Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBL4Ð1Ð Miðvik'udagur 2. ágúst 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: | I Júlía hafði þegar tekið eftir því. Sandra horfði á hana bros- andi. — Mér datt ekki annað í hug en þú yrðir ofsakát þegar þú kæmir heim og fyndir bréfið til þín. — I>að er ég líka. Að minnsta kosti að hafa loksins frétt, að ekk ert gengur að honum. En hins vegar eru það nokkur vonbrigði að fá ekki nema örfáar línur. — Þú mátt nú ekki vera of heimtufrek, sagði Sandra. Júlía lá í rúminu, þegar þær höfðu slökkt, og lifði upp aftur þetta kvöld. Henni fannst heil eilífð síðan þau Lionel voru á gangi í skemmtigarðinum. Svo margt hafði borið við síðan. Og samt var það ekkí annað en það, að þau höfðu borðað saman, hitt síðan Betty og George Dainton, og svo hafði hann fylgt henni heim. En svo höfðu það verið aiiir kossarnir hjá Lionel og þeim kossum hafðj hún meira að segja svarað. Hún heyrði nú aftur spurninguna, sem hann hafði lagt fyrir hana. Ef hún yrði frjáls, myndi hún þá vilja gift ast honum? Já, myndi hún það? En sá dagur kæmi nú ekki, því að nú hafði hún frétt frá Robin. Nún mundi allt komast í samt lag aftur. Eða hvað? Hún sá fyrir aug- um sínum í myrkrinu bréfið frá honum; Það var ekki lengra en svo, að hún kunni það orði til orðs. Það var engin furða þótt mamma hennar væri tortrygg in. Það var hún auk heldur sjálf: Nei, kannske ekki tortryggin, heldur kvíðafull, því það var nú sama, hvað Sandra sagði, Robin hefði getað verið ýtarlegri, og innilegri í bréfinu. Þá hefði henni verið rórra. Hún bylti sér við, dró rúmföt- in þétt að sér og reyndi að sofa og óskaði þess heitast, að heilinn í sér væri ekki eins starfsamur og raun var á. Og aftur og aft ur og aftur lagði hún sömu spurn inguna fyrir sjálfa sig: Hvers vegna hafði Robin ekki skrifað — Ef pabbi segir nei, spurðu þá hvort ég megi giftast Svenna! henni nema þetta örstutta bréf, þegar hún hafði ekkert frá hon- um heyrt allan þenna langa tíma? Hefði hann bara sagt henni, að hann elskaði hana ennþá, hefði hún ekki verið svona hræðilega óróleg. XXVII. Við morgunverðarborðið morg uninn eftir, leit frú Fairburn kring um sig og á börn sín. — Hvað ætlið þið að 'gera um helgina? John sagðist ætla út um kvöld ið og yrði reyndar úti allan dag inn, ef veðrið yrði sæmilegt. Hann ætlaði að hjóla út í sveit með kunningja sínum. — Það væri ágætt, ef þú gæt ir gefið mér fáeinar brauðsneið ar í nesti, mamma, sagði hann. — Eg skal reyna, þó ég viti nú reyndar ekki, hvort ég hef nokkuð ofan á þær. — Það er alveg sama hvað það er. Sandra sagðist ekki vita enn, hvað hún gerði af sér. Hún ætl aði til borgarinnar í morgunmál ið og mundi líklega verða þar allan daginn. Hún var eitthvað svo glöð í bragði, og gaf í skyn að hún vildi ekki láta spyrja sig frekar. — Og þú, Júlía? Þú ætlar þó ekkj að fara að segja mér. að þú verðir líka að heiman? — Jú, það er ég einmitt hrædd um, að ég verði, mamma. Ég er meira að segja búin að ráðstafa mér yfir helgina. Móðir hennar leit á hana, hissa. Jæja, það benti þó að minnsta kosti til bess, að hún væri eitt hvað að liína við aftur. — Og hvert ætlarðu? spurði hún forvitin. — Til kunningjafólks hans Lionels. Það eru ung hjón, sem heita Dainnton og eiga kofa rétt hjá Burnham. — Það var rétt hjá þér, sagði Sandra. — Þér veitir ekki af að hrista þig eitthvað svolítið upp, eftir allar þessar áhyggjur, sem þú hefur haft undanfárnar vikur. — Hvernig leið honum Robin annars? spurði John, sem vissi enn ekki, hvað stóð í bréfinu, sem Júlía fékk. — Hann er ekki búinn að yfir gefa þig og tekinn saman við eina svarta? Júlía svaraði þessu með hlátri, sem hún vonaði sjálf að væri glaðlegur. — Nei, ekki er það nú ennþá. Síminn hringdi og Júlía hratt frá sér stólnum til þess að fara og svara. — Þetta er víst til mín. Lionel sagðist mundu hrlngja til mín. Hún lokaði dyrunum á eftir sér. Frú Fairburn leit á Söndru. — Mér lízt nú bara prýðilega á Lionel, sagði hún með áherzlu, sem hefði getað þýtt bæði eitt og annað. — Heldur mundi ég nú kjósa Robin, sagði Sandra. — Sama hér, sagði John. — Það finnst mér alls ekki,| sagði móðir þeirra. — Sannast að segja og svona alveg okkar á milli sagt, hefur mér verið að detta í hug, hvort Robin væri eki alveg að yfirgefa hana. Jafn vel nú t ég hreint ekki viss um, að svo sé ekki. John leit á klukkuna og sagðist þurfa að fara að komast af stað. Hanr. sagði, að mamma ætti ekki að vera svona illviljuð í garð Robins, sem að sínu áliti væri prýðisgóður náungi. Það væri' ekki drengilega gert af henni að ganga svona í lið með óvinin- inum. Auk þess kynni hann ekki við að vera að rökræða hagi Júlíu á bak. — Strákar hata kjaftasögur, sagði Sandra, þegar hurðin hall- aðist aftur á eftir honum. — Þetta var engin kjaftasaga. Ég var bara að segja meiningu mína. — Ég vildi nú heldur ráðleggja þér að segja ekki neitt þessu líkt við Júlíu. Frú Fairburn dró í land. — Ég segi nú líklega það, sem mér sýnist. Júlía ætti sjálfrar sín vegna að komast að því, hvers- vegna Robin fer svona með hana. Mér líkar það alls ekki, Sandra. Mér finnst það allt dálítið grun- samlegt. Hún þagnaði um leið og Júlía kom inn aftur. — Lionel ætlar að koma og taka mig eftir hádegið. Ég hef fengið heimilisfangið og skrifað það á minnsblaðið. — Það kemur nú varla til þess, að ég þurfi á því að halda, ef þú verður komin aftur á mánu- daginn. Ferðu beint í skrifstof- una núna? — Ég býst við því. Og það er að minnsta kosti betra. að þú vitir, hvar þú getur náð í mig. Alltaf gæti nú komið skeyti frá Robin, eða .... — Eða hvað? — Ekkert. — Þegar Júlía gekk upp í herbergið sitt, til þess að búa um • rúmið og taka saman dót sitt, hugsaði hún með sér, að, það væri kjánalegt að geta ekki losað sig við þessa hugmynd, að þrátt fyrir bréfið frá Robin og margt annað, sem benti í gagnstæða átt, þá hefði hún áreið anlega séð hann í gærmorgun. Þessvegna vildi hún, að móðir hennar hefði heimilisfangið. Ef hann skyldi nú koma þangað heim. En það var nú víst lítil von um það. Lionel kom stundvíslega að sækja hana. Frú Fairburn tók honum opnum örmum. — Eg er fegin, að Júlía skuli komast eitt hvað burt yfir helgina. — Já, mér fannst hún geta haft gott af því. Hann sneri sér að Júlíu. — Jæja, líður þér bet ur í dag? — Já miklu betur. Ég er alveg önnur manneskja. — Þarna sér maður, hvaða kraftaverk bréf frá eiginmann- inum getur gert. — Veslings Júlía: tautaði frú Fairburn. Og þegar Júlía fór upp á loft til að ná í töskuna sína, bætti hún við: — Reynið þér nú að láta hana skemmta sér al- mennilega, Lionel. Reynið að fá hana til að gleyma Robin. Okkar á milli sagt, þá er hún ekki allt of kát, enda þótt hún — Jæja, „tekur-þá-lifandi“ Markús! . . . Hvað ætlar þú að gera við hann? — Mig langar til að græða væng inn á honum, ef ykkur er sama og taka hann með mér heim. Sann- ast að segja held ég að ég geri hann að hetjunni í gæsasögunni, sem ég skrifa íyrir «>áttúrufræði- ritið! \ sé búin að fá bréf frá honum. Júlía settist við hliðina á Lio. nel í bíinum, hallaði sér aftur og andvarpaði eins og henni létti stórum. — Þó að mér aldrei nema þyki vænt um mömmu, þá get ég ekki lýst því, hvað ég er fegin að þurfa ekki að vera heima yfir þessa helgi. — Það er ég líka. En hvers vegna ertu því svo sérstaklega fegin? Ég veit ekki. Það, er líklega þetta eilífa fjas í henni og hún hefur alveg sérstakt lag á að fara í taugarnar á mér. Ég er alveg viss um, að enda þótt ég hafi frétt af Robin, þá heldur hún samt, að einhverjir maðk. ar séu í mysunni. Stundum dett ur mér í hug, hvort hún muni ekki helzt óska þess, að ég sæi hann aldrei aftur. — Gat hún ekki þolað hann meðan hann var hér heima? —- Nei, ekki meir en svo. Fannst hann of efnalítill. Æ. Lionel, við skulum ekki vera að tala um þetta. Ég er búin að frétta af Robin, og það er aðal. atriðið. Nú ætla ég engar áhyggj ur að hafa framar. — Það var rétt og: Og nú skul um við sannarlega skemmta okk ur almennilega yfir helgina. Ann ars Daintonhjónin afskaplega hrifin af því, að bú skulir geta komið. Ég hringdi til þeirra 1 morgun og sagði Betty, að þú værir miklu kátari aftur. ajlltvarpiö Miðvikudagur X. ígíist 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Tónleikar: ,,Við vinnuna'*. 15:00 Miðdegisútvarp (Frittir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir) 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Háskólakennarinn Konráð .Gísla* son, — síðari hluti dagskrár, sem Aðalgeir Kristjánsson cand. mag. hefur tekið saman. Flytjendur auk hans: Sveinn Skorri Hösk- uldsson og séra Kristján Róberts son. 21:00 Tónleikar: Atriði úr óp. „Ragna- rök“, eftir Richard Wagner. — Kirsten Flagstad syngur og hljómsveitin Philharmonia leik. Stjórnandi: Wilhelm Furtwángl er. 21:20 Erindi: Slysavarnarmál; fyrri hluti (Garðar Viborg erindreki). 21:40 Tónleikar: Sónata 1 F-dúr íyjir fiðlu og píanó eftir Mendelssohn. Yehudi Menuhin og Gerald Moore leika. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Osýnilegi maður- inn“ eftir H. G. Wells; X. (Indriði G. Þorsteinsson rithöf.). 22:30 „Stefnumót 1 Stokkhólml". Nor rænir skemmtikraftar flytja göm ul og riý lög. 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþátt- ur (Kristín Anna í»órarinsdóttir) 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir) 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi :Varnir og viðnám (Séra Gísli Brynjólfsson á Kirkjubæj arklaustri). 20:25 Tónleikar: Strengjakvartett í Ð- dúr K575 eftir Mozart. — Jane, cek-kvartettinn leikur. 20:50 Erlend rödd: Brezki gagnrýnand inn Kenneth Tynan ræðir við skáldið Jean Paul Sartre (Guðm. Steinsson rithöfundur). 21:10 Tónleikar: Lög úr óperettunum „Káta ekkjan" og „Brosandi land“ eftir Lehár. t>ýzkir söngv arar flytja með kór og hljóm* sveit undir stjórn Franz Mars- zaleks og Edmund Nicks. 21:40 „Brúðkaup", kafli úr bókinni „Nepal opnar hliðin" eftir Tibor Sekelj. (Stefán Sigurösson kenn ari þýðir og flytur). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður- inn" eftir H. G. Wells; XL (Indriði G. t»orsteinsson rithöf.). 22:30 Sinfóníutónleikar: Sögusinfónían eftir Jón Leiifs. — Leikhúshljómsveitin í Helsinki leikur, Jussi Jalas stjórnar, 23:45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.