Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. Sgúst 1961 Útgeíandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Á.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Áðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SAMEIGINLEGI MARKAÐ URINN l/'ið þá ákvörðun Breta að * sækja um inngöngu í Sam eiginlega markaðinn verður enn meira aðkallandi fyrir Islendinga að vinda bráðan bug að þátttöku í viðskipta- bandalagi. Gert er ráð fyrir, að Danir muni feta í fótspor Breta og líklega margar aðr- ar þeirra þjóða, sem staðið hafa að sjöveldabandalaginu, t.d. Norðmenn. Þannig væri meginþorri Vestur-Evrópu- þjóða kominn í eitt öflugt viðskiptabandalag. Bretar hafa sem kunnugt er sérstakra hagsmuna að gæta í sambandi við við- skipti með sjávarafurðir. Hagsmunir þeirra í þeim viðsiptum fara ekki nema að nokkru leyti saman við hagsmuni okkar. Þvert á móti munu þar togast á önd- verðir hagsmunir. Líklegt er því, að við mundum betur geta tryggt hag okkar með því að vera fljótir til og sækja um inngöngu í Sam- eiginlega markaðinn, svo að áhrifa okkar gæti þar ekki síðar en brezku áhrifanna, eða hinna norsku og dönsku. Óljóst er enn, hver muni verða afstaða hlutlausu þjóð- anna til Sameiginlega mark- aðarins, ef Bretar og Danir yrðu aðilar að honum. Eins og kunnugt er, hafa sænsk og svissnesk fyrirtæki haft áhuga á fjárfestingu í alu- miníumiðnaði hérlendis. Lík- ur benda til, að sá áhugi myndi fara vaxandi, ef við værum aðilar að Sameigin- lega markaðinum, en Sviss Og Svíþjóð ef til vill ekki. En þáð, sem úrslitaáhrifum hlýtur að ráða um afstöðu okkar, er, að við myndum einangrast frá beztu mörkuð um okkar,' ef við ekki tækj- um þátt í slíku samstarfi. I þessu efni ber allt að sama brunni. Við mundum hafa geysimikinn hag af þátttöku í Sameiginlega markaðnum, en jafnvel þótt hagur okkar myndi ekki batna við slíka þátttöku frá því, sem nú er, þá er hitt ljóst, að hann myndi stórum versna, ef við yrðum útilok- aðir frá elztu og beztu mörk- uðunum. TRAUSTUR EFNAHAGUR 17'rumskilyrði þess, að við getum orðið þátttakendur í slíku efnahagssamstarfi er ! traustur og heilbrigður efna- hagur. Ef við aftur hyrfum inn á braut uppbóta og ó- stjórnar værum við útilokað- ir frá samvinnu við þær þjóðir, sem við heilbrigt efnahagslíf búa. Þessar staðreyndir er rétt að hafa í huga, þegar við blasir, að samsæri Framsókn arflokksins og kommúnista gegn efnahag landsins hefur stofnað í voða því, sem á vannst með viðreisninni. Vissulega væri það alvar- legt, ef lífskjör íslendinga yrðu enn skert á næstu ár- um með nýrri óstjórn efna- hagslífsins, verðbólguþróun og uppbótum. En hitt væri þó miklu verra, ef skamm- sýni okkar yrði til þess að við einangruðumst frá mörk- uðum okkar og þeim þjóð- um, sem nú sækja hraðast fram til aukinnar hagsældar. Framvinda efnahagsmála ná- grannaþjóðanna krefst því raunhæfra aðgerða til að treysta fjárhag okkar að nýju, jafnvel þótt við værum svo fyrirhyggjulitlir, að við vildum enn búa við þá kjara skerðingarstefnu, sem hér hefur ríkt í mismunandi víð- tækum mæli síðasta hálfan annan áratuginn og allt fram að viðreisnarr#ð>stöfun- um í fyrra. ARANGUR VIÐREISNAR- INNAR A Ikunnur er nú orðinn sá mikli árangur, sem náðst hefur af viðreisnarráðstöfun- unum. Hagstæður greiðslu- jöfnuður hefur náðst, spari- fjáraukning vaxið og traust verið skapað hérlendis og er- lendis á efnahagsstefnu ís- lendinga. Að nýju hefur reynzt kleift að fá hagkvæm lán hjá ábyrgum alþjóða- stofnunum í stað þeirra skömmu matarlána, sem tek- in voru af annarlegum ástæðum. Þegar viðreisnarstjórnin tók við yöldum hagaði þann- ig til, að gjaldeyrisverzlun íslenzkra banka mátti heita lokið. Varð dag frá degi að leita á náðir erlendra lána- stofnana til að fá fluttar til landsins brýnustu lífsnauð- synjar, og íslendingar höfðu í rauninni hvarvetna glatað lánstrausti. Þetta var árang- ur hinnar hörmulegu óstjórn ar á tímum vinstri stefnunn- ar. — UgyMSML Brúin yfir Eyrarsund — eins og teiknarinn hugsar sér hana. Tvennskonar áform eru nú uppi um brú yfir sundið, annars vegar að leggja hana miili Helsingjaeyrar og Helsingja- borgar eða hins vegar að láta hana liggja milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar, enda þótt það sé lengri leið. 1 svipinn eru skipaferðir á 18 siglingaleiðum yfir Eyrarsund. — Brú yfir Eyrarsund kostar 7425 milljónir í FYRSTA skipti hefur nú verið látið uppi, hvað brú yfir Eyrarsund muni kosta. Og eins og við var að búast, eru það engir smápeningar, sem brúar- smíðin kemur til með að krefjast, ef úr verður. — .Nú horfir þetta allt öðru- vísi við, en rétt er þó, að menn geri sér þess fulla grein, að trausti því, sem skapað var, munum við von bráðar glata, ef við ekki treystum efnahaginn að nýju eftir aðgerðir svikabanda- lags Framsóknarflokksins og kommúni'sta. Það segir sig líka sjálft, að aðeins eins árs viðreisnarstjórn hefur ekki þótt hún hafi miklu áorkað, getað gjörbreytt svo efna- hagnum, að hægt sé í einu vetfangi að hækka laun um 12 til 15% almennt. Ekkert efnahagskerfi í veröldinni gæti staðið undir slíkri stökkbreytingu. Fulla grein gera þó leið- togar Framsóknarflokksins og kommúnista sér fyrir þessu, enda benda þeir ekki á nein úrræði út úr vandan- um. Þvert á móti kalla þeir það úrræði að lækka vexti og auka útlán. Sjá þó allir, að einmitt þetta mundi leiða til aukinnar þenslu í þjóðfé- laginu, sem kallaði á meiri gjaldeyrisnotkun, æti upp þá varasjóði, sem við höfum afl að okkur og steypti þjóðinni á ný út í skuldafen. Enginn undrast það, þótt kommún- istar vilji fara þessa leið, en fyrir fram hefðu menn ekki ætlað lýðræðissinnuðum flokki að styðja þá í þeirri iðju. — Samkvæmt þeim áætlun- um, sem gerðar hafa ver- ið, mun brú fyrir bæði bíla og járnbrautir milli Málmeyjar og Kaupmanna hafnar kosta 7425 milljón- ir íslenzkra króna — en aftur á móti brú fyrir járn brautir einar saman, er lægi milli Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar, aðeins rúman þriðjung þeirrar upphæðar, eða 2750 millj. íslenzkra króna. Ýmsir aðrir möguleikar í sam- bandi við brúarsmíði hafa einnig verið hugleiddir, og liggur kostnaðurinn við þær einhvers staðar á milli þessara tveggja upp- hæða. • Áhrif á atvinnulífið Það er sænsk-dönsk nefnd, sem birt hefur kostnaðar- áætlanir þessar, en þær voru kunngerðar fyrir helgina. Margvíslegar athuganir hafa að sjálfsögðu farið fram í sambandi við fyrirhugaða brú arsmíði. Þrátt fyrir það er ótalmargt enn á huldu. í svip inn hefur nefndin, sem um málið fjallar, gert sérstakar ráðstafanir til að fá fram í dagsljósið hver áhrif brúar- smíði muni hafa á atvinnulíf nærliggjandi staða. Með þetta fyrir augum hefur nú verið leitað álits ýmissa stærrj fyr- irtækja, félagasamtaka og stofnana atvinnulífsins, jafn- framt þvi, sem þeim hafa verið látnar í té þær upplýs- ingar, sem þegar liggja fyrir um ýmsar hliðar málsins. í septembermánuði er svo fyr- irhuguð ráðstefna, þar sem reynt verður að kryfja til mergjar áhrif væntanlegrar brúar á atvinnuþróunina. • Staðsetning erfið Eins og fyrr segir, þykja ýmsir möguleiker koma til greina í sambandi við brúar- bygginguna. Ef horfið yrði að því ráði, að láta brúna liggja milli Malmö og Kaupmanna- hafnar, yrði henni valinn staður lítið eitt sunnan beggja borganna; hjá Helsingjaeyri og Helsingjaborg yrði brúar- stæðið hins vegar rétt fyrir norðan bæina. Akstursleiðin milli fyrrgreindu staðanna yrði eftir tilkomu brúar um 40 km og þá miðað við mið- borg beggja; milli hinna síð- arnefndu yrði leiðin ekki nema um 15 km. Munurinn á lengd brúanna sjálfra yrði því einnig tal»verður og er kostnaðarmismunurinn m. a. af þeim rótum runninn. Á hinn bóginn er augljóst, að brú milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar beint myndi hafa meira notagildi fyrir flesta, sem yfir sundið fara. • Fólk, bílar, vörur VmferSin yfir Eyrar- sund hefur vaxið stórkost- lega síðustu 10 árin. Árið 1951 fóru 4 milljónir manna yfir sunrdið, þar af helmingurinn milli Málm- eyjar og Kaupmannahafn- ar. En í fyrra var fjöldinn orðinn 15 milljónir. í mörg um tilvikum er þó naum- ast hægt að segja, að um ferðalög »é að ræða, í veirjulegustu merkingu þess orðs. Margir skreppa aðeins yfir sundið til inn- kaupa. I fyrra var t. d. á- ætlað, að um 7,5 milljónir af þeim, sem yfir fóru. gætu talist ferðamenn. Nú orðið eru um 500 þúsund bílar fluttir yfir Eyrarsund á ári, en voru aðeins 150 þús. árið 1951. Á síðasta ári námu vöruflutningar 1,3 milljón smálestum og voru 4/5 þess magns flutt með járnbrautar- lestum. • Mikill tímasparnaður Tíminrn, sem sparast myndi, ef brú yrði byggð, er drjúgur. Það tekur nú tvær klukkustundir að komast milli Kaupmannahafnar og Lundar, en eftir að brú yfir til Málm- Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.