Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 11
áj Þriðjudagur 1. Sgúst 1961 MORCVTSBIAÐIÐ 11 iNIKITA Krúsjeff, sem sííellt eykur á styrjaldarhættuna, virð- ist í augum almennings óbifandi KXg áihyggjulaus. fej Er hann það? PP Þessi spurning vefst fyrir valda mönnum heimsins í dag. Hversu öflugur er Krúsjeff? Getur hann hætt sér út í styrjöld? " í Evrópu, Asíu, Norður- og S-Ameríku, jafnvel í Moskvu leita menn svars. Niðurstöður iþeirra birtast í þessari grein. (, Krúsjeff er í miklum vanda staddur, veikleikar hanS eru augljósir — og einmitt vegna þessara veikleika er heimdnum mikil hætta búin. Frá London, Berlín, Vín, Tokyo !og Washington Nikita Krúsjeff, sem sffátar sig mikið af unnum sigrum og verð- andi landvinningum, er í miklum vanda staddur og áhyggjum hlað inn. íí Gagarín ogKrúsjeff. Af hverju grét Krúsjeff þeg- ar hann faömaöi Gagarín Einvaldurinn er i vanda sfaddur r Þetta segja okkur fróðir menn hvaðanæva að úr heiminum. Sumir segja, að Krúsjeff sé svo mikill vandi á höndum, að heiminum sé meiri hætta búin af hinum sovéaka einræðisherra en ella. Aðrir halda því fram, að sá vandi, sem Rússum er á hönd- um, sé svo bugandi, að styrjöld sé óhugsandi. Það væri óðs manns eeði að hætta á algera heimseyði- leggingu. ■ En í Berlín sjáum við, að Krús jeff lætur engan bilbug á sér finna. Hótanir hans og ógnanir geta leitt af sér styrjöld. Þessar hótanir eiga hins vegar rætur sínar að rekja til hins mikla vanda, sem hann er stadd- ur í, og óhætt er að segja, að enginn valdamaður um heim alt- an hafi fremur tilefni til kvíða. Kommúnistaríkin sjá þegnum sínum hvergi fyrir nægilegum matvælum. Nýlendurnar í Aust- ur-Evrópu eru vílandi og hvergi traustar. Flóttamannastraumur- inn eykst jafnt og þétt. Þjóðern- ishreyfingin vinnur á í öllum Ikommúnistalöndunum. Fjárkúgun er beinlínis orðin þjóðarvandamál. Stjórnin sjálf kvartar undan skýrslufölsunu.n,. 'Fölsun er svo algeng, að þráfald- lega verður að grípa til dauða- refsingar. í fangabúðunum ríkir óvallt ókyrrð, og pólitískir fang- ar eru skotnir, ef þeir ráðast á varðmenn. Krúsjeff lætur mikið yfir því að hafa ræktað upp lönd sín. Þessar aðgerðir hans hafa hins vegar verið svo dýrar, að þær hafa síður en svo aukið veldi hans. Matvæli eru af skornum íkammti í sjálfu Rússiandi. Og Krúsjeff hefur enn ástæðu til kvíða. Rauða-Kína, sem einnig er í miklum vanda statt, hefur brugð izt Krúsjeff, svo að herlið hans hefur verið sent austur á bóginn. 600 milljónir hungraðra manna dveljast við landamæri Rúss- lands. Auk þess njóta hlutlaus- •r þjóðir hjálpar Krúsjeffs, en iáta hins vegar síður en svo að •tjórn. Ekki er furða, þótt ein- ræðisherranum gremjist. •. Krúsjeff virðist hafa misst Afríku út úr höndunum á sér. Hann ræður reyndar yfir Kúbu, en nú er hann að missa Albaníu. f Rússlandi kvarta menn sáran yfir því, að matvæli séu send öðrum þjóðum, meðan innfæddir svelta heilu hungri. Og engu að síður þykist ein- valdurinn þess megnugur að leggja út í styrjöld. í eftirfarandi skýrslu, gefa sér fræðingar okkur skíra mynd af vandamálum Krúsjeffs. Óseðjandi metnaður Krúsjeff er 67 ára og allt ann- að en hraustur. Hann hefur stjórn að Sovétríkjunum í sex ár, én nokkurra landvinninga — geim- vinninga, reyndar — sem jafnast á við landvinninga Stalíns. Vestur-Evrópa sýnir kommún- ismanum augljósa andstöðu, sem einn maður. Rauða-Kína lætur ekki lengur að stjórn. Svarta Afríka hefur ekki látið ginnast af kommúnismanum. Þeir, sem kallast hlutlausir, hallast síður en svo að kommúnisma. Krúsjeff finnur, að um nafn hans verður aldrei neinn ljómi í veraldarsögunni. Beriín virðist hans síðasta hálmsírá. Har.a þyk- ist ætla að ná Vestur-Evrópu á sitt band, með því að ná sínu fram í Berlín. Hvernig má þá Berlínarvanda- málið Jeysast? Áhyggjur Krús- jeffs aukast jafnt og þétt, og hvorki gengur né rexur. Þjóðernisstefna Krúsjeff ræður yfir 100 miilj. manna á svæðinu frá Rússlandi að Berlín — en ekki nema að nafninu til. Það er sovézki her- inn, sem ræður þar ríkjum. Þetta skýrir bandarískur sér- fræðingur fyrir okltur á þessa leið: „Þjóðir Austur-Evrópu vinna stöðugt að því að heimta þjóð- erni sitt úr heljargreipum komm únismans. Sama má einnig segja um Suður-Asíu, þar sem þjóðirn- ar vinna gegn Kínverjum — ekki nauðsynlega gegn kommúnisma, heldur gegn Kínverjum, sem slik um. Þetta verða kommúnistaleið- togar að horfast í augu við. Menn vilja gleyma því, að þjóðernis- hreyfingin getur verið jafnöflug í löndum, sem kúguð eru af kommúnisma og í umheiminum*’. Þessi sérfræðingur segir enn- fremur, að áhyggjur þær, sem Bandaríkin kunna að hafa vegna kulda þess, sem sumar vestræn- ar þjóðir sýna þeim, séu hverf- andi í samanburði við áhyggjur Krúsjeffs vegna nýléndanna í Austur-Evrópu. Sérfræðingur um sovézk mál, í Vestur-Þýzkalandi segir: „Það vogar sér enginn að spá því, hvernig fara muni fyrir lepp ríkjum Sovétríkjanna. Það er tízka í Vesturveldunum að segja, að óhugsandi sé, að ríkin sýni Sovétrkjunum andstöðu, svo telj- andi sé. Mehn vilja jafnvel halda því fram, að ekki geti komið til uppreisnar. Hins vegar áttu þess- ir menn enga von á uppreisninni í Austur-Þýzkalandi 1953 og at- burðunum í Póllandi Og Ung- verjalandi 1956“. Krúsjeff getur ekki varizt þeirri hugsun, að þessar 100 milljónir manna í leppríkjunum eigi eftir að valda honum áhyggj um sakir síaukinnar þjóðernis-. hreyfingar. Þessar þjóðir þarfn- ast í rauninni ekki kommúnisma. Þegar Sovétríkin hyggja á styrjöld, verða þau að muna eft- ir því, að leppríkin gætu orðið þeim erfið vandræðabörn og sízt af öllu til að reiða sig á. Rauða-Kina Síðustu vikur hefur enn meir borið á óvild Kínverja i garð Sovétríkjanna. 6. júlí skrifaði Krúsjeff undir hervarnarsamning við Norður- Kóreu í trássi við Rauða-Kína. Krúsjeff hefur sént heri sína tii Laos og Norður-Vietnam, svo að Kínverjar eru að fá inniiokunar- kennd. Krúsjeff berst nú við Kína um yfirráðin yfir Ytri- Mongólíu. Þetta er sambærilegt við það, að í Kanada byggju 600 millj. manna, sem sífellt sýndu Banda- ríkjunum meiri óvild og ykju her styrk sinn jafnt og þétt. Hungurs neyðin gæti orðið til þess að þessar milljónir réðust suður til Bandaríkj anna. Nú berjast tveir menn um titil- inn leiðtogi hins kommúnistiska heims, annar í Rússlandi, hinn í Kína. Þegar Krúsjeff hyggur á heimsyfirráð, getur hann ekki varizt hugsuninni um Kína, því að þetta kommúnistaríki er í- skyggilega nálægt löndum hans. Oveðurshlikur Það er orðið ljóst, að leiðtogar Kína og Rússlands eru allt ann- að en vinir — og enn eykst vandi sá, sem Krúsjeff er á höndum. Samkvæmt skýrslu frá Moskvu 4. júlí, hefur Kína alls ekki stað- ið í skilum við Sovétrítkin með borgun fyrir innfluttar vörur — og nemur það sem svarar um 300 milljón dollurum. Margt bendir til þess, að kommúmsta- leiðtogarnir tveir berjist hvor á sinn hátt um æðstu völd innan hins kommúnistíska heims. Annar sérfræðingur um sovét- málefni í London segir: • „f leyniskýrslu, sem send var kommúnistalöndunum, er Krús- jeff sagður saka Kína-kommún- ista um and-rússneskar aðgerðir víða um heim og Mao talinn and- vígur stefnu Krúsjeffs. Krúsjeff sakar Mao um að reyna að skipta kommúnistaheiminum í tvennt — vesturhlutann undir stjórn Sovétríkjanna og austurhlutann undir stjórn Kína. • Margt bendir til þess að Rauða-Kína ógni Sovétríkjunum. Albanía er ljósasta dæmið. En- ver Hoxha, kommúnistaleiðtogi Albaníu, sannur Stalínisti, vill ekki láta að stjórn Krúsjeffs. Þegar Krúsjeff reyndi að koma honum á kné, sneri Hoxha sér til Rauða Kína með góðum ár- angri — hann fékk matvæli og tæknilega og fjárhagslega að- stoð. Þetta litla Íand, Albanía — sem óttast Titó í Júgóslavíu — gat storkað Sovétríkjunum, án þess að hljóta verra af. • f Ytri-Mongólíu berjast Sovétríkin og Kína um yfirráðin. • Síðustu fimm ár hefur Rauða Kína boðið Mongólíu 115 milljón dollara styrk, en Rússar buðu betur — 350 milljón dollara. En verkamenn frá Rauða-Kína þyrp ast nú til Mongólíu. • Sovétríkin hafa nú veitt Norð ur-Kóreu 325 milljón dollara lán, og nú lýtur Norður-Kórea Rúss- um. Áður var þetta land nánast úthérað Rauða-Kína. • f Indlandi, Japan, Ástralíu — jafnvel á Kúbu — skiptast kommúnistar í tvo hópa. Eru sum ir hliðhollir Rússum, aðrir Kín- verjum. Krúsjeff er enginn Stalín Og getur ekki með einu svipu- höggi komið reiðu á fylkingar kommúnista um heim allan”. Árangurinn: Enn syrtir í álinn fyrir Krúsjeff. Matvæli Kommúnistalöndin hafa í nær 45 ár reynt að leysa matvæla- vandamálið. Enn gengur hvorki né rekur. í Rauða-Kína eiga menn sífellt hungursneyð yfir höfði sér. Rúss ar geta heldur ekki séð vina- ríkjum sinum fyrir matvælum, vegna skorts heima við. Austur-Evrópa, sem einu sinni flutti út matvörur, flytur nú inn matvæli í stórum stíl. Matvæla- skömmtun, sem opinberlega var afnumin í Austur-Þýzkalandi fyr ir þremur árum, er síðasta ör- þrifanáð kommúnista. Brauð, smjör og kartöflur eru matvæli, sem íbúarnir fá aðeins af skorn- um skammti. Kjötskortur er mi'k ill. í Tékkóslóvakíu er landbún- aðurinn orðinn mikið vandamál. Verkamenn í hafnarborg einni í Rússlandi fóru í verkfall, þeg- ar þeim var falið að ferma smjör farm í skip, sem átti að fara til Kúbu. Þeir héldu því fram, að stjórnin gæfi öðrum smjör, en sjálfir fengu þeir ekkert. Kjöt- framleiðsla í Sovétríkjunum minnkaði um 13% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Krúsjeff hefur lýst því yfir, að hrossakjöt sé herramannsmatur, og stafar það af kjötskortinum í Rússlandi. Er sömu sögu að segja úr öll- um kommúnistalöndunum? Sú er raunin — en hvers vegna? Vegna þess, að kommúnisminn reynir að fastmóta bændurna og arðræna þá, þannig að enginn bóndi sýnir neitt einkaframtak, heldur er þræll kerfisins. Nýrækt Krúsjeff reyndi að bæta úr landbúnaðarvandamálinu árið 1954. Hann ætlaði að hefja mikla nýræ'kt í Austur-Rússlandi. Þetta átti að verða til þess, að Sovét- ríkin skytu Bandaríkjamönnum ref fyrir rass á örskömmum tíma. Frá því árið 1954 hefur Krús- jeff sent eina milljón „sjálfboða- liða“ til nýræktarlandsvæðanna. Þeim hafa fylgt 200.000 dráttar- vélar og 75.000 stórar landbún- aðarvinnuvélar til kornuppskeru. Þrjú síðustu ár hefur uppskeru- brestur orðið tvisvar. Rykstorm- ar virðast vera að leggja gróður- sæl landssvæði í eyði. Sjálfboðaliðarnir hafa borfið frá býlum sínum í hrönnum, vegna óviðunandi húsakosts og almennrar eklu. Rúmlega þrjár milljónir kvikfjár drápust síðast- liðið ár sakir fóðurskorts. Þess vegna verða þessi ný- ræktarlandsvæði einungis til þess að auka á áhyggjur Krús- jeffs. Járntjaldið Einvaldur Sovétríkjanna stær- ir sig af auknum iðnaði. Það er herinn, sem stjórnar þessu harðri hendi, svo að einstaklingurinn getur ekkert aðhafzt. Krúsjeff er sagður þess full- Framhald á bLs. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.