Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 9. ágúst 1961 í barattunni við hungriö eru góð ráð dýr Rætt v/ð dr. Björn Sigurbjornsson DH. BJÖRN Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir tveggja miánaða dvöl í Englandi, en þar var hann fulltrúi íslands á námskeiði, sem brezka land- búnaðarráðuneytið hélt vegna svokallaðs alþjóðafræárs Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO World Seed Campaign 1961). Fréttamaður blaðsins hitti dr. Björn að máli og innti hann frétta af þessu námskeiði og fór- ust honum svo orð: — Þetta námskeið, sem var til- lag brezku stjórnarinnar til al- iþjóðafræársins, sóttu sérfræðing- ar frá 28 löndum, báðum megin járntjaldsins. Námskeiðið sjálft var haldið við National Institute of Agricultural Botany í Cam- bridge og stjórnuðu því færustu sérfræðingar Breta í fræræktun og frærannsóknum. Fjallaði fyrsti hluti námskeiðsins um fræ rannsóknir ög alþjóðalög og reglu gerðir um fræverzlun milli landa, en síðari hluti þess fjallaði um ýmis vandamál fræræktar og stofnræktar á nýjum afbrigðum. Að lokum var ferðazt uim Eng- land í boði ýmissa fræfyrirtækja, til að kynnast fræframleiðslu Og verzlun. — Hver er ástæðan fyrir þessu alþjóðlega fræári? — Meiri hluti mannkynsins lif ir í sífelldum ótta við hungur. Hin geysilega fólksfjölgun síðari ára hefur gert hungrið að einu Bourguiba gefur yfirfýsingur TUNIS, 3. ágúst (NTB-Reuter). — Habib Bourguiba, forseti Tún- is, sagði í dag, að stjórn sín væri fús að draga til baka kænu sína hjá Sameinuðu þjóðunum á hend- ur Frökkum, ef franska stjórn- in féllist á að ganga til samn- inga um að hefja þrottflutning herliðs síns frá Bizerta á ákveðn um tíma. Stjórnmálasamband að nýju Um leið var tilkynnt samtímis í Túnis og Kairo, að Arabíska sambandslýðveldið og Túnis hefðu að nýju tekið upp stjórn- málasamband sín á milli. >ví var slitið af hinum síðarnefndu í móvember 1958, eftir að þeir Ihöfðu sakað Arabíska sambands- lýðveldið um að hafa átt hlut að undirbúningi tilræðis við Bour- guiba forseta. Ásakanir á Frakka í dag bar Bourguiba þær sakir á Frakka, að þeir færu illa með túníska fanga, sem þeir hefðu tekið í átökunum við Bizerta. Ef ekki yrði breyting á þessu inn- an 24 klukkustunda, mundu Tún ismenn gjalda í sömu mynt. Ekki ögrun >á tók Bourguiba það fram, að ekki bæri að líta á sendiför tún- íska utanríkisráðlierrans, Sadok Mokkadem, til Moskvu sem neina ögrun við Bandaríkin, enda þótt stjórn sín teldi að bandarískir náðamenn ættu að veita Túnis meiri stuðning. erfiðasta vandamáli, sem blasir við mannkyninu. f baráttunni við hungrið eru góð ráð dýr, en und- ir merki FAO er leitast við að sameina ,*lar þjóðir heims, rík- ar og fátækar í þessari baráttu. 1961 alþjóðlegt fræár Fulltrúarnir á ráðstefnunni ræddu málið af mikilli alvöru, enda margir frá löndum, þar sem hungrið sverfur stöðugt að. T.d. setjast 10 þús. nýir þjóðfélags- þegnar daglega við matarborðið í Pakistan, en matvælaframleiðsl an eykst lítið. Og vandamálin, sem fulltrúarnir skýrðu frá eru sannarlega margvísleg. T.d. geta kýr ekki lifað á Malakkaskaga Og þar um slóðir, þola ekki hit- ann, og því verður að flytja alla mjólk inn í dufti. Og í Malaya stendur það búskap hvað mest fyrir þrifum, að þegar bóndinn er búinn að afla sér nægilegs fjár til að geta eignast traktor, þá kaupir hann sér heldur nýja konu, því hann má hafa allt að f jórum. Nú og í Indlandi og Paki- stan dregur það mjög úr mat- vælaframleiðslu, að Múhmeðs- trúarmennirnir banna svínakjöts át og í augum Búddatrúarmanna er kýrin heilög. Þannig mætti lengi telja. FAO hefur gert sér grein fyrir því að mikilvægasta vopnið í stríðinu við hungrið er að hvetja til nptkunar á betra fræi sem und irstöðu aukningar á matvæla- framleiðslu heimsins. Stofnunin Fulltrúar frá ýmsum löndum á námskeiði vegna alþjóða fræ- ársins. Dr. Björn er þriðji frá vinstri. i'.t hefur lýst yfir, að árið 1961 skuli vera alþjóðafræár og á því ári eigi allar þjóðir að gera sitt ýtr- asta til að hvetja til notkunar á betra fræi til að auka land- búnaðarframleiðsluna. — Hefur þetta námskeið orðið þér að gagni? — Já, færustu menn í þessari grein fluttu fyrirlestra og fræ- rannsóknirnar eru reknar með mestu prýði hjá þessari stofnun, og af því var margt hægt að læra. Þetta námskeið kerour sér sérstaklega vel fyrir okkur á þessu ári, þegar búast má við ýmsum umbreytingum í fræmál- um okkar. Umbætur í fræmálum okkar Er þá fyrst að nefna, að í vor var samþykkt í Félagi ísl. bú- fræðikandidata að láta undirbúa nýja reglugerð um fræverzlun og er ég meðlimur í nefnd, sem fjallar um málið. í Bretlandi gerði ég mér far um að kynnast reglugerðum og lögum um fræ- mál og leitaði ráða hjá ýmsum sérfræðingum, sem þar voru sam an komnir. I öðru lagi er nú loks kominn á laggirnar visir að grasfrærækt í stórum stíl hér á landi og rækt- un á byggi hefur aukizt til mik- illa muna í ár. Söfnun á innlendu grasfræi var hafin á vegum At- vinnudeildar Háskólans haustið 1958 og var hinum ýmsu stofnum sáð vorið eftir í tilraunasvæðið að Gunnarsholti. Ætlunin er að nota síðan fræið af beztu stofn- unurn til sáningar á beitilöndum í baráttunni við uppblásturinn. í fyrrahaust var síðan gerð gang skör að því að safna fræi um land allt. Tókst sú söfnun vel, enda var árferði sérstaklega vel fallið til fræþroskunar. Eru nú tilbúin til sáningar fræ af þús- undum íslenzkra grasa af ýms- um tegundum. Þá var í fyrrahaust skorið tölu vert magn af fræi af þrem al- gengustu íslenzku grastegundun- um og var því fræi sáð í nokkra hektara að Gunnarsholti í vor. Næsta haust verður síðan skorið fræ af þessum ökrum og fræið notað til dreifingar úr flugvél á beitilönd. — Eg er mjög ánægður að hafa átt kost á að sækja frænámskeið ið í Cambridge í sumar, sagði dr. Björn að lokum, og ég vona að það geti orðið að gagni við áfram haldandi frærækt hér á landi. BIELFELD, V-Þýzkalandi, 5. ágúst. — Samkvæmt víðtækari skoðanakönnun í V-Þýzkalandi rnundu 4% V-Þjóðverja greiða einræðisherra á borð við Hitler atkvæði sitt. Hins vegar sögðust 86% alls ekki mundu gera það, en 10% voru óákveðnir. * Löng helgi Það er gott að fá langa frí helgi á þessum tíma sumars, enda verður verzlunarmanna helgin flestu bæjarfólki drjúg til ferðalaga. Á vorin eru tvær langar helgar, páskam ir og hvítasunnan, sem varlá notast öllum almenningi eins vel sökum þess hve snemma árs þær eru. Að vísu er mánu- dagurinn strangt tekið frídag ur verzlunarm. einna, en iðn- aðarmenn og aðrir taka sér gjarnan frí líka þennan dag. A.m.k. hitti ég marga iðnaðar menn í ferðalögum um verzl unarmannahelgina. Um verzlunarmannahelgi má sjá á flestum fallegum stöðum út um land, hve marg ir Islendingar eiga tjöld og hafa komið sér upp viðleguút búnaði, þrátt fyrir okkar stuttu sumur. í góðum rjóðr um við læki stóðu núna víða mörg tjöld í hvirfingu, fyrir utan stóru tjaldborgirnar á vinsælustu stöðunum, eins og Þórsmöilk, Vestm-ainnaeyjum, Húsafellsskógi og fleiri stöð um, þangað sem efnt var til höpferða. Þessi fríhelgi er bæjarbúum ómetanleg, einmitt á þessum tíma árs, meðan enn er sumar og ekki farið að dimma neitt að ráði. • Mikið talað Venjulega er sá eiginleiki að tala mikið um ekkert eign aður blessuðu kvenfólkinu Þegar maður ferðast út um land í bíl með talstöð, þá sann færist maður þó um að þenn an eiginleika á hitt kynið ekki síður í ríkum mæli. — R. 12345, R. 67890 kallar! heyrirðu til mín, skifti heyr ist endurtekið hvað eftir ann að. Og svo þegar hið lang þráða samband næst, er kannski bara spurt: — Ég er á veg- inum til Þingvalla, segirðu annars nokkuð? — Ég, o,nei nei, ég er að beygja inn í Ás vallagötuna, og það er svo sem ekkert að frétta hér. En þar með er samtalinu ekki lokið. Það getur staðið í 10 mínútur, þó ekkert sé að FERDINANP t o r^/y/ * segja. Talstöðvarnar, sem Landssíminn leigir, eru ákaf lega gagnlegar í mörgum til fellum og það er öryggi í að hafa þær úti á landsbyggð- inni og í öræfaferðum, ef eitt hvað kemur fyrir. En þessi broslegu samtöl, sem maður heyrir stundum á línunum, eru því líkust að krakkar hafi í talstöðvunum fengið skemmti leg leikföng. Þetta gerir sjálf sagt ekkert til, meðan þeir sem á þurfa að halda kopiast að fyrir þvaðrinu í hinum, sem eru að leika sér. — Og meðan Gufunesmennirnir hafa þessa engilsþolinmæði að hjálpa til. • Talstöð í Þórsmörk imrnmmmmmmmmm—mmmmmmmmmmmKsmmam En ástæðan fyrir því að ég veitti þessu óþarfablaðri meiri athygli nú um helgina en stundum áður, er sú, að Ferða félagið tjáði okkur hér á Morg unblaðinu fyrir helgi, að það ætlaði að reyna aðhafabílmeð talstöð í Þórsmörk um verzl unarmannahelgina, þar eð svo margt fólk væri þar. Væri það gert í öryggisskyni. Ég spurði einhvern, hvem ig stæði á því að Ferðafélag ið hefði ekki bara talstöð, í Skagfjörðsskála, þar1 sem væri umsjónarmaður állt sumarið. Þarna væri alltaf eitthvart slangur af fólki og öryggi í að geta haft samband við lækni, ef eitthvað yrði að. Og þá var mér sagt að það fengist ekki stöð þangað. Það virðist því einhver takmörkun vera á því hvar eða hvernig megi nota slíkar talstöðvar, þrátt fyrir -allt. En þarna virðist hafa Romið einhver smá galli fram á kerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.