Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 11
I. Miðvikudagur 9. ágúst 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 MAJÓR Ghermann Stephano vich Titov geimíari er í op- inberum íregnum írá Moskvu kallaður „einkennandi fyr- ir unga, dugmikla sovét- borgara“. Titov er e.t.v. ekki eins rússneskur í útliti og Juri Gagarin, vinur hans og kollega, — hann er Ijósari yfirlitum, maður breiðleitur með hátt enni, liðað hár og loðnar augabrýr. Af mynd- lim að sjá virðist hann nokk- uð fullorðinslegri en Gagarin, þótt árinu sé hann yngri. Titov er fæddur í litlu þorpi, Verkhneye Zhilino, í einu fjærsta héraði Síberíu — Altai-héraðinu, sem er nærri landamærum Kína. — í>ar hefur faðir hans stund- að kennslu í rússnesku og þýzku, en fyrir skömmu lét hann af störfum og komst á eftirlaun. Faðirinn heitir Stepan Pavlovich Titov og er 51 árs að aldri, en móðir geimfarans, Aleksandra Mik- hailovna, er fædd árið 1914. 1 Stepan Titov tjáði frétta- „Ungur dugmikill Sovétborgari" mönnum um helgina, að I sonur sinn hefði verið þæg- i ur og prúður drengur í upp- I vextinum. Hugur hans hefði j mjög snemma hneigzt að I módelsmíði og flugvélum. — i Ennfremur hafði hann lesið mikið sem barn og verið fík- inn í frásagnir af ævintýrum og mannraunum. Hann lærði að renna sér á skíðum ' aði mikið um hann í himin- geimnum. — Hann kvaðst hafa fengið kveðjuna frá Krú- sjeff og hefði sér þótt harla vænt um — það hefði komið út á sér tárum að heyra hana. f gær átti Krúsjeff símtal við Titov Og lofaði honum þá, að hann skyldi kyssa hann og I faðma föðurlega er þeir hittust á flugvellinum í Moskvu á miðvikudag. — Ég kem á móti þér með alla þjóðina, sagði Krúsjeff. Og Titov svaraði — Ég þakka þér Nikita Sergeye vich —, ég þakka þér kærlega. þriggja ára gamall og hefur fengið þann vitnisburð fé- laga sinna í skóla að hann hafi verið fyrirtaks íþrótta- maður. Ghermann Titov hafði brotið þvert gegn vilja föður síns með því að fara að læra flug. Hann átti að verða há- skólamenntaður. — En drengurinn hafði sitt fram, sagði faðirinn — og ekki verður annað sagt, en hann hafi náð góðum árangri. Titov lærði flug í liðsfor- ingjaskóla flughersins í Stal- ingrad árin 1955—57, og lauk þaðan prófi með ágætasta vitnisburði. Þaðan fór hann til Leningrad til starfa. Hann hefur eins og Gagarin geng- izt undir margra ára þjálfun fyrir geimferðir. Titov er maður kvæntur og heitir kona hans Tamara Vasilyevna, 23 ára að aldri. Þau hjón eru barnlaus. — Meðan á geimför Titovs stóð dvaldist Tamara heima hjá vinkonu sinni, Valentinu, konu Gagarins, og vék ekki frá útvarpinu fyrr en hún heyrði að maður hennar hefði lent heilu og höldnu. Með því fyrsta sem Titov spurði um, þegar geimfar hans var lent, var, hvernig konunni hefði gengið á prófi, sem hún hafði þá nýlokið — en Tamara hefur í hyggju að gerast læknir. Ekki er okkur kunnugt hvert svarið var, hvort Tamara náði prófinu. Til þessa hafa þau hjónin búið í húsakynnum liðsfor- ingja flughersins utan við Moskvu, en nú er þess vænzt, að þeim verði gert jafnhátt undir höfði og Val- entinu og Júri Gagarin — að þau fái nýja íbúð inni í borginni sjálfri. Á Dansað í Kreml Fréttin um geimferð Titovs vakti mikla hrifningu í Sovét- ríkjunum og hafa þegar verið gefin út frímerki og póstkort með myndum af Titov eins og gert var, þegar Gagarin fór ' sína ferð. j Pravda hafði svo mikið við að gefa út aukablað með frétt um um geimferðina. i Fréttaritarar í Moskvu segja þó, að fögnuður Moskvubúa hafi ekki verið eins firna mik- ill og yfir geimferð Gagarins, en þó eru undirbúin hátíða- •höld Titov til heiðurs engu I jninni en haldin voru Gagarin. I Foreldrar Titovs hafa verið sóttir til Síheríu, en þar átti | móðir hans svefnlausa nótt af éhyggjum af syninum. | Búizt er við, að Titov komi til Moskvu um hádegisbilið — á flugvellinum taka Nikita Krúsjeff og Tamara, eiginkona Titovs á móti honum. Síðan munu þeir Krúsjeff aka sam- an um götur Moskvuborgar í opinni bifreið. Mikil hátíðahöld verða á Rauða torginu og að lokum veizla í Kreml. Gagarín og Rauði herinn á Keflavíkur- flugvelii KLUKKAN hálftólf á sunnu- dagskvöld kom Gagarín majór til Keflavíkurflugvallar úr vest- urför sinni. Fyrirhugað hafði verið, að hann gisti þar um nóttina, en nú þurfti hann að flýta sér austur til Moskvu, til þess að taka á móti Titov maj- ór. Því stanzaði hann ekki nema tvo tíma. Gagarín kom inn í flugstöðvarbygginguna og lék á als oddi. Hann stillti sér upp fyrir framan myndavél með islenzkum starfsmönnum, og af- greiðslustúlku gaf hann fagurt póstkort. Á því var mynd af sjálfum honum, þar sem hann heldur á snjóhvítri dúfu, senni- lega „friðardúfu" af nýjustu sovét-gerð. Guðjóni Bjarnasyni, yfirflug- umsjónarmanni, færði hann að gjöf stóra, innrammaða mynd af sjálfum sér. Gagarín skrifaði á myndina á rússnesku: „Til Guð- jóns frá Gagarín". Myndinni fylgdu tvær flöskur af þrúgu- víni frá Krímstetga. Um tvö-leytið á sunnudag komu tvær skrúfuþotur af gerð- inni IL-18 austan frá Moskvu til Keflavíkurflugvallar. Þær fluttu 168 manna hóp; söng- og dansfólk úr Rauða hernum, sem var á leið til Kanada. Fólkið dvaldist sður frá á sunnudag og gisti þar um nóttina, en hélt áleiðis til Ottawa á mánudags- morgun. Fólkið fagnaði Gagarín ákaflega á sunnudagskvöldið. Flugvélin fór ekki á loft AKRANESI, 8. ágúst — Sigurður er maður nefndur Arnmundsson, 36 ára gamall, giftur og 5 barna faðir, búsettur á Háhorni 12 hér í bæ. Sl. fimm ár hefur hann not að flestar tómstundir til að smíða flugvél. Flugvélaverkstæðið hef- ur Sigurður haft uppi á háalofti 900 farþegar á einum degi með Föxunum FLUTNINGAR með flugvélum Flugfélags íslands hafa verið með mesta móti imi verzlunar- roannahelgina í ár og hafa flug- ferðir innanlands og utan gengið mjög vel. Þjóðhátíð Vestmannaeyja setti svip sinn á flugið innanlands og þangað voru fluttir mörg hundr uð farþegar daglega fyrir hátíð- ina og aftur til lands að henni lokinni. S.l. sunnudag voru farþegar á innanlandsleiðum um sex hundr uð og farþegar með millilanda- flugvélum Flugfélagsins rúmlega þrjúhundruð, svo samtals fluttu „Faxarnir" þennan einá dag rúm lega níu hundruð farþega. Veður var hagstætt til flugs til Vestmannaeyja dagana sem þjóð hátíðin stóð og var flogið stanz laust að kalla, nama í nokkrar klst. á mánudagsmorgun, að flug völlurinn í Eyjum lokaðist. Guðrún Pálsdóttir 75 ára GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Michel- sen verður 75 ára í dag. Hún er fædd að Kroppi í Eyjafirði af norðlenzkum bændaættum. Hún giftist Frank Michelsen, úrsmið á Sauðárkróki og eignuðust þau 12 börn. Af þeim eru 11 á lífi. í dag dvelur Guðrún hjé syni sín um Páli, garðyrkjumanni í Hvera gerði. og þar hefur hann beitt flugviti sínu og handsnilli við að sr.iíða stykkin í flugvélina. Sigurður lærði að fljúga á námskeiði hjá flugskólanum Þyt fyrir 3 árum. í gær rann upp hinn stóri dag ur hjá Sigurði. Vörubíll ók flug vélinni inn á Langasand. Jeppa- bíll var þar til staðar með strengi og tól, til að draga flugvélina á loft. En hún hóf sig ekki upp. Talið er að vélin sé of afturþung eða þá að sandurinn sé of gljúp ur sam flugbraut. Hin grönnu hjól skáru sig niður í sandinn. Það er engin hætta á að Sigurð ur sé af baki dottin, en sem von- legt er þykir honum súrt í broti að ná sér ekki á loft og það ein mitt um sama leyti og Titov vin ur hans og flokksbróðir í Rússíá fer 17 hringi kringum jörðina í einni lotu. Af austurmiðum til Akraness með síld MB. REYNIR AK 98 fékk ágætt síldarkast á Reyðarfjarðardýpi í fyrri viku, en þar sem þrær og geymar sildarverksmiðja Aust- firðinga rúmuðu ekki meira tóku Reynismenn þann kostinn að hraða för til Vestmannaeyja. Er þangað kom, heilsuðu þeim sæ- roknir víkingar á sparifötunum og með blóm í hnappagatinu. — Þjóðhátíðin var byrjuð með báli og blossum, flugeldum og fagn- aði. Engri síld landað í dag! Og þegar þeim félögum var sagt frá kínversku hofi uppi í Herjólfs dal biðu Akurnesingar ekki boð- anna leystu festar, slógu 1 ag sigldu mikinn suður fyrir Reykja nes. Heim, heim, söng.í vélinni. Hér lönduðu þeir 705 máluim á sunnudagsmorgun, og fóru aftur um kvöldið suður urn og austur. Þó þeir stæðu ekki á tindi Heklu há, var Suðurlandsundir- ledið samt við sig. Landsýn var hrífandi fögur enda glaða sól- skin og bjartviðri. Þannig bætti fósturjörðin sumarskrýdd sjó- mönnum upp langa siglingvi og löndunartöf. —Oddur. Talsverður viðbúnaður var suður á Keflavíkurflugvelli til þess að taka vel á móti 168 manna hópnum úr söng- og dansflokkum Rauða hersins, sem gisti þar á leiðinni til Kanada aðfaranótt mánudags. Úti- bú Flugvallarhátelsins, svo kallað Annex, var rýmt heilum sólarhring fyrir komu listafólksins. Eftir beiðni sendiráðs Sovétrikjanna í Reykjavík var sett voldug hespa og hengilás að utanverðu á dyr gistihússins. Að sjálf- sögðu mun þessi frumlega ráðstöfun hafa verið gerð til þess að útiloka allt ó- þarfa ráp listafólksins um hina hötuðu NATO-flug- stöð og hindra samskipti sovétmanna við innfæddan almúgann. E.t.v. hafa hesp- an og hengilásinn líká átt að tryggja, að enginn færi að læðast að- næturlagi í frelsið. Á sama tíma og majórarn ir Gagarín og Títov fljúga um himingeiminn í krafti friðar og kommúnisma er sett hespa og hengilás fyr- ir frelsið hjá listafólki Rauða hersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.