Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 6
6 m o r c.tjw n r; a ð í ð Þriðjudagur 1. ágúst 1961 Mannfjöldi gengur eftir veginum að brúnnL — Ljósm. B. Pálsson. r Verkefnin á sviði samköngu- mála eru eigi að síður mörg óleyst og bíða úrlausnar í nán- ustu framtíð. Byggja þarf á þjóð- vegum og sýsluvegum 150 nýjar brýr, sem munu kosta hátt á 2. hundrað milljónir króna, auk fjölda margra smábrúa, innan við 10 metra að lengd. Þess ber einnig að geta, að endurbyggja þarf ýmsar gamlar brýr á aðal- leiðum, sem ekki þola lengur þunga hinna nýju ökutækja. Nokkrar stórbrýr hafa verið end- urbyggðar, svo sem Ölfusárbrú, Þjórsárbrú, brú á Lagarfljót, Jökulsá í Axarfirði og á Rangá. Mikill kostnaður við endurbyggingu Brú á Blöndu var byggð árið 1897, og er nú mjög aðkallandi að endurbyggja hana, enda ætlazt til, að urtnið verði að því á næsta ári. Á hinni fjölförnu leið frá „Island verður alltaf í uppbyggingu' - Brúin á Hornafjarðarfljóti vígð sl. sunnudag SL. sunnudag fór fram vígsla hinna nýju brúa á Horna- fjarðarfljóti og Hoffellsá. — F.r brúin á Hornafjarð- arfljóti önnur lengsta brú á Iandinu, 255 m á lengd, en brúin á Hoffellsá er 60 m á lengd. Heildarkostnaður við framkvæmdina er rúmlega 10 millj. króna. Sigurjón Einarsson oddviti, Ár- bæ, setti vígsluhátíðina, en því næst flutti Ingólfur Jónsson sam- göngumálaráðherra, vigsluræðu, sem birt er í heild hér á eftir. Stgurður Jóhannsson vegamála- stjóri lýsti brúnni og öðrum þeim mannvirkjum, sem henni til- heyra og benti m. a. á, að heildar kostnaður við framkvæmdina hefði orðið nokkru lægri en áætl- að var. Þá gat vegamálastjóri þess m. a., að fyrrverandi vega- málastjóri, Geir Zoega, hefði kom ið fram með þá hugmynd árið 1953, að brúarstæði yrði athugað við Hornafjarðarfljót. Að loknum ræðum þeirra sam- göngumálaráðherra og vegamála- stjóra, opnaði ráðherrann brúna td umferðar og ók fyrstur yfir hana. Aðrir ræðumenn voru þeir Steinþór Þórðarson, Hala, Péll Þorsteinsson alþingismaður, Sváfnir Sveinbjarnarson prófast- ur, Hjalti Jónsson hreppstjóri, Hólum og Rafn Eiríksson skóla- stjóri. Karlakór Hornafjarðar og Kirk j ukór Bjarnarneskirkju sungu undir stjórn Bjarna Bjarna sonar, Brekkubæ. Þrúðmar Sig- urðssön bóndi í Miðfelli, formað- ur vígsluhátíðarnefndar stjórn- aði hátíðinni. Nokkur heillaskeyti bárust. Hátíðin var mjög fjöl- menn, en veður fremur óhagstætt, einkum þegar leið á daginn, þá gekk á' með skúrum. Hér fer á eftir ræða Ingólfs Jónsson samgöngumálaráðherra við vígsluhátíðina: Ræða samgöngu- málaráðherra Heiðruðu áheyrendur. Hér er lokið miklu mannvirki. Er sérstök ástæða til þess að fagna því, þar eð hindrun hefur verið yfirunnin, sem vegfarendur hafa ekki komizt yfir, nema með töfum, ærnum kostnaði og mikilli fyrirhöfn. Stórfljót og önnur vatnsföll eru mörg í landinu, eins Og kunnugt er. Til skamms tíma hafa vatnsföllin hindrað eðlilega umferð Og vegasamband milli bæja og byggða. Brú á Ölfusá 1891 Aðeins 70 ár eru liðin síðan fyrsta stórfljótið var brúað hér á landi. Ölfursárbrúin var byggð árið 1891. Þótti það að vonum mikið verk og myndarlegt mann- virki á þeim tíma. Það var fyrir sérstakan dugnað Og harðfylgi Tryggva Gunnarssonar, að verk- ið var framkvæmt. Má segja, að með byggingu ölfusárbrúar hafi byrjað nýtt tímabil í samgöngu- málum og framfarasaga þjóðar- innar þá hafizt. Á 7 áratugum hef ur mikið áunnizt í þessum mál- um. Margar brýr hafa verið byggðar og vegarkerfið nær nú, má heita um landið allt og til flestra bæja. Þó munu vera um 300 býli í landinu, sem segja má, að séu veglaus eða sem næst því. Reykjavík vestur um og nörður til Þingeyjarsýslna og frá Reykja vík austur um til Kirkjubæjar- klausturs, eru margar hinna gömlu brúa þannig, að litla eða enga bið þolir að endurbyggja þær. Kostnaður við endurnýjun gamalla brúa á fjölförnustu leið- um mun nema milli 50 og 60 millj. króna. Það þarf því mikla fjár- muni á næstu árum til brúar- gerða. Augljóst er, að ekki er unnt að slaka á fjárveitingum til þeirra framkvæmda, heldur mun vera óhjákvæmilegt að auka fjár- veitingar í því skyni. Sama máli gegnir með vegina. Verður þó að viðurkenna, að mikið hefur áunnizt á þeim vettvangi. • Um skammstafanir Um- helgina var Velvak- andi að velta fyrir sér skamm- stöfunum, hraðri viðkomu þeirra og gildi. Velvakanda er ekki kunnugt um, að ís- lenzkar skammstafanir hafi verið kannaðar sérstaklega, þó hefur orðabókarnefnd safn að fjölda skammstafana, sem í ráði er, að skýrðar verði í Hinni islenzku Orðabók, eins og Velvakanda finnst, að af- sprengur nefndarinnar ætti að kallast. Skammstafanir munu ekki hafa tíðkast í íslénzku fyrr en á 19. öld, ef frá eru tald- ar skammstafanir á máli, vog og mynt, en tala þeirra er legíó aftur í gráa fornéskju. Rittákn munu þó hafa verið notuð í skrifuðu máli á sama hátt og gerist í hraðritun. Prentað mál var í fyrstu mest guðsorð og það gaf að von- um fá tilefni til skammstaf- ana, því slíkt hefur vitaskuld þótt óviðeigandi. Orðin kapí- tuli og vers munu þó hafa verið skammstöfuð. • Er nokkur félagi í ABCDEFGH? En nú er runiiin upp öld skammstafana og fólk er hætt að fylgjast með. íslendingar eru meðlimir í NATO, UNESCO, ECA, OEEC. UNRRA og hugleiða nú þátt- töku í EFTA og svo mætti lengi telja. Heil ríkj og sum ekki smá eru nefnd USA, USSR, UAR, BENELUX, UK. Kjalnesingar eru margir fé- lagar í UMSK, sem er aðili að UMFÍ. Við kaupum miða í happdrættum DAS og SÍBS, sumir eru í KFUM og aðrir í KSFR eða SFFÍ. Bf við ljúk- um ákveðnum prófum upp í háskóla, þá megum við láta stafina BA standa fyrir aftan nafnið okkar í símaskránni. Þá er rétt að nefna t. d. skammst., sem Mbl. notar oft, t.a.m., o.s.frv., o.þ.h., m.a. og þar fram eftir götunum. • Hvenær verður farið að skamm- stafa okkur? Og alltaf eykst hraðinn og fólk hefur sífellt minnj tíma. Hvenær má það ekki lengur vera að því, að skrifa nafnið sitt. í útlöndum heita nú margir Ben, sem áður voru Benjamínar, Alex, sem voru Alexanderar. Hvenær verða börnin hérlendis hreinlega skírð Guðm og Sig. Þótt ekki sé farið að þrengjast að ráði urn íslendinga, þá er orðið Vegakerfið 11.500 km að lengd Fyrir 7 áratugum voru nær engir vegir í landinu. í árslok 1960 voru 7600 km akfærir þjóð- vegir, en lengd þjóðvega sam- kvæmt vegalögum er 82000 kra. Auk þess eru sýsluvegir 2000 km að lengd, hreppavegir 700 km og fjallvegir 600 km. Vegakerfið er því 115000 að lengd. LandiS er og strjálbýlt eins og kunnugt er Og samgöngukerfið þvl eðlilega dýrt í uppbyggingu og viðhaldi. Mikið af vegum land3 ins er enn í lélegu ástandi og þola illa mikla umferð. Ekkert af þjóðvegum landsins er gert úr varanlegu efni, en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Ingólfur Jónsson I ræðustól að fjölförnustu leiðirnar verði gerðar úr steinsteypu og þannig mundu sparaðir miklir fjármun- ir í árlegu viðhaldi. Gæti Se* mentsverksmiðja ríkisins stuðlað að því, að svo verði — með því að selja umfram-framleiðsluna til vegagerðar á vægu verði. Þótt flugið sé nú ríkur þáttur í sam- göngumálum þjóðarinnar, og auk ist með ári hverju sá fjöldi, sem notfærir sér það, dregur það ekki úr kröfunni um góða vegi eða þörfinni fyrir því, að vatnsföllin, Framhald á bls. 19. svo þröngt á þingi í síma- skránni, að þar fær enginn meira en eina línu, nema greiða aukalega skatt, ein- ungis af því að þeir heita Inggjaldur, en ekki Jón, og búa á Gunnarsbraut, en ekki Dalbraut, eru ef til vill að auki pípulagningameistarar í stað fulltr. En það er þó ekki haft svona mikið við okkur á hag- stofunni. Þar heitum við í daglegu tal; sex stafa tölu og spjaldið okkar hjá þeim er aðgreint frá öðrum með göt- um. Er hugsanlegt, að barna- barn okkar verði skírt skatt. númerinu í höfuðið á okkur? • TÁR og ÁTVR Að lokum langar Velvak- anda til þess að ræða nokkuð skammstöfun á heiti verzlun- aTfyrirtækis, sem á marga við skiftavini, en þó fleiri eigend- ur. Það er hin nýja stofnun, sem verzlar með tóbak og sprútt á einu bretti. Það ræður oft nafngift fé- laga, hvernig skammstöfunin kemur út. Má þar minna á Menningartengslafélagið við •15 Rússland, en það er skamm- ! stafað MÍR, sem mun þýða friður (þó ekki sé með yður) á rússnesku. Áður en hin sameinaða verzlun var formlega opnuð var hiún milli manna skamm- stöfuð TÁR, fyrir Tóbaks- og áfengisverzlun rikisins. Þótti þessi skammstöfun mjög tákn, ræn og viðeigandi. Ráðamenn stofnunarinnar voru þó ekki á sama máli og ákváðu að nafnið og þá skammstöfunin skyldi vera ÁTVR. Velvak- anda finnst alltaf einhvern- veginn að það sé skammstöf- un á orðinu átvargur, en það er senniiega einhver misskiln ÍjK***—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.