Morgunblaðið - 02.08.1961, Page 8

Morgunblaðið - 02.08.1961, Page 8
8 MORCUNT* r jfíffí Miðvik'udagur 2. ágúst 1961 Minnismerkið myndi líkjast. öndvegissúlum Ingólfs. Minnismerki um landnám Ingdlfs A Ð undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nauðsyn þess, að minnast landnáms Ing- élfs Arnarsonar á virðulegan hátt, og þá fyrst og fremst með því, að varðveita bæjarstæði hans. Þe a virðist sjálfsögð og eðlileg ósk, en þeir erfiðleikar eru á framkvæmd hennar, að ólíklegt er, að nokkurn tíma fá- ist fullkomin sönnun fyrir því hvar bær Ingólís stóð nákvæm- lega. í>ó munu flestir eða allir, sem um þetta hafa hugsað að undanförnu, vera þeirrar skoð- unar, að bærinn hafi staðið í allra næsta nágrenni við suður- hiuta núverandi Aðalstrætis, ef ekki rétt veslan við suðurhluta þess. Samkvæmt skipulagsáætlun- um mun gert ráð fyrir, að Aðal stræti verði 44 metra breitt. Og þar sem það er stutt (aðeins rúmlega 150 m) mun það ekki síður líkjast torgi í framtíðinni en venjulegri umferðargötu. Hefur þótt fara vel á þessu, þar sem fyrsta byggð á íslandi var á þessum stað, og einnig Innréttingar Skúla Magnússon- ar, sem telja má upphafið að myndun þéttbýlis í Reykjavík. Vegna breiddar götunnar verð ur hægt að hafa allbreitt svæði á henni miðri milli akbraut- anna. Nú er það tillaga þess, sem þetta ritar, að á miðju sunnanverðu Aðalstræti verði reist voldugt minnismerki um landnám Ingólfs. Yrði það þá svo nálægt hinu forna bæjar- stæði, að *llir mættu vel við una. Sýnist eðlilegt, að minnis- merkið yrði tvær miklar súlur (sjá mynd), helzt ekki lægri en 10 m á hæð. Ætti að sjálfsögðu að efna til samkeppni um gerð þess. Nú «r mjög algengt, að minnismerki séu einhvers kon- ar súlur, en það sem myndi gera þetta óvenjulegt væri, að súlurnar yrðu tvær. Á íslandi er ekki til efni, sem myndi hæfa slíku minnis- merki. E* í Noregi er granít; þangað ætti einmitt að sækja efnið, enda komu öndvegissúl- ur Ingólfs frá Noregi, sem og hann sjálfur. Þessu minnis- merki þyrfti að vera búið að koma upp árið 1974 á ellefu hundruð áre afmæli landnáms- ins. —• Valdimar Kristinsson. Talis losaöi síld í sjöinn Talað við Véstein Guðmundsson um síldarflutnimj TVÖ dagblöð birtu í gær þá frétt, að formenn síldarbátanna séu mjög reiðir, vegna þess að skip- stjórinn á norska síldarflutninga- skipinu Ösku hafi neitað að taka við gamalli síld í skip sitt, og með því hafi forráðamenn Hjalt- eyrarverksmiðjunnar, sem hafi urmáð flutningaskipsins, rofið við tekna venju um að afli sé jafnan tekinn af síldveiðiskipunum eftir því sem þau leita hafnar. Segir í fréttum þessara dag- blaða, að ætlun forráðamanna Hjalteyrarverksmiðjunnar með þessu sé sú, að ná betri síld til vinnslu á kostnað annarra, án tillits til afleiðinganna fyrir síld- arbátana. Mbl. sneri sér í gær til Vésteins Guðmundssonar, verksmiðju- stjóra Hjalteyrarverksmiðjunn- ar, og spurði hann um þetta mál. Fara ummælí hans ér á eftir. Það er ekki rétt, sagði Vésteinn í upphafi, að Hjalteyrarverksmiðj an ein hafi umráð yfir norsku síldarflutningaskipunum tveim, Ösku og Talis; síldarverksmiðjan á Krossanesi og Hjalteyrarverk- smiðjan hafi þessi skip á leigu í sameiningu og hafa haft samráð um allar framkvæmdir í sam- bandi við flutninga á síldinni. Ég hef séð um framkvæmdirnar fyrir hönd Hjalteyrarverksmiðj- unnar en Guðmundur Guðlaugs- son, formaður stjórnar Krossanes verksmðijunnar, fyrir hönd síld- arverksmiðjunnar á Krossanesi. — Síldarflutningarnir voru skipu lagðir þannig í upphafi, að settir voru trúnaðarmenn um borð í hvort hinna norsku flutninga- skipa, og þeir áttu að annaát við- skipti við síldveiðiskipin um tal- stöð. Svo hefur viljað til bæði ár- in, sem þessir flutningar hafa staðið yfir, að flotinn hefur mest haldið sig á Seyðisfirði, Og bát- arnir verið afgreiddir þar, en skipunum ekki verið heimilt að nota talstöð til víðskipta. — Þannig var byrjað að vinna í sumar líka, og bæði skipin, Aska og Talis, lestuðu í síðustu viku á Seyðisfirði. Aska kom með sína síld og landaði henni á Krossa- nesi, en Talis var á leiðinni til Hjalteyrar sl. fimmtudag og varð þá fyrir áfalli, eins og kunnugt er. Það er talið, að þessi bilun í Talis hafi orsakazt af því, að skilrúm í lest hafi færzt úr skorð- um, en sjópróf munu væntanlega leiða það frekar í ljós. — Síðan var Talis dregið inn á Vopnafjörð og Aska sneri frá Eyjafirði til þess að taka síld úr Talis og flytja vestur, þar sem Vopnafjarð arverksmiðjan hafði fullar þrær og gat ekki veitt henni viðtöku. Þegar til kom að lesta síld úr Talis yfir í ösku, neitaði skip- stjórinn á ösku að taka síld, vegna þess að hún gæti verið hættuleg fyrir öryggi skipsins og skipverja. Þessu gat enginn ráð- ið nema skipstjórinn, og hann. fékk þau fyrirmæli, að taka ekki aðra síld til flutninga en þáiraem hann gæti ábyrgzt að flytja. — Eftir þetta fór Aska til Seyðis- fjarðar eins og venjulega. Þegar bátarnir, sem beðið höfðu eftir losun, komu, neitaði skipstjórinn á Ösku enn að taka síldina, og byggði það á því, að síldin væri orðin of gömul og slæpt til flutn ings. — Annan hlut eiga síldar- verksmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi ekki að þessari neitun við bátana. Það er augljóst mál, að það verður ávallt að vera á valdi skip stjóra, hvers konar farmur er tek inn til svona flutninga. Það má benda á, að reynsla Norðmanna í þessu efni er sú, að þeir hafa misst fjölda skipa, og þess vegna full ástæða til að sýna varkárni. * I.osaði sild í sjóinn Niðurstaðan með Talis varð sú, að verksmiðjan á Vopna- firði tók úr því 2000 mál. Þá kom í ljós hvaða skemmdif höfðu orðið á skilrúminu, og skipið fékk ekki leyfi tii að sigla áfram til Hjalteyrar, án þess að gert væri við skilrúm- ið. En það var ekki hægt að gera, fyrr en síldin hafði verið losuð úr afturlestinni. Verk- smiðjan á Vopnafirði gat ekki tekið meiri síld, þar sem fjöldi skipa beið eftir losun og allar þrær fullar, eins og áður segir. Niðurstaðan varð því sú, að Talis losaði síldina úr afturlestinn í sjóinn úti af Vopnafirði í nótt, og er nú á leiðinni til Hjalteyrar með af- ganginn. Að endingu vil ég geta þess, sagði Vésteinn, að ég man ekki til þess að nokkru skipi hafi verið neitað um löndun á Hjalt eyri, vegna lélegrar siídar síðastliðin 20 ár, en viðhorfið til flutninga á síld hlýtur að verá allt annað, því að þá verður að gæta öryggis skips- og áhafnar á ferðalagi. . Einttr Þoriinnsson Minning Fæddur 6. okt. 1884. Dáinn 13. júlí 1961. „Þann ferðamann lúinn ég lofa og virði, sem lífsreynsluskaflana brýtur á hlið, en lyftir samt æ^innar armæðu- byrði á axlirnar margþveyttu og klknar ei við“. mt. g. st. t KANNSKI hefur það verið heim- anfylgja úr Kjósinni að kikna ei við, en það mun stundum hafa komið sér vel. Já, Einar Þorfinnsson var úr Kjósinni og þeir, sem kynntust honum eitthvað komast ekki hjá því að finna, að hann dáði og þráði þessa fögru sveit. Annars var hann ekki marg- máll um þrár sínar. En minn- ingarnar voru honum svo hug- stæðar, að jafnvel snoppumýkt á spriklandi folaldi varð honum til viðmiðunar eftir tvo aldar- þriðjunga. Fingur í sögunarvél SKÖMMU fyrir hádegi í gær var lögregla og sjúkrabíll kvödd að húsinu númer 46 við Laugarnesveg, en þar hafði mað r’ að nafni Sigurbjörn Áma- son leint með fingur í sögunar- vél. — Maðurinn var fluttur í Slysavarðstofuna. Bíll þessi ók á stag, er lá í land frá togara, og skemmdist mjög mikiff. Stagiff gekk inn í bíl- inn aff framan. Druslan, sem vafin var um stagiff, sést undir vinstri lugtinni. En hún var ó- hrein og samlit kaðlinum og sást illa í rigningunni. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Þetta afrennda heljarmennl minnti stundum á Sigurð Trölla, og fékkst ekki um að vera mis- skilinn, sem hann. En þjáð dýr og volaðir men* misskildu ó- gjarna kvikuna sem bærðist þeim. Og seinna, þegar þessi hlé- dræga umönnun hans beindist að barnabörnunum, var auðsaa lotning hans fyrir lífinu, því sem sýnilegt er öllum svo og því lífi, sem hann sá stundum einn, hvort sem var við stekkinn í Þúfukoti eða inni í Skuggahverfi í Reykja- vík. En jafnaðarlega fylltu störfin hug hans, hann vann heill og óskiptur að tiltölulega fábreytt- run erfiðisverkum, og þar sem eljan var trúmennskunni hand- gengin, hlaut jafnvel að sjá á óvenjulegu þreki. En Einar Þorfinnssón var líka heill í hugðarmálum sínum og gleðistundum. Hann unni tveim- ur þjóðlegum íþróttum öðru frem ur. Annað var hestamennska I gamalli merkingu, ekki sýningar tækni í verðlaunakeppni, held- ur lifandi trúnaður, þar sem för- in er vinátta og spretturinn þakk læti. Hitt var kveðskapur. Hann átti margt rímna og kvað með notalegum seiði, einkum hesta- visur. , i Hann Einar er orðinn ferða- maður á ný. Og þó hann hafi nú lagzt á herðarnar sínar marg- þreyttu, þá veit ég að hann kikn- ar ei við. j Kjartan Hjálmarsson. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.