Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 19
r Mviðvik'udagur 26. júlí 1961 M O RGV N B L ÁÐ I i> 19 JÞessar léttklæddu stúlkur voru að spóka sig á götum Reykja- í víkur í blíðunni í gær. Hér ganga þær eftir Laugavegi fyrir 1 framan verzlun Jóns Sigmundssonar. Þessi mynd var tekin um tvö-Ieytið, þegar hitinn var um 16 stig í forsælunni. Um sex-leytið mun hitinn hafa komizt upp í 17 stig. — Síldin Frh. af bls. 20. afköst hennar um 10 þús. mál á sólarhring. Þetta mikla þróarrými og afkastag-eta tryggir það að Bjálfsögðu, að löndunarbið get- ur aldrei orðið mjög löng hér. Skipin sigla sjórennandi hlað- in, enda vilja allir nota ferðina vel, þegar leiðin er jafn löng. — • Söltunin. ■ ! Á mánudagsmorgun hafði ver- ið saltað alls í 318.840 tunnur á öllu landinu. Söltunin skiptist þannig: Siglufjörður J39.550, Raufar- ihöfn 63.010, Dalvík 19.244, Ólafs- fjörður 18.503, Seyðisfjörður 16.510, Húsavík 11.215, Vopna- fjörður 10.744, Norðfjörður 6.742, Hrísey 6.073, Eskifjörður 5.407, Grímsey 4.144, Hjalteyri 3.461, Reyðarfjörður 3.318, Fáskrúðs- fjörður 3.055, Þórshöfn 2.892, Skagaströnd 2.883, Stöðvarfjörð- ur 1.207. Hæsta stöð á landinu var þá Hafsilfur á Raufarhöfn með 13.449 og næst Óskarsstöð á Raufarhöfn með 12.495. f. * —■ Guðjónr og Stefán. Siglt fram hjá Raufarhöfn. IRAUFARHÖFN, 25. júlí. Skipin Sigla nú flest allt til Siglufjarð or vegna þrengsla á höfnunum iiér eystra, sem liggja nær veiði Svæðinu. Eitthvað fer á austur Ihafnir, en hávaðinn allur til Biglufjarðar og fram hjá okkur. iHér liggja nú 10 skip í höfninni og sólarhrings löndunarhið fram tindan. öll skip eru nú full, svo að ekki er lengur spurt um aíla magnið, heldur hve margra klst. Sigling sé til löndunarhafnar. X dag versnaði veður heldur og kom lifandi kvika, svo að lítið aflaðist. Illa kann að fara, ef jveiðiveður spillist, en aliir vona hið bezta. — E.J. (AKUREYRI, 25. júlí. Snæfell landaði í Krossanesi í dag 1684 Inálum. Héldu menn, að það myndi verða löndunarmet sum- arsins, en Helgi Helgason mun hafa landað um 1700 málum ekki alls fyrir löngu. — Nú í kvöld er ivon á Björgvini frá Dalvík með 14—15 hundruð mál. — St. E. Sig. SEYÐISFIRÐI, 25. júlí. Hér er ealtað á öllum stöðvum á ábyrgð ealtenda. Tunnuskip kom hér í ídag, og var skammturinn 750 itunnur á hverja stöð. _ vig. ESKIFIRÐI, 25. júlí. í dag lönd «ðu hér Einar SU 600 tunnur og / Hólmanes með 500 tunnur. Sait- »ð var í dag í 300 tunnur. GW. NORÐFIRÐI, 25. júlí — Þessir bátar hafa komið hingað inn í dag (afli í málum): Hannes lóðs 800, Draupnir 950, Hafalda 1000, Björg NK 65C Þráinn 840, Guð björg GK 900, Arnkell 1000, Mím ir 800. Alls hefur verksmiðjan hér tekið á móti 50 þús. málum. Tunnur komu hingað í gærkvöldi með bílum frá Eskifirði. Söltun hætti hér fyrir síðustu helgi. Veðurhorfur voru ekki góðar í dag og óttuðust menn, að bræla væri skammt undan, sem myndi eyðileggja veiðiskapinn. Horfurn ar skánuðu með kvöldinu. — S.L. — Þýðir náttúruna Framh. af bls. 6. annað. Maður verður að taka svolítið frá sjálfum sér með í myndina — skapa eitthvað sjálfur. Myndirnar eru ekki endi- lega ætlaðar til að hæna franska ferðamenn til íslands Vatnslitamyndir til sölu. Hinn ungi franski málari sagðist ,ekki hafa ætlað að halda sýningu hér — hvað þá tvær. Fyrst og fremst hefði hann komið hingað til að hripa niður „skissur“, sem hann gæti unnið eftir olíumálverk, þegar heim kæmi aftur. Allar myndir hans hér væru því vatnslitamyndir, tíminn hefði ekki leyft annað. Sem allra flestar myndanna vildi hann hafa með sér heim, en ef ein- hverjum hér þætti gaman að eiga þær, gæti hann auðvitað ekki staðið á móti því. — Myndirnar eru því til sölu og kosta frá 1500—2200 krónur. í sambandi við ummæli mál arans um list sína er kannske rétt að bæta við að tíðinda- manni Mbl. fannst heldur ekk ert benda til að myndirnar myndu fæla franska ferða- menn frá Islandi. En sjón er sögu ríkari og ætti fólk því að bregða sér inn á „Mokka“ og skoða myndir hins unga Frakka, sem býður af sér góð an þokka. — Verkfræðingar Frh. af bls. 2 bands íslands og Félags ís- lenzkra iðnrekenda annars veg- ar og Stéttarfélags verkfræð- inga hins vegar um rétt yfir- verkfræðinga til þess að gera verkfall. Samkvæmt upplýsing- um framkvæmdastjóra Stéttar- félags verkfræðinga mun þessi ágreiningur taka til 6—7 verk- fræðinga, en vinnuveitendur telja þá talsvert fleiri - Úr ýmsum áttum Framhald af bls. 10. om var kominn heilu og höldnu úr geimnum á sjó nið ur, opnaðist geimfarið. Það skipti þá engum togum, að sjór flaut inn — en Grissom út. Hann hélt sér á floti og synti rúmlega 60 metra spotta, áður en þyrla lyfti honum upp og flutti um borð 1 flug- vélamóðurskipið, sem beið hans. Hafði hann þá sopið svo lítið á sjó. Þyrlan í kaf Ekki gekk eins vel með Frelsisklukkuna, því að hún hafði áður en nokkuð varð við ráðið tekið í sig of mikinn sjó, til þess að unnt væri að ná henni upp. Stjómandi einn ar af þyrlunum reyndi allt hvað af tók að halda í hana, eftir að tekist hafði að krækja í hana. En vegna vatnsþung- ans hitnuðu hreyflar þyrlunn ar hættulega mikið og kom þar að, að ekki var annað sýnna, en að þyrlan drœgist í kaf líka. Og þá var sleppt lausu. Sökk í ðjúpið. Með Frelsisklwkkui.ni, sem mun hafa kostað um 2 milljón ir dollara, hurfu í Atlantshaf- ið kvikmyndir af svipbrigðum og handahreyfingum geimfar- ans í ferðinni; ennfremur af mælaborði farartækisins. Einn ig voru sokknar í djúpið allar sannanir. er leitt gætu í ljós. hvers vegna op geimfarsins opnaðist svo snemma, en Griss om höfuðsmaður sagðist ekki hafa þrýst á hnappinn, sem til þess var ætlaður. Ekki til einskis. Þeir,- sem að geimskotinu stóðu, lýstu því yfir, að þrátt fyrir óhapp þetta, hefðu mikil vægustu upplýsingarnar náðst, þ.e. í gegnum senditæki, sem sendu jafnóðum til jarðar margvíslegan fróðleik, sem tek inn var niður á segulband. — Þar að auki er svo Grissom vissulega reynslunni ríkari eftir þessa ferð. —- Efnahagsmál Framh. af bls. 1 gætu ekki aukið fjárhagsaðstoð sína við vanþróuð ríki frá því sem nú er. Lloyd sagði, að komið yrði viðræðum við fulltrúa vinnuveit enda og verkalýðsfélaga um að auka frafnleiðsluna og koma jafnframt í veg fyrir launahækk anir. Laun hafa hækkað um 8% á árinu 1960—61. — Bizerta Framhald af bls. 1. ar þurfa ekki að ráðgast við neinn til þess að hverfa með her menn sína úr Bizertá borg, sagði Túnisforseti. Loks kvaðst hann skírskota til alls heimsins er hann seg'ði, að þetta ástand gæti ekki haldizt svona óbreytt. Eins og herstaðan væri nú, væri hún andstæð sam óykkt Öryggisráðsins og gæti leitt til þess að blóðugir bardagar hæfust að nýju. — Vissulega skutum við fyrst, sagði Bourgu- iba en það var til þess að vernda okkur gegn flugvélum og fall- hlífarhermönnum er óvirtu sjálf stæði lands vors. Fimm ára afmæli sjálfstæðis Túnis. í dag eru liðin fimm ár frá því Túnis fékk sjálfstæði en ekki eru nein hátíðahöld af því til- efni. Hinsvegar tilkynnti útvarpið í Bizerta í dag, að mikil spenna væri ríkjandi í borginni. Túnis- menn saka Frakka um að köma sér upp fallbyssuvígjum á hús- þökum og Frakkar bera hið sama Túnismenn. Straumur flótta- fólks hefur verið í allan dag fró Bizerta. Og í dag kom til Toulon í Frakklandi franska herskipið Colbert frá Túnis með 220 konur og nær 300 böm franskra sjóliða. Hammarskjöld til Parísar. Dag Hammarskjöld ræddi lengi í gær og í morgun við Bourguiba. Hann hefur ennfremur rætt við ráðherra í stjóm Túnis og full- trúa Sameinuðu Þjóðanna. Ekki hefur hann látið neitt uppi um viðræð'urnar. Frá aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna berast þær fregnir, að Hammarskjöld muni ef til vill fara til Parísar næstu daga og ræða við frönsku stjórnina um Bizerta deiluna. Jafnframt var tilkynnt í kvöld, að ekki hefði enn komið formleg beiðni frá Bourgiba forseta um að Öryggis ráðið kæmi saman, en þegar er slík beiðni bærist væru ráðs- menn viðbúnir að koma saman til fundar. Afp fréttastofan skýrði frá því í dag að Nasser forseti Araba- lýðveldisins hefði boðið Túnis alla þá hernaðaraðstoð er hann mætti. Ræddust þeir við í dag Nasser og Mohamed Masmoudi, upplýsingamálaráðherra Túnis. Eftir fundinn færði Mosmoudi Bourguiba munnlega orðsend- ingu Nassers. Fundur þessi er hið fyrsta opinberlega samband milli Túnis og Arabalýðveldisins síð- an Túnis sleit stjórnmálasam- bandi við lýðveldið árið 1958. Loks samþykkti Arabaráðið á fundi sínum í*dag að senda deild sjálfboðaliða til Túnis hið fyrsta. Bourguiba hefur óskað eftir að hermenn frá Túnis í liði Sam- einuðu þjóðanna í Kongó verði flutt heim. Hefur verið óskað eft ir hermönnum frá ýmsum öðr- um löndum til þess að koma í stað Túnishermannanna. Þá upp- lýsti aðalfulltrúi S.Þ. í Kongó í dag, að samtökin gætu ekki ann að flutningi allra Túnishermanna heim nægilega fljótt og var til- mælum beint til Bandaríkja- manna að lána flugvélar til þessa flutnings Bandaríkjamenn hafa orðið við þeim tilmælum. • Vilja tryggingu. Talsmaður franska utanríkis ráðuneytisins sagði í dag, að ekki væri unnt að flytja frönsku hermennina frá Bizerta borg, fyrr en Frakkar hefðu fengið örugga vitneskju um hvað Túnisstjóm ætlaðist fyrir. Yrðu Frakkar að fá tryggingu fyrir því, að ekki væri ætlun- in að tálma þegar í stað sam- göngur við flotahöfnina, en ýmislegt benti til þess að þeir hygðust breyta svo. Ununæli Bourgíba í dag hafa vakið nokkurn ugg með vestrænum stjómmála- mönnum. Telja þeir að beiðni um aðstoð annarra ríkja og hvatning Bourgíba til and- stöðu gegn Frökkum í öðrum löndum geti orðið til þess að átökin breiðist út víðar um Afríku. Innilegar þakkir sendi ég öllum, fjær og nær, sem sýndu mér hlýhug og vináttu á áttræðis afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Jón Benjamínsson, Reykjalundi Alúðarþakkir færi ég öllum, sem heimsóttu mig, sendu mér skeyti, færðu mér gjafir og blóm á áttatíu ára af- mæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Bjarni Guðjónsson, Borgamesi. • Varrtraust á ríkisstjómina Ræðu fjármálaráðherra var tekið með mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar sem hefur lýst vantrausti á ríkisstjórn ina vegna meðferðar hennar á fjármálum landsins. Stjórnin á að baki sér öruggan meirihluta þingmanna. Aðgerðir þessar koma mörgum á óvart 1 fjármálaheiminum brezka. Höfðu fáir búizt við meira en 1% hækkun á vöxtum. Sérfræðingur Reuters fréttastof- unnar um fjármál, Sydney Camp ell segir m.a. að á ýmsan hátt sé hér um að ræða ströngustu efna- hagsaðgerðir sem gerðar hafi ver ið í Bretlandi. • Athyglisverðar aðgerðir. Haft er eftir heimildum í Bonn sem venjulega eru taldar áreiðan legar, að brezka stjórnin hafi fyr irfram tilkynnt samherjum sín- um í Atlantshafsbandalaginu um fyrirætlanirnar í efnahagsmál- um. í Washington hafa þær vakið irikla athygli og þykja benda til þess að brezka stjórnin hafi full- an hug á að rétta við hag lands- manna, enda hafi slíkar aðgerðir oft verið til geysimikils gagns. Er það álit manna vestra að létta beri Bretum lausn fjármála j sinna sem unnt er. Konan mín og móðir okkar ÞORBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR Hjarðarnesi andaðist í Landakotsspítala 18. þ.m. Jarðarförin ákveð- in frá Fossvogskirkju í dag 26. þ.m. kl. 3 e.h. Geir Sigurðsson og börnin Systir okkar KRISTlN KRISTJANSDÓTTIR Grænuhlíð 4 sem andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 20. júlí, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 1,30. Kristján Kristjánsson, Hermann Kristjánsson Sigríður Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson Útför mannsins míns JÓNS STEINGRfMSSONAR, sýslumanns hefst með húskveðju á heimili okkar í Borgarnesi föstu- daginn 28. þ.m. kl. 1 e.h. — Kveðjuathöfn verður í Borg- arneskirkju. — Jarðsett verður frá Fossvogskirkju laug- ardaginn 29. júli kl. 10,30. Karítas Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.