Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 23
Miðvik'udagur 2. ágðst 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 23 ♦—----------------------♦ Meira um íþróttir Sjá bls. 16 4------------------------♦ — Ellefu dagar Framh. af bls. 3 er á austurströnd Grænlands, rúma 600 kílömetra fyrir vest an Látrabjarg. Sú ferð gekk ágættega. Þar voru farþegar og olía sett á land, en síðan var 'haldið tíl Beykjavíkur. í»angað var komið 7. júlí, far þegar teknir um borð og jafn Iharðan haldið með þá norður í Sooresbysund (rúmlega 400 km. fyrir norðan Hornbjarg). — Hvaða farþegar voru með ykkur? spyrjum við skipstjór ann. — Aðallega byggingamenn, veðurstofustarfsmenn og vís- indamenn. — Það hefur heyrzt, að þetta faafi verið óvenjuleg ferð. — Ork nej, svaraði Feter- sen, en það þýðir „sussu nei“ skv. Orðabók Freysteins Gunn arssonar. — Það var ekkert óvenjulegt við þessa sighngu, og þó, við vorum skrambans ári lengi að komast inn úr ísn um. Það tók okkur hvorki imeira né minna en 11 daga, og við sigldum allan tímann, en á bakaleiðinni vorum við eitt dægur að sigla sömu leið. Við fengum ágætt veður allan itímann, og eiginlega var það góða veðrið, sem gerði bölv- unina, þótt sjómaður megi kannske ekkj taka þannig til orða. Á leiðinni til Scoresby- sunds var logn, svo að ísinn dreifðist ekkert, heldur lá í þéttum hrönnum. ísbeltið var um 100 mílna breitt. — Var engin hætta á ferð um? — Nei, nex, alls ekki. — En það er þó óvenjulegt að vera 11 daga í gegnúm ís- beltið? —• Ojú, maður á oftast von á tveggja til þriggja daga sigl ingu, sjaldan meira, en útgerð in á þó alltaf von á töfum vegna íssins. — Fenguð þið ekki aðstoð flugvéla? — Jú, eins og venjulega. Fimm sinnum fór flugvél í loftið til þess að leiðbeina okk ur. ísbreiðan var óvenju þétt í þetta skipti, en á bakaleið- inni hafði bíessaður vestan- vindurinn rekið hana í sund- ur. — Skipið er sérstaklega smíðað til íshafssiglinga? — Já, þetta er eitt af nokkr um Dan-skipum hjá Lauritz- ens Bederi, sem sigla fyrir Gr ænlandsverzlunina. Fj ögur þeirra sigla hálft árið í Suður skautshöfum, en hálft árið við Grænland. 46 þrep og maginn dreginn Inn. _ Skipstjórinn er með koniu sina í sigMngunni eins og ýmsir aðrir meðal yfirmanna. Frúin sem er jafn alúðleg og viðræðugóð og eiginmaðurinn, segist vera með til þess að Igæta karlsins síns. — Er það erfitt hlutverk? spyrjum við en hún segir það eindregið ekki vera. Fetersen skipstjóri Ibendir okkur á tunnuna uppi í framsiglunni-Þetta er eng in venjuleg masturstunna, seg ir hiann. Þarna uppi er full- Ikominn stjórnpallur, og þang að kemur konan mín með kaffið, þegar ég hangi þar uppi. — Var ekki lítið sofið þessa 11 daga? : — Fremur lítið. — Komast nema tveir fyrir uppi í tunnubrúnni? — Fjórir til firnm, etf allir draga kviðinn inn að hrygg. - — Var ekki erfitt að klifra með kaffið upp? spyrjum við frúna. — 46 eru þrepin, en stiginn snýst inni í siglunni, svo að öldurnar slá ekki bakkann úr höndunum á manni. — Þið hafið fána Sameinuðu þjóðina við hún, sé ég er. — Já, erum við ekki í Sam- einuðu þjóðunum? — Er það algengt, að skip flíki þeim fána? — Held ekki, annars er sjálf sagt, að flagga þeirri stað- reynd, að Danir eru meðal Sameinuðu þjóðanna. Skipstjórinn hefur áður siglt með Kista Dan og Magga Dan. Nú fer hann í land og fylgist með smíði nýs íshafs- skips, NeMa Dan, sem haim á að taka við. Við kvöddum nú skipstjóra og konu hans og aðra skip- verja, um leið og okkur varð hugsað til þess, að sjómenn í xshöfum bera sömu tilfinning ar til lognsins og sjómenn fyrr um, sem áttu ferð sína að öllu undir velviljuðum blæstri veð urguðanna í seglin. — Kenyatta Framhald af bls. 1. hann hefur verið fangi — enda hafa báðir aðalflokkar inn- fæddra stöðugt barizt fyrir því, að hann yrði leystur úr haldi. —. Hvert hlutverk hans verður nú í stjórnmálum landsins, er engan veginn ljóst — en sumir hinna þeldökku stjómmálaleið- toga telja hann sjálfkjörinn for- sætisráðhei-ra í stjórn landsins. — Kenyatta hefur verið fáorð- ur um þessi efni. í apríl sl. svaraði hann spurningu um það, hvort hann fýsti að verða for- sætisráðherra Kenya, svo: „Ég legg allt á vald þjóðar minnar“. Á Mannfræðingur að menntun Ekki er kxmnugt, hve gam- all Kenyatta er — en sjálfur segist hann vera „um 63 ára“. — Hann er mannfræðingur að menntun, dvaldist 15 ár við nám í Englandi. Einnig átti hann fjögurra mánaða náms- dvöl í Moskvu árið 1933. — Hann skildi enska konu sína og son eftir í Englandi, er hann hélt heim til Kenya 1946 og hóf þátttöku í stjórnmálum lands síns. Hann var fyrst handtek- inn í sambandi við hermdar- verk Mau Mau-manna árið 1952 — en var dæmdur sem aðalfor- ingi samtakanna 1953. Nýjur ofvopn- unartillögur Russa ? WASHINGTON, 1. ág. — Sovét- ríkin hafa komið fram með nýjar tillögur varðandf afvopnunarmál in, og eru þær nú til umræðu hjá vesturveldunum. Þetta full- yrtu áreiðanlegar heimildir í Washington í dag — en ekkert var upplýst um efni þessara til- lagna. Þessar tiMögur voru afhentar McCloy, ráðunaut Kennedys Bandaríkjaforseta um afvopnun- armál, er hann ræddi við Krús- jeff á dögunum. Eru þær að lík- indum ástæðan til skyndifarar 'hans heim til Bandaríkjanna nú, en hann hefir í gær og dag rætt við þá Rusk utanríkisráðherra og Kennedy forseta. <U 4LFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson * Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf — Fasteignasala Austurstræti 12 III. h. Sími 15497 — A.-Þjóðverjar Fih. af bls. 1 inuir 14—25 ára ferðaðist ekki til yesturhlutans, þar sem það væri næmast fyrir smitun af lömunar- vei'ki. (Það er einmitt fólk á þessu aldursskeiði, sem mest ber á í flóttamannahópunum.) Kvað talsmaðurinn það hins vegar fara eftir því, hvernig „faraldurinn“ hagaði sér, að hve miklu leyti slíkar öryggisráðstafanir yrðu látnar koma til framkvæmda. — Ernst Lemmer. sá ráðherra Bonn stjórnarinnar, sem fer með rnál er varða allt Þýzkaland sagði í dag, að a.-þýzka stjórnin væri hér ein ungis að leita að „átyllu til þess að hindra samgöngur“ milli lands hlutanna og „stemma flótta- mannaána að ósi“. á" Ósamhljóða upplýsingar í tilkynningu a.-þýzku stjórnar innar er byggt á ummælum tals manns Alþjóða-'heilbrigðismála- stofnunarinnar í Genf, er hann hélt því fram í dag, að vart hefði orðið við þrisvar sinnum fleiri lömunarveikitilfelli í V.-Þýzka- landi í maí og júní í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Bæri mest á veikinni í Dússeldorf og nágrenni. Áður höfðu v.-þýzkar heimildir eagt frá 772 lömunar- veikitilfellum á tímabilinu 1. maí til 9. júlí (V.-Berlín ekki tal in með) — en samsvarandi tala í fyrra var 272, á sama tíma. — Talsmaður v.-þýzka heilbrigðis- málaráðuneytisins neitaði því hins vegar í dag, að fundizt hefðu þrisvar sinnum fleiri lömunar- veikitilfeMi í landinu en í fyrra — og fullyrti auk þess, að veikin væri nú mjög í rénun. — ★ — Borgarstjóri A.-Berlínar gerði í dag að tillögu sinni, að fulltrú- ar borgarhlutanna ræddust við um „vandamálin“ í sambandi við þá, sem eiga heima í öðrum borg arhlutanum, en stunda vinnu í hinum. A.-þýzka blaðið „Berliner Zeitung“ réðst í dag á þessa verkamenn (a.-þýzka) — kvað þá hegða sér „af siðleysi, því að þeir kjósa aí þiggja molana af borðum einokunarherra sinna — *>g svíkja þannig verkamanna- og bændaþjóðfélag sitt“. ★ 4 milljónir flóttamanna. V.-þýzki ráðherrann Lemiöer tjáði fréttamönnum, auk fyrr- greinds, að hinir vestrænu banda menn hefðu nú til athugunar að vísa flóttamannavandamálinu til Sameinuðu þjóðanna — sem „mannúðarmáM“. Yrði þessi möguleiki sennilega ræddur á fundi utanríkisráðherra vestur- veldanna í París síðar í vikunni. Ráðherrann upplýsti einn- ig, að nær því 4 milljónir Austur-Þjóðverja hefðu flú- ið til V-Þýzkalands síðan 1945. Kvað hann óhætt að fullyrða, að íbúar A-Þýzka- Iands væru nú ekki öllu fleiri en 16 milljónir. Vk" Burt úr „sælunni". Þrátt fyrir ýmsar strangar var úðarráðstafanir a.-þýzkra stjórn valda, halda menn áfram að flýja til V.-Berlínar. Gg ummæli xings Austur-Þjóðverja, sem komst vestur fyrir landamærin í dag, gefa til kynna, að landar hans muni áfram neyta allra ráða til þess að komast burt úr „sæl- urmi“ Hann sagði, að yfirvöldin í Leipzig hefðu bannað sér að yfirgefa borgina — en hann tók það til bragðs að skríða undir jambrautarlest, sem var að fara til Bebra í V.-Þýzkalandi. Kom hann sér fyrir undir einum vagn- inum — og hékk þar alla leiðina, við illan leik. Var hann að þrot- um kominn, er iestin náði á á- fcmgastað, en pilturinn sagði, að það gerði ekkert til — nú hefði hann fengið frelsið. — ★ — Flugsamgöngur til V.-Berlínar voru með venjulegum hætti í dag, þrátt fyrir nýjar reglur, sem a.-þýzka stjómin hafði lýst yfir, að gilda mundu frá 1. ágúst — sem sé, að allar flugvélar, sem færu til Berlínar og frá, þyrftu að tilkynna a.-þýzkum yfirvöld- um sérstaklega um ferðir sínar. Hjartans þakklæti færi ég börnum mínum, tengda- börnum, vinnufélögum og öðrum vinum, er glöddu mig með heimsókn, gjöfum og skeytum á sjötugs afmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Eyjólfur Brynjólfsson, Smyrilsvegi 28. Innilegar þakkir til barna og tengdadætra minna ættingja og vina sem sýndu mér hlýhug og vináttu á sjötíu og fimm ára afmæli mínu 23. júlí. Guð blessi ykkur ölL Elínborg Jónsdóttir frá Sauðárkróki. Hjartans þakklæti til ykkar allra fjær og nær er auð- sýndu mér vinarhug á 80 ára afmæM mínu 21. júM, með heimsóknum, blómum, skeytum, hlýjum handtökum, og þeim mörgu er færðu mér rausnarlegar gjafir og starfs- fólki Bæjarútgerðar Reykjavíkur og sérstaklega þakka ég fósturdætrum mínum og mönnum þeirra. Guð blessi ykkur í nútíð og framtíð. Guðmundur Jón Guðmundsson frá Hesteyri. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTlN JÓNSDÖTTIR Stóragerði 28, lézt í Bæjarsjúkrahúsinu aðfaranótt mánudagsins 31. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn ÓLAFUR GUÐMUNDSSON verkstjóri, Víðimel 31, andaðist að kveldi sunnudagsins 30. júlí. Bergþóra Jónsdóttir. Eiginmaður minn KRISTJÁN VAUDIMARSSON Mosgerði 13, andaðist 27. júlí í Landakotsspítala. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 10,30. Sigrún Arthúrsdóttir. Eiginmaður minn og faðir GUÐMUNDUR BJARNASON bakarameistari, andaðist að Hrafnistu 27. júlí. Jarðarförin ákveðin fimmtudaginn 3. ágúst frá Fossvogskirkju kl. 10,30 fyrir hádegi. Guðrún M. J. Bjarnason, Jóhann R. Guðmundsson. Hjartkær eiginmaður minn HALLDÓR SIGURÐSSON sparisjóðsstjóri, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstud. 4. ágúst kl. 2 s.d. Sigríður Sigurðardóttir. Innilegar þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar HALLDÓRU GUÐNADÓTTUR frá Aðalvík. Börn hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför litlu dóttur okkar RÓSU SIGRIÐAR Sigrún Guðmundsdóttir, Hallgrímur Árnason. Móðir okkar JÓHANNA SIGVALDADÓTTIR Skaftahlíð 38, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 3 eftir hádegi. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minn- ast hennar, er góðfúslega bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjanfnargötu 14. Sigrún Theódórsdóttir, Sólveig Theódórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.