Morgunblaðið - 02.08.1961, Page 9

Morgunblaðið - 02.08.1961, Page 9
Miðvikudagur 2. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Alfreð Gíslason bæjarstjóri Keflavík: Pólitískri herferö 02 níöskrifum svarað ÉG HEFI hingað til ekki hirt um að svara hinum hóflausu og sví- virðilegu níðskrifum um mig, sem birzt hafa sl. vetur og und- anfarnar vikur undir öruggri for ustu Alþýðublaðsins, Níðskrifum sem þessum verður ekki svarað nema á- einn veg og verður það að sjálfsögðu gert og viðkomandi folöð og greinahöfundar sóttir að lögum. í gærdag gefur Tíminn Hilm- ®ri Jónssyni, núverandi bóka- verði í Keflavík, orðið, eins og svo oft áður þótt hann sé eng- inn vinur Framsóknarmanna hér syðra enda mun honum hafa ver ið úthýst af flokksblaði hans, Al- þýðublaðinu, með þessa ritsmíð sína, þótt það reifarablað hafi ihingað til verið seinþreytt á að íbirta óþverrann eftir þennan pilt. En að öðrum frágengnum virðist Tíminn ætíð reiðubúinn !til skítverkanna. Hafi nokkur verið svo fávís að Ihalda, að kærumálin gegn mér s.l. vetur og eftirfarandi níðsknf hafi verið sprottin af einskærri réttlætiskennd kærenda og þeirra sem að þeim stóðu, þa kemst hann nú fljótlega á aðra skoðun, því Keflavíkurbréf Tímans í gær dag tekur af skarið um það at- riði með öllu. Greinin ber það öll með sér, að pólitískar ástæð- ur lágu og liggja til grundvall ar hinum taumlausu ofsóknum gegn mér, enda hefi ég verið svo að segja hundeltur með skipu- lögðum árásum í hinum svoköll- uðu vinstri dagb’óðum höfuðstað arins frá því kærumáiin hófust fyrir 8 mánuðum og einnig eftir að þeim lauk nú fyrir 4 mánað- um réttum. Pólitískum andstæðingum m'n- um ætlar því að endast þetta vel. Kmámál eins og Essomálið svo- kallaða og önnur siik hafa orð- ið að víkja úr dálkum vinstri Iblaðanna fyrir því stórmáli, að dómari hafi verxð kærður fyrir að vera ekki xxægilega mikill refsivöndur á samborgara sína og ekki stutt að lögregluríki í um dæmi sínu. Alþýðuflökksmaðurinn Hilmar Jónsson lætur í Tímagrein sinni í Ijós heiftarlega reiði sína yfir því, að samborgarar mínir hafa íkjörið mig sem bæjarstjóra í Keflavík það sem eftir er kjör tímabilsins og áhyggjur hans af því, að Sjálfstæðisflokkurinn imuni af þeim ástæðum halda meiri hluta við næstu kosnmgar leyna sér ekki. Telur hann, að ég hefði átt að dæmast í fésektir eða jafnvel varðhald, en dómsmála- ráðherra hafi af pólitískum á- stæðum hlíft mér við þeim örlög um. Vitnar hann í ákveðna laga grein þessu til stuðnings. Þeir, sem þekkja Bjarna Benédikcsson dómsmálaráðherra, vita, að harm lætur pólitísk viðhorf ekki hafa áhrif á gerðir sínar sem embætt ismaður. Er þetta ekki síður við urkennt af pólitískum andstæð- ingum hans en samherjum. Að dróttanir H. J. á dómsmalaráð- herrann í þessum efnum faila því um sjálfar sig. Hins vegar vil ég nota þetta tækifæri til að lýsa því yfir, að ég sagði af mér embætti algjörlega óþvmgaður af nokkrum, dómsmálaráöherra eða öðrum, enda munu flestir skxlja, að áframhaldandi samstarf við undirmenn mína 1 lögregluixðinu væri síður en svo fýsilegt fyrir ínig eða nokkurn annan embætt ismann í minni stöðu. Veíflestir embættisbræður mínir hafa látið í ljósi við mig, að þeir myndu und ir engum kringumstæðurn vxlja Alfreð Gíslason slíka menn í sinni þjóoustu, sem lögregluþjóna þá, sem að kær- unni stóðu gegn mér. Er það oíur skiljanleg afstaða. Það er gamalkunnugt, að þeir, sem verða fyrstir til að kasta steinum að samborgurum sínum búa oftast sjálfir í glerhusum. Svo er einnig hér. Piltur þessi, Hilmar Jónsson, hafði ekki verið hér í Keflavík í eitt ár fyrr en hann var kærður Og sakamál höfð að gegn honum og hann dæmdur í ársbyrjun 1959. I desember.mán- uði 1960 kærir svo þessi dæmdi piltur mig fyrir vanrækslu á aí- greiðslu opinberra xnálá og þá að sjálfsögðu einnig vegna hans ófullnægða dóms, en ég hafði, er kæra hans kom fram, hiíft hon um við afplánun í nærri 2 ár á sektar og varðhaldsdómi hans sjálfs. Sem vott um hefaaarhug þann, sem piltur þessi virðist ótt ast, og hann talar um í grein sinni, má benda á það, að allt frá því að kæra hans og níðskrif birtust, hafði ég í hendi minni, að senda hann rakleiðis og fyrir- varalaust í tugthús til að aíplána dóm sinn. Hefðu flestir í minum sporum ekki staðizt freistinguna. Ástæðan fyrir því var i rauninni sú, að ég vissi, að pilti þessum var ekki sjálfrátt. Harm var send ing á hendur mér,vakin upp af yfirlögregluþjóninum, Sigtryggi Árnasyni, sem vissi, að staða hans í lögregluliðinu lék á þræði, sending af kyngikrafti ills inn- rætis og mannvonsku beggja. — Þess eru dæmi, að uppvaknihgar sem þessi piltur, ofmagnaðir af illum hug, hafi að lokum snúizt gegn höfundi sínum og ekki kæmi mér það á óvart, að hann yrði til þess síðar að hrinda þess um vini sínum inn um, fanga klefadyrnar, sem að flestra dómi bíða hans nú opnar í hálfa gátt. Áður en ég lét af embætti varð ég að fá þessurn dómi fullnægt eins og öðrum og sendi því hinh 28. júní tvo lögregluþjóna tií bókavarðarins með fyrirskipun um handtöku hans og að hann yrði fluttur í tugthúsið í Reykja- vík til að afplána þar varðnalds dóm sinn. Ekki fór þetta þó svo langt því bókavörðurinn greiddi dómssektina með tékka úr sjóði bókasafnsins. Þótt piltur þessi hafi látið svo sem réttlætiskennd hans hafi ver ið ofboðið með hirðuleysi minu um að dæma menn og framfylgja dómum, þóttist ég vita, að ætti hann sjálfur í hlut sem dóm- felldur mundi hann líta á máiið frá öðru sjónarmiði. Eg vissi því mætavel, að fullnustu dóms hans yrði hefnt af hans hálfu og kom mér því grein hans í Tímanum ekki á óvart. Eg vissi, að hefhd af hans hálfu mundi komn í þessari mynt enda heíur harm og félagar hans lagt mig í em- elti með níði sínu án þess að ég hafi nokkru sinni lagt illt til neins þeirra, nema síður væri. Ég tel það vel til fallið og við eigandi, að Hilmar Jónsson skuii hafa kynnt sér lagáákvæði um skyldur opinberra starfsmanna og viðurlög fyrir vanrækslu þeirra og afbrot í starfi. Sjálfur er hann opinber starfsmaður, sem rækir starf sitt þann veg, að almenna hneykslun vekur hér í Keflavik, enda er maðurinn vægast sagt ekki eins og fólk er flest, og gef ur því börnum og unglingum ær ið tilefni til ertni og stríðni, sem hann þolir illa. Fer því mikið af vinnutíma hans í áflog og eltinga leik við börnin og hafa sum þeirra fengið að kenna á fólskulegri meðferð þessa „æskulýðsleiðtoga" Alþýðuflokksins hér í Keflavík. Mikið bókasafn, sem keypt var fyrir um það bil 2 árum mun enn liggja óhreyft í kössum þeim sem það kom í. Hefur bókavörður inn allan þennan tíma vanrækt að flokka ög skrásetja safn þetta. Bókhald safnsins er í megnu ó- lagi og hafa endurskoðendur hvað eftir annað krafizt að far- ið væri eftir kröfum þeirra, en því ekki sinnt, einfaldlega af þeirri ástæðu, að hann skilur ekk ert í bókhaldi eða fjárreiðum yfirleitt. Þrír af fimm i bóka- safnsnefnd gáfust hreinlega upp við að starfa með Hilmari Jóns- syni og sögðu af sér nefndarstörf um á miðju kjörtímabili. Hír.ir tveir eru báðir búsettir utan Keflavíkur og höfðu þess vegna minna af honum að segja og urðu þeir áfram í nefndinni. Vegna fjármálaheimsku bóka- varðarins kaus nefndin gjaldkera úr sínum hópi, sem skyldi fara með fjárreiður safnsins. En al- drei fékk hann bókhaldið eða fjárreiðurnar í sínar hendur. Á þeim sat bókavörðurinn eins og ormur á gulli. Af einhverjum duldum ástæðum skeði það furðu lega á fundi nefndarinnar í vor, að meiri hluti hennar ómerkti kosningu nefndarmannsins frá fyrri fundi sem gjaldkera og sam þykkti, að fjármálin skyldu á- fram vera í höndum bókavarðar. Þetta tiltæki meiri hiut.a nefnd arinnar hefur vakið undrun manna og umtal og spyrja menn, hvað sé hér verið að fela. Illu heilli á ég höfuðsökina á því að piltur þessi var ráðinn í núver- andi stöðu sína. Er hann leitaði ásjár minnar og stuðnings varaði ég mig ekki á ílá'tskap hans enda villti hann algjörlega á sér heimildir, ef svo mætti komast að orði, því hann kemur ókunnug- um óbrjálaður fyrir sjónir við fyrstu kynni. Hefði ég spurzt fyr ir um manninn hjá fyrrx hús- bónda hans, Snorra Hjartarsyni, bæjai-bókaverði í Reykjavík, er ég viss um, að ég hefði aidrei hleypt honum hér að safninu. Hann er nú með öllu útrekinn frá bæjarbókasafninu og þorir ekki að sýna sig þar af ástæöum, sem fyrri húsbónda og samstarfs fólki hans er kunnugt um. Þótt piltur þessi taki það fram, að hann drótti ekki að mér fjár drætti, þá reynir hann þó af fre'msta megni að gera mig tor- tryggilegan einnig í þeim efnum í sambandi við kaup mín á fyrri embættisbústað mínum, Mána- götu 5. Brjálæðisrugl drengsins um þetta er í rauninni ekki svara vert, enda liggur rangsnúningur hans í augum uppi. Allir, sem til þekkja og þá ekki sízt hann sjálf ur, sem um tíma gerði sér títt um heimsóknir á heimili mitt, vita, að embættishúsnæði; mitt er það lítið, að það rúmar ekki stæi-x-i fjölskyldu en 3 í heimili. Rí’kis- sjóður hafði í raun réttri utn tvennt að velja. Annað hvort að sjá um, að viðtakandi embættis maður væri barnlaus maður eða í hæsta máta með eitt barn, eða þá, að afla honum stærra hús- naeðis. Það síðara var gert. Húsið Mánagata 5 er byggt sem tvíbýlis hús, hæð og kjallari. Breyting á því í einbýlishús hefði að áliti fag manns kostað huridruð þúsunda Hvað snertir söluverð á husi þessu til mín og kaupverð á Vatnsnesvegi 11, þá er það ekk- ert launungarmál og bera veð- málaskrár Keflavíkur það með sér, en H.J. hefur látið undir höf uð leggjast að geta þess, til þess eins að geta rangsnúið hluturium. Það skal tekið fram, að fulltrúi ríkisstjórnarinnar og eftirlitsrnað ur með fasteignum og embættis bústöðum ríkissjóðs kom til Keflavíkur og skoðaði og mat bæði húsin og fór ríkissjóður al- gjörlega að hans mati um söiu- verð til mín, en húsið keypti ég með tvöföldu því verði, sem ríkis sjóður á sínum tíma keypti það á. Stærð Mánagötu 5 er 105 ferm. en Vatnsnesvegur 11 er 123 ferm. Brunabótamat Mánagötunnar er 423 þús. kr .en Vatnsnesvegar 665 þús. kr. Verðmismunur á húsun um var 200 þús. kr. Ég tei, að ríkissjóður hafi gert nxjög góð kaup, því Vatnsnesvegur 11, sem Arent Claessen yngri átti og bjó í um 13 ára skeið, er almennt talið eitt vandaðasta hús í Kefiavík og var ekkert til þess sparað, er það var byggt, en húsin eru nær jafn gömul. Húsið er um 700 rúmm. óg kaupverðið kr. 700 þús. er því mjög gott verð þvi gang verð á rúmmetra er nú almennt kr. 1500.00. Hvernig þessi spek- ingur fær útreiknað 1 milij. kr. tap fyrir ríkissjóð á kaupum þess um, skilur enginn og þá sízt hann sjálfur. Hvað snertir fullyrðingu H.J. um fyrirskipanir mínar í sam- bandi við útsvarsálagningu í Keflavík í ár, þá er skemmzt frá því að segja, að ég var ekkert við álagninguna riðinn, þótt ég væri fullkomlega samþykkur gjörðum nefndarinnar. Alþýðu- flokksmönnum svíður að vonurn, að almenningi í Keflavík er nú ljóst, að ekki s:r svínað á honum með útsvörum. Alþýðuflokks- menn ættu að vita, að þeir kom- ast ekki óskemmdir út úr mál- um þessum, ef þeir ætla sér að beita þessum pilti fyrir síg um útsvars- og skattamál, því á þeim málum hefur hann ekkert vit frekar en öðrum fjármálum. Á- deila hans um skort á gagnrýnl á framtölum einstaklinga og fyrir tækja, sem hann fullyrðir, að svíki meira og minna undan skatti, fyrirhittir engan veginn niðurjöfnunarnefndina. Heidur er ádeilu hans í raunmni beint sem hatrammri árás a störf skatt stjórans í Keflavík og aðstoðar- manns hans við endurskoðun skattaframtala, Alþýðuflokks- mnnsins Ásgeirs Einarssonar. Ég vil ekki bera þeim á bfýn, að þeir hafi vitandi vits vanrækt endur skoðun sína eins og gremarhöf undur vill vera láta. Ég ber íullt traust til skattstjórans og þekki það af löngu samstarfi við hann, að gagnrýni á framtöium og ieið réttingar, eru framkvæmdar af sanngirni og réttsýni og hefur reynslan sýnt, að breytingar hans hafa oftast ekki þurft frelcari end urskoðunar við. Hilmar Jónsson álítur þó, að skattstjórinn og flokksbróðir hans hafi gengið svo illa frá endui-skoðun skattafram talanna, að niðurjöfnunarnefnd hafi borið skylda til, að meta verk þeirra einskis. Ég læt svo útrætt um þessa Tímagrein og höfund hennar. Ég hefi þolað það að kumpáni þessi hefur hundelt mig með níði leynt og ljóst það sem af er þessu ári án þess að virða hann svárs, en einhverntíma fyllist mælirínn. Mun rækilega verða tekið í lurg inn á pilti þessum og það vil ég gera hönum ljóst, að þótt sjóður bókasafnsins hafi hrokkið fyrir greiðslu síðustu dómsektar hans, er ekki víst, að hann lirökkvi fyr ir þeim. fjárkröfum, sem á hend ur hans verða gerðar fyrir níð- skrif hans. Keflavík, 26. júlí 1961. Alfreð Gíslason. FarfuglaferS á Snæfellsnes UM verzlunarmannahelgin* r4Ct- gera Farfuglar 2% dags ferS ur á Snæfellsnes. Verður lagt af stað kl. 2 á laugardag og þann dag ekið vestur að Arnarstapa og tjaldáð þar. Á sunnudaginn verð ur svo ekið vestur fyrir Jökul að Hellissandi, og skoðaðir mark- verðustu staðir á þeirri leið, svo sem Hellnar, Lóndrangar, Malar- rif Dritvík o.fl. Gefst þar tæki- færi á að spreyta sig á hinum þjóðkunnu steinatökum: Full- sterk, Hálfsterk, Hálfdrætting og Amlóða. Einnig er tilvalið tæki- færi að ganga á Snæfellsjökul. Á mánudag verður svo ekið inn Snæfellsnes og skoðaðir mark- verðustu staðir á þeirri leið, og komið í bæinn um kvöldið. Skrifstofa Farfugla verður op- in á hverju kvöldi út vikuna á tímanum frá 8,30—10. Sími 15937. Unglingur óskast til að bera blaðið til kaunenda. Laugaveg nedri Frá Barðstrendingafélaginu Sumarsamkoma félagsins verður í Bjarkarlundi sunnud. 6. ágúst. Ferðir frá Reykjavík með Vestfjarðaleið (B.S.Í.) á laugardag. — Góð skemmtiatriði. 2ja herbergja íbúð Vil taka á leigu 2 herbergi og eldhús (helst í sam- býlishúsi), fyrir fámenna og reglusama fjölskyldu. Góðri - umgengni heitið. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „5084“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.