Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 5
Mviðvikudagur 26. júlí 3961 MORGUNRLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNI= L FJÖL.L.IN á fslandi eru lík | fjöllum Grikklands, ég tók sér staklega eftir þessu, þegar ég var uppi á Akranesi og horfði á fjöllin þaðan. Eg fékk jafn snemma áhuga á fornbókmenntum þessara þjóða. Eg var átta ára, þegar [, ég las fyrstu íslendingasög- una, en það var Gunnlaugs saga Ormstungu. Síðan hef ég lesið þær nær allar og í skól- anum hefi ég sagt nemendum mínum frá Njáli og Bergþóru, Gunnari á Hlíðarenda og mörg L um öðrum persónum sagn- anna, sem hafa töfrað mig. Þetta sagði sænska skáld- konan og kennarinn frú Je- anna Oterdahl, er fréttamað- ur blaðsins hitti hana að máli fyrir skömmu. Þá hafði hún dvalið hér á landi tæpan hálf- an mánuð og var á förum heim til Svíþjóðar. Frú Jeanna Oterdahl er þekkt á Norðurlöndum fyrir j. 4 ritstörf sín, en hún hefur skrif að mest fyrir börn, bæði sög- ur, Ieikrit og Ijóð. Einnig hef- L ur hún skrifað skáldsögur og | smásögur. Síðasta bók hennar, . sem gefin var út fyrir skömmu f heitir Frán et Udsigtspunkt j og fjallar um það hvernig er að verða gamall. Skáldkonan sagði, að marg- lr litu til ellinnar með ótta og sæu eftir hverju árinu, sem liði. En ef fólk ætti góðar end urminningar, eins og hún sjálf færði ellin marga gleði. Frú Jeanna Oterdahl er 82 i ára gömul, þótt erfitt sé að j trúa því, þegar maður sér hana f og ræðir við hana. — Hvenær gáfuð þér út í fyrstu bók yðar? — Það eru nú 60 ár síðan. Það var ljóðabók fyrir börn. Ég var þá 22 ára. — Þér hafið nú heimsótt löndin, sem hrifu yður í æsku með bókmenntum sínum? — Já, ég fór til Grikklands s.I. sumar og dvaldi þar um tíma. Mér finnst fjöliin vera ■ -það eina, sem líkt er með ís- landi og Grikklandi. Þjóðirn- ar, sem þessi lönd byggja eru gerólíkar. 1 Grikklandi berzt fólkið við fátæktina og at- vinnuieysið, sem er mjög mik ið. En á íslandi er eins og all ir hafi nóg að bíta og brenna, þjóðin er framsækin og hefur brotizt áfram gegnum erfið- leika aldanna og komizt vel á veg. Ég dáist að íslending- um. Þcgar ég kem heim ætla ég að spreyta mig á því að lesa islenzku og hef orðið mér úti um mjög góða sænsk-íslenzka orðabók. Mér finnst Norður- landaþjóðirnar, sem allar eru af sama stofni eigi að skilja mál hver annarrar. Ég hef ferðazt ótal sinnum um Dan- mörku, Noreg og Finnland, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem til íslands. Ég er mjög þakklát fyrir að mér skyldi auðnast það. — Hafið þér ferðast mikið um yðar eigið land? — Já, þvert og endilangt. Mest í sambandi við stöðu mína við Folkbildings for- bundet, en hún er í því fólgin að ferðast milli skóla landsins og halda fyrirlestra um ýmis efni t.d. bókmenntir, náttúru- fræði sögu o.fl. Einnig hef ég í sambandi við þetta starf flutt fyrirlestra á Norðurlöndun- um, nema íslandi og Færeyj- uin. — Hvar búið þér í Sviþjóð? — Ég er uppalin í Gauta- borg og hef búið þar síðan. Það er mín fagra borg. — Þér þekktuð Selmu Lag erlöf? — Já, það er varla hægt að segja, að við höfum verið vin konur til þess var aldursmun urinn of mikill. En ég þekkti hana vel og bjó hjá henni á Marbakka um tíma vorið 1916, lifði vor með Selmu Lagerlöf. Þetta var erfiður tími fyrir Selmu, styrjöld geisaði í heiminum og allt það böl, ógn ir og skelfing er henni fylgdi gerði hana sorgmædda. Á þess um tíma skrifaði hún mjög lít ið, hún var þá 58 ára. En eftir það tók hún til að skrifa á ný af ftullum krafti eins og kunn ugt er. — Var fallegt á Marbakka? — I samanburði við aðra — Lærðuð þér eitthvað af Selmu? — Ekki sérstaklega, en hún hefur haft mjög mikil áhrif á alla Svía með skáldskap sín- um. Selma Lagerlöf hefur Iært mikið af íslendingasögunum eins og Björnson og Sigrid Undset. — Þið Svíar misstuð fyrir skömmu ástsælt skáld? — Já, Hjalmar Gullberg, hann og Per Lagerquist voru mestir okkar núlifandi skálda. Lagerquist hefur samið, eins og kunnugt er bæði skáldsög- ur, Ieikrit og Ijóð, en Gull- berg orti aðeins Ijóð. Hann var heitt elskaður og virtur í Svíþjóð og veldur Iát bans þjóðarsorg. Gullberg fór mjög einförum, hann kvæntist aldrei, var mjög hæglátur og vildi sem minnst láta um sig skrifa og tala. Hann hefur ver ið lengi veikur. — Hvað hefur hrifið yður mest hér á landi? — Vorhugur þjóðarinnar og gestrisni hafa haft mikil á- hrif á mig, en ég get vart tek ið neitt eitt dæmi. Ég ferðaðist t norður í land og þótti mér í yndislegt að sjá stóð á beit á iðgrænum velli við hraunjað ar, og í baksýn tignarleg f jöll in, sem gnæfa við himin. H Kemur í staðinn Númi nýtur, nær að skoðast þar um kring:, en sérhvað, er augað lítur, ákaft boðar hildarþing. t Málmar emja hátt við hamri, hlífar lemjast steðjum á, engin hemja er á því lgamri, eldar semja járnin blá. Smiðju hreykist gufan gráa, glóðir kveiktar bröndum á, skýjum feyktu af hveli háa og himininn sleiktu nakinn þá. Hermenn þreyttir hildi læra, hlífum skreyttur sérhver er; » hesta sveitta I eyrum æra orrustuþeyttu lúðrarnir. Núml undrast, Númi hræðist, I Númi grundar, hvað til ber, / Númi skundar, Númi læðist, Númi undan víkur sér. tJr Númarímum Sigurðar Breiðfjörðs. Loftleiðir h.f.: — Snorri Sturluson ®r væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Glasg. og Amsterdam kl. 08:00. Kem tir til baka kl. 24:00. Heldur áfram til N.Y. kl. 01:30. — Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Stafangurs og Ösló kl. 08:00. Flugfélag íslands h.f.: — Gullfaxi fer tii Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 í dag. Væntanlegur aftur kl. 22:30 í lcvöki. Fer til sömu staða kl. 08:00 1 fyrramálið. — Hrímfaxi fer tii Öslóar, Kaupmh. og Hamb. kl. 08:30 í dag. Væntanlegur aftur kl. 23:55 í kvöld. Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar f2), Egilsstaða, Hellu, Hornaf j arðar, ' Húsavíkur, Isafjarðar og Vestmanna- eyja (2). — A morgun: Til Akureyrar • »(3), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Vestmannaeyja (2) og Þórshafnar. Eimskipaféiag íslaads hi.: — Brúar- «oss er í N.Y. — Dettifoss er I Rvik. — FjalLfoss fór frá Immingham í gær til Rotterdam. — Goðafoss er á leið til Hull. — Gullfoss er á leið til Kaupmh. — Lagarfoss fór í gær frá Flateyri til Patreksfjarðar. — Reykjafoss kemur til Rvíkur á morgun. — Selfoss er á leið til Dublin. — Tröilafoss er á leið til Kotka. — Tungufoss fer frá Akur- eyri í dag til Húsavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er vænt- anl. til Rvíkur árd. í dag frá Norður löndum. Esja fór frá Akureyri í gær vestur um land til Rvíkur. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21:00 í kvöld til Vest mannaeyja. Þyrill er á Austfjörðum. Skjaldbreið er á Skagafirði á vestur leið. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Eimskipafélag R^ykjavíkUr h.f.: — Katla er í Rúðuborg. — Askja fer frá Riga í dag til íslands. H.f. Jöklar: — Langjökull fer frá Hafnarfirði í kvöld til Rússlands. — Vatnajökull lestar á Vestfjarða- og Norðurlandshöfnum. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er 1 Onega. — Arnarfell er í Arohangelsk. — Jökulfell losar á Eyjafjarðarhöfn- um. — Dísarfell mr á leið til Helsing- fors. — Litlafell er í Rvík. — Helgafell fer í dag frá Flekkefjord til Seyðisfj. — Hamrafell er á leið til Aruba. 'ÁHEIT og CJAFIR Stramlakirkja, afh. Mbl.: — OS og SO kr. 500; SJ 60; gamalt áheit 100; NN 50; GV 400; NN 10; Ása, garnalt áh. 20; Ása nýtt áh. 10; KS 120; SH 300; HG 100; JH 500; JHF 500; MS 150; EB 50; Hí> 200; frá ónefndum 130; gamalt áh. 50; SG 300; DavíS 150; NN 500; ST 500; Sveini 50; SNJ 100; JM 25; AB 50; ÞO 800; Ingibjörg 100; AM 200; MG 200; MG 20; Hrefna Prefesh Tekið á móti tilkynningum í Dagbók trá kl. 10-12 t.h. j 100; OS 100; Anna 10; NN 51 100; NN 100; MH 25; EE 100; HH 300; ES 200; ES 25; RG 25; EÞ 50; SS 2000; SE 75; Rósa 50; NN 200; NN 100; HG 100; gamalt áh. 30; Pit 50; AMS 200; GO 50; frá ónefndum 30; LJ 5,598 20; NN 5; Sigríði 50; Liliu 100; NN 200; A 25; JG 150; ónefndur 25; ÞSG 100; SO 100; ÖÞ 300; ES 100; HJ 100; KE 150; AO 150 +35=185; TH 40; AF 20; MH 50; þakklát 25; AB 500; >G 50; VA 200; SG 100; GI 100; KE 10; AE 2 gömul áheit 500; LJ 500; Kona á Selfossi 200; þakklát móðir 25; VG 100; IG 50; SS 50; BÞ 100; NN 25; GJ 50; frá konu 100; V+B 200; PE 50; Kristjana 100; Sigrún 50: frá gamalli konu 50; EES 125; gamalt áheit frá Vestmannaeyjum 50; IÞ 100; HS 200; Auður 100; X 300; SÞ 50; SE 25; Sð 50; NS 100; NN 50; GBH 50; ÁR 30; GS MM 500; gamalt áh. 100; NS 200; NN 25; GÞ 50; GH 200; frá gamalli konu 25; JB 500; IB 85; AG 500; SÖ 200; Sunnu 100; SÖ 500; M. Júl. Höfn Hornaf. 50; þakklát kona 245; GB 100; ÖU 200; MI 30; SP 250; Ingu Björnsd. 70; ES 40; Gústa 50; SS 100; NN 10; Kona 200; HÞ 500; LS 100; gamalt áh. GJ 100: GJ 100; GJ 60; áheit 30; BW 100; Skaró 200. Söföin Bæjarbókasafn Reykjavíkur lokað vegna sumarleyfa. Opnað aftur 8. ág. Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Minjasafn Reykjavfkurbæjar, Skúla túni 2, opið dag’.ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 eJh. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13. er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað laug- ardaga og sunudaga. Sængur. Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dí n og fiður helt ver. Seljum æðardúns- og gæsadúns-sængur. Fiðurlireinsunin, Kirkju- teigi 29. — Sími 33301 Rauðamöl Seljum mjög góða rauða- möl. Ennfremur vikurgjall, gróft og fínt. Sími 50447 og 50519. íbúð Óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð til leigu fyrsta ágúst eða síðar. Uppl. 1 síma 34775. A T H U G I Ð að borið saman '8 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa [ Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Radiofónn Til sölu sem nýr Grundig- Majestic stereophoníc rad- iofónn. Uppl. í síma 37993. Tún til leigu. Uppl. í síma 18093 frá kl. 4—8 í dag. Til sölu Volkswagen nýkominn til landsins. Til sýnis að Borg arholtsbraut 20A eftir kL 5 á kvöldin. Sófaborð Fallegt ódýrt sófaborð tii sölu og sýnis r ð Laufásvegi 74. íbúð og söluturn eru til sölu í Hafnarfirði. íbúðin er riýleg 3ja herb. hæð í steinhúsi. Söluturninn er 3ja ára gamaU, um 20 ferm. og staðsettur rétt hjá íbúðinni. Nánari upplýsingar gefur; MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOFA VAGNS E. JÓNSSONAR, hdL Austurstræti 9. Símar; 14400 og 16766 12 tonna bátur í ágætu standi til sölu. — Vél Perkins 68 ha. árgerð 1960. — Upplýsingar gefuri HAUKUR DAVttlSSON — Sími 12 Neskaupstað ÚTBOD Tilboð óskast í að byggja kjaUara og undirstöður undir íþróttahús Hafnarfjarðar. Uppdrátta og lýs- inga má vitja á skrifstofu minni, gegn 500 kr. skila- tryggingU. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Rör % tommu, svört, ósnittuð, fyrirliggjandi Sighvaiur Einarsson & Co. Skipholti 15 — Sími 24133 og 24137 Matráðskona óskast að hóteli úti á landi nú þegar. — Upplýsingar í síma 33983. Verzlunarpláss 'óskast Fyrirtæki óskar eftir verzlunarplássi á góðum stað í bænum. Þarf ekki að vera á jarðhæð, ef sýningar- gluggar eru fyrir hendi. — Lysthafendur sendi tilboð á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Verzlun og léttur iðnaður — 128“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.