Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 13
Mviðvikudagur 26. júlí 1961 M ORCVTS *tL AÐIÐ 13 Ytri-Mongolía í helmsfréttunum í>AÐ er ekki oft, sem í heims- fréttunum er minnzt á Mon- gólska alþýðulýðveldið — öðru nafni Ytri-Mongólíu, sem þó heldur upp á fjörutíu ára af- mæli sitt sem sjálfstætt ríki á iþessu ári. Þessi staðreynd er eðlileg, þegar þess er gætt, að landið liggur í einu fjærsta horni Asíu — milli Kína og rússnesku Sí- beríu. íbúar landsins eru að eins um ein milljón talsins og meginhluti þeirra er dreifð- ur víðsvegar um landið, stundar nautgriparækt eða ferðast um sem hirðingjar. í höfuðborg landsins Ulan Bat or, eru íbúarnir 160 þúsund og hið eina, sem þar hefur gerzt markvert á síðustu árum, er að Molotov, fyrrum utanríkisráð- berra Sovétríkjanna, var sendur þangað í útlegð, sem sendiherra SOvétríkjanna, er hanri hafði fall ið úr náðinni í Kreml. Hins vegar er ekki óliklegt, að eitthvað heyrist frá þessum heimshluta innan skamms. Eitt með því fyrsta, sem ríkisstjórn Kennedys Bandaríkjaforseta tók til umhugsunar eftir valdatök- una var, að athuga möguleik- ana á því að koma á stjórnmála- sambandi við Mongólíu og skipt- ast á sendiherrum við ríkið. Nú hafa borizt fregnir frá Moskvu — sem utanríkisráðuneytið hef- koma á stjórnmálasambandi við Washington og skipzt verði á sendiherrum landanna í mlli, áður en langt um líður. Slíkt mundi hafa ýmsar af- leiðingar — m. a. þær, að Ytri- Mongólía fengi upptöku í Sam- einuðu Þjóðirnar. Beiðni ríkisins um upptöku, sem lögð var fram árið 1946, hefur ávallt verið lát- in liggja í láginni ásamt upp- tökubeiðnum Norður- og Suður Kóreu og Norður- og Suður Vietnam. Bandaríkin, sem hafa með neitunarvaldi getað hindrað upptöku þessara ríkja hafa til þessa neitað upptöku Ytri Mongólíu á þeim forsend- um, að landið væri ekki sjálf- stætt leppríki Rússa. Þessi stefnubreyting, sem lýsir sér í afstöðu Bandaríkjamanna á vart rót að rekja til þess, að þeir telji nokkrar breyting- ar hafa orðið í S'amskiptum So- vétríkjanna og Ytri Mongólíu. Fremur mun hún eiga rót að rekja til margra augljósra kosta, sem það virðist hafa að koma á stjórnmálasambandi við land- ið og geta komið upp sendi- ráði í Ulan Bator. Bandaríkin hafa ekki stjórnmálasamband við Kína svo að þeir hafa þar af leiðandi ekki sendiráð í stór- um hluta Asíu. Ef sendiráð yrði sett á laggirnar í Ulan Bator væri þegar líklegra, að einhverj ur þó ekki staðfest — um, að ar upplýsingar gætu fengizt um Ytri Mongólía hafi samþykkt að samskipti Rússa og Kínverja svo Meðfylgjandi mynd er frá flóttamannabúðunum í Mariannefeld í V-Þýzkalandi, en þangað hafa Austur-Þjóðverjar flykkzt þúsundum saman síðustu dagana. og um framkvæmdir Rússa sjálfra í Síberíu sem er einn næsti nágranni Norður Ameríku. Rússar hafa á undanförnum ár um reynt mjög að komast í stjórnmálasamband við sem flest ríki heims og jafnframt reyna þeir að koma starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og tækni- fræðingum sínum hvert þar á land, sem við þeim er tekið, — þó svo vitað sé, að þeir geti ekki haft nokkur veruleg áhrif til hagsbóta fyrir stefnu Sovét- stjórnarinnar. Kennedy, forseti Signal Nýtt tannkrem meö munnskol- unarefni í hverju rauöu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi því aðeins það gerir tennur yðar skínandi hvítar og gefur yður hressandi munnbragð Sérhvert gott tannkrem hreins ar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika S I G N A L S ínniheldur Hexa-Chlorophene. Samtímis þvt sem hreinsunarefni SIGN- ALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarnarefni munnvatninu um leið og það hreinsar munninn. Burstið því tennur yðar reglu- lega með SIGNAL og njólið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort tveggja i senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu /ðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hver.lu rauðu striki. Byrjið að nota S I G N A L strax í dag. Þetta er ástæðan fyrir þvi, að SIGNAL inniheldur munnskol- nnarefnl i hverju rauðu striki. x-sis ? 'ic-e virðist ætla að taka Krúsjeff sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Ef til vill gæti tekizt að láta nokkra tæknisérfræðinga sigla í kjölfar sendiráðs í Ulan Bator og væri þá ef til vill mögulegt að gefa íbúum Ytri Mongólíu einhverja hugmynd um líf og starf í Vesturveldunum — en hafi þeir einhverjar hugmyndir um það, eru þær ugglaust víðs fjarri veruleikanum. Þessi stefna Bandarikjastjórn- ar hlýtur að velgja Rússum og Kínverjum undir uggum — ekki sízt hinum síðarnefndu. En þeir geta trauðla staðið gegn því, að stjóirnmálasambandi verði kom ið á milli ríkjanna án þess að viðurkenna opinberlega að Ytri Mongólia sé raunverulega ekki sjálfstætt ríki. Og það er ekki aðeins í Moskvu og Peking sem bryddir á óánægju heldur einnig á Formósu. Chiang Kai- shek fellur ekki þessi ætlun Bandaríkjamanna. Henn heldur því fram, að Ytri-Mongólía sé enn hluti af Kína og telur afstöðu Bandaríkjamanna í þessu máli benda til þess, að stefna þeirra varðandi Asíu yfir leitt sé að breytast og veikj- ast í þá átt, sem kunni að leiða til þess, að þjóðernissinnastjórn in verði um alla framtíð að láta sér nægja Formósu eina. En raunin er sú, að þegar Chaing Kai-shek var enn við völd í Kína viðurkenndi hann formlega sjálfstæði Ytri-Mongó- líu. Ytri Mongólía var hérað í kínverska keisaraveldinu um 25 ára skeið, þar til árið 1911, að það varð stjáfstjórnar ríki undir vernd Rússa. Eftir byltinguna í Rússlandi féll rík- ið aftur undir stjórn Kínverja, þar til 1921, að ,útlaga-alþýðu- stjórn“ lýsti yfir sjálfstæði þess undir rússneskri vernd. Mon- gólska alþýðulýðveldið var form lega stofnað þrem árum síðar. Kínverjar viðurkenndu ekki þessa breytingu fyrr en 1945, að stjórn Chinag Kai-sheks við- urkenndi sjálfstæði Mongólíu með því skilyrði, að kosningar yrðu látnar fara fram. Ef sam- þykkt hafði verið í kosningun- um að velja sjálstæði var við- urkenningin formlega veitt. Þegar kommúnistastjórnin komst til valda í Kína var þessi viðurkenning enn staðfest, en stjórnin sú vsir í fyrstu afar treg að taka upp stjórnmála- samband við Ytri Mongólíu. Nú hafa kínverjar bæði efnahags- og menningarsamning við ríkið. Samt sem áður fær Ytri Mongó- lía mesta tæknilega og efna- hagslega aðstoð frá Rússlandi. Það er því augljóst, að skyldi emhverntíma koma til alvar- legs ágreinings milli Rússa og Kínverja mun hans fljótt gæta í Ytri Mongólíu. (OBSERVER — öll réttindi áskilin). Arabískt lögreglulið fari til Kuwait Kario, 22.. júlí (NTB-AFP) TILKYNNT var í Kario í dag, að aðalritari Arabaráðsins, Abdel Khalek Hassouna hefði hafið und irbúning að þrí að koma á fót arabisku lögregluiiði, sem koma skuli í stað brezku her- sveitanna í Kuwait og gæta landa mæra Kuwait og Iraks. Arabiska sambandslýðveldið hefur boðizt til að annast flutn- inga á legi og í lofti fyrir slíkt lögreglulið, en hefur neitað að senda eigin hermenn til Kuwait. Sú ástæða er fyrir þeirri afstöðu arabiska sambandslýðveldisins, að lorráðamönnum þar þykir ekki rétt að lönd, sem liggja að ísrael, sendi hermenn til Kuwait. Marokko og Saudi-Arabia hafa lýst sig fús til að senda hermenn >til Kuwait. Súdan og Libýa hafa | enn ekki gefið svar, en virðast áforminu heldur andvíg. Túnis getur ekki af hermönn- um séð eins og *akir standa vegna ástandsins í Bizerta. Tengdamamma á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 21. júlí. _ Tengdamömmuflokkurinn sýndi hér í gærkvöldi hinn bráðfyndna brezka gamanleik, „Taugastríð tengdamömmu" fyrir troðfullu húsi og mjög góðar undirtektir áhorfenda. Var flokksfólk tengda mömmu hyllt ákaflega í leiks- lok af fylgjendum allra flokka hér á Sauðárkróki. Ríkti sönn eining andans og bræðraþel hér á Króknum þessa kvöldstund. — —jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.