Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. ágúst 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 46 — >ér er óhætt að gera það. Þetta er ég sjálfur. Ég losnaði ekki til þess að hitta þig fyrr en í kvöld. Ég fór heim til þín og ætlaði að koma á óvart, en þar var enginn heima nema Sandra. En sem betur fór, gat hún sagt mér, hvar ég gæti fund ið þig. Mér skildist á henni, að þú ætlaðir að verða héma um helgina hjá einhverju kunningja íól'ki. — Það er ekki nema alveg rétt, Robin. — En eí þetta er vinafólk þitt.... Hann þagnaði snögig- lega. — Hvað hefur komið fyrir? Það setti að henni hroll. — Æ ég var fyrst að taka eftir því núna, að það var komin rigning. Við getum ekki talað saman hérna. Og ég sem hef svo margt að segja þér. Gætum við ekki farið eitthvert, þar sem ég get sagt þér alla söguna? — Ég þarf líka að segja þér mina sögu. Sjóðu til, bíllinn minn er hérna rétt hjá, og ég hef fengið herbergi í Rembrant- hótelinu. Bíllinn er hraðskreið- ur og engin umferð á vegunum. Ættum við ekki bara að fara beint þangað? Ég sagði við Sön ''ru, að ég vonaði að koma með þig til baka. Mér dettur í hug, að þetta kunningjafólk fyr irgefi mér að hafa numið þig á brott, þegar það veit hvemig á stendur. Hún svaraði skjálfandi og hafði þá Betty og George í huga, að kunningjafólkið mundi ekk- ert hafa við þetta að athuga. Það finnst mér við ættum að gera. Við skulum ekki segja hvort öðru neitt fyrr en við erum komin til borgarinnar. Það var dásamlegt að sitja nú við hlið hans og þjóta gegn um myrkrið áleiðis til London. Hún fór að hugsa um, hvað hún ætti að segja við hann, þegar að því kæmi, að hún færi að segja ferðasöguna sína. Það eitt vissi hún, að hún yrði að segja honum allan sannleikann. Hverjar sem afleiðingarnar yrðu, ætlaði hún ekki að leyna hann neinu. Og svo komu þau loksins að gistihúsinu og dyravörðurinn var að taka út ferðatöskuna hennar og setja hana við hliðina á Robin... tösku. Hugurinn hvarfl aði ósjólfrátt til dagsins, sem þau voru siðast alein í gistihúss- herbergi saman — á sjálfan brúð kaupsdaginn þeirra — þegar Nan Wentworth hafði verið svo nærgætin að lofa þeim að vera einum, þessai fáu dýrmætu mín- útur. Hvað henni fannst það langt um liðið! Hversu margt hafði gerzt síðan Lionel kom við sögu hjá henni — og fór aftur. Robin hafði líka farið og horfið úr sög- unni, en fyrir kraftaverk var hann kominn aftur. ' Hún fór úr kápunni, sem var ennþá vot og renndi fingrunum gegn um hárið á sér, og horfði svo með hálfgerðum söknuði á sjálfa sig í speglinum. Síðan sneri hún sér að Robin. — Elskan mín, ég vildi óska, að ég gæti litið sæmilega út, þeg ar ég hitti þig. Svo oft er ég bú- in að hugsa mér þá stund. En svo er ég eins og ræfill, hárið í óreiðu og andlitið í ólagi. Robin dró hana að sér. — í mínum augum ertu dásamleg! — Og í mínum augum ert þú .... ótrúlegur. Hún hló hálf- gerðum skjálftahlátri. Ég er enn ekki farin að trúa, að þetta sé þú sjálfur. Robin hafði pantað brauð og flösku af kampavíni upp í her- bergið til þeirra. — Við hefðum getað farið niður og fengið okk- ur eitthvað, ef þú hefðir viljað, en mér datt í hug, að við viljum víst bæði heldur vera ein út af fyrir okkur. — Já, það veit hamingjan. Við höfum svo margt að segja hvort öðru. Þegar maturinn var kominn og þau tekin til við hann, sagði Robin: — Jæja, hvort okkar á nú að byrja söguna? Hún dró snöggt að sér andann. Það er bezt að ég byrji. Ég vil koma því frá sem allra fyrst. Robin hnyklaði ofurlítið brýnn ar. — Þú segir þetta eitthvað svo óviðkunnanlega. Hún svaraði og orðin komu ótt og títt: — Þú skalt ekki vera hræddur. Ég ætla ekki að segja þér nein slæm tíðindi. — Þú ert ekki búin að finna neinn annan? — Nei, Robin, það er ég ekki. Það glaðnaði yfir honum, er hann svaraði: — Þá er allt í lagi. — En ég var hrædd um, að þú hefðir kannske fundið ein- hverja aðra. Hann hristi höfuðið. — Nei, það var nú aldrei nein hætta á því, og verður aldrei. Síðan bætti hann við blíðlega: — En hvers vegna varstu að þjóta út úr kofanum þeim arna þarna í kvöld rétt eins og þú værir að flýja. Og áður en hún fengi svarað, bætti hann við: — Þú þarft ekki að segja mér það ef þú vilt það síður. — Jú, ég vil einmitt segja þér það, Robin. Þú manst eftir hon- um Lionel? Manninum, sem ég hitti á skipinu á heimleiðinni. Ég skrifaði þér víst um hann. Robin kinkaði kolli. Júlía fylltist kvíða. Hafði svipurinn á honum breytzt við þessi orð? Ætti þetta kannske eftir að verða þeim misklíðarefni? Það væri ekki sanngjarnt, ef Robin yfirgæfi hana fyrir þetta, sem gerðist í kofanum um kvöldið. Snöggvast datt henni í hug, hvort hún ætti að fegra söguna eitthvað, og spurði sjólfa sig, hvort það mundi nú vera þörf á að vera fullkomlega hreinskilin við hann og segja hönum hana alla út í æsar. En samstundis fann hún, að hún varð að vera hreinskilin. Hún ætlaði ekki að hefja hjónaband sitt með nein- um leyndarmálum. Hún reyndi að láta ekki rödd- ina skjálfa og ekki sjá -á sér neina hræðslu: — Lionel varð ástfanginn af mér. — Mér datt í hug, að svo hefði verið. En þú sjálf? — Ég hef alltaf elskað þig einan, og á því hefur engin breyt ing orðið. En allt um það var ég dálítið hrifin af Lionel. — Ég skil. — Hatarðu mig fyrir að segja þetta? Hann þagði eitt andartak, en sagði síðan: — Nei, vitanlega ekki. Elsku Júlía, ég gæti ekki hugsað mér neitt, sem fengi mig til að hata þig. Mér þykir þetta auðvitað verra, en ég skil hins vegar, að þetta gat auðveldlega orðið. Ég var hvergi nærri og þú vissir ekkert hvað af Inér væri orðið. — Já, og ég var einmana og mér leiddist. Hann laut fram og greip hönd hennar. — Haltu áfram, elskan. — Ég hef hitt Lionel talsvert oft. Það hefur varla liðið svo dagur, að við höfum ekki hitzt. Hann fór með mig út á skemmt- anir. Og ég fór með honum með- fram af því, að þú sagðir mér sjálfur, að ég mætti ekki alltaf sitja heima og láta mér leiðast. Og auk þess þótti mér gaman að vera með honum. Og þó að ég yrði þess vör, að ég var að verða honum æ meira háð, hafði ég ekki kjark í mér til þess að láta því vera lokið... .og kannske heldur ekki viljann. Hún þagn- aði. — Svo var það í gær, að hann sagði mér, að Dainton- hjónin — þessi sem eiga kofann — hefðu 'boðið okkur báðum til sín yfir helgina, og við fórum þangað seinripartinn. Um það leyti, sem við vorum að drekka te, var hringt og það reyndist vera heiman frá móður Betty Dainton, sem var orðin veik og varð að fara í sjúkrahús og ganga undir uppskurð í skyndi. Svo fóru þau hjónin þangað bæði, og ætluðu að koma aftur um kvöldið. en um klukkan ell- efu hringdu þau og sögðust ekki komast heim. Þegar hún þagnaði hér í frá- sögninni, sagði Robin: — Mér dettur í hug, að ég geti líklega sagt mér það sem eftir er sög- unnar sjálfur. — Eg skal nú segja þér sögu- lokin samt. Þegar þessi síma- h. inging köm, sagðist ég ætla að flytja mig í gistihúsið þarna á staðnum. Ég benti Lionel á, að við gætum ekki verið þarna tvö ein. Svo ætlaði ég að fara að hringja og panta herbergi. — Og það vildi hann ekki? — Neá, hann þvertók fyrir það. Hann sagði, að þetta tæki- færi værj^ eins og af himnum — Hvað heldur þú að hafi kom ið fyrir dýrin okkar Davíð? Sirrí sagði mér frá hvarfi dáqjýranna og geitanna! — Eg veit ekki neitt Markús . . Þau voru öll innilokuð í girðingu og hliðin læst og við höfum eng in byssuskot heyrt! Eg hef skrif að hjá mér hvenær dýr hafa horf ið . . . Eg vona að þú komist að því hvað um er að vera. sent. Hann .... Robin flýtti sér að segja: — Þetta er ailt í lagi, þú þarft ekki að segja mér meira. Aðal- atriðið er, að þér datt aldrei í hug að gista þarna. — Nei, þú getur nærri. ailltvarpiö Miðvikudagur 9. ágúst 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar — 10:10 Veðurfregnir. 12:00 Hádegisútvarp (Tónl.. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna" tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. —- 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. «— 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 ,,Heyri ég 1 hamrinum": Dagskró um skáldkonuna Huldu, Unni Benediktsdóttur Bjarklind. a) Sveinn Skorri Höskuldsson magister flytur erindi. b) Finnborg Örnólfsdóttir og Andrés Björnsson lesa úr Ijóðum skáldkonunnar. c) Arni Jónsson o. fl. syngja lög við ljóð eftir Huldu. 20:50 Frá tónlistarhátíðinni í Schwet zingen í júní sl.: Gloria Davy syngur lög eftir Schubert, De- bussy og Hichard Strauss. Við píanóið: Jean Jalbert. 21:20 Tækni og vísindi; V. þáttur: Plastefnin (Páll Theódórsson eðlisfræðingur). 21:40 islenzk tónlist: „Veizlan á Sól- haugum**, leikhúsmúsík eftir Pál ísólfsson (Hljómsveit Ríkisút- varpsins leikur; Hans Antolitch stjórnar). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður- inn“ éftir H. G. Wells; XIII. (Indriði G. Þorsteinsson rith.)f 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi". Nor- rænir skemmtikraftar flytja göm ul og ný lög. 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 10. ágúst 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Ton leikar — 10:10 Veðurfregnir. 12:00 Hádegisútvarp (Tónl.. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „A frívaktinni", sjómannaþátt- ur (Kristín Anna Þórarinsdóttir) 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Kórsöngur: Karlakór Dalvíkur syngur. Söngstjóri: Gestur Hjör- leifsson. Einsöngvarar: Helgi Indriðason og Jóhann Daníelsson. Píanóleikari; Guðmundur Jó- hannsson. 20:25 Erindi: Fallið á prófi (Arnór Sig- urjónsson rithöfundur). 20:55 Tónleikar: Kvintett í Es-dúr fyr ir píanó og blásarakvartett (K452) eftir Mozart (Robert Veyron-Lacroix leikur á píanó, Pierre Pierlot á óbó, Jacques Lancelot á klarínettu, Gilbert Coursier á horn og Paul Hongne á fagott). 21:15 Erlend rödd: Höll 1 Sviþjóö, verksmiðja í Ráðstjórnarríkjun- um — grein eftir Francoise Gi- roud (Halldór Þorsteinsson bóka vörður). 21:40 Samleikur á fiðlu og pianó: Jacques Ghestem og Raoul Gola leika vinsæl lög. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður^ inn'* eftir H. G. Wells; XIV, (Indriði G. Þorsteinsson rith.). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Frá tvenn um útvarpstónleikum I Evrópu, a) Frá útvarpinu í Berlín: mm Konsert fyrir þrjú píanó og hljómsveit eftir Baoh (Eber, hard Rebling, Gunther Kootz og Werner Richter leika með sinfóníuhljómsveit útvarpsina í Berlín; Rolf Kleinert stj.), b) Frá ungverska útvarpinu: — Sinfónía nr. 95 1 c-moll eftir Haydn (Sinfóníuhljómsveit ungverska útvarpsins leikur; András Koródi stjórnar). 23:10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.