Morgunblaðið - 02.08.1961, Side 2

Morgunblaðið - 02.08.1961, Side 2
2 M O RCIJTS BL AÐIÐ MiðviKudagur 2. Sgúst 1961 Enn góð síldveiði Talsverð loirduriarbið víðast MIKIL síldveiði var sl. sólar- hring út af Dalatanga og Glett- inganesi, um það bil 40 milur út af landi. Um 10 skip fengu full- fermi í fyrrinótt, samtals um 50.000 mál og tunnur. Margir bátar liggja inni á Aust- fjarðarhöfnum og bíða löndunar. Þegar líða tók á daginn, urðu nokkrir bátar, sem voru á leið til Raufarhafnar, að leita vars undir Langanesi, austan megin, því þá var komin NV-átt, 4 vind- stig, en Langanesröstin er ekki árennileg, sízt þegar bátarnir eru drekk’/aðnir síld. Nokkrir bátar ▼oru komnir inn til Raufarhafn- ar fyrir kvöldið, en þar verður ekki landað fyrr en í dag. Lönd- unarbið er einnig á Austfjarða- höfnum. Eftirtaldir bátar komu til Rauf- arhafnar með afla í gser: Baldur EA 480 mál, Sveinn Guðmunds- son AK 450, Pétur Sigurðsson 900, Sigurvon AK 750, Guðbjörg GK 500, Helgi Flóventsson 850, Björgvin EA 1400. Til Vopnafjarðar komu eftir- talin skip í fyrrinótt og gær: Vilborg KE 486 mál, Ófeigur þriðji 160, Hugrún ÍS 400, Halldór Jónsson SH 1200, Guðbjörg ÓF 650, Einar Hálfdánsson 650, Sæ- þór ÓF 500, Jón Gunnlaugsson 500, Gnýfari 650, Sigurvon AK 850, Hrafn Sveimbjarnarson 600, Vísir KE 450 (en með honum er verksmiðjan á Vöpnafirði búin að taka á móti 90.000 málum) Gissur hvíti 900, Höfrungur AK 800, Jökull SH 800, Guðbjörg ÍS 950. Síðsat er blaðið hafði samband við síldarleitina á Raufarhöfn í gærkvöldi hafði veðrið heldur lægt, og sumir bátanna, sem lágu í vari austan undir Langanesi, höfðu lagt af stað til Raufar- hafnar Eftirtaldir bátar höfðu tilkynnt afla sinn til Raufarhafn- ar til viðbótar þeim, sem áður hafa verið verið taldir upp: Höfr ungur annar 1400 mál, Snæfell 1200, Eldborg 900, Hafþór 650, Straumnes 800 mál. Þeir bátar sem ekki voru á leið til hafnar með síld eða biðu löndunar á Austfjörðum, köstuðu á síld um það bil 45 mílur út af Skrúði, og höfðu einhverjir fengið góðan Síldar- vísa ^liABINU barst þessi vísa í gær frá Raufarhöfn: Oft er á kvöldin ærsl og gleði tóm og ýtar hafa á brennivini sinnu, stúlkurnar dansa á hælaháum skóm og herrarnir slást í næturvinnu. S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCilEFGH ABCDEFGH H V I T T : Síldarverksmiðja rikisins Siglufirði Raufarhöfn leikur: b5—b4 Siglfirðingar svara: Rd4—c6 afla. Þetta bendir til þess að síld- in sé að færast suður á bóginn. Tveir bátar komu til Neskaup- staðar: Hafrún með 5—600 mál og Sæfaxi með 500 mál. ★ Saltað var á öllum söltunar- stöðvunum þremur á Seyðisfirði í gær. Búið er að salta í 11350 tunnur hjá söltunarstöðinni Ströndin og mun það vera það mesta, sem saltað hefur verið hjá einni söltunarstöð á Seyðis- firði — Sú stúl'ka, sem var svo heppin að salta í 10.000 tunnuna, Margrét Þórarinsdóttir frá Másseli á Fljótsd ^iiéraði, fékk 1000 kr. aukaþóknun og þær næstu, sinn hvoru megin við, 500 kr. Það voru: Margrét Júlíus dóttir frá Hafnarfirði og Þórunn Vilhjálmsdóttir frá Fagradal í Fjöllum. Hjá söltunarstöðinni Haf aldan er búið að salta í 10.000 tunnur og hlaut Þuríður Hólm- geirsdóttir frá Raufarhöfn 1000 kr. í verðlaun, og Kóltorún Jóns- dóttir, sem hafði saltað í 9999 tunnuna hlaut 500 kr. og Kristín Steindórsdóttir, sem hafði saltað í 10001 tunnuna hlaut einnig 500 kr. verðlaun. Síldarverksmiðjurnar á Seyðis firði hafa alls tekið á móti á milli 47 og 48 þús. málum síldar. Af þeim hafa 34 þús. mál farið til bræðslu. Allar þrær eru full- ar, og nokkra daga bið eftir löndun. Tveir bátar héldu til Vestmannaeyja með afla sinn í gær, en áður hafa aðrir tveir bátar gjört hið sama. , y tVA /5 hnútar s SV 50hnútar X önjahoma > úii «*' \/ ókurtr K Þrumur Kagn- ÚsraV nuioos/rii i n nma ■ Hitaski/ ItJ* Lmgi | LÆGÐIN við Austurland var að grynnast í gær, en lægð- in SV af Grænlandi var að breiðast austur. Var búizt við, að hennar mundi fara að gæta á SV-landi í kvöld. — Norðanáttin var heldur að ganga niður og var batn- andi veður fyrir norðan, en sólskin og hlýtt sunnan lands, mest 16° hiti á Kirkju bæjarklaustri. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og miðin: NV stinn ingskaldi, síðar hægviðri og léttskýjað, þykknar upp með SA átt á morgun. Faxaflói til Vestfjarða og miðin: NV gola og skýjað með köflum. Norðurland til Austfjarða og miðin: Norðan kaldi, síðar gola eða hægviðri, léttir til. SA-land og miðin: Norðan kaldi, léttskýjað. Hefir drukkið bjór í 99 ór í HUDDERSFIELD í Englandi ] er öldungur einn, William MalJ bert, sem þykir óvenjuern —\ en hann varð 107 ára í gær. | Takmark hans er að ná 110 ára j aldri — og öruggasta ráðið J til þess telur hann vera það ’ að drekka minnst tvo lítra afl bjór á degi hverjum. Fylgir | hann þessu hollráði sjálfs sín ■ dyggilega, og er daglegur gest] ur á krá einni í bænum, að \ sögn fréttamanns Reuters. Þegar Malbert gamli birtist j í kránni sinni á 107 ára afmæl ] inu, voru þar fyrir blaðamenn, sem tóku að spyrja hann spjörl unum úr. Hann bað þá bíðaj rólega meðan hann væri að ( hvolfa í sig fyrstu bjórkoll-] unni — sagðist varla vera við- ' mælandi bjórlaus, hvort eðj væri. — Ég er nú orðinn svo] vanur þessu, sagði hann, — ] hefi haldið mig við bjórinn J frá því ég var átta ára. Samið við farmenn I GÆRMORGUN undirrit- uðu samninganefndir Sjó- mannafélags Reykjavíkur og vinnuveitenda nýjan kjara- samning um kaup og kjör undirmanna á dekki og í vél. Er aðalbreytingin sú, að hjá mönnum í millilandasigling- um hækkar kaup um 11%, Lýsisgeymar víðast orðnir fullir LÝSISGEYMAR eru nú orðnir fullir bæði á Raufar- höfn og á flestum Austur- landshöfnum og er ekki tek- ið á móti neinni síld á þess- um stöðum. Síldarflutninga- skip eru á leið til Siglufjarð- ar og Hjalteyrar með síld að austan. RAUFARHÖFN Lýsisgeymarnir á Raufarhöfn eru nú að fyllast. Hefur ekki verið tekið á móti neinni síld í þrjá daga, en móttaka hefst sennilega að nýju í dag. Lýsis- skip er væntanlegt til Raufar- hafnar um helgina, og á það að taka þar 2000 tn. af lýsi. Var ein síldarþróin losuð til þess að hægt væri að láta í hana lýsi. Einnig hefur verið byggð bráða birgðamjölskemma, sem er að gólffleti 530 ferm. Var hún byggð á 10 dögum, og er ætlun- in að hún verði rifin aftur í haust. Tvö skip hafa komið til Raufarhafnar til þess að taka mjöl, en þar sem framleiðslan getur komizt allt upp í 2 þús. sekki á sólarhring, er geymslu- rými mjög fljótt að fyllast. NESKAUPSTAÐUR Síldarverksmiðjan var stöðvuð í fyrrakvöld, og er ekki búizt við, að hægt verði að taka á móti síld aftur fyrr en á föstu- dag, en Þyrill kemur á morgun til þess að taka lýsi. Tekur lýs- isgeymirinn um 1000 tn., en verksmiðjan getur framleitt um 100 tn. á sólarhring. Alls hefur síldarverksmiðjan tekið á móti 70.000 málum. Ekki eru nein vandkvæði á geymslu mjöls í Neskaupstað, en mjölgeymslur eru þar tvær og taka samtals yfir 2.500 tn. Samkvæmt frá- sögn fréttaritara blaðsins í Nes- kaupstað hafa alltaf verið vand ræði með lýsisgeymslur, allt síðan síldarverksmiðjan þar tók til starfa fyrir nokkrum árum og þurft hefur að selflytja lýsið til geymslu á öðrum höfnum. VOPNAFJÖRÐUR Lýsisgeymarnir á Vopnafirði eru nú orðnir fullir, en þeir taka um 1.400 tonn. — Von er á flutningaskipi til Vopna- fjarðar 4.—6. ágúst, sem tekur 1.100 tn., svo að nokkuð ætti úr að rætast þá. Mjölskemmurnar eru ekki orðnar fullar enn, og von er á skipi í dag, sem tekur 150 tn. af mjöli. SEYÐISFJÖRÐUR Lýsisgeymamir á Seyðisfirði eru ekki ennþá orðnir fullir, og verið er að stækka mjölgeymsl- una allverulega. Nú er verið að setja soðkjarnatækin í samband, en við það mun sparast allmik- ið fé. — SlLDARFLUTNINGASKIP Fjögur síldarflutningaskip flytja nú síld að austan. Jolitha, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa á leigu, lestaði í fyrradag 5.000 mál á Seyðisfirði og er nú á leið til Siglufjarðar. Una, sem einnig er á vegum Síldar- verksmiðjanna, kom í gærkvöldi til Seyðisfjarðar og byrjar að lesta þar í dag 3—4000 mál, sem flutt verða til Siglufjarðar. Þá eru Aska og Talis einnig í síldar- flutningum. en hjá strandslglingamönn- um um 27%. Stafar þessi mikla kauphækkun strand- siglingamanna af því, að við gengisfellinguna fengu menn í millilandasiglingum 19% hækkun, sem sanngjarnt þótti að strandsiglingamenn fengju einnig nú, þar sem um sömu störf er að ræða. í öllum aðalatriðum öðrum framlengist samningurinn frá 1958, en aðrar breytingar eru þessar: Slysatrygging hækkar úr 153 þús. í 200 þús. kr., fæðispeningar þegar ekki er matazt um borð verða 50 kr. á dag í stað 31.50 kr. Þá fá smyrjarar og dagmenn í vél 4% kaupuppbót til viðbótar mánaðarkaupinu. — Verði samn- ingnum eigi sagt upp 1. júní 1962 hækkar allt kaup samkvæmt honum um 4% til viðbótar. Samningurinn gildir til 1. júní 1962, en uppsagnarákvæði hans eru hin sömu og í samningum annarra verkalýðsfélaga. Dæmdur í 6 mónaðo varð- hald - og sviptur öku- leyfí f GÆRMORGUN var kveðinn upp dómur í sakadómi yfir 17 ára gömlum pilti, er olli um- ferðaslysi sl. haust við Njarð- argötu. Ók piltur þessi ljóslaus um bíl með ofsahraða á hús- vegg — er hann var að reyna að komast undan lögreglunni — með þeim afleiðingum, að félagi hans stórslasaðist, og er enn ekki búinn að ná sér. Pilt urinn, sem ók — drukkinní slapp hins vegar lítið meiddur, en bíllinn gjöreyðilagðist. — Nokkrum dögum áður en slys- ið varð hafði þessi sami piltur, verið dæmdur fyrir ölvun við akstur, og hafði auk þess feng- ið frestað ákæru fyrir bíl- stuld. — Pilturinn var dæmd- ur í 6 mánaða varðhald og sviptur rétti til að öðlast öku-| leyfi ævilangt. Biðskákiim lauk í gær BIÐSKÁKUM lauk á Norður- landameistaramótinu í gær i landsliðsflokki. Gunnar Gunn- arsson vann Björn Þorsteinsson og Ljungdahl vann Brynhamm- ar. Endanleg úrslit urðu sem hér segir: y 1. Ingi R. Jóhannsson .. 7% v. 2. Jón Þorsteinsson .... 6 3. Jón Pálsson ....... 5% - 4. Axel Nielsen ...... 3% - John Ljungdahl .... 3% - 6. Bjöm Þorsteinsson .. 3 - Karl Erl. Gannholm .. 3 Gunnar Gunnarsson .. 3 9. Hilding Brynhammar . 1 í sambandi við keppnina fer hraðskákmót fram í kvöld og hefst kl. 7 e.h. í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Öllum er þar heimil þátttaka. Kosningar í S.-Afríku PRETÖRIA, S.-Afríku, 1. ágúst. — Það var tilkynnt opinberlega hér í höfuðborginni i kvöld, að almennar þingkosningar muni fara fram í landinu hinn 18. októ ber næst komandi. — Gengisskráningin Framihald af bls. 1. 1. gr. 1. málsgr. 18. gr. laganna orðist svo: Seðlabankinn ákveður, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinn ar, stofngengi (pari) íslenzku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri og gulli. Kaup- og sölu gengi má ekki vera meira en 1% undir eða 1% yfir stofngengi. Innan þessara marka skráir Seðla bankinn daglega kaup- og sölu- gengi þeirra gjaldeyristegunda, sem þörf er á vegna almennra viðskipta. 2. gr. Ákvæði 1. gr. laga nr. 4/1960, lun efnahagsmál, falla úr gildi, þá er nýtt gengi hefur verið ákveðið samkvæmt 1. gr. þess- ara laga. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört að Bessastöðum, 1. ágúst 1961. Ásgeir Ásgeirsson. Gylíi Þ. Gíslason.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.