Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. ágúst 1961 Valbjörn 5. í stangarstökki Stökk „aðeins“ 4.30 m Island rekur lesfina í Oslo NORÐURLANDAMEISTARAMÓT í frjálsum íþróttum hófst í Ósló í gærkvöldi. Þar eru saman komnir allir beztu frjálsíþróttamenn og konur Norðurlanda og keppnin var hörð og yfirleitt jöfn. Sex íslendingar eru með í mótinu, en aðeins einn þeirra keppti í gær. Það var Valbjörn Þor- láksson í stangarstökki. Hann lenti í 5. sæti. Finnland „átti“ þennan fyrsta dag mótsins, sem stend- ur í 3 daga. Fimm sinnum var bláhvíti fáninn dreginn að hún stangar sigurvegarans. En á þessari stöng sáust á þessum fyrsta degi mótsins fánar allra Norðurlanda nema fslands. Svíar unnu tvö meistarastig, Norðmenn einnig og Danir fengu sinn fána upp fyrir sigur í langstökki kvenna. Alls var lokið keppni í tíu greinum, en keppni hófst í 3 öðrum. — Það voru ákjósarrlegar aðstæð-- ur á Bislettleikvanginum er keppnin hófst. Það var glampandi sólskin, logn, hlýtt í veðri og brautir í bezta standi. 9892 áhorf- endur greiddu inngangseyri á mótið. ir Stangarstökkið Keppnin í stangarstökki var hafin klukkustund fyrir auglýstan tíma métsins. Það varð því að gera hlé á stangarstökkskeppninni þegar skrúðganga íþróttafólksins hófst undir fánum allra land- anna. Skrúðgangan nam stað- ar framan við heiðursstúku þessa sögufræga vallar og for- maður norska frjálsíþrótto sambandsins Aage Möst flutti ávarpsorð og setti þetta fyrsta Norðurlandameistara- mót í frjálsum íþróttum. Að því loknu hófst keppnin og skipulag allt var til fyrir- myndar og gekk kseppnin greiðlega, enda eru Norðmenn engir viðvaningar í móta- haldi, eins og ísl. íþróttaunn- endur þekkja vel. Stangarstökkið var ein jafn- asta keppni þessa dags. Norð- urlandamethafinn Landström sigraði enn einu sinni á miklu keppnisreynslu og góða keppn isskapi. Tveir Finnar voru annars yfirburðamenn í grein- inni. En Norðmaðurinn Hövik, sem Valbjörn vann á dögun- um í landskeppninni klauf finnska tríóið, en aðeins þó með sömu hæð og þriðji Finn- inn náði og báðir hl jóta brons- verðlaun. Valbjöm var ekki í „essinu“ sínu og varð af öllum verð- iaunum og metorðum. 4.30 er ekki mikið afrek fyrir hann, enda skipar það honum aðeins í fimmta sæti. Þessi eina grein sem íslendingar tóku þátt í þennan dag, voru því mikil vonbrigði fyrir ísl. frjáls- íþróttaunnendur. Landström sigraði á því að fara 4.50 m í fyrstu tilraun. Hövik og Jonasson fóru 4.45 i annarri tilraun en allar aðrar hæðir í fyrstu. Milli þeirra varð því ekki greint. I it Fögnuður Norðmanna Að öðru leyti unnust greinarn- ar með hreinum sigrum og Stundum yfirburðum. Einna harð asta verður að telja keppnina í maraþonhlaupinu þar sem aðeins 26 sektmdur skilja 1. og 3. mann eftir 42 km keppni. Áhorfendur á Bislet fögnuðu norsku sigrunum tveimur. Haug- en var yfirburðasigurvegari í kringlukasti, átti 3 lengstu köst keppninnar og náði sínu bezta kasti í síðustu tilraun. Seria hans var annars (óg. — 51.19 — 53.91 — 5323 — 54.09). 100 m hlaupið vann Bunæs af öryggi. Hann hljóp á 10.7 í undan rásum, fyrstur í sínum riðli og sigri hans aldrei ógnað — en mikið fagnað. Annars gekk Bunæs hálf haltur til leiksins vegna meiðsla sem hann hlaut fyrr í sumar. Meiðslin háðu honum þó ekki meira en það að sigur hans var sem fyrr segir aldrei í hættu, þó Svíinn Jonsson drægi nokkuð á síðasta metratuginn. ir Hetja áhorfenúa Finninn Höykinpuuro varð hetja áhorfenda þegar hann tók sprett mikinn þegar 1000 m höfðu verið hlaupnir af 5000 m. Sprettur inn færði honum 50—60 m for- skot og því hélt hann lengi og hljóp stílfagurt og vel eins og fornnorræn hetja. 1500 m hljóp hann á 4.13 og 3000 m á 8.22. Baráttan var aldrei um fyrsta sætið — heldur hin næstu. it Yfirburðir Finna Finnarnir sýndu yfirburði sína yfir hinar norrænu þjóðirnar á þessum fyrsta degi. Þeir áttu 3 fyrstu menn — eða alla sína þátt- takendur á pallinum í langstökk- inu. Slíkan sigur vann engin önn ur þjóð þennan dag. Valkama var hinn öruggi sigurvegari. Hann átti 4 lengstu stökk keppn- innar. Seria hans var 7.37, 7.38, 7.45, 6.96, 7.22, 7.35. Langstökks- keppnin var annars hörð — eink- um milli Finnanna, en árangur var ekki að sama skapi góður í heild. Vilhjálmur sleppti langstökks- keppninni, enda var fyrirfram ákveðið að hann tæki ekki þátt í henni ef hún færi fram á undan þrístökkinu. Á það leggur Vil- hjálmur aðaláherzlu, enda á hann möguleika á sigri. Finnar unnu tvöfalt í 5 km, tvö falt í stangarstökki, maraþon- hlaup, kringlukast kvenna — allt með nokkrum yfirburðum. ir Stig eftir fyrri dag Eftir fyrsta daginn er stiga- keppni þjóðanna þannig: Karlar: Finnland 73.5 stig, Sví- þjóð 37, Noregur 27.5, Danmörk 8 og ísland 2. Konur: Danmörk 21 stig, Sví- þjóð 19, Noregur 15, Finnland 11, ísland 0. En hér koma svo úrslitin sem tala skýru máli um keppnina. 5000 m hlanp NorSurl.meist. Höykinpuuro F. 14:12,4 2. Saloranti Finnlandi 14:15,8 3. Nielsen Danmörku 14:16,0 4. Benum Noregi 14:18,0 5. Tellesbö Noregi 14:21,6 6. Lundemo Noregi 14:24,4 7. Person Svíþjóð 8. Lundstedt Svíþjóð 9. Jönsson Svíþjóð 14:26,8 14:35,2 14:36,4 Kringlukast Norðurl.meist. Stein Haugen N. 54,09 2. P. Lammi Finnlandi 53,06 3. E. Uddebom Svíþjóð 52,87 4. C. I.indroos Finnlandi 52,17 5. Ö. Edlund Svíþjóð 51,16 6. Haglund Svíþjóð 50,93 7. R. Hagen Noregi 49,15 8. Munk Plum Danmöd-i 48,90 9. Repo Finnlandi 47,39 10. Lislerud Noregi 45,91 4x100 m boðhlaup Norðurlandameistari Svíþjóð 41,2 2. Finnland 41,5 3. Danmörk 41,8 Norska sveitin hætti við fyrstu skipt ingu. Stangarstökk Norðurl.meist. Eeles Landström F. 4,50 2. Risto Ankio Finnlandi 4,50 3. Kjell Hövik Noregi 4,45 Per Jonasson Finnlandi 4,45 5. Valbjörn Þorláksson íslandi 4,30 6. A. Larsen Nyhus Noregi 4,30 7. S. Rinaldo Sviþjóð 4,30 8. Richard Larsen Danmörku 4,25 Maraþonhlaup Norðurl.meistari T. Salakka F. 2:26,14 2. Evert Nyberg Svlþjóð 2:26,37 3. A. Waide Svíþjóð 2:26,40 4. P. Kotila Finnlandi 2:28,57 5. P. Pystynen Finnlandi 2:32,19 6. Lars Strand Svíþjóð 2:35,29 7. O. Thorsen Noregi 2:37,02 8. A. Neuenkirchen Noregi 2:44,04 100 m hlaup Norðurl.meistari C. Bunæs Noregi 10,5 2. Ove Jonsson Sviþjóð 3. Sven Hörtewall Sviþjóð 4. J. Ehratrom Finnlandi 5. Börje Strand Finnlandi 6. Sven Löfgren Svíþjóð 10,6 10.7 10.8 10,8 10,8 Langstökk Norðurl.meistari J. Valkama F. 7,45 2. Aare Asiala Finnlandi 7,31 3. Juhani Manninen Finnlandi 7,30 4. E. Wingren Svíþjóð 6,93 5. H. J. Flaathen Noregi 6,92 6. J. Kirkeng Noregi 6,83 Kringlukast kvenna Norðurl.meistari Talvitie Finnl. 45,40 2. Halkier Danmörku 42,76 3. E. Leverps Noregi norskt met 42,29 4. Sehönborg Sviþjóð 41,48 5. Regaard Danmörku 41,29 6. Stefi Kohten Noregi 38,76 100 m hlaup kvenna Norðurl.meistari Wieslander Svíþj. 12,4 2. S. Bovall Svíþjóð 12,5 3. Hadrup Danmörku 12,5 4. V. Markussen Danmörku 12,6 5. Reidun Buer Noregi 12,6 6. G. Lippe Noregi 12,7 Langstökk kvenna Norðurl.meistari Nina Hansen D. 5,82 2. Oddrun Lange Noregi 5,70 3. Brita Johansson Finnlandi 5,65 4. Inga Johanson Finnlandi 5,65 Inga Broberg Svíþjóð 5,65 6. Berit Tyen Noregi 5,53 7. Britt Johansson Svíþjóð 5,35 f>á fóru fram undanrásir í 400 m og 800 m hlaupi. Þaír fóru þannig: 400 m hlaup 1. riðill (Þrir beztu í hverjum riðli komast í úrslit): 1. Petterson Svíþjóð 48,2 — 2. Johanson Svíþjóð 49,0 — 3. Rauhal Finnlandi 49,1 — 4. Brustad Noregi 49,6 — 5. Jakobsen Danm. 49,8 — 6. Jensen Dannpörku 50,3 2. riðill: 1. Johanson Svíþjóð 48,2 — 2. Wold Noregi 48,8 — 3. Rintamæki Finnlandi 48,9 — 4. Briseid Noregi 49,1 — 5. Kristensen Danmörku 51,4. 800 m hlaup 1. riðill (Þrír beztu í riðli komast í úrslit: 1. Salonen Finnlandi 1:51,9 — 2. Knuts Svíþjóð 1:52,2 — 3. Lithen Finnlandi 1:52,3 — 4. Ehrhan Svíþjóð 1:52,3 — 5. Rekdal Noregi 1:52,8 — 6. Christiansen Danmörku 1:52,9. FH vann meö yfir- burðum fslandsmóti í handknattleik karla utanhúss lauk í Hafnar- firði á laugardaginn. FH sigr- aði með yfirburðum, vann alla sína .leikí með miklum markamun og hlaut fslands- meistaratitilinn enn einu sinrni. Við skýrum nánar frá mót- inu á morgun. 2. riðill: 1. Dan Waern Svíþjóð 1:51,4 — 2. Bentzon Noregi 1:51,6 — 3. Bland- er Finnlandi 1:51,9 — 4. Kristensen Dan mörku 1:52,3 — 5. Jebsen Noregi 1:54,0 — 6. Kronstrand Danmörku 1:54,1. Jakob Jakobsson skaut, Sigurður bakvörður breytti stefnunni * í eigið mark. — '.:;'jreyri burstaði Fram Unnu 6 ~ 1 og höíhu yfirburði AKUREYRINGAR léku við Fram a.r í 1. deild fslandsmótsins á sunnudaginn. Sóttu Akureyring- ar hingað suður auðunninn sigur í þessum leik, skoruðu 6 mörk gegn 1, og réðu lögum og lofum á vellinum frá byrjun til enda. Hefðu mörk þeirra getað orðið mun fleiri ef ýmis tækifæri hefðu ekki verið illa misnotuð. Hins vegar komust Framarar nálega aldrei í færi við Akureyrarmark ið — og þetta eina mark sem Ak- ureyringar fengu á sig, kom fyrir mistök markvarðar, sem missti knöttinn inn i'yrir eftir að hafa varið. •k 2 mörk á 10 mínútum. Eftir 10 mín af leik höfðu Akureyringar skorað tvisvar. Valur vann Hafnarfjörð 2:0 (Nánar á morgun) Skoraði Kári innherji fyrra mark ið af stuttu færi eftir innkast eftir 3 mín. Og Kári gaf síðan Steingrími útherja góða sendingu á 10 mín. Steingrímur lék að markinu og skoraði með fallegu skoti. Sjö mín síðar nær Fram sínu eina marki. Guðjón Jónsson skaut að marki, Einar hafði var- ið en missti knöttinn inn fyrir línuna. ★ Sigur tryggður. Á 27. mín sækja Akureyring ar fast að marki Fram og Jakob miðherji á skot af vítateigi. Sig- urður bakvörður hugðist hreinsa frá, en tókst svo klaufalega að hann stýrði knettinum í eigið mark. Þegar Skúli Ágústsson skoraði 4. mark Akureyringa 6 mín síðar eftir fallegt upphlaup og sólóleik framhjá Framvörn- inni höfðu Akureyringar gert út um leikinn. Mótspyrna Fram var n_eð öllu brotin á bak aftur og Akureyringar höfðu öll völd á vellinum. Nær óslitið eftir þetta sóttu Akureyringar að marki Fram. Á 3 mín í síðari hálfleik bjarga Framarar á marklínu og síðan áttu þeir stangarskot. En tvivegis skoruðu þeir. Skúli spyrnti af 16 m færi um miðjan hálfleikinn og Halldór miðvörður sem ætlaði að verja, breytti aðeins stefnunni svo að Geir markvörður hafði engin tök á að verja. 10 mín fyrir leikslok kom 6. markið. Jakob átti í návígi og kapphlaupi við Sigurð bakvörð og Geir mark- vörð og því lauk með því að knötturinn lenti í neti Fram. Akureyringar áttu sigur fylli Framhald á bls. 19. ---------------------- l\ Akranes — Tórshavn jafntefli FRÉTTARITARI Mbl. í Færeyj- um símar, að jafntefli (1:1) hafi orðið í knattspyrnukappleik milli liðs Akiraness og bæjarliðs Tórshafnar er fram fór sl. laug. ardag. Gerði Akranes sitt mark er aðeins tvær mínútur voru aí leik, en Færeyingar jöfnuðu á 15. mínútu síðari hálfleiks. — Áður hafði Akranes unnið liðið HB með 5 mörkum gegn engu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.