Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 5
Miðvik'udagur 9. ágúst 1961 MORGVTSBLÁÐIÐ 5 • — MÉR finnst alveg dásam- legt á íslandi, ég er mjög ánægð með að hafa verið send hingað. í»að er svo skemmti- legt að koma til lands sem eng inn annar hefur áður verið sendur til. Þetta sagði bandarísk stúlka, Susan A. Henderson frá Menlo Park í Californíu, er frétta- maðtar blaðsins hitti hana að máli fyrir skömmu. Susan Henderson er hér á vegum The American Field Service (AFS) ag er hún fyrsti unglingurinn, sem hing- að kemur á vegum þess félags skapar. Héðan frá íslandi hafa„ eins og kunnugt er, margir unglingar farið til árs- dvalar í Bandaríkjunum á veg um félagsskaparins. Er nauð- synlegt fyrir fslendinga, ef þeir ætla að halda áfram að senda unglinga til Bandaríkj- anna á vegum AFS að taka á móti unglingum þaðan í staðinn a. m. k. til dvalar yfir sumarmánuðina. Starfsemi AFS byggist á því að unglingar frá öllum lönd- um heims koma til Bandaríkj- anna á vegum félagsskaparins og dvelja þar á heimilum bandarískra unglinga og stunda skólanám. Þau lönd, sem senda ung- lingana taka svo aftur við bandarískum unglingum ann- að hvort til sumardvalar á heimilum unglinga, eða þá til ársdvalar. Ekki er miðað við það, að fjölskyldurnar skiptist beinlín is á þ. e. a. s., að fjölskyldur, sem eiga börn, sem farið hafa til Bandaríkjanna taki aftur i við börnum þaðan. Heldur að fjölskyldur annarra þjóða taki fyrst við unglingum frá Banda ríkjanna. Er þetta gert til þess að félagsskapurinn AFS verði sem útbreiddastur. — Markmið AFS er að koma á sem nánustum kynnum milli ungs fólks frá öllum löndum heims, auka skilning þess á sjónarmiðum hvors annars og stuðla með því að friði í heirrv inum. — ♦ — Susan Henderson er eins og I áður er sagt fyrsti unglingur- inn, sem hingað kemur á veg- um AFS. Hún dvelur héf 2 mánuði á heimili Agnars Ko- foed Hansen, flugmálastjóra. Við spyrjum Susan hvenær hún hafi fyrst fengið áhuga á starfsemi AFS. — Þegar ég var 10 ára, seg- ir hún, las ég í tímariti grein, sem skýrði frá starfsemi fé- lagsskaparins og þá strax fékk ég áhuga. Síðan jókst hann til muna, þegar finnsk stúlka, sem dvaldi í heimaborg minni á vegum AFS kom í barna- skólann, þar sem ég var þá nemandi og sagði okkur frá landi sínu og starfsemi AFS. Þá ákvað ég, að þegar ég yrði eldri skildi ég sækja um að komast erlendis á vegum fé- lagsskaparins. — Valdir þú fsland? — Nei, nei, þegar við sækj- um um vitum við ekkert hvert við verðum send. Við getum aðeins ráðið því hvort við viljum fara til landa á norður- éða suðurhveli jarðar. Einnig segjum við hvort við getum fremur farið að sumar- eða vetrarlagi. í minni umsókn setti ég engin skilyrði, mér var alveg sama. — Hvernig þótti þér að eiga að fara til íslands? — Mér þótti það ágætt. Eg var satt að segja orðin úrkula vonar um að umsókn minni yrði sinnt, því að það er ekki venjulegt að tveir nemendur úr sama skóla séu sendir ut- an, og ein stúlka hafði þegar fengið tilkynningu um, að hún mundi fá að fara til Noregs. Mér kom þetta því mjög á óvart og það olli mér mikillar ánægju. — Nafn íslands hlýtur þó að hljóma kuldalega í eyrum yltkar, sem búið í hinni sól- ríku Kaliforníu? — Já, en ég las talsvert um ísland og af því varð ég full- viss um að hér væri ekki svo kalt, að minnsta kosti ekki á sumrin. — Og hvernig finnst þér svo? — Eg finn ekki til kulda, mér finnst hitinn hér óskö.p þægilegur, hann er svipaður og hitinn í Kaliforníu á vet- urna. Þegar ég fór að heim- an var hitinn aftur á móti um 40 gráður á celsíus. — Hefur þú ferðast eitthvað um ísland? — Já, ég hef komið til fsa- fjarðar, á Þingvelli, til Hvera gerðis og Vestmannaeyja. Mér finnst landslagið hér alveg dá- samlegt og þó að sjórinn við strendur Kaliforníu geti orðið blár, þá verður hann aldrei eins blár og sjórinn við strend ur íslands í góðu veðri. — Heldurðu að þú ferðist meira þann tíma, sem þú átt eftir að dvelja hér? — Já, ég geri ráð fyrir að ég fái að fara norður til Ak- ureyrar og jafnvel að Mý- vatni. Einnig austur að Gull- fossi og Geysi. — Hefur þú alltaf búið í Kaliforníu? — Nei, faðir minn var í sjó- liernum og á meðan vorum við alltaf að flytja, bjuggum 1% ár á hverjum stað, en í Kalifomíu hef ég nú átt heima 7 ár. —Hvað heitir skólinn, sem þú stundar nám við? — Hann heitir Woodside High Soool, í honum eru 1500 nemendur á aldrinum 12—18 ára. Bekkirnir eru 4 og óg var í 3ja bekk sl. vetur. Val á námsgreinum hjá okkur er mjög frjálst og þannig er það yfirleitt í bandarískum skól- 1 um. Við þurfum að læra ensku l í 2 ár, stærðfræði í 2 ár, leik- | fimi öll árin, þjóðfélagsfræði \ öll árin, 2 ár eithvert annað tungumál en ensku og eina raunvísindagrein. Við þurfum ekki að taka nema fimm náms .greinar á ári, en flestir taka sex og erum við einn tíma í hverri daglega. Flestir nem- endur skólans eiga heima tals- vert langt frá skólanum, svo við borðum hádegisverð okk- ar þar. í matartímanum halda svo hinir ýmsu tómstunda- klúbbar, sem starfræktir eru innan skólans fundi sína. — Klúbbarnir eru alls 20. — Hvaða fög hefur þú valið þér? — Eg er nú búin að læra stærðfræði í 3 ár, ensku í 3 ár, spænsku í 3 ár, rússnesku í 2 ár, þjóðfélagsfræði í 3 ár, 1 ár líffræði og leikfimi 3 ár. — Er ekki erfitt að læra rússnesku? — Eg held að íslenzkan sé erfiðari að minnsta kosti fyr- ir enskumælandi þjóðir. Rúss neski framburðurinn er ekki rnjög erfiður fyrir okkur, því að hljóðin eru öll þau sömu og í enskunni. Aftur á móti eru hljóðin í íslenzkunni mörg mjög ólík. — Langar þig til að læra i íslenzku? I — Já, satt að segja langar mig til þess. Eg hef yfirleitt mjög mikinn áhuga á tungtu- málum. Mig langar mjög mik- ið til að koma aftur til íslands Og fara þá í háskólann hérna. — Ert þú meðlimur í ein- hverjum tómstundaklúbb? — Já, ég er meðlimur espe- ranto-klúbbsins, við lærum esperanto utan skólans og svo skrifumst við á við unglinga í Búlgaríu á esperanto. Einnig er ég í ljósmyndaklúbbnum, skemmtinefnd og í vetur ætl- um við að stofna AFS klúlbb. — Hafa margir frá þínutm skóla farið utan á vegum AFS? — Þegar ég er meðtalin er- um við fjögur. Til okkar hafa nú komið tveir, einn frá Sví- þjóð og einn frá Hollandi. — Næsta vetur eigum við svo von á stúlku frá Japan. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Hafdís H. Mold- ©ff, Laugavegi 65 og Björn Jó- hannsson, Skjilagötu 70. Um sl. helgi voru gefin saman f hjónaband af séra Árelíusi Níels eyni, ungfrú Sigríður Sigurðar- dóttir og Eyjólfur Jónsson. Heim- ili þeirra er að Laufásvegi 38. — Ennfremur ungfrú Svanhvít Guð- mundsdóttir og Sigurður A. Andrésson, skipsmaður, Sólheim- um 32. —. Ennfremur ungfrú ÍHrafnhildur Óskarsdóttir og Þor- geir Árnason, verzlunarmaður. Heimili þeirra er að Valhöll, Hell issandi. Þau dvelja nú að Lang- holtsvegi 174. Laugardaginn 5. ágúst voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Rut Sigurðardóttir og Einar Lúthers- son, rafvirkjanemi, bæði frá Siglufirði. Heimili þeirra er að Laugavegi 40. í gær voru gefin saman í hjóna band af séra Þorsteini Björns- syni„ ungfrú Ágústa Snorradótt- ir, Kársnesbraut 16 og Leifur Guðjónsson, Birkimel 8. — Heim ili þeirra verður á Birkimel 8. Brúðhjónin fara utan í dag. Þórarinn Guðmundsson, vél- smíðameistari, verkstjóri hjá Vél smiðju Njarðvíkur, átti 65 ára af mæli s.l. mánudag 7. ágúst. ÁHEIT 09 GJAFIR Til Keldnakirkju: — BB Voðmúla- stöðum kr. 200 áh.; HS Grettisgötu 17 200; HB listmálari, Hveragerði 500 áh.; ST á Rangárvöllum 5000 áh.; Hrepps- nefnd Rangárvalla 1000; G. Sk. 100 áh.; GÖ Hólum 50 áh. — Kærar þakkir fyíir hönd kirkjunnar. — Keldum, 20. júlí 1961, Guðmundur Skúlason. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — NN kr. 500; SG 50; IH 100. Fjölskyldan á Sauðárkróki, afh. Mbl. — Onefnd 200 kr.; O 225; BJ HK 200; SS 50. tíLÖÐ OG TÍMARIT Síðasti Gangleri, vor 1961, 1. hefti, sem er rit Guðspekifélagsins, hefir nú breytt um búning. I formála segir rit- stjórinn, Grétar Fells, m.a. „Gangleri kemur nú til lesenda sinna í nýjum búningi. Hann er „endurholdgaður". Við honum blasir ný jarðvist, og hann ætlar sér að gera mikið 1 þeirri jarð- vist. Hyggst hann flytja lesendum sín um nokkru fjölbreyttara efni en áður og léttara, án þess þó að afneita meiri undirstöðufæðu, sálarfæðu, er svo mætti nefna". Af efni þessa rits má nefna: Dul- speki og dómvísi. — Frá Indlandi eftir Gunnar Dal — Hugræn reglusemi efítr Sigvalda Hjálmarsson — Nútíma sál- fræði og dulræn fyrirbrigði eftir Er lend Haraldsson o.fl.o.fl. — Ritið ílyt ur ýmislegt annað efni um guðspeki. Tresmíði Vinn allskonai- innanhúss trésmíði í húsum og á verk stæði. Hef vélar á vinnu- stað. Get útvegað efni. — Sanngjörn viðskipti. Sími 16805. Ljósmyndafyrirsæta óskast. Tilb sendist ásamit mynd, merkt: „Portrait — 5149“ á afgreiðslu Mbl. ibúð 2 herb. og eldhús '~kast sem allra fyrst fyrir ung hjón með 2 böm, mætti vera í kjallara. Uppl. í síma 2-47-58. Eldavél — Blikkhnífur til sölu. Rafha eldavél eldri gerð og fótstiginn blikkhnífur. "'ppl. í síma 14407. Myndavél í tösku og blá telpuúlpa töpuðust í áætlunarbíl — Reykjavík — Melgraseyri 18. júlí. Finnandi vinsaml. hringi í sima 12419. — Fundarlaun. Vil kaupa 4—6 herb. nýlega íbúð. Tilb. merkt: „Forstofu- herbergi“ sendist blaðinu fyrir 13. ágúst. Þórsmerkurfarar Um Verzlunarmannabelg- ina tapaðist í Þórsmörk- inni Certína gullúr. Skil- vís finnandi vinsamegast komi því á Lögreglustöð- ina. Til sölu Vegna brottflutnings er til sölu: P Snvél, Sýningar- vél (8 mm), Segulbands- tæki (Telefunken). Uppl. í síma 32507 frá kl. 5—7 e. h. íbúð óskast 3—4 herb. íbúð óskast. — Þrennt fullorðið í heimili. Fyrirframgreiðsla e f t i r samkomulagi. Uppl. í síma 10730 eftir kl. 5. 16 feta árabátur til sölu U-ppl. í síma 23087. íbúð óskast Ungur maður í millilanda siglingum óskar eftir íbúð fyrir 1. okt. Sími 15675 eftir kl. 7 næsta kvöld. Ný-uppgerður bílmótor í iörd ’55 með öllu tilheyr andi. Bilaverkstæð: Vilhjálms Sveinssonar Sími 50673. Ráðskona óskast á heimili í Reykjavík 1. september. Tilboð ásamt uppl. sendist blaðinu fyrir föstudagskvöld merkt: — „Framtíö 5148“. A T H U G I Ð að borið saman ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðruna blöðum. — IJTSALAIM Herraskyrtur kr. 107.— Ullarúlpur barna st. 3—7 kr. 195.— Kvenblússur frá kr. 50.— Drengjablússur st. 12—16 kr. 245.— Kvensloppar frá kr. 100.— Kvenkápur kr. 695.— Herrafrakkar kr. 490.— Ýmiss konar nærfatnaður, undirfatnaður, herrasokkar, sportsokkar o. m. fl. Allt með 50% afslætti. VÖRUHIJSIÐ Snorrabraut 38. T resmiðir T resmiðir Viljum ráða góðan trésmið. Timburverzlunin VÖLLIMEHJR H.F. Klapparstíg 1 — Sími 18430. Gjaldkerasfarf Óskum eftir gjaldkera sem fyrst. Upplýsingar veittar á skrifstofu vorri Vesturgötu 10 kl. 4—5 í dag og á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.