Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. ágúst 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Prófessor IMiels Dungal Houston í Texas SENNILEGA eru menn hvergi í allri Norður-Ameriku eins stoltir af heimalandi sínu eins j og í Texas. Blöð og útvarp heima ættu að hætta að tala lum fylki í Bandaríkjunum. 1 ( Kanada geta þau talað um fylki j KProvinces), en ekki í Banda- ríkjunum, sem eru bandalag ; rnargra sjálfstæðra ríkja, sem l hafa póst, hervarnir og utan- j ríkismál sameiginleg, en eru að ! bðru leyti sjálfstæð. Þess vegna i er rangt að tala um fylki, enda ; dettur engum í hug að tala um | Bandafylki. Þeir vita sannarlega ! af því hér, að þeir búa í sjálf- ! stæðum ríkjum, sem hvert hefir ! sinn landstjóra og sitt þing, og ! engir vita það betur en Texas- ibúar, sem búa í stærsta ríki í Bandaríkjanna og finnst ekkert ' jafnast á við það. fc* Sú saga er sögð hér, að Tex- : asbúi hafi endur fyrir löngu komið til himnaríkis og hafi elskulegur engill verið fenginn itil að sýna honum dýrðir sæl- unnar þar. Margt gaf þar fall- egt að líta, en undarlegt þótti : ihonum er þeir komu í stóran skóg þar sem maður var hlekkj- aður við hvert tré. Hann spurði engilinn hverju þetta sætti, en engillinn svaraði: „Við urðum . að grípa til þessa ráðs, við gát- um ekki annað við þetta fólk gert. Þetta eru allt Texasbúar og þeir væru allir stroknir heim til sín ef við hefðum ekki gripið til þessara ráðstafana“. I * Ég kom fljúgandi til Houston r(frb. Hjúston) í gær,* með Gon- vair 880, sem er hraðfleygasta farþegaflugvél heimsins. Hún fer með 985 km hraða á klst. og við flugum í 35000 feta hæð. í slíkri hæð *líta húsin út eins og frímerki á jörðinni, breiðir vegir verða að línum og himin- inn fer að verða dimmblár. Flug vélin er fallega hvít að innan, tandurhrein og fín, sætin rúm- góð og þægileg og hávaðinn lít- ill, miklu minni en í Boeing 707, þar sem hávaðinn er svo mikill að erfitt er að tala sam- an fyrir farþegana. Frá St. Louis eru um 1500 km hingað Og það flugum við á hálfum öðr um klukkutíma. í 1 Þó að vel hlýtt hefði verið l St. Louis, þá brá mér er við etigum út úr flugvélinni hér, ft>ví að hitinn var um 30 stig. Gott var að koma inn í M. D. 'Anderson spítalann, þar sem ég bý, því að hér er allt loftkælt, hitanum haldið um 22 stig C. dag og nótt. M. D. Anderson spítalinn er ' talinn einn ai þrem fegurstu spítulum heimsins og að sama skapi fullkominn að öllu leyti. Sérstaklega er hann þekktur fyr ir rannsóknir á krabbameini, því . ftð hér vinna ýmsir færustu sérfræðingar Ameríku á því sviði. Hingað koma sjúklingar frá öllum Bandaríkjunum, en flestir eru þó frá Texas og Mexico. Ég er boðinn hingað að flytja tvö erindi og bý í ágætu gesta- herbergi, sem spítalinn hefir á S. hæð handa gestum sínum. M. D. Anderson var ríkur bómullarframleiðandi hér, sem gaf 22 milljónir dollara til að byggja sjúkrahús. Hér standa tnörg sjúkrahús saman og er *)Byrjað var á þessari grein f Houston, en lokið við hana í Reykjavík. þetta talið fremst þeirra og feg- urst, én hin eru öll hvert öðru stærra og fullkomnara, m. a. er hér einhver fullkomnasti hjarta- spítali heimsins. Alls munu þessi sjúkrahús hafa kostað um 100 millj. dollara, en ríki og bær hafa aðeins lagt fram 10 milj. af þeirri upphæð. Hitt hef- ir allt verið gefið af ríkum ein- staklingum í Houston. Milljónamæringarnir í Houston Engin borg í Bandaríkjunum hefir vaxið eins mikið og Houst on. Hér voru 44.000 manns um aldamót ,en nú er mannfjöld- inn kominn yfir eina milljón. Talið er að höfnin sem byggð var hér í byrjun aldarinnar, 75 km. frá sjó, hafi átt meginþátt- inn í uppgangi borgarinnar, á- samt olíunni sem fundizt hefir víðs vegar hér í nánd og skap- að hefir meiri auð en nokkuð annað. En hrísgrjónarækt er líka mikil hér allt í kring og mikið um bómullarekrur, auk þess mikil nautgriparækt, svo að margar stoðir renna und- ir þá auðsöfnun sem hér hefir orðið. ar (í dollurum), eða sem svar- ar því, að af hverjum 850 manns sé einn milljónamæringur. Ef böm og konur er frátalið, er ekki ósennilegt að einn milljóna mæringur komi á hverja 300 fullorðna karlmenn. Af 8000 milljónamæringum Bandaríkj- anna má því segja að sjöundi hver sé hér. Þess sjást líka merki, því að óvíða sést eins mikið af stórum, dýrum og fallegum húsum og hér, og má þó víða sjá mikil hús í Bandaríkjunum. í miðbænum rísa skýjaklúf- arnir hver af öðrum og hver öðrum stórkostlegri, en utan til í borginni gefur að líta feg- urri hús en víðast hvar annars staðar í Bandaríkjunum. Flestir hafa grætt peninga sína á olíu. Einhver ríkasti mað urinn í borginni er John Mec- um, sem keypti olíuréttindi um tvítugsaldur á landi, sem talið var lítilsvirði og setti aleigu sína, 8000 dollara, í það. Hann komst niður í einhvem mesta olíubrunn sem fundizt hefir, með því að fara nógu djúpt, og á nú 600 millj. dollara. Hugh Roy Cullen var í olíu- leit frá tvítugsaldri, varð ríkur og fátækur á víxl og tókst að verða gjaldþrota 12 sinnum áð- ur en hann varð fertugur. En 45 ára gömlum tókst hon- um að bora niður í stóran brunn, sem gerði hann ríkan, og nú á hann 300 milljón dollara. Jim West var skrítinn karl, sem tókst að græða 100 milljón dali á fasteignasölu, bæði hús- um og jörðum. Hann byggði sér stórt og dýrt hús, en aðal- skemmtun hans var sú að gefa mönnum silfurdollara hvar sem hann fór. Hann útbjó hús sitt með ýmsum öryggisráðstöfun- um, og lét sér ekki nægja að Hér eru 1250 milljónamæring- setja stálhurðir fyrir allar dyr, heldur lét hann grafa mörg leynigöng út frá húsinu í ýmsar áttir, sem enginn vissi um nema hann sjálfur. Þegar hann dó rúmlega áttræður lét ekkja hans skiptaráðendurna fá lyklana að jarðgöngunum, því að henni lék grunur á að þar myndu ein- hverjir silfurdollarar faldir. Ekki var laust við að eitthvað fyndist af slíku, því að það bíla, sem óku fullhlaðnir silfur- dollurum í bankann, þar sem mannssöfnuð þurfti til að telja þá. Reyndust það vera 283.000 dollarar alls í silfri, sem gamli maðurinn hafði haft af að taka til að fleygja út til barna og fullorðinna þar sem hann fór um. í River Oaks, sem er 1000 ekru svæði utan við borgina, búa 300 milljónamæringar og getur þar að líta mörg fögur hús og marga fallega garða. Fá af þessum húsum hafa kostað undir 100.000 dollara, en mörg svo hundruðum þúsunda skiftir. Einn þessara manna, sem lét reisa sér mjög fallegt hús og dýrt, vildi ekki bíða lengi eftir að lagað yrði í kring um hús hans og gerður þar garður, held ur samdi hann við þrjú stór garðyrkjufélög að undirbúa allt undir garðvinnuna. Tók það þrjá mánuði, en siðan komu þau með stórar ýtur, jöfnuðu allt landið á einum degi og næsta dag mátti sjá endalausar raðir af stórum vörubílum og sand af fólki sem gróðursetti tré og plöntur allan daginn, og þá var garðurinn tilbúinn og í fínu standi. Þetta kostaði eina 35.000 dollara, smámuni fyrir eigandr ann, sem gat sparað sér að nokkur þyrfti að koma á skít- ugum skóm inn í húsið, eins og annars hefði mátt búast við í margar vikur eða mánuði. Glenn McCarthy hafði eignzt 7 milljón dollara á olíu, þegar hann var 27 ára gamall, en varð seinna gjaldþrota, síðan ríkur aftur, komst upp í 100 milljón dollara og byggði þá Shamrock hótelið, sem er eitt fínasta hótel ið hér. Ekkert var til sparað, m. a. lét hann flytja eitt geysi- stórt mahónítré frá Honduras til þess að klæða með því forstof- Houston, miðbærinn. þurfti að ná í sex stóra vöru- una niðri, en hún er áreiðan- lega ekki undir 500 fermetrum að stærð. Hann vildi hafa tréð eitt til þess að viðurinn yrði allur eins. Tréð var svo stórt, þar sem það var flutt í einu lagi og aðeins höggnar af því greinamar, að það kostaði 50.000 dollara að flytja það á stað- inn, og var þá eftir að saga það og hefla, svo að forstofan hefir orðið dýr. En falleg er hún, svo að hún á naumast sinn líka. En síðan hefir auðurinn illa viljað tollað við eigandann, svo að hann varð að selja Conrad Hilton hótelið, sem heitir nú Shamrock-Hilton, og er nú Mc Carthy ekki lengur talinn nema sæmilega efnaður maður, því að hann á ekki nema um 5 millj. dollara til. Hér er Country Club, sem öllum er frjálst að gerast með- limir í. Það þykir ekkert til- tökumál að inntökugjaldið er 10.500 dollarar. Ekki má gleyma George Strake, sem keypti sér land til að bora eftir olíu, en fann ekki neitt og var búinn að eyða öll- um sínum peningum. En þegar hann ætlaði að taka saman dót sitt og fara, flykktust bændum- ir að honum með spenntar byss- ur og hótuðu að drepa hann ef hann héldi ekki áfram að bora. Hann varð að halda á- fram að bora dýpra — upp á krít — og þegar hann hafði borað lengra en nokkur hafði borað áður, kom hann niður á einn geysimikinn olíubrunn, sem gerði hann stórríkan. Hann hefir eignazt hundruð milljónir dollara, .en gefið mikið af því til skátahreyfingarinnar, sem á honum mikið að þakka. Einn milljónamæringanna, sem lét mikið gott af sér leiða, var William Rice, sem stofnaði Rice University hér í Houston. Þetta er talinn einhver bezti háskóli Bandaríkjanna. Hann á um 100 millj. dollara eignir, svo að hann getur staðið undir sjálfum sér. Um 1500 stúdentar eru í háskólanum og eiga stúdentar allra landa aðgang að stunda nám hér, án þess að þurfa að greiða nokkurt kennslugjald. — Ekkert er heimtað af þeim ann- að en að þeir sé vel gefnir og vel að sér, og verða þeir að ganga undir ströng próf áður en þeir eru teknir inn. Háskólinn er á fögrum stað í borginni, vel úr garði gerður að öllu leyti, með afbragðskennurum, og stúd- entar búa í sérstökum húsum, sem fyrir þá eru byggð, sum fyrir pilta, en önnur fyrir stúlk- ur. Stúdentamir borga um 50 dollara á mánuði fyrir fæði og húsnæði, en þeir sem hafa ekki efni á að borga fyrir sig, fá atvinnu, svo að þeir geti unnið fyrir sér. Ekki má gleyma nautgripa- ræktinni í Texas. Þar eru stærstu jarðir Bandaríkjanna, og þeir segja þar suðurfrá að ef hliðið sé skemmra en 30 km frá húsinu geti menn ekki tal- izt til stórbænda. Og svo mikið er þar af nautum, að ef öll naut í Texas væru orðin að einu nauti, þá gæti það staðið með framfæturna í Mexicoflóa og afturfætuma í Labrador. Og með halanum gæti það sópað móðuna af norðurljósunum. Sam Houston og Jesse Jones koma manna mest við sögu Houston-borgar. Sam Houston er af mörgum talinn einhver merkasti Ameríkumaður sem uppi hefir verið. Honum er það þakkað meir en nokkrum öðr- um manni að Texas losnaði frá Mexico og varð sjálfstætt riki, og síðan eitt af Bandaríkjunum. Sam Houston fæddist 1793 I Virginia-ríki, en missti föður sinn 13 ára gamall. Þegar hann var 15 ára komu bræður hans honum fyrir á skrifstofu í verzl- un, en honum féll þar svo illa, að hann strauk yfir til Cherokee Indíánanna í Tennessee og var hjá þeim í næstum þrjú ár, lærði mál þeirra, kynntist bar- dagaaðferðum þeirra og samdi sig í öllu að lífsháttum þeirra. Seinna gerðist hann kennari og varð lögfræðingur. Hann kvænt- ist 36 ára gamall ,en eftir þrjá mánuði yfirgaf konan hann og þá fór hann aftur til Cherokee Indíánanna og var formlega tek inn inn í þjóðflokk þeirra. — Hann varð forsvarsmaður þeirra á ýmsa lund og 1832 sendi Jack- son forseti hann til að semja við Indíánana í Texas. Þar kunni Sam Houston svo vel við sig að hann settist að í Texas og varð upp frá því foringi í sjálf- stæðisbaráttu þeirra um að losna frá Mexico, og þegar Mexi- kanskur her réðst in í landið 1836 fór Sam Houston á móti honum með tæplega helming þess liðsfjölda sem mexikanski hershöfðinginn hafði, en samt tókst Sam Houston með ktk- bærri forustu að gersigra mexi- kanska herinn og er sagt að Framh. á bls. ÍK. Þar sem einn af hverjum 800 er milljónamæringur I dollurum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.