Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 22
2 morgvnbláðið MiðviEudagur 9. ágúst 1961 Isl. knattspyrnumenn í Evrdpukeppni landsliða Keppnin hefst á næsta ári og er reiknaö meb þátttöku frá 25 löndum Á NÆSTA ári fer fram hin svo nefnda Evrópukeppni fyr ir landslið. Keppni þessi fer nú fram í annað sinn. Fyrst þegar keppnin var ákveðin, voru margir, sem áiitu, að lít il þátttaka yrði. Reyndin varð þó önnur, því 18 lönd tóku þátt í keppninni, sem endaði með sigri Rússlands. Vakti keppnin mikla athygli og varð af henni mikill árangur, m.a. sökum þess, að lönd, sem aldrei áður höfðu mætzt, léku nú saman. Varð því frá upphafi augljóst, að keppnin yrði fastur liður hjá Knatt- spyrnusambandi Evrópu. Næsta keppni fer fram, eins og áður segir, á næsta ári, og er reiknað með, að 25 lönd sendi lið. Þegar hefir frétzt um 23 lönd, sem sent hafa bráðabirgða þátttökutilkynn- ingu og er ísland eitt þeirra. Löndin eru þessi: Rússland, Austurríki, Tékkó- slóvakía, Danmörk, Búlgaría, Tyrkland, Grikkland, Ungverja- land, Júgóslavía, ísland, A-Þýzka land, Luxemburg, ftalía, Noregur, Pólland, Rúmenía, Frakkland, Holland, Belía, S-frland, Spánn, Sviss og Pörtúgal. Keppnin er útsláttarkeppni og leika liðin heima og heiman í hverri umferð og síðan er markatala látin ráða ef stigin verða jöfn. Dregið verður um næstu áramót hvaða lið leika sam an í fyrstu umferð og verður Valbjörn meiddur enn VALBJÖRN Þorláksson hefur enn ekki náð sér að fullu eftir tognun þá í baki er hann hlaut í tugþrautarkeppni Norðurlanda- mótsins á Bislet á dögunum. Sagði þjálfari ÍR, Guðmundur Þórarinsson, síðunni svo frá að hann teldi mjög óvarlegt að ætla Valbirni að keppa í landskeppn- inni um næstu helgi. Gæti hann með því átt á hættu mun lengri fjarveru frá íþróttum. Valbirni er ætlað stórt hlut- verk í landskeppninni. Fyrst og fremst er það stangarstökkið, en auk þess koma spretthlaupin. Það er því sannarlega Skarð fyrir skildi ef hann verður ekki með — en hins er og að gæta að dýr- mætara er að hann nái sér fljótt en skemmi fyrir sig með þátt- töku í landskeppni þar sem engar sigurvönir eru fyrir íslendinga. spennandi að fylgjast með, hvaða landi ísland á að mæta. Vitað er, að England og V- Þýzkaland verða ekki með, en þessi 2 lönd eru þau einu, sem Tottenham-menn hylltir eftir sigurinn í bikarkeppninni í vor. vitað er ákveðið um, að verði ekki með. Áriægjulegt er til þess að vita, að ísl. knattspyrnumenn taka nú í fyrsta sinn þátt í einni af hinum mörgu keppnum, sem fram fara í Evrópu. En eins og kunnugt er, eru einnig keppnir milli meistaraliða Evrópulanda, bæði þeirra liða, sem sigtra í deild arkeppnum og bikarkeppnum. Þórólfur ekki með gegn Akranesi ÞÓRÓLFUR Beck er nú á góð um batavegi eftir meiðsli þau er hann hlaut I leiknum gegn Val á dögunum. Það er fullvíst að hann tekur þátt í fyrirhug- áðri ferð Fram til Rússlands en hann er einn af styrktar- mönnum Fram-liðsins. Óli B. Jónsson þjálfari KR sagði í gær að meiðslin væru ekki eins slæm og upphaflega var óttazt. Batinn er ör núna en þrátt fyrir það verður Þór- ólfur ekki með í leiknum gegn Akranesi á fimmtudagskvöld. Meiðslin eru á hægra fæti og er öklinn mikið bólginn, en I hvorki er vatn né blóð í liðn- um eins og upphaflega var ótt- azt. Læknar gera nú að sárum Þórólfs daglega og batinn er ör. Sumarknattspyrna í Englandi KNATTSPYRNUTIMABILIÐ I Englandi er frá því um 20. ágúst til apríl-loka. Má því segja að knattspyrna sjáist varla í Eng- landi á tímabilinu 1. maí. til 20. ágúst eða í um það bil 3Ms mánuð. Raddi reru nú farnar að heyrast um, að nauðsynlegt sé að koma á sumar-knattspyrnu og sé það fyrir báða jafnt, áhorfendur og leikmenn. Telja margir að þetta geti lyft enskri knattspyrnu til þess sætis, er hún áður hafði. Framkvæmdarstjóri Arsenal, George Swindin, er einn af þeim, er ákafast berjast fyrir þessu. Hefur • Swindin bent á nokkrar staðreyndir máli sínu til stuðn- ings. Sumarið 1949 fór Arsenal í keppnisferð til Brasilíu og á næsta keppnistímabili sigraði félagið í bikarkeppninni. Árið ’51 fór Arsenal enn til Brasilíu og á keppnistímabilinu á eftir kornst félagið í úrslit í bikarkeppninni og var í efstu sætum í deildar- keppninni. Með þessu vill Swind in sýna, að nauðsynlegt sé, að leikmenn séu alltaf í æfingu og keppni og bendi þessar ferðir Arsenals til þess, því þau sumur, er þeir ferðuðust til Brasilíu, hafi ekkert hlé verið á æfingum. Hef- ur einnig verið bent á góðan árang.ur Burnley og Kilmarnock á síðasta keppnistímabili, en bæði þessi lið tóku þátt í knattspyrn.u keppninni í New York í fyrra- surnar og var þannig ekkert hlé á æfingum hjá þeim. Hvað svo sem úr þessu verður, þá er eitt víst, að því skipulagi, sem nú er á öllu í enskri knatt- spyrnu verður ekki breytt, beld ur mun ef til vill koma ný sumar keppni jafnvel með þátttöku ým- issa Evrópuliða. Mantíhester United keypti ný- lega miðherja Arsenal, David Herd, fyrir 35 þús. pund. Herd hafði áður hafnað þeim kjörum er Arsenal hafði boðið. Aston Villa hefur keypt Derek Dougan frá Blacbburn fyrir 12 þús. pund ítalska félagið Milan hefur mik- inn áhuga að kaupa miðherja enska áhugamannaliðsins, Bobby Brown. Ákveðið hefur þó verið, að Brown leiki með Fulham, sem áhugamaður, næsta keppnistíma- bil og að því loknu mun Mílan gera honum ákveðið tilboð. Mörg ensk félög hafa sýnt ábuga að fá Brown, en mega ekki „kaupa“ hann, aðeins ráða hann til sín, án þess að hann fái nokkra greiðslu fyrir utan fastalaun. Milan getur aftur á móti greitt honum álitlega f járhæð, sem renn ur í vasa Browns, ef hann er á- hugamaður þegar salam fer fram. Hér er bíllinn, sem ók á handriðin á Sogsbrúnni við Þrasta- Iund á sunnudagskvöld. Enginn slasaðist, þótt merkilegt megt heita, en bíllinn er illa farinn. Kranabíll frá Þungavinnuvél- um hf. á vegum Félags íslenzkra bifreiðaeigenda fjarlægði bílinn á skömmum tima, svo að litlar umferðarstafir urðu. (Ljósm.: Kristján Magnússon) Ók ó brúna hjó Þrastorlundi Á SUNNUDAGSKVÖLD rakst Chevrolet bifreið á brúna yfir Sogið hjá Þrastar- lundi. Fimm piltar voru í bíln um, en þá sakaði ekki. Aftur á móti skemmdust bæði bíll- inn og brúin og þykir lán að ekki varð alvarlegt slys þarna. Þetta gerðist á seinni hálf- tímanum til 11 á sunnudags- kvöld. Var bifreiðin að koma frá Inglófsfjalli á leið austur yfir. Fór hún fyrst utan í hand riðið öðru megin og síðan ská- hallt yfir brúna á handriðið hinum megin Og var komin langleiðina austur yfir bmina, er hún stöðvaðist, en þá var hjólið undan. Við áreksturinn sópuðust stöplamir í handriðinu á brúnni af, og var því mesta heppni að bíllinn skyldi ekki fara ofan í óna. Hann er mik- ið skemmdur. H / ff Skrifar um KVIKMYNDIR Kópavogsbíó: Stolin hamingja. MYND ÞESSI, sem er þýzk og tekin í litum, gerjst að mestu á smáeyju í Miðjarðarhafi þ.e. hinni fögru spænsku eyju Mal- orca og þar er myndin tekin. Efni myndarinnar er í stuttu máli þetta: Prófessor Bohlen, þekktur læknir í Þýzkalandi er kvæntur ungri konu Ninu að nafni, sem hann veit að er haldin ólækn- andi sjúkdómi. Hann hefur leynt konu sína sannleikanum um sjúk dóminn, en af fyrirlestri, sem hann heldur í háskólanum og hún blustar á án vitundar hans, verður henni ljóst hvens eðlis sjúkdómur hennar er. Maður hennar viðurkennir nú að hún muni ekki eiga langt eftir ólifað, og segir henni jafnframt hversu sjúkdómurinn muni lýsa sér er frá líður, — sjón hennar og hreyfiskynjun muni raskast. — í vonleysi sínu yfirgefur Nína heimili sitt og eiginmann og ferð ast land úr landi. Hún kemur dag einn með stóru farþegaskipi til lítillar eyju við Spán. Hún kynnist þar, af sérstökum ástæð- um, ungum og gjörvulegum fiski manni og heillast af hispursleysi 'hans og glaðværð. Og hann verð ur hrifinn af þessari glæsilegu framandi konu. Fundum þeirra ber eftir þetta oft saman enda fer svo að með þeim takast brenn heitar ástir. Nína nýtur hamingju ríkra daga í faðmi hins unga manns og í sól og fegurð eyjar- innar. Allt þetta vekur henni aft ur trúna á lífið og henni finnst hún aldrei hafa verið heilbrigð- ari en nú, enda sannfærist hún um að eiginmanni sínum hafi skjátlazt við sjúkdómsgreining- una. — En dag einn kemur mað ur hennar til eyjarinnar og bið- ur hana að hverfa aftur heim. Hún fellst á það, en segir honum frá ástum sínum og fiskimanns- ins. Hún kveðst aðeins koma með honum heim til rannsóknar, en að því búnu muni hún hverfa aft ui til elskhuga síns, enda sé hún nú alheilbrigð. Hún fer til gisti húss síns eftir föggum sínum og skrifar fiskimanninum kveðju- orð, — en þá verður hún skyndi lega vör við hin hræðilegu sjúk dómseinkenni. Hún fer þá beim í kofa vinar síns til að kveðja hann, — segir honum að hún sé sjúk, en að hún muni koma fljót lega til hans aftur. Hann trúir henni ekki, en heldur að hún hafí aðeins haft sig sem dægra- styttingu. Og þannig skilja þau. En þegar hann sér að hún er studd um borð í skipið veit hann að hún hefur sagt satt — og hann horfir á eftir henni með sárum trega. Mynd þessi, sem tekin er i fögru umhverfi er yfirleitt mjög góð og all efnismikil og yfir henni geðþekkur blær. Hin þekkta leikkona Lilli Palmer er leikur Ninu, fer ágætlega með hlutverk sitt — og Carlos Thomp son er gjörvulegur í hlutverki fiskimannsins og leikur hans prýðilegur. Willi Birgel, er leik- ur prófessor Bohlen gerir einnig því hlutverki góð skil. Tjarnarbíó: Léttlyndi söngvarinn. ENSKAR gamanmyndir eru yfir leitt fremur skemmtilegar og sumar afbragð, enda er enskur „húmor“ að jafnaði mjög nota- legur. Norman Wisdom, sem leik ur aðalhlutverkið í þessari mynd léttlynda söngvaranum, er einn allravinsælasti gamanleikari Breta og hefur leikið í fjölda á- gætra mynda, sem hér bafa ver ið sýndar. — í þetta sinn beitir 'hann Norman Truscott og vinn- ur við fatahreinsun og dreymir um að verða landsfrægur söngv- ari. En sá er hængur á, að hann getur ekki komið upp nokkrui hljóði nema hin unga og fallega vinkona hans, Judi, sem er bund in við hjólastól sinn, sé viðstödd honum til trausts og uppörvunar. Söngvari, Carew að nafni, sem er að missa „töfra sína, hár sitt vinsældir og fé“ eins og segir f efnisskránni, heyrir Norman syngja og ákveður að stela rödd hans með því að taka söng hans á segulbandstæki og nota hana á sínum eigin söngþáttum, en bæra sjálfur aðeins varirnar. — Þetta tekst um sinn, en fyrir að- stoð röggsamra vina Normans tekst þö að lokum að afhjúpa svik Carews, en Norman fær verðsk'Uldaða viðurkenningu. En áður en þetta gerist hefur margt sögulegt borið við, sem ekki er Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.