Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 13
f Miðvikudagur 9. ágúst 1961 MORCVNBLAÐIÐ 13 Dr. Sfurla Friðriksson : ornrækt íslendingo ER þeir Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans komu að Islandi ónumdu, hélt Hjör- leifur uppi hætti forfeðra sinna og hugðist rækta hér korn. „Vildi hann sá og lét þræla sina draga arðurinn". Var þetta fyrsta tilraun til kornyrkju á íslandi eftir því sem sögur herma. Aðrir landnámsmenn munu hafa farið að dæmi Hjörleifs með að innleiða kornyrkju í hinu nýja landnámi sínu. Skóg- ar voru ruddir og frjósöm jörð í rjóðrum hefur að líkindum gef ið vænlega kornuppskeru hin fyrstu ár. Benda mörg ör- nefni til þess að kornyrkja hafi verið stunduð til forna víðs veg ar á landinu. Þormóður og Ket- ill Bresasynir komu frá írlandi qg námu Akranes segir í Land- námu. Skaliagrímur hafði bú að Ökrum á Mýrum og lét rækta korn. Einnig er þess oft getið í fom sögum, að menn voru að korn- yrkju og er Njála einkum auðug af slíkum frásögum. Þannig hafði Þorvaldur Ósvíf- ursson mjöl úr Bjarnareyjum á Breiðafirði. Otkell ríður á Gunn ar á Hlíðarenda, þar sem hann er á sáðlandi sínu með korn- kippu og er að sá korni. Talað er um sáðland Þorgeirs Otkels- sonar og Gunnar lítur yfir bleika akra, er hann horfir neð- an frá Markarfljóti upp til Fljótshlíðar. Þess er og getið að snemma hafi vorað eitt árið, og menn hafi fært „snemma niður korn sín“, en Höskuldur Hvítanesgoði er með kornkippu í gerði sínu og „sáir niður korni“, þegar hann er veginn. Fornsögur okkar hafa þó ekki verið taldar óyggjandi heimild- ir og nægja ef til vill ekki ein- ar til að færa sönnur á korn- rækt íslendinga á söguöld. Af skráðum heimildum eru Samtíðarheimildir áreiðanlegri, svo sem Sturlunga, annálar og máldagar. En í þeim má einnig finna frásagnir um kornrækt. Ekki var árferði þá ætíð hag- stætt til kornræktar fremur en nú. Árið 1331 var „óáran á komi á Islandi". Árið 1389 „spilltust akrar". Af öllum vitnisburðum bera fomminjar þó ótvíræðastan vott um ræktun korns. Bæði hafa kornsigðir og kvarnasteinar frá fyrri tímum fundizt hér í jörðu, en þó er veigamestur fundur hinna raunverulegu byggleifa, sem gefa ótvírætt til kynna, að ræktað hafi verið korn bæði á Bergþórshvoli í byrjun 11. ald- ar og á Gröf í Öræfum um miðja 14. öld. Á Gröf fundust auk þess sofnhús til kornþurrk- unar, en nauðsynlegt mun það hafa verið að þurrka korn við eld, þar sem ætla má að kornin hafi oft verið rakamikill hér á svo norlægum slóðum. En hitun kornsins hafði tvenns konar þýðingu. Annars vegar að auð- velda mölun og hins vegar að gera vanþroskað korn geymslu- hæfara. Kornið var allt haft til mann- eldis í brauð og grauta og þó meira til maltgerðar og ölgerð- ar. — Ölið geymdist illa og var bruggað fyrir hverja veizlu. Þegar Þorgils skalli var hand- Byggleifar frá Gröf í Öræfum. hlið. c) þrískiptur bursti. d) blómögn með skeifulaga dæld. ari Iandshlutum. Á 12. öld eru heimildir áreiðanlegri og getur f Fluttur um set 1 PARÍS, 4. ágúst. — (Reuter). HERSHÖFÐINGJARNIR fyrrver verandi, Maurice Challe og Andre Zeller, sem afplána nú 15 ára fangelsisdóm vegna for- ystu þeirra fyrir uppreisninni í Alsír, hafa verið fluttir um set. Er haft eftir áreiðanlegum Iheimildum, að þeir hafi verið fluttir tU íangelsis sem er um fimm hundruð kílómetra frá París. Hafi ráðstöfun þessi staðið i sambandi við sterkan Orðróm um að fyrirhuguð sé enn ein upp- reisnin gegn de Gaulle. Þetta er í annað sinn, sem hershöíðingj- arnir eru fluttir, en með þeim fóru að þessu sinni þrír fyrrver- andi majórar. Kornskurður í Gunnarsholti 1960. a) bakhlið með kími. b) fram- títubrot. e) axleggur. f) ytri Sennilegt er að kornyrkju hafi hrakað, er Svartidauði gekk yfir, þó er hennar enn getið fram yfir 1500 og í fógetareikn- ingum er getið um landskuldir, sem fjöldi jarða á Suðvestur- landi greiddu Viðeyjarklaustri og Bessastöðum í mjöli langt fram á 16. öld. Eftir þann tíma féll kornyrkja niður og síðan hefur hún eigi talizt með at- vinnuvegum íslendinga. Munu aðalástæður fyrir því, að korn- yrkja féll niður, hafa verið versnandi árferði, almenn hnign un þjóðarinnar og skortur á vinnuafli þar eð sjósóknir urðu á þessum tíma arðbærari at- vinnuvegur. Margar tilraunir hafa síðan verið gerðar til að taka upp kornrækt að nýju. Gísli Magn- ússon á Hlíðarenda sáði byggi um 1650, en fékk sjaldan meiri tekinn árið 1252, segir í Sturl- ungu: „Þát höfðusk menn at í Stafaholti um nóttina at hús- freyja var at ölgerð ok með henni Bjöm Sigurðarson ræðis- maður, ok höfðu úti hitueld- inn“. Og enn segir um Þórhall Ölkofra: „Hann hafði þá iðju, at gera öl á þingum til fjár sér. En af þeirri iðn varð hann brátt málkunnugur öllu stórmenni, því at þeir keyptu mest mun- gát“. Ekki verður nú unnt að gera sér grein fyrir hve almenn korn rækt hafi verið fyrr á öldum^ Bæði var að kornneyzla lands- manna mun hafa verið lítil og alltaf var jafnframt flutt erlent korn til landsins, enda segir Arngrímur ábóti árið 1350: „Korn vex á fáum stöðum sunn- anlands og eigi nema bygg“. Þó hafa vérið færð fram rök fyrir því, að á fjölda bæja sem kenndir eru við korn, bygg, ak- ur, gerði, eða tröð hafi verið stunduð kornyrkja og er tal- ið að akrar hafi verið frá einni upp í þrettán dagsláttur, eða um fjórir ha, þar sem korn- yrkja var einna mest, svo sem á Görðum á Álftanesi. Reynslan sýndi landsmönnum snemma að aðstaða til kornrækt ar var mun betri á Suður- og Suðvesturlandi en í öðrum lands hlutum, þó að einstaka akur á Norðurlandi væri í ræktun á 10. öld, eins og segir í Yíga-Glúms sögu, um að Þverárlandi í Eyja- firði hafi fylgt akur sá er hét Vitaðsgjafi, því að þar brást aldrei kornuppskeran. Strax á söguöld hefur korn- yrkja tekið að réna í norðlæg- Sofnhús. Sturlunga meðal annars um veizlu, sem haldin var á Reyk- hólum á Ólafsmessu árið 1119. „Vóru svá góðir landskostir í þann tíma, at þar váru aldrei ófrævir akrar, en þat var jafn- an vani, at þar var nýtt mjöl haft til beinabótar ok ágætis at þeirri veizlu“. Landskuldir til kirkna og klaustra voru víða goldnar með heimaræktuðu kórni. Nægir þar að benda á máldaga Þykkva- bæjarklausturs árið 1340 en í þeim segir, að klaustrið hafi kröfu til vættar mjöls frá Yzta- Bæli undir Eyjafjöllum og eigi meðal annars 30 vættir mjöls í kosti, svo að líklega hafa all- stórir akrar legið undir klaustr- ið. — (Ljósm.: Gísli Gestsson) Kvarnarsteinn frá Gröf. uppskeru en eina tunnu korns a ári. í byrjun 18. aldar eru ýma hvatningarorð skráð um korn- yrkju, en lítið verður úr fram- kvæmdum. Skúli Magnússon lagði til árið 1752, að 15 dansk- ar fjölskyldur yrðu fluttar til íslands til að kenna bændum akuryrkju. Þessar fjölskyldur settust að á jörðum bæði norð- anlands og sunnan og hófu ræktunarstarfið, en árangur varð allur minni en gert var ráð fyrir, og fór þessi viðreisn- arviðleitni alveg út um þúfur. Aftur er hreyft við akuryrkju tilraunum af Landsnefndinni svo kölluðu árið 1770 og heppnuðust þá nokkrar tilraunir með ræktun 17ggs, en er Móðuharðindin dundu yfir dró enn kjark úr korn ræktarmönnum. Á 19. öld voru nokkrar korn- ræktartilraunir gerðar með mis jöfnum árangri. Á síðari hluta aldarinnar voru tilraunir Schier becks landlæknis athyglisverð- astar. Eftir að stofnsettar voru hér gróðrar- og tilraunastöðvar í byrjun þessanar aldar hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til korn ræktar, og þá einkum afbrigða tilraunir. Veigamestar hafa verið tilraunir Klemenzar Kristjáns- sonar á Sámsstöðum, en hann hefur ötullega barizt fyrir end- urreisn kornræktar hér á landi. Hafa tilraunir hans leitt £ ljós, að bygg getur náð góðum þroska í flestum árum hér á landi sé rétt unnið að ræktuninni. Bændur hafa þó verið seinir að hagnýta sér þá þekkingu, sem af þessum tilraunum hefur skapazt og þó ekki að ástæðulausu. Veld ur þar skortur vinnuafls í sveit um og það að bændur eru hlaðn ir öðrum, og er þeir telja, arð- bærari störfum á annatíma korn ræktar, en þó hefur mestu valdið skortur á hentugum vinnuvélum við ræktun og verkun kornsins og skortur á samvinnu um notk un þeirra véla. Hefur þar engu um þokað þótt leitazt hafi verið við að styrkja viðleitni til korn ræktar. Nú á allra síðustu árum hafa einstaka athafnabændur tekið upp ræktun byggs. Hefur þeim óað hve mikið er flutt inn af korni til kjarnfóðurgjafar og talið hagkvæmt fyrir sig og þjóð arheildina, að eitthvað af því korni væri ræktað hér á landi. Má bar nefna kornræktarfram- kvæmdir Sveins Jónssonar á Egilsstöðum, sem borið hafa góð an árangur og orðið hafa öðrum til hvatningar. Við þessa ræktun hafa tilraunastöðvarnar jafnan getað gefið upplýsingar um stofna, val og áburðamotkun. Einnig hafa þær sýnt, að bygg er þroskavænlegt á sandjörð. Og á víðáttumiklum móa- og sand- löndum er unnt að sá í sam- fellda akra og nota við það stórtækar vinnuvélar. í ár hefur byggrækt snögglega aukist og eru nú um 400 ha lands undir byggi á Suður- og Austur landi hjá einstaklingum og opin berum aðilum. Er vonandi að ræktun þessi beri góðan árangur svo enn megi endurvekja kornrækt á ís landi. ILiósm.: Sie Þórarinsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.