Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 17
lVIiðviltudagur 9. ágúst 1961 MORGUNRLAÐIÐ 17 Þórsmerkurför um helg'mc: Friðsælt í Langadal, en „nýhafnarbragur" í Húsadal I»ÓRSMÖRK var einn af þeim stöðum, sem fólk streymdi til um verzlunarmannahelgina. Kunnugir gizkuðu á að 1200 manns hefðu verið þar saman komnir á sunnudag. Talsvert bar á drykkjulátum og hávaða smá- sveina í Húsadal, en óspektir voru engar. Fréttamaður Mbl. brá sér í Þórsmerkurferð með Ferðafélagi íslands um helgina. Lagt var af stað eftir hádegi á laugardag en komið í bæinn á mánudagskvöld. Fullskipað var í skála félagsins í Langadal og í nágrenni skálans voru auk þess 70 tjöld. Fólk það sem var á vegum Ferðafélagsins var á öllum aldri, en þó var ungt fólk í meirihluta. Þetta var prúð- ur hópur, sem kunni að skemmta sér í góðum félagsskap. Fram- koma fólksins var blátt áfram og óþvinguð. Þeir sem minntust við Bakkus gerðu það í hófi og án þess að kássast upp á ferðafélaga sína og í Langadal fengu allir sem vildu svefnfrið. Lárus Otte- sen, hinn röggsami fararstjóri F. í., skipulagði gönguferðir um nágrennið, fyrir þá sem vildu skoða furður Þórsmerkur. Þátt- taka í ferðum þessum var mjög almenn, enda var veðurblíða slík að á betra varð ekki kosið. Til dæmis var sólskin, logn og 25 stiga hiti á sunnudag. Fáklæddir og sveittir Fólk notaði sér veðurblíðuna óspart. Nokkrir flatmöguðu fyrir utan tjöldin og nenntu ekki að fara í gönguferðir, aðrir klifu brekkur og gil, fáklæddir, sveittir og hamingjusamir. Fegurð Þórs- merkur á slíkum degi fá engin orð lýst. Þar eru allar andstæður íslenzkrar náttúru saman komn- ar á litlu svæði. Hin þrotlausa ibarátta lífs Og dauða. Svartir vik urmolar við rætur ilmandi bjark arinnar minna mann á að sá gamli ógnvaldur, Hekla, er Lárus Ottesen, farastjóri, bend- ir á furöur Þórsmerkur. skammt undan. Blágresi og Maríu stakkur vaxa á bakkanum, sem Krossá, kolmórauð og óbeizluð, er í óða önn að grafa undan. Uppblástur og sandfok annars vegar. Þeir sem ganga um Þórs- mörk á slíkum sumardegi með augun opin gleyma því aldrei. Hafið þið séð litadýrð Goðalands, þegar það er baðað geislum kvöld sólarinnar. Sá sem valdi Goða- landinu nafn, hefur ekki verið glámskyggn á fegurð Þórsmerk- ■Á Drukknir unglingar En Þórsmörk er meira en Langi dalur, þar er einnig Húsadalur. Þar dvaldi stór hópur, sem kom meff ýmsum ferffafélögum effa á eigin farartækjum. Þar var hcim- ilisbragur allur annar en i Langa- dal. Fólkið var þar eftirlitslaust og lítiff sem ekkert gert til aff skipuleggja ferffir um nágrennið. Mest bar á drukknum ungling- um, stráklingum, sem ekki var farin aff vaxa grön og hestamönn- um neðan úr sveitum, sem báru sveitamenningunni ófagurt vitni. Hávaffalýður þessi var sem betur fer í minnihluta, en með bægsla- gangi sínum og látum, tókst hon- um þó aff setja einhvern Nýhafn- arsvip á þennan fagra og friðsæla skógardal. Þaff er óskemmtilegt aff sjá 13—14 ára stráka veifa fullri brennivínsflösku, en ennþá verra er þó aff vita aff fullorðnir menn hafa selt þeim hinn görótta drykk. Og fullorðna menn sá ég lána ölóðum unglingum reið- skjóta sinn fyrir vænan teyg úr Lögregluþjónarnir voru reiðubúnir aff veita affstoð sína. Hér eru þeir aff hjálpa kvenþjóffinni viff aff tjalda. Iegu laugardagsballi, affeins örlít iff meiri hávaði. Lítið bar á ölvun telpna og hvergi sá ég ólifnað á borð viff þaff, sem lýst var í út- varpinu eftir verzlunarmanna- helgi í fyrra. Slysavakt Tveir læknakandidatar voru í Þórsmörk á slysavakt. Þeir höfðu lítið að gera. Alvarlegasta til- og kvefi, fáeinir hlutu smáskrám ur. Framtaksamur maður hafði komið sér upp sölutjaldi. Og seldi þar pylsur og gosdrykki. Mun salan á blandinu hafa verið all- ör. Á Varffeldur Á sunnudagskvöld hafði skáta- hópur frá Akranesi varðeld i Langadal. Munurinn á skemmtua Gangan er hafin. Fremstur fer 9 ára gamall fjallagarpur, sem gengiff hefur á Vatnajökul, og er auk þess KR-ingur. brennivínsflöskunni. Fyllirí krakkanna í Húsadal var þrátt fyrir allt hvorki verra né meira en sjá má á ýmsum samkomustöff um í nágrenni R-víkur á venju- fellið var, að ölvaður maður féll af hestbaki og fékk heilahristing á laugardagskvöldið, en hann var fluttur heim til sín um nóttina. Nokkur tilfelli voru af hálsbólgu Skagfjörffsskáli og tjaldborgin í Langadal. iiíMVA *ví»v"" iV ■: „ ll'; ' „> ■ M#' þeirra og ólátunum í Húsadal var áhrifameiri en löng bindindis- ræða Ferðafélag fslands sýndi sínu fólki Stakkholtsgjá, Jökullón og skógræktina í Múlakoti á leiðinni heim. Ferðin í heild var félaginu og fararstjórum þess til sóma og marga heyrði ég ráðgera Þórs- merkurferð með ferðafélaginu að ári. Betri meðmæli er ekki hægt að fá. — B. Þ. Aðalfundur Félags vefnaðarvöru- kaup manna AÐALFUNDUR Félags vefnaðar- vörukaupmanna var haldinn i Tjarnarcafé fyrir skömmu. Fundárstjóri var Árni Árnason, heiðursfélagi félagsins, og fund- arritari Edvard Frímannsson. Fráfarandi formaður, Björii Ófeigsson, skoraðist eindregið undan endurkjöri sem formaður félagsins og var í hans stað kos- inn Sveinbjörn Árnason. Úr stjórn áttu að ganga Sveinbjörn Árnason og Leif Miiller. Leif var endurkosinn en Edvard Frímanns son kjörinn í stað Sveinbjarnar. Fyrir í stjórn félagsins voru þeir Halldór R. Gunnarsson og Þor- steinn Þorsteinsson. í varastjórn voru kosin þau Sóley Þorsteins- dóttir og Sigurðúr Guðjónsson. Aðalfulltrúi í stjórn Kaup- mannasamtaka íslands var kjör- inn Sveinbjörn Árnason, en Ólafur Jnhannpssnn +;i —- 00»*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.