Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. ágúst 1961 Þökkum innilega auðsýnda vináttu, gjafir og árnaðar- óskir á sjötugs afmælum okkar 13. janúar sl. og 4. ágúst. Guð blessi ykkur öll María Rögnvaldsdóttir, Ólafur Hálfdánsson, Bolungarvik Bílar frá Þýzkalacdi Getum útvegað leyfishöfum notaða bíla af öllum árgerðum frá Þýzkalandi. — Þar sem maður á okk- ar vegum er á förum til Þýzkalands er nauðsynlegt að tala við okkur strax. Bílamistoðin VAGIM Amtmannsstíg 2 C — Símar 16289 og 23757 Til sölu Nokkrar 3ja og 4ra herb. íbúðir í smíðum í sam- býlishúsi á mjög góðum stað í Austurbænum — Seljandi er margþekktur að því að vera sanngjarn og öruggur í viðskiptum. FASTEIGNASALA Einars Ásmundssonar, hrl. Simi 15407 Austurstræti 12 III. h. 3/o herbergja íbúð * r a Melunum Til sölu er rúmgóð 3ja herb. kjallaraíbúð í nýju húsi á Melunum. Sér inngangur, sér hiti og sér þvottahús inn af eldhúsi Upplýsingai gefur, EGILL SIGURGEIRSSON, hrl., Austurstræti 3 — Sími 15958 Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður BJÖRNS JÓHANNESSONAR fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 18. þ.m. og hefst með bæn að heimili hins látna, Hlíðarhúsi kl. 2 e.h. Ólöf Jónsdóttir, Guðbjörg M. Björnsdóttir, Margrét og ÓIi J. Blöndal Litla dóttir okkar RUT BERGLIND andaðist 5. þ.m. — Jarðarförin hefur farið fram. — Þökkum innilega auðsýnda samúð. Kristrún Gottliebsdóttir, Björgvin Kristófersson, Silfurteigi 4 Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför BJÖRNS BJARNASONAR málarameistara Ragna Ágústsdóttir, Steingrímur Páll Björnsson Soffía Björnsdóttir, Bjarni Björnsson Aðalbjörg Björnsdóttir, Óli Kr. Björnsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar HILDIGUNNAR MAGNÚSDÓTTUR Grettisgötu 51 Arnþrúður Þ. Eiríksdóttir, Rannveig Eiríksdóttir, Erlingur Ólafsson, Einar Bárðarson Magnús G. Guðna- son — minning STARFINU er lokið og langur dagur liðinn hjá. Höfninni er náð og eiiífðin tekin við. Magnús Guðnason er látinn. Með honum er horfinn Oss sjónum, ekki að- eins tryggur og góður vinur sem lengi naut við, en einnig starf- samur og góður drengur sem lifir áfram í hugum vorum. Magnús Guðnason andaðist á heimili sínu að morgni 9. þ.m. og vantaði þá 2% mánuð í að verða 99 ára. í dag verður hann jarð- sunginn. Magnús Geir Guðnason stein- smiður var fæddur að Bakkavelli í Hvolhreppi 25. okt. 1862. For- eldrar hans voru hjónin Guðni Hraóbátur til sölu Uppljsingar frá 10—14 dag- lega í síma 14372. Samkomuv Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8 — Mr. Glenn Hunt talar. — Allir velkomnir! Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 8.30. Almenn samkoma. Kaft. Ona stjórnar. Major Óskar Jónsson talar. — Söngur — Hljómleikar. Allir Velkomnir. Félagslíf Ferðafélag íslands ráðgerir 4 daga ferð til Veiði- vatna 19. ágúst. Er ætlunin að dveljast 1—2 daga þar og skoða umhverfi vatnana og Tungnaár- svæðið. Upplýsingar í skrifstofu fé- lagsins. Símar 19533 og 11798. Fcrðafélag fslands ráðgerir fjórar 1% dags ferðir og eina sunnudagsferði um næstu helgi. Þórsmörk U> n dm annal au gar, Kjalvegur, Hvanngil, á sunnudag Þjórsárdalur. Upplýsingar í skrifstofu félags- ins. Símar 19533 og 11798. Knattspymudeild Vals Meistara- og 1. flokkur — Æfing annað kvöld kl. 7.30. Fundur eftir æfingu. Rætt um utanferðina. — Stjórnin. I. O. G. T. Stúkurnar Verðandi nr. 9 og Dröfn nr. 55 fara skemmtiferð í Þjórsárdal næstkomandi sunnudag. Farið verður £rá Fríkirkjuvegi 11 kl. 9 f. h. — Þátttaka tilkynnist í dag og á morgun í síma 18830. Æt. St. Andvari nr. 265. Farið verður að Jaðri í kvöld og drukkið kaffi. Þátttakendur beðnir að mæta við Góðtemplara húsið kl. 20.30. — Æt. ovHELGfl90N/ A . S.ÚÐRRVOG 20 /">/ Lj R /\ I>( leqsteinar oq J plÖtUK ð Loftsson og Guðrún Sigurðar- dóttir, búandi á Bakkavelli og ólst Magnús þar upp í stórum systkinahópi til 5 ára aldurs og var yngstur þeirra En árið 1868 fluttust foreldrar hans hingað til bæjarins og ólst Magnús að mestu upp hjá móður sinni eftir það. Var hann því orðinn einn af elstu borgurum þessa bæjar er hann andaðist. En En ég tel það víst, að þessi bær hafi aldrei átt eins gamlan starfandi borgara eins Og Magnús því hann vann fram undir 95 ára afmæli sitt. Um íermingu fór hann til sjós, en 16 ára gamali hóf hann að vinna að steinsmíði við Alþingishúsið hjá Baldt byggingameistara og lauk við smíði þess húss. Eftir það vann hann hjá Baldt meðan hann var hér, m. a. við smíði á brú yfir Skjálfandafljót. Eftir það vann Magnús eingöngu að steinsmíði, byggði kjallara undir hús og sjálfum sér reisti hann steinhús á Skólavörðustíg 4 um 1890 og stofnsetti hann þá jafn- fra’mt steinsmíðaverkstæði sitt sem um næstum 60 ár hefir verið á Grettisgötu 29 Og er þar enn. Þeir eru orðnir margir, vinir og viðskiptavinir, er muna Magnús þar. Hann var alltaf á sínum stað. Sívinnandi við starf sitt, sitt, enda var hann starfsmaður með afbrigðum og féll aldrei verk úr hendi. Auk þess var hann sí- glaður og alúðlegur við alla. Ég sem þessar línur skrifa, hefi þekkt Magnús á sjötta tug ára, minnist þess ekki að hafa hitt hann öðru vísi en glaðan og hress an og það meira að segja alveg nýlega er ég kom til hans. Svo mikið var jafnvægi hugans. Magnús vann að steinsmíði til 88 ára aldurs og eftir það vann hann við skriftir til 95 ára aldurs Heilsa hans var lengi góð, en síðari árin var hann nökkuð kvefsækirin, en það sá lítt á honum, nema heyrnin sem var mikið biluð. Magnús var dýra- vinur mikill. Sérstaklega áttu hestarnir huga hans, enda átti hann lengi góða hesta. Þó var einn reiðhestur sem hann átti sem bar af þeim öllum, grár að lit og hét Ljómi. Minntist Magnús hans oft er ég nýlega hitti hann. Magnús var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Guðrún Þorvarðar dóttir úr Keflavík. Eignuðust þau 3 sonu er upp komust, Erlend múrara á Akranesi, Geir stein- smið í Kópavogi, báðir kvæntir og eiga börn. Þriðji bróðirinn er Haraldur, búsettur að Hellu. Þau hjón slitu samvistum. Árið 1906 kvongaðist hanri Eggertínu Guðmundsdóttur, en hún andaðist 1918 úr Spönsku veikinn. Þau hjón eignuðust 2 börn sem dóu ung. Tóku þau þá fósturson, Ársæl Jónsson frá Skarði ef þau ættleiddu. Árið 1920 kvongaðist Magnúa Steinunni Ólafsdóttur úr Helga- fellssvseit. Lifir hún mann sinn Eignuðust þau 2 sonu, Kristiri og Knút Reyni. Urðu þau fyrir þeirri sáru sorg að missa eldri soninn 16 ára, hinn mesta efnis- pilt. Auk þess ólu þau upp sem 'sitt barn, stúlkubarn að nafni Svava. Eru öll börnin gift Og eiga börn. Þeir bræður Ársæll og Knútur veita forstöðu stein* smíðaverkstæði föður síns, eri þeir hafa unnið að steinsmíði írá upphafi. h Magnús Guðnason var gæfu* maður í lífinu, þrátt fyrir ýmis« legt mótdrægt á tímabili. Hanri eignaðist góðár konur Og góS börn og fósturbörn, sem voru honum yndisauki og styrkur og stoð þegar aldurinn færðist yfir Og vinnuþrekið þraut. Og það var gæfa hans, að eignast góða og ljúfa konu á efri árum. Hún gerði heimili hans bjart Og unaðs legt og síðustu ári hjúkraði húri honum og annaðist á óviðjafnan« legan hátt. Enda var hann þakk- látur og kvaddi þetta líf glaður ög ánægður. Af þakklátum huga kveð ég þig og blessa minningu þína. Drottinn blessi þig og varðveiti Þig- Steindór Gunnlaugsson. Ung hjón með 1 barn, óska eftir 1—2 herb. ibúð til lelgu 1. okt. n.k. — Fyrirframgreiðsla. Smávegis húshjálp gæti komið til greina. — Upplýsingar í síma 32562. Stúlkur saumaskapur Stúlkur vanar saumaskap óskast. — Nafn og símanúmer leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „5266“. Aukavinna Ungur maður óskast til ýmisskonar starfa 2—4 kvöld í viku. Þarf að hafa bílpróf. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Aukastarf — 5097“, fyrir hádegi á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.