Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 11
MviðviEudagur 26. Júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Rannsóknarstofa fyrir matvælarannsóknir Einkum fengizt v/ð landbúnaðarafurðir Rœtt viÖ dr, Geir V, Guðnason t FEBRÚAR kom til landsins Geir V. Guðnason, þá nýbakaður doktor í matvælaefnafræði frá Cornell háskóla í íþöku í Banda- ríkjunum, en þar hafði hann ver- ið við nám í 8 ár. Geir starfar nú hjá iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, og við höfum fregn- að að hann mundi eiga að veita forstöðu sérstakri rannsóknar- etofu innan Iðnaðardeildarinnar fyrir matvælarannsóknir hér, sér etaklega á sviði landbúnaðar- afurða. Það kom f íjós er fréttamaður blaðsins náði tali af honum, að ihann er á förum utan í næsta ínánuði, á styrk frá Raunvísinda- deild Vísindasjóðs, til að stunda rannsóknir í hagnýtri lífefna- fræði við ýmsar vel þekktar vís- dndastöfnanir á Norðurlöndum og !til þess að kynna sér starfsemi þessara stofnana og uppþyggingu, áður en hann tekur til við mat- Vselarannsóknirnar hér. — Er þessi ferð þá farin á veg- um Atvinnudeildarinnar? — Nei, ekki beinlínis. Þ. e. a. S. Jóhann Jakobsson, deildar- Stjóri Iðnaðardeildar, átti frum- kvæðið að því að ég fer þetta. Rannsóknarráð ríkisins hefur og Stutt þetta mál. En það er Rannsóknarráð Norður- landa, (Nordforsk) sem hefur gert áætlanir og annast alla fyr- írgreiðslu í þessu sambandi. Nord forsk hefur t. d. í samráði við Efnahagssamvinnustofnun Evrópu lagt 3.500 dollara til þeirra stöfnana, sem ég mun tivelja hjá, til að standa straum af kostnaðinum við dvöl mína, sem mun standa yfir í ár. En því miður rennur ekkert af þeim peningum í minn vasa. í , — Hvaða stofnanir eru þetta? ':r — Ég verð mest við gerlafræði- deildina á Karolinska Institutet í Stokkhólmi, síðan um’skeið við matvælafræðideildir Könunglega tækniháskólans í Stokkhólmi og Jjandbúnaðarháskólans í Uppsöl- wm. Næsta sumar verð ég svo væntanlega eitthvað við norska Tækniháskólann í Þrándheimi, og Iheimsæki seinast vísindastofnan- ir í Danmörku, auk þess sem gert er ráð fyrir að ég sæki sem flest vísindamót, sem haldin verða í þessum löndum þennan tíma. I Bæta vöruna — nýta hráefnl u Tilgangurinn með ferðinni er sem sagt sá að kynnast starf- semi og uppbyggingu sem flestra af helztu rannsóknarstöðvum Norðurlanda, og eins að afla sam banda við þá vísindamenn sem þar vinna, svo að sem nánust samvinna geti orðið milli okkar og þessara stofnana. Það er ætlunin að koma hér á iót rannsóknarstofu innan Iðnað- ardeildarinnar, sem verði til húsa í Atvinnudeildarhúsinu og á hún áð vera tilbúin þegar ég kem til toaka. Sú rannsóknarstofa á að itaka til meðferðar verkefni fyrir matvælaiðnaðinn, sérstaklega með tilliti til landbúnaðarafurða. Hér á ég ekki við svokallaðar hlmennar efnagreiningar, sem að vísu eru bráðnauðsynlegar, en verða samt ekki í verkahring þessarar rannsóknarstofu. Frem- ur er átt við stærri verkefni, sem eiga að miða annaðhvort að end- urbótum á framleiðsluvörunni eða nýtingu á hráefnum, sem nú fara forgörðum. Einnig á þessi nýja rannsóknarstofa að geta tek ið að sér verkefni á sviði gerla- fræði eða grundvallarathuganir Dr. Geir V. Guðnason í lífefnafræði. Ferðin til Norður- landanna á að verða að miklu gagni til að skipuleggja þessa nýju stofu. öKyrsýruna má nýta — Og hvaða verkefni mundu sérstaklega koma til greina? — Það er ekki annað að sjá en að næg verkefni verði fyrir slíka starfsemi. Það má t. d. nefna skyrið, svo eitthvað sé tekið. Engar rannsóknir virðast hafa farið fram á skyrinu í fjölda mörg ár. Það ligur þó í augum uppi, að ástæðuna fyrir því hve misjafnt það er að gæðum verð- ur að finna. Sennilegt er að hana sér að finna í gerlagróðri skyrs- ins. Einnig hefur verið talað um að skyrið sé almennt of súrt. Ef svo er, þarf að leggja drög að því að velja stofna skyrgerla, sem gefa eðlilegt skyrbragð en litla mjólkursýru. Ekki væri heldur úr vegi að rannsaka hvort ekki megi finna hentugri pökkun fyr- ir skyrið. Það dylzt víst engum að þar þarf úrbóta við. Nú, annað rannsóknarefni er nýting skyrsýrunnar, sem nú fer forgörðum. Þarna fara ekki að- eins verðmæti til spillis, heldur er þar líka dálítið vandamál á ferðinni, því sýran eyðileggur smám saman gólfin í skyrgerðar- húsunum, er hún rennur eftir þeim dag eftir dag. Sýruna mætti mjög sennilega nýta sem íblönd- unarefni í súrhey. Þessi hugmynd var að vísu könnuð fyrir all- mörgum árum, en ekki til hlítar. Mér hefur helzt dottið í hug, að þétta mætti sýruna mikið, unz hún inniheldur 40—50% þurr- efni, og blanda hana síðan með heymjöli eða einhverju þesshátt- ar. Yrði blandan þannig nægi- lega þurr til að hana mætti flytja í pokum til notenda. Ef slík blanda væri fengin er ekki vafi á að hún yrði sérlega hentug til íblöndunar í súrhey og kæmi þá í stað innfluttrar sýru, eins og maurasýru, en yrði miklu auð- veldari í meðförum. Þá msétti einnig framleiða heilsusamlegan svaladrykk með skyrsýruna sem aðalhráefni. Sennilega mundi ekki öllum líka sýran, eins og hún er á bragðið óunnin, en með rannsókn væri hægt að finna þá meðferð sem bezt hentaði til að sem flestum geðjaðist drykkurinn. í sumum öðrum löndum er ostamysa not- uð í þessum tilgangi, og ekki er ólíklegt að skyrmysan sé ennþá betra hráefni fyrir þannig fram- leiðslu. Fúkalyfjainnihald mjóikur Svo við snúum okkur að öðru. í kjötiðnaðinum'er nýting á bein um og ýmis konar verðlitlu úr- kasti eitt vandamálið. Hér fellur til talsvert magn af slíkri vöru, sem einhvern veginn þarf að nýta. Sérstaklega þar sem það er vandamál jafnvel að fleygja MMMIV þeim. Þar sem slíkt hráefni er ágætt til framleiðslu á kjarngóðu og steinefnaauðugu fóðri, liggur beinast við að setja upp beina- mjölsverksmiðju. Þetta hefur að vísu verið mjög vel kannað og ekki vantar að áhugi á þessu sé fyrir hendi hjá viðkomandi fyr- irtækjum, en framkvæmdir hafa strandað á staðsetningu verk- smiðjunnar, sem ekki má vegna flutningskostnaðar vera langt frá þeim stað sem hráefnið fellur til. Halda sumir að of mikill óþrifn- aður stafi af því, ef slík verk- smiðja er nálægt íbúðarhverfum. Reynslan erlendis sýnir hins veg ar að enginn óþrifnaður eða lykt þarf að fylgja slíkum iðnaði. Væri vel ef viðkomandi yfirvöld tækju þetta tH athugunar á ný. Eitt af þeim málum, sem er ó- rannsakað, er hvort og hve mik- ið magn af pensillini eða öðrum fúkalyfjum er í mjólk og mjólkur vörum, eins Og fram hefur kom- ið í blöðum nýlega. Þótt senni- lega sé allt í góðu lagi hér á þessu svæði, verða samt að vera til fullnægjandi upplýsingar um þetta. Viðkomandi aðilar hafa hug á að afla upplýsinga um þetta efni, og verður það ef til vill eitt af verkefnum rannsókn- arstofnunnar nýju. — Er áhugi hjá iðnfyrirtækjum fyrir slíkri rannsóknarstofu? — Nokkur áhugi virðist vera fyrir hendi, þó ekki sé hann brennandi, þrátt fyrir það að rannsóknirnar eiga að verða í þeirra þágu. En góð samvinna verður að vera milli rannsóknar- stofunnar og iðnaðarins, því ann ars er hætt við að niðurstóður rannsókna verði ekki nýttar. Helz þyrftu viðfangsefnin að koma frá ráðamönnum viðkom- andi fyrirtækja, eins ög á sér stað alls staðar annars staðar. Sú að- ferð mun ekki almennt tíðkast hér, en vonir standa til að þetta breytist áður en langt um líður. fslendingar eru þegar langt aftur úr öðrum þjóðum í flestum rannsóknarmálum, jafn- vel þó miðað sé við hinn marg- umtalaða fólksfjölda. En íslend- ingar hafa það fram yfir aðrar þjóðir að hafa hér hræódýrt vinnuafl á þessu sviði, þar sem tæknimenntaðir menn og vís- indamenn landsins eru. Það er því trú mín að ástandið í þessum málum hljóti að breytast áður en langt um líður á sviði land- búnaðarafurða, eins og þegar er að gerast á sviði fiskiðnaðar. — E. Pá. Heyskapur i full* um gangi í N-Is. ÞÚFUM, 22. júlí. — Heyskapur stendur nú sem hæst, búið að losa mikið, en litlu búið að ná inn. Þó er komið vel á veg með að þurrka. Mikið góðviðri hefur ver- ið undanfarið en heyþurrkur fremur stopull. Síðustu dagana hefur sprottið ört, svo lítur út fyrir að það bæti úr hinni lélegu sprettu, sem víða var á túnum. Jarðýta vegargerðarinnar á Ögurvegi er nú að ryðja fyrir vegi fyrir utan Látur. Standa vonir til að vegagerðin komist í Ögurhrepp, að minnsta kosti að rutt verði fyrir vegi þar. Þar sem unnið er nú mjög erfitt land td vegagerðar á svonefndu Digra- nesi. — P.P. A5 hugsa sér AÐ hugsa sér að svona nokkuð skuli geta komið fyrir? — Svo sem kunnugt er hefur undanfarið staðið yfir mikil kvikmyndahátíð í Moskvu og er þegar frægt orðið, hvað Gina Lollabrigida varð reið, er henni gafst ekki tími til að skipta um föt fyrir setn- ingu hátíðarinnar — en varð Alveg eins! Að slíkt skuli geta gerzt! hins vegar að sitja yfir nær klukkustundar „leiðinda- vellu“ frú Jekaterínu Furts- evu, menntamálaráðherra. Einnig hafa vakið heimsat- hygli hin elskulegu viðskipti þeirra Ginu og Gagarins geimfara, — er hann sló henni svo glæsilega gull- hamra og fékk að launum rembingskoss. En fleiri filmstjörnur eru í Moskvu þessa dagana en Gina Lollobrigida, þeirra meðal er Elisabeth Taylor ásamt manni sínum Eddie Fisher. Og sá furðulegi at- burður varð i einni veizlunni, að þær Elisabeth og Gina stóðu þar allt í einu hvor andspænis annarri í nákvæm lega eins kjólum, — auðvitað báðum Jtándýrum frá Dior. Á yfirborðinu virtust þær taka þessu hið bezta — en af meðfylgjandi mynd fær mað- ur þann grun að bros þeirra — a. m. k. Ginu — risti held- ur grunnt, í þessari veizlu spurði einn fréttamaður Elizabeth hvort hún vonaðist til að hitta Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna. Leikkonan hristi höfuðið hlæjandi og sagði — Nei, til hvers? «*W«i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.