Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVNnrAÐIÐ MviðvlKudagur 26. júlí 1961 ^ pinrgiiííjiMalíilí trtg.: H.f. Arvakur Reykjavik. Fi.mikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannesserv Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. \skriftargjóild kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VERKALYÐUR TAPAR A VERÐ- BÓLGU Tslenzkir launamenn hafa bitra reynslu af því að verðbólguþróun sú, sem stefna óraunhæfra kaup- hækkana hefur orsakað hér um hálfan annan áratug, hefur komið í veg fyrir þær framfarir og kjarabætur, sem aðrar þjóðir hafa aflað sér. Menn vonuðu því að launamenn hefðu lært af reynslunni og mundu stilla kröfum sínum svo í hóf, að von væri um raunhæfar kjarabætur. Vegna fyrirframgerðrar pólitískrar hernaðaráætlunar Framsóknarflokksins og kommúnista var kaupgjald sprengt svo hátt upp, að fyrirsjáanleg er verðbólga, ef stjórnarvöldin tryggja ekki efnahag landsins að nýju á svipaðan hátt og gert var með viðreisninni á síðasta ári, þegar verðbólguþróunin var í fyrsta skipti stöðvuð hér um langt skeið. Því miður er þess vart að vænta í neinu þjóðfélagi að raunhæfar kjarabætur geti orðið meiri en sem nemi 3% árlega, en það er heldur ekki svo lítið, þegar horft er yfir nokkurt árabil. Þannig næmu raunhæfar kjarabætur þriðjungi á einum áratug og fimmtíu prósent á hálfum öðrum áratug, ef kjarabóta- leið væri farin en ekki leið pólitískra verkfalla. 1 upphafi verkfallanna buðu vinnuveitendur 3% ár- lega hækkun, því boði var hafnað. Þá flutti sáttasemjari ríkisins miðlunartillögu um 6% hækkun, og var gert ráð fyrir að þeir samningar yrðu óuppsegjanlegir nema fram- færslukostnaður hækkaði um meira en 3%. Samþykkt miðlunartillögu- sáttasemjara hefði þýtt verulegar raun- hæfar kjarabætur, þótt fyrir- fram væri vitað að hluti 6% hækkunarinnar hlyti að koma fram í verðlaginu, og því gert ráð fyrir að vísi- talan mætti hækka um 3 stig. Menn kynnu nú að áætla sem'svo, að hin mikla kaup- gjaldshækkun myndi þó allt- af leiða til þess að 3% henn- ar yrðu raunhæfar kjara- bætur. Vonandi verður reyndin sú, en það er þó því miður alls ekki öruggt. í fyrsta lagi hefur þjóðin beð- ið mikið tjón vegna langvar- andi vinnustöðvana og í öðru lagi kosta efnahagsleg- ar umbyltingar og stökk- breytingar alltaf einhverjar fórnir, sem erfitt er þó að henda reiður á. PÓLITÍK í STAÐ KJARABARÁTTU egar SÍS brást hlutverki sínu sem heilbrigður at- vinnurekandi í lýðræð'isþjóð- félagi, var ekki lengur um vinnudeilu að ræða heldur pólitíska svikamyllu, sem miðaði að því að eyðileggja fjárhag landsins og skerða þar með hag allra landsbúa. Forustumenn . verkalýðssam- takanna tóku þátt í þessum aðgerðum og komu þannig í veg fyrir þær raunhæfu kjarabætur, sem hægt var að fá án langvarandi vinnu- stöðvunar. Samtökum samvinnu- manna og verkalýðs hefur hingað til verið ætlað annað hlutverk en það að stuðla vísvitandi að kjaraskerð'ingu almennings. Þetta gerðu þessi samtök þó í verkföll- unum, og enga aðra en for- ustumenn þeirra er hægt að saka um frestun þá, er verð- ur á verulegum raunhæfum kjarabótum. Sem betur fer voru svik þessi þó ekki alvarlegri en svo, að um frestun er að ræða á kjarabótum, en ekki verður komið í veg fyrir þær til frambúðar. Það er krafa þjó&arinnar til ríkis- stjórnarinnar að hún treysti fjárhaginn á ný, svo að aft- ur megi byrja sókn til bættra lífskjara, og almenn- ingur treystir því að stjórn- in muni ekki hika við að gera ráðstafanir til að fyrir- hyggja nýja verðbólguþróun og treysta fjárhaginn. LÁN TIL BÆNDA k síðastliðnum vetri gaf ríkisstjórnin fyrirheit um það að hún myndi beita sér fyrir lagasetningu í þeim til- gangi að létta af bændum lausaskuldum. Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, hefur nú haft forgöngu um setningu slíkra laga. Er þar gért ráð fyrir að lausaskuld- um, sem bændur hafa stofn- að til vegna framkvæmda á árunum 1956—’60 verði breytt í löng lán, og hefur veðdeild Búnaðarbankans verið falið að hafa með höndum útgáfu nýrra banka- vaxtabréfa í þessum tilgangi. Löggjöf þessi er í sam- ræmi við ákvörðun um að GEIMFERÐ annars geim- fara Bandaríkjanna, Virgil I. Grissoms, hins 35 ára gamla höfuðsmanns, gekk eins og í sögu; það var fyrst þegar hann var kominn í greipar Ægis gamla, sem gamanið fór að kárna. Mikil för. Það var um hádegisbilið Grissom talar við Kenne- dy eftir geimferðina. Þyrlunni reyndist um megn að halda uppi hylkinu, sem fyllti sig af sjó. (ísl. tími) á föstudaginn, sem lentf 487.0 km frá skotstaðn- loks varð úr því, að Grissom um á Canaveral-höfða eftir að yrði skotið út í geiminn. För hafa farið um 8.000 km vega hans í Frelsisklukkaxnni, en lengd. svo nefndist geimflaugin, tók rúrnan stundarfjórðung og fór Geimfarið opnast. hann hraðast með 8.545 km En örskömmu eftir, að Griss hraða, náði 189.8 fcm hæð og Framh. á bls. 19 breyta lausaskuldum sjávar- útvegsins í löng lán, en þannig hefur hagað til hér- lendis um langt skeið, sem kunnugt er, að fjármagn hef- ur verið sölsað frá einstakl- ingunum undir ríki og sam- vinnufélög, svo að allur at- vinnurekstur hefur átt við að stríða mikil fjárhagsvand- ræði og orðáð að fleyta rekstrinum áfram með bráða birgðalánum. Einn þáttur viðreisnarinn- ar hlýtur að verða sá að gera atvinnurekendum til sjávar og sveita kleift að eignast nægilegt eigið fjár- magn til rekstrar síns. Víða mundu lausaskuldirnar frá tímum „vinstri stefnu" gleypa allan afrakstur at- vinnurekstrar. Þess vegna er nauðsynlegt að óreiðuskuld- um og stuttum lánum verði breytt í hagkvæm lán til langs tíma. Mjög ber því að fagna löggjöf þeirri, sem landbúnaðarráðherra hefur beitt sér fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.