Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ MiðviEudagur 9. ágúst 1961’ Eg er eins og örninn - örninn sagöi Titov í geimf arinu Vostok 11 J Hugsaði mikið um Krúsjeff, sem hann elskar eins og föður sinn SNEMMA á sunnudagsmorg- un sendu Rússar á braut um- hverfis jörðu mannað geimfar, sem .vó hálft fimmta tonn Um borð var 26 ára gamall majór úr flugher Sovétríkj- anna, Ghermann Stepanovich Titov, og fór hann sautján sinn um umhverfis jörðu á 25 klst. Tilkynnt hefur verið, að ferðin hafi gengið að óskum, geimfarið farið sem næst alveg á réttri braut alla leið- ina. Að ferðinni lokinni tóku læknar við geimfaranum og rannsökuðu hann gaumgæfi- lega. Talið er víst, að geim- farið hafi lent í héraðinu Sara tov — þar hafj Gagarin lent á sínum tíma og einnig geimfarið með hundunum Strelku Og Belku. Er héraðið tæpa 700 km frá Möskvu. Tilgangurinn með þessari til raun er að sögn Rússa, að rannsaka áhrif langrar dvalar uppi í himingeimnum á manns líkamann, svo og að athuga hver máttur mannslíkamans er við svo langvarandi þyngd- arleysi. Geimskipið ber nafnið Vostok II. Því var skotið á loft frá geimrannsóknarstöð- inni Bajkonur í Kasakstan, norðaustan við Aralvatn. Það er sem fyrr segir fjögur og háltt tonn að þyngd og var skotið á loft með 20 millj. hest afla eldflaug. Mesta fjarlægð frá jörðu var 257 km, en minnsta fjarlægð 179 km. Um ferðartími Vostoks II. var 88.6 mínútur, þ.e.a.s. að ferill geim- skipsins var aðeins nær jörðu en ferill Vostoks 1., sem Juri Gagarin fór með 12. apríl sl. Umferðartími Gagaríns var 89.6 mín. í opinberri tilkynn- ingu segir, að þessi ráðstöfun hafi verið gerð til þess að verja geimfarann geimgeisl- um. Hinsvegar verður hættan á því, að geimskipið eyðist í gufuhvolfinu meiri eftir því sem umferðartíminn er minni. Vostok II. er næstum ná- kvæm eftirlíking á geimfari Gagarins. Gerðar voru ein- hverjar smávegis breytingar í samræmi við reynsluna af ferð hans og ennfremur er það aðeins þyngra. „Tileinkað 22. flokks- þinginu" Þegar á laugardag kvisaðist það í Moskvu, að Rússar væru alveg að því komnir að senda geimfar á loft, en það var ekki fyrr en það hafði farið eina umferð, að venju- legar fréttasendingar Moskvu- útvarpsins voru rofnar og til- kynnt um ferð Titovs. Þá var geimskipið aftur aftur yfir So vétríkjunum og sendi Titov ríkisstjórninni, miðstjórn kommúnistaflokksins og Krú- sjeff forsætisráðherra kveðjur sínar. Krúsjeff svaraði boðum hans um hæl: — „Allar Sovét- þjóðirnar gleðjast yfir hinni velheppnuðu ferð þinni og eru hreyknar af þér. Við föðmum þig og bíðum þess að þú lend- ir“. Síðar varðá Titov nokkrum tíma til að senda 22. flokks- þinginu, sem halda á í Októ- ber í haust, kveðjur sínar. Til- einkaði hann þinginu ferðina, og þakkaði hana hinu komm- úníska skipulagi. Da-gskrá Moskvuútvarpsins vert, að vanmeta hæfni Rússa á sviði geimrannsókna. Ekki var Ijóst fyrr en um hádegi á sunnudag, að ferð Titovs yrði svo löng sem raun varð. Moskvuútvarpið sagði ekkert um hvenær geimskipið ætti að lenda, en þegar til- kynnt var um tilgang tilraun- arinnar þótti sýnt að það yrði ekki fyrr en næsta morgun í fyrsta lagi. „Ég er eins og örninn — örninn“ Meðan á geimferðinni stóð tilkynnti Titov jafnan að sér liði vel, að allt gengi að ósk- um. Með innbyggðum sjón- varpstækjum var unnt að sjá frá jörðu hvað hann hafðist að Yfir íslandi kl. 3 í sjöundu umferð. fjallaði eftir þetta nær ein- göngu um Titov, ferð hans og hann sjálfan. Voru. sýndar í sjónvarpi myndir frá undir- búningi ferðarinnar og úr einkalífi Titovs. Jafnóðum var sagt frá því, er hann fór yfir hina ýmsu staði, t. d. London, Moskvu, Novo Sibrisk, Ástra- líu, Venezuelá, Washington, o. s. frv. Geimskipið fór yfir ísland um kl. -þrjú síðdegis á sunnudag. Jafnóðum og Titov fór yfir, sendi hann þjóðum og þjóðhöfðingjum kveðjur sínar. Heyrðist mjög greinilega til hans er hann fór yfir. Til dæm is heyrðist tvisvar greinilega til hans yfir Skandinavíu og starfsmenn Jodrell Bank st j örnuathugunarstöð varinnar í Bretlandi heyrðu greinilega boð geimfarans. Voru þau jafnóðum tekin niður á segul- band og þýdd yfir á ensku. Sir Bernard Lovell, forstöðu maður á Jodrell Bank hefur lýst mikilli hrifningu yfir þessu afreki Rússa. Segir hann ferðir þeirra Gagarins, Shep- ards og Grissoms ekki sam- bærilegar við þessa ferð. Sir Bernard sagði af þessu tilefni, að hann væri sjálfur fjarri því að aðhyllast stjórn- málahætti og skoðanir Rússa, en hann áliti mjög varhuga- og hægt var að mæla andar- drátt hans og æðaslög. Andar- drátturinn reyndist alltaf eðli- legur og hjartaslögin einnig. Hæst mældust þau 100 á mínútu í upphafi ferðarinnar og lægst 58 á mínútu meðan hann svaf. Titov nærðist þrisvar meðan á ferðinni stóð, — fékk nær- ingu úr túpum. Hann tók sér hálfrar klukkustundar matar- hlé í hvert sinn og borðaði þrí réttað, með kaffi á eftir, — einnig úr túpu. Eftir fyrstu máltíðina fékk TitOv sér smá- lúr en tók síðan sjálfur við stjórn geimskipsins. Hann til- kynnti að það léti vel að stjórn. Ennfremur gerði Titov leikfimisæfingar af og til sér til hressingar. Meðan á fimmtu hringferð- inni stóð lét hann í fyrsta sinn í ljósi áhrifin af þyngdarleys- inu — kvað það ekki há sér neitt. — Ég er eins örninn — örninn, sagði hann og var glað ur — sagði að hitinn væri hæfi legur (18—22 stig) og sér liði vel. Þegar hann hafði verið á lofti í sjö klst. var upplýst, að hann hefði farið 200.400 km vegalengd. Þegar hann svo um hálf þrjú lagði upp í sjöundu hringferðina — en þá fór hann meðal annars yfir austur- strönd Bandaríkjanna, fsland, Skandinaviu, íran, Rauða haf- ið, Indlandshaf og Kyrrahaf, — sagði Titov, að nú væri hann Orðinn syfjaður. — „Þið ráðið hvað þið gerið þarna niðri Moskvubúar, en ég ætla að fara að sofa“. Ætlunin var, að hann svæfi í sjö klst. en hann svaf yfir sig og vaknaði ekki fyrr en klukkan var orð- in tíu. Á meðan var ekkert samband við geimskipið og Sir Bernard Lovell á Jodrell Bank brá sér til kvöldmessu í kirkjunni í Sweetenham, sem er skammt frá athugunarstöð- inni, en hann er orgelleikari safnaðarins þar. A „Hugsaði mikið um Krúsjeff“ Eitt veigamesta atriði i til- raun þessari er að Titov skyldi sofa svo lengi og vel þyngdar- laust. Verður það líklegast for vitnilegasta rannsóknarefni rússneskra lækna á næstunni. Þegar Titov lenti í geim- skipi sínu heilu og höldnu snemma á mánudagsmorgun tóku sem fyrr segir við hon- um læknar, sem fluttu hann þegar í stað í sjúkrahús til frekari rannsóknar. í síðari fréttum segir reyndar, að sam- yrkjubændur hafi fyrstir séð Titov lenda og hafi þeir fagn- að honum að þeirra hætti. Síðdegis í gær átti Titov fund með fréttamönnum. Var þá Gagarin kominn til hans og var honum til aðstoðar, enda orðinn vanur fréttavið- tölum af ferðalögunum síðustu vikurnar. Aðeins rússneskir blaða- menn fengu að ræða við Titov. Vestrænum var ekki leyft að koma nærri honum. Eftir því, sem Tass frétta- Tímataflan fyrrihluta Ieiðarninnar: KI. 6:40 Moskvuútvarpið rýf ur dagskrána og til- kynnir að VostokH. hafi verið sent á braut kl. 5 árd. — 7:00 Tækniútbúnaður all ur í góðu lagi svo og líðan Titovs. — 8:54 Vostok II. hefur lokið annarri hring- ferð umhverfis jörðu. — 9:02 Geimfarið er yfir Moskvu og Titov þakkar Krúsjeff kveðjuna. — Hefur stöðugt samband við jörð. — 9:30 Yfir London. — 9:50 Hefur nýlokið við að borða þrírétta máltíð og kaffi á eftir. — 13:00 Lokið hádegisverði. — 13:54 Yfir Washington. — 14:30 Orðinn syfjaður og býður jarðarbúum góðar nætur. — 15:00 Steinsofandi yfir Reykjavík. 300 km ,yosTOk,M fjærst jörðu 2.00 km „VOSTOk' naest jörðu EvereSt-findur stofan segir, kvaðst Titov hafa þjáðst af jarðþrá. — Ég vissi að til er heimþrá, sagði Titov, en mér varð ljóst í geimferð- inni að einnig er til jarðþrá. Ég veit ekki hvað skal kalla þá tilfinningu, — en hún er. Ekkert í veröldinni er fegurra en fósturjörðin, sem maður gef ur staðið á, unnið og andað að sér ilmi akranna. Pravda hefur eftir samyrkju bónda einum sem sá er geim- farið lenti: — Við heyrðum fyrst eins Og þrumuhljóð og svo kom geimskipið eins og „þruma úr heiðskíru lofti“. Ekkert hefur verið skýrt opinberlega frá lendingu geim skipsins, en frásögn bóndans, ef rétt er, þykir benda til þess að það hafi svifið í fallhlífum til jarðar. Titov sagði, að Vostok II. væri í fullkomnu lagi Og gæti flogið aftur, Hann benti til himins Og sagði: — Það er dýrðlegt þarna uppi. Himingeimurinn bíður — bíður eftir skáldum Og málurum. Pravda segir, að Titov hafi verið útitekinn eins og eftir sólbruna er hann kom til jarðar. Titov kvaðst sömu skoðunar og Gagarin um fegurð himin- hvolfsins. Tunglið hefði hann séð tvisvar og það væri ekkert frábrugðið utan úr geimnum að sjá. Hinsvegar var sólin svo sterk að vart var unnt að líta á hana, sagði Titov og hann sagðist hafa séð sólina koma úpp og ganga til viðar sautján sinnum í ferðinnL Þyngdarleysið kvað hann ekki hafa haft nein áhrif á sig. Fréttamenn sögðu, að Titov hefði hugsað mikið um Krú- sjeff í ferðinni. Við frétta- mann Pravda sagði Titov: — Ég elska þennan mann eins og hann væri faðir minn, og hugs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.