Morgunblaðið - 17.08.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.08.1961, Qupperneq 3
FimmtudagUr 17. ágús't 1961 MORGUNBLAÐIÐ ☆ Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN- INN fékk Sigurður Jónsson, starfsmaður hjá tollstjóraskrif stofunum, ódrátt mikinn á stöng í Réttarstreng í Víðidals- á. Héldu veiðimenn fyrst að hér væri um hnúðlax að ræða, en við rannsókn á veiðimála- skrifstofunni um kvöldið, kom í ljós að hér var um bleikju að ræða Ennfremur barst veiði- málaskrifstofunni bleikja aust an af Héraði, og var sú einn- ig all furðuleg. Bleikjan úr Víðidalsá var rúmlega átta pund að þyngd. Segir Sigurður að fiskurinn hafi verið daufur og lítið hreyft sig, en sér hefði orðið hverft við, er hann var kom- inn upp á bakka. Allur var fiskurinn slímugur, og erfitt að ná á honum taki. Gömul bleikja Um kvöldið rannsakaði í>ór Furðubleikja úr Víðidalsá Guðjónssuri, veiðimaiastjóri, fiskinn. Reyndist ógjörningur að ná af honum hreistri, sök- um þess hve fast það var fyrir. Talsverð kryppa var á fisk- inum, Og krókur mikill í neðri skolti, líkt og á laxi, en krók- urinn var slappur líkt og húð- sepi. Þá var hausinn óvenju stór, og fiskurmn allur stutt- ar og digur. í ljós kom, að hér var um gamla bleikju að ræða, en mað aldrinum breytast oft vaxtarhlutföll bleikjunnar. Veiðimálastjóri telur þó, að e. t. v. sé beinamyndun hryggj- arliðanna eitthvað áfátt, en ekki hefur verið gengið úr skugga um það enn. Þá barst veiðimálaskrifstof- unni bleikja, sem veiðst hafði austur á Héraði, en-veiðimenn voru ekki ánægðir með að þetta væri bleikja. Reyndist þó svo vera, en allur var fisk- urinn skakkur, og í ýmsu lík- ur bleikjunni úr Víðidalsá — hh STAKSTIINAR Stefnulaust blað Tíminn, hlað Framsóknarflokks ins, hlífir sér enn við því í gær að taka afstöðu til atburðanna í Berlín. Þjóðarfangelsun Aust- ur-Þjóðverja virðist ekkert mál í augum ritstjórnar þess blaðs. Hins vegar segir Tíminn: „Það verður að hverfa frá afturhaldsstefnunni, sem er fyrst og fremst miðuð við þá fáu ríku — stefnu Chiang Kai Sheks og Batista." Hér er verið að ræða um ís- lenzk stjórnarvöld og þeim líkt við hinn illræmda Batista-ein- ræðisherra á Kúbu, sem var fyr- irrenirari núverandi ofbeldis- manns, Castros. Já, ritstjóra Tímans finnst sem sagt ólíku saman að jafna „ofbeldismönn- unum“ íslenzku og vinunum Ulbricht og Grotewohl, sem hann heimsótti nýlega og þáði af hver* kyns heiður. Aliir dbrjálaðir menn vona aö steínt verði fram hjá voðanum sagði Thor Thors sendiherre við brottför sína í gærkvöldi AULIR óbrjálaðir menn vona að stefnt verði fram hjá voðanum, enda þótt þunglega horfi nú í alþjóðamálum. Þannig komst Thor Thors sendiherra m.a. að orði er Mbl. náði snöggvast tali af honum í gærkvöldi. En hann fór sl. nótt með Loftleiðavél til Bandaríkjanna. Ég varð að flýta för minni nokkuð, sagði sendiherrann vegna aukaþings Allsherjarþings ins, sem kemur saman í næstu viku. Var aðeins rúman hálfan mánuð hér heima og eyddi þeim tíma m a. vestur á Snæfellsnesi og austur á landi. Ég þarf e. t. v. einnig að skreppa til Ottawa áð- ur en aukaþingið kemur saman í sambandi við heimsókn forseta íslands til Kanada hinn 11. sept. n.k. Hvernig lýst yður á ástandið í alþjóðamálum um þessar mund ir? Allir óbrjálaðir menn vona að stefnt verði fram hjá voðanum enda þótt þunglega horfi nú í al- þjóðamálum. En það er alltaf hætta á ferðum þar sem úrslita- ákvarðanir geta verið í höndum einstakra manna. Hvernig fannst yður að koma heim að þessu sinni? Sjö flýðu ,,sœluna" VÍNARBORG, 15. ág. (Reut- er) — Sjö Tékkar óku í dag á mikilli ferð yfir landamæri Tékkóslóvakíu og Austurrík- is, fram hjá tékkneskum landamæravörðum og gegn- am gaddavírsgirðingarnar þeim megin, og beiddust hæl- is í Austurríki sem pólitískir flóttamenn. I hifreiðinni, stór um vörufmtningabíl, voru þrír karlar, tvær konur og tvö böm. Þegar þau voru sloppin gegnum landamæra- hindranir Tékkanna, óku þau á ofsahraða áfram — og beint til Vínarborgar, þar sem þau gáfu sig fram við lögregluna. Auðvitað inndælt eins og allt- af. En þegar menn í fjarlægum löndum lýsa aðdáun sinni á ís- landi og fslendingum þá halda þeir að þessi fámenna þjóð sé samhent Og samtaka um að halda hér uppi menningarþjóðfélagi. Það læt ég líka jafnan gott heita, enda þótt svo virðist sem okkar litla þjóð búi oft við illdeilur Og skæruhernað innbyrðis. En vonandi stendur þetta allt til bóta segir Thor Thors að lokum. Héðan að heiman fylgja honum óskir um fararheill og gæfu í hinum vandasömu störfum hans fyrir íslenzku þjóðina. Frú Ágústa Thors mun dvelja nokkra daga enn hér heima. Thor Thors Eímskipafélag íslands gefur út nýja áætlun VERKFÖLLIN í júní röskuðu siglingum skipa Eimskipafélags- ins. Strax og þeim lauk var haf- izt handa um að koma sigling- unum í samt lag aftur. Nú hefir verið gefin út áætl- xrn þriggja skipa m.s. „BRÚAR- FOSS“. M.s. „SELFOSS" og m.s. „DETTIFOSS". Áætlunin gildir til apríl 1962. Skipin sigla á þriggja vikna fresti New York — Reykjavík — Rotterdam — Hamborg — Reykjavík. Eftir affermin>gu í Reykjavík ferma skipin íslenzk- ar afurðir til New York. Vegna skipakaupa framleið- enda á frystum fiski er nú þeg- ar ekki næg, verkefni fyrir skip Eimskipafélagsins í frystiflutn- íngum frá íslandi. f lok þessa árs bætist enn eitt frystiskip við flotann, sem er eign Jökla h.f. Eimskipafélagið hefur gert samning við útflytjendur á frystu kjöti frá írlandi til New York. Samningurinn gildir í 6 mánuði, segi annar hvor samn- ingsaðili honum ekki upp fram- lengist samningurinn sjálfkrafa í aðra 6 mánuði. Gert er ráð fyr- ir að skipin sigli frá Dublin á þriggja vikna fresti tl New York. M.s. „DETTIFOSS" fermdi 1200 smálestir af kjöti í Dublin í lok júní og m.s. „SE'LFOSS" fermdi 1700 smálestir í lok júlí. M.s. „GOÐAFOSS" mun ferma í Dublin í lok ágúst um 1200 smá- lestir. Frystirúm áætlunarskipa hefir verið svo til íull nýtt frá New York til Rotterdam og Hamborg ar. Skipsrúm í venjulegum lest- um er notað fyrir sekkja- og stykkjavörur til íslands. Halda fast við launakröfur LONDON, 15. ágúst — (Reuter) — Leiðtogi starfsgreinafélaga, sem telja um 650 þúsund ríkis- starfsmenn innan sinna vébanda, vísuðu í dag einróma á bug til- mælum frá brezku stjórninni þess efnis, að félögin geri engar kröfur um hækkuð laun, á með- an landið sé að komast út úr nú verandi efnahagsvandræðum. — 1 tilkynningu eftir sameiginlega stjórnarfundi umræddra félaga sagði, að haldið yrði fast við þá stefnu að fá launin hækk- uð sem fyrst, en hins vegar var ekki hótað neinum sérstökum að gerðum til þess að fá kröfunum framgengt. Jorðorbúar nær 3 þús. milljónir SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM — Fólksf jölgunin í heiminum er nú slík, að hún jafngildir þvi, að „heilt Frakkland“ bætist við á ári hverju. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út — og segir þar jafn- framt, að þessi áætlun — 46.000.000 á ári — hljóti að teljast lágmark. Sé gert ráð fyrir „eðlilegum misreikn- ingi“, megi búast við, að fjölgunin verði framvegis nær 55 milljónum árlega. í — ★ — J Fra því skömmu eftir 1920 hefir fólksfjöldinn 1 heimin- um vaxið um þriðjung — og er nú mjög að nálgast 3 þús. milljónir. Hlutfallsleg fjölgun nemur 1,7 af hundraði — en það jafngildir 85 á hverri mínútu árið um kring. — Ef litið er á heiminn í heild, fæðast að meðaltali 36 börn árlega fyrir hverja þúsund íbúa. Dánartalan er hins veg- ar 9 fyrir þúsund íbúa — og mismunurinn nemur sem svar ar 46 milljóna fjölgun á ári. Hins vegar fer dánartalan sí- lækkandi, og því má gera ráð fyrir að mannfjölgunin verði örari með hverju ári sem líð- ur, enda þótt fæðingum fari ekki fjölgandi. Til að bæta kjörin Eftirfarandi leiðarastúfur birt- ist í Tímanum í gær: „Fyrirspurn til Morgunblaðs- ins. Er það íslenzku þjóðinni til góðs að fá hingað erlent einka- fjármagn, ef sá böggull á að fylgja skammrifi að skilyrðið sé, að lífskjör séu hér helmingi lakari en í nágrannalöndunum?“ Þessu er fljótsvarað. Lífskjör í nágrannalöndunum hafa líklega á einum og hálfum áratug batn- að um helming meðan þau hafa nánast staðið í stað hérlendis. Ein af meginástæðunum til þess að Evrópuþjóðirnar hafa bætt svo kjör sín er sú, að hver ein og einasta af hinum vestrænru þjóðum hefur hagnýtt kosti er- lends fjármagns til uppbygging- ar atvinnulífs og til að bæta iífskjörin. Morgunblaðið vill að íslendingar fari sömu leið og þess ar þjóðir, svo að lífskjör batni hér um helming á áratug, ein- mitt fyrir tilstuðlan heilbrigðra stjórnarhátta og hagnýtingar er- lends fjármagns. Sem betur fer er það ekki svo, eins og Tíminn þó gefur í skyn, að lífskjör séu hér helmingi lakari en i ná- grannalöndumim, en hitt er al- veg ábyggilegt mál, að þau verða það innan eins áratugs, ef aft- urhaldsstefna Framsóknarflokks ins ætti að ríkja og við hagnýtt- um ekki þau tækifæri, sem bjóð- ast tii stórstígustu framfara í sögu landsins. • Eysteinska A þriðjudagin.i rakti Morgun- blaðið það, hvernig kostnaður við fiskvinnslu í frystihúsum skipt- ist, og upplýsti að heildarvinnu- launakostnaður væri ekki undir 50—52%. Síðan gat blaðið þess, að vinnulaunakostnaður við öfl- un fisks og flutninga að frysti- húsi væri sízt minni hundraðs- hluti. Tíminn í gær sleppir þessari athugasemd og segir upp á eysteinsku, að Morgunblað ið haldi því fram, að fiskurinn kosti ekki neitt. Svo skringileg er eysteinskan, að það er einmitt hún, sem reiknar dæmið þannig, að fiskurinn komi fljúgandi inn í frystihúsið og ekkert tillit þurfi að taka til hækkaðs kostnað ar við öflun hans. Fleiri reikn- ingskúnstir nota „fræðimenn4 eysteinskunnar, þangað til þeir finna það út, að launahækkan- irnar svari til 1% af útflutnings- verðmætinu! Geri aðrir betur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.