byggingar. Þessa steina má líka nota til hleðslu á 15 cm. þykk- um veggjum, en slíkan stein hef- ur vantað á markaðinn. Loks mætti líka telja það til nýjunga að Vikurfélagið er farið að framleiða nýja gerð af gjall- plötum, sem sérstaklega eru ætl- aðar til hleðslu á berandi skil- veggjum — burðarskilveggjum. Ég vona og trúi því, að allar þessar breytingar séu gagnlegar fyrir byggjendur, og eins mun það vera um annað, sem við höfum ekki enn haft bolmagn til að framleiða. Þessi nýi steinn okkar er gerð- ur mun sterkari en tíðkazt hefur og kantar hans og fletir jafnari en áður hefur gerzt. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir rakaflökt í veggjum, sem úr honum eru hlaðnir, — hver steinn lokast imeð þunnum botni og loks hafa stærðir hans verið valdar þannig, að þær samræmast við- teknu mátkerfi, og á því ekki að þurfa að höggva eða saga tneinn stein, ef húsin eru teiknuð eftir þessu kerfi. Við munum aðallega fram- leiða þennan stein úr Seyðishóla gjalli í fyrstunni, en seinna mun 'hann einnig verða gerður úr My nd • íslendir.gar nota 'i sinrur meiri f* liV ibuóabv ggsnga a rr»ann er» Ve s tur - Þjóöv* r iar er. ó* g6Ja samt t»Uo»u\ega faern ibúci r p- *000 íbúa Fjárfesting c f0 a XI TJ C <° 1 z o Z í íbúðabyggingunn I % 2.8 2. 9 4. 4 4 * þjóðarframleiðslu 5,9 6, 0 6, 0 7 6 5 i 8 4 S. 7 II > 6. 1 7.* FullgertSar íbúcir Línurit þetta sýnir Ijóslega hve okkur fslendingum er brýn þörf á að lá.ta gera ýtarlegar rannsóknir á byggingakostnaði og koma á fót leiðbeiningarstofnun, þar sem húsbyggj- endur geta fengið hagnýtar ráðleggingar. Línurit þetta var birt í ritinu „Lækkun hús- næðiskostnaðar“, sem samin var að undirlagi Robert L, Davisons. Hvernig myndast vikurinn ? VIKUR myndast í fremur súrum bergtegundum við sprengigos, hér á landi venju lega út lípariti. Vikur — eða pimpsteinn — virðist hafa jafnt og slétt yfir borð, en sé hann athugaður í stækkunargleri má greina hina sérstæðu gerð hans. Hann er myndaður af ara- grúa tiltölulegra jafnra og ör- smárra bóla sem þunnir gler- veggir skilja. Rúmmál gler- veggjanna er ekki nema 20— 25% af kornarúmmáli vikurs ins. Elzti vikur á íslandi mun vera um 10 þúsund ára gaml all — frá lokum síðustu ís- aldar — en sá yngsti rúmlega tíu ára. Vikur hefur ekki lengi ver ið notaður sem fylliefni 1 steinsteypu. Hins vegar kunnu Rómverjar til forna að gera sér pozzolan-sement úr blöndu vikurösku og kalks. Vikuraska er enn víða notuð til þess háttar framleiðslu. Vikurinn og þýzka endurreisnin Á síðari árum hafa vikur- efni verið notuð sem fylli- efni í steypu, og hefur sú notkun aukizt jafnt og þétt á allra seinustu árum, þar sem á vikri er völ. Stórstígastir hafa Þjóðverjar verið í þess- um efnum. Þar jókst vikur- vöruframleiðslan úr hálfri milljón lesta árið 1&48 í fimm og hálfa milljón lesta árið 1955, eða ellefufaldaðist. Full yrt hefur verið, að endur- reisn þýzkra borga, þorpa og atvinnufyrirtækja eftir síð- ari heimsstyrjöldina — der deutsche Aufbau — hefði ekki tekizt jafn hratt og glæsi- lega ef byggingarefni úr vik- urframleiðslu hefðu ekki ver ið fyrir hendi en þessi endur- reisn hefur svo aftur verið undirstaða „þýzka efnahags- undursins“. Þegar haft er í huga, að hvergi og aldrei áður mun hafa verið byggt jafn mikið í heiminum og í Vestur- Þýzkalandi eftir stríðið, skilst, að þetta eru firna mikl ar staðhæfingar, jafnvel svo miklar, að tortryggnin vakn- ar. Tölur hagskýrslna tala þó ómótmælanlegu máli og má til dæmis taka árið 1955. Þá fullnægðu vikurvörur þriðj- ungi byggingarefnaþarfar Vestur-Þýzkalands. 43% bygg ingarefnis íbúðahúsa voru vikurvörur. Sett hefur verið á stofn sér stök tæknistofnun í Vestur- Þýzkalandi í sambandi við vikuriðnaðinn. Þar fara fram efnisprófanir og rannsóknir auk ráðgjafarstarfsemi. Þá hafa vikurframleiðendur stofnsett Gæðaverndarsam- band vikuriðnaðarins. Þó að vikurefnaaukning hafi hvergi orðið eins ör og í Vestur-Þýzkalandi, þá er hún síður en svo einskorðuð við það land eitt. f Banda- ríkjunum eykst framleiðsla á léttsteypusteinum úr vikur- efnum mjög hratt. Á síðast- liðnu ári var áætlað, að reisa hefði mátt 800.000 — 1.000.000 einbýlishús úr vik- ursteinaframleiðslu ársins, ef hún hefði öll farið til smíði slíkra húsa. Kostir vikursins sem bygg- ingarefnis eru: hann er létt- ur, sterkur, binzt vel með se- menti og einangrar ágætlega. Alit þetta grjót — og vikurinn líka Sá, sem þetta skrifar, átti einu sinni tal við sænska stúlku, sem svaraði, þegar hún var spurð, hvað henni fyndist helzt einkenna ís- land: ,Allt þetta grjót“. Samt er það svo að íslend- ingar lærðu seinna en aðrar þjóðir að gera sér hús af steini, svo að ekki sé minnzt á vikurinn. Saga léttsteypu- framleiðslu hér hófst ekki fyrr en með stofnun Vikur- félagsins, en það hóf fram- leiðslu á vikurplötum árið 1938 og á holsteinum árið 1943. Á seinasta ári nam fram leiðsla þess 280.000 einingum, en þar af voru steinar aðeins 05.000. Eins og kunnugt er, stofn- aði Jón heitinn Loftsson Vik- urfélagið h/f. Hann skipu- lagði allan rekstur fyrirtækis ins, og er óhætt að fullyrða, að hann hafi verið mjög fram sýnn um fyrirkomulag verk- smiðjunnar — allt, vélaval og hagkvæmni í rekstri. Hann var og afar vandlátur um hrá efnaval og kaus heldur að vinna og láta flytja hráefni langa leið, þótt auðvelt væri að fá það í nágrenni bæjar- ins. Má þar minna á gjallið, sem unnið er í Seyðishólum austur í Grímsnesi. Aðalhráefni Vikurfélagsins er unnið vestur á Snæfells- nesi. Það hefur myndazt við gos í Jöklinum fyrír 5—10 þús und árum. Þá hefur vikur- sáldrið hrúgazt yfir jökul- breiðann, sem mun hafa verið allmiklu umfangsmeiri en nú. Mest af vikrinum hefur skol- azt til sjárar með leysingar- vatni, en geysimikið magn hefur hlaðizt í öldur eða ása. Vinnsla vikursins er ákaf- lega einföld. Leysingarvatn, sem rennur af jöklinum er leitt í stokkum og slöngum að rótum vikurásanna og látið fleyta vikrinum eftir gilja- dragi ofan í hvamm niðri á láglendi. Þaðan er honum fleytt gegnum valsa, sem mala hann í rétta stærð, og síðast er honum fleytt í þriðja skipti um slöngur út í skipin, er flytja hann til verksmiðj- unnar. Þessi flutningsaðferð er ódýr, og hefur auk þess þá kosti, að um leið þvost öll óhreinindi og lingerð korn í burtu, og vikurinn fær hnött- ótta lögun. Ert þú að kaupa bíl? Og þú ert bindindismaður/ Auðvitað tryggir þú hann hjá Abyrgdi þar færð þú langbezt kjör. LOFTUR h». LJOSMYNDASTOFAN Pantið tíma í síma 1-47-72. TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 Við seljum bílana Morris árg. 1959. Kr. 90 þús. Útbongun. Fíat 1100 árg. ’60 Fíat 1100 árg ’55. Kr. 65 þús. Vauxhall árg. ’50. Kr sam- komulag Herjeppi árg. ’42 í góðu standi Landbúnaðarjeppi árg. ’54 — meö eða án aftaníkerru. Kr. 95 þús. Rússajeppi með blæju. Kr. 50 þús. Útborgun. Ford taxi árg. ’59 Chevrolet árg. ’52, góður bffll Volkswagen árg. ’60 Volkswagen árg. ’54 og ’50 Bílamir eru til sýnis á staðn- um. Bifreiðasalan Borgartúni 1. Sími 18085 og 19615. Volkswngen sendiferðabill '5 5 nýkominn til landsins. — Skipti hugsanleg. Shepher ’55 nýkominn til landsins. Austin ’55, mjög góður bíll. Skipti á Taiunus eða Opel Station ’60 eða ’61. Skoda Station ’56, mjög góður bíll. Willys ’54, með góðri kerru. Kaisei ’52. Skipti á 4ra eða 5 manna bíl. Peninganiilligjöf Chevrolet vörubíll ’55 í góðu standi með stálpalli. Aðeins kr. 90 þús. G. M. C. vörubíll ’53, góður bíll. B:*-eiðar við allra hæfi á á 21 sölunni Skipholti 21. Sími 12915.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.