Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 2
MORCVWBL4Ð1Ð Föstudagur 18. ágúst 1961 Þorskaflinn hefir víða minnkað Rannsóknarleibangri á Mariu Júliu lokið SJÖUNDI leiðangurinn til fiskirannsókna, sem Fiski- deild atvinnudeildar Háskól- ans sendir, var gerður frá 20. júlí og stóð til 11. ágúst. Leið- angursstjóri var Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur og með honum voru þrír aðstoð- armenn. Leiðangurinn tókst f alla staði mjög vel og veð- ur var hið ákjósanlegasta. — Farið var á varðskipinu Maríu Júlíu. Margvíslegar upplýsingar Gaf Aðalsteinn fiskifræðingur ■blöðunum nokkurt yfirlit yfir hið helzta, sem gerðist í leiðangri þessum, og fer það hér á eftir: Fiskurinn var veiddur í botn- vörpu og var togað á 25 stöðum víðs vegar kringum landið. Til- gangurinn er fyrst og fremst að afla upplýsinga um ástand fiski- stofnanna, svo sem aflamagn á togtíma, aldurs- og lengdíu-dreif- ingu, vaxtarhraða, styrkleika ár- ganganna, göngur o. s. frv. — í Göngur fiskanna Merkingarnar gefa fyrst og fremst upplýsingar um göngur fiskanna, en þær gefa lika nokkra hugmynd um stærð stofnanna, ef aðeins mætti treysta því, að Öll merki af endurheimtum fiski kæmust til skila. Sú nýbreytni var viðhöfð í Faxaflóa, að 300 skarkolar voru tvímerktir. Gefur það möguleika á að leiðrétta skekkjur vegna þess, að merki losna úr fiski eða hann drepst vegna merkingar og getur líka sýnt, hvort ein merkja tegund er annarri betri. Alls voru meðhöndlaðir 56372 fiskar í leiðangrinum og er það um þriðjungi minna en í sams konar leiðangri sl. sumar. ___ Sendið merkin Aðalsteinn Sigurðsson fiski- fræðingur, kvaðst sérstaklega vilja taka eftirfarandi fram: Til þess að þessar rannsóknir beri til ætlaðan árangur, verða allir að leggjast á eitt um að skila fiski- merkjum til Fiskideildarinnar, og árangurinn verður aldrei góð- ur fyrr en oíakur berast öll Eyjafirði austan Hríseyjar var merki af endurveiddum fiski með næstum enginn fiskur, en þar hef ur venjulega verið talsverður tþotrskur undanfarin ár. — í Skjálfanda virtist þorskurinn vera nær sandinum en venjulega, enda voru þar stórar torfur af seiðum, sem hann mun hafa ver- ið að elta. — 1 Eiðsvík var tals- vert meiri þorskur en venjulega. — Minni afli virtist vera við Dyr- hólaey, Vestm.eyjar og í Faxa- flóa, einkum við Dyrhólaey og í Garðsjó. — Kvörnum var safnað til þess að athuga aldur fiskanna o. fl. Teknar voru kvarnir úr 7806 fiskum, aðallega þorski, ýsu og skarkola. — Þá voru merktir 1068 þorskar, 1802 ýsur og 3377 skarkolar, samtals 6337 fiskar. Langaði í Camel og pilsner INNBROT var framið aðfaranótt fimmtudags í sælgætisgerðina og veitingastofuna Fjólu á Vestur- götu 29. Þaðan var stolið 7 lengj utn (kartonum) af Camel-síga- rettum og 10—15 flöskum af pilsn «r. sem beztum upplýsingum, þ. e. a. s. af auðið er, upplýsingum um veiðistað Og tíma, lengdin á fiskinum, kvarnirnar, kynið, veiðarfæri og helzt dýpið þar sem hann er veiddur. Mér finnst að það ætti að vera áhugamál allra sjómanna og annarra, sem eiga afkomu sína undir fiskveið- um, að auðvelda okkur starfið í þágu sjávarútvegsins með því að senda okkur öll merki, sem finn- ast. Aðalfuifdur Skógræktarfélagsins hefst á Hallormsstað í dag. Myndin er frá Mörkinni á Hallormsstað’. Aðalfundur Skógræktar- félags Islands hefst ■ dag Haldinn á HallormsstaB Aðalfundur Skógræktafrfélags Islands hefst í dag austur á Hall- ormsstað. Setur Hákon Guð- munrdsson hæstaréttarritari fund inn með stuttu ávarpi. Þá flytur Hákon Bjarnason skó'græktarstjóri skýrslu og er- indrekar félagsins gefa gkýrslur, reikningar verða lagðir fram og kosið í nefndir. Skákin S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCjIEFGH A B G H C D E F HYlTT: Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarböfn J< ur: B h 2 — 5 .! Siglufjörður svarar: - Be 2 — í 3 Loftmynd af Reykjavík 1 OPNU blaðs II gefur að líta loftmynd af Reykjavík, sem tekin var úr 5 km hæð í ágúst mánuði 1960, eða fyrir réttu ári. Á myndinni sést einnig Seltjarnar- nes og örlítið af Kópa- vogi, auk eyjanna í Sundunum. Loftmynd þessi er stærsta mynd, sem birzt hefur í íslenzku dag- blaði. Myndin er tekin á vegum Landmælinga íslands. Að loknum hádegisverði verður gengið í Guttormslund og Jökul- lækjarkinn. Enn fremur verður farið í Jónsskóg og á Atlavíkur- stekk. Á laugardag flytur Haukur Ragnarsson erindi. nefndir skila störfum og kosið verður í stjórn félagsins. Síðar um daginn verður skóg- arganga. Verður þá gengið á „Mörkina" og í gróðrarstöðina. Á sunnudag verður fundkium slitið. LÍTIL sem engin veiði er nú á síldarmiðunum, aðallega vegna kælu og brælu. Ekki var vitað nema um einn, sem hafði kastað í gærkvöldi, og missti hann. Útlitið er ekki gott um batnandi veiðiveður. Norðfirði, 17. ágúst Hér fóru nokkur skip út í gær Og morgun, en mörg héldu sig inni. Nokkur þeirra, sem út lögðu eru þegar farin að tínast inn aft- ur, enda ekki veiðilegt. Leiðinda- veður er á, eins og reyndar oftasfc hér í sumar, því að segja má, a-S sumarið hafi farið fram hjá Nord- fuði. Enn er verið að landa, og sennilegt, að löndun ljúki ekki fyrr en á laugardagsmorgun. ^ S.L. Raufarhöfn í gær Þaðan bárust þær fréttir, að ekkert skip væri inni og dauft á miðunum, enda ekkert veiðzt um daginn og brælu væri að ieggja yfir allt fyrir vestan og austan. Skip leita í var á Aust- fjarðahöfnum. Síld hefur mælzt á stöku stað fyrir austan, Skip leita í var á Austfjarðahöfnum. Síld hefur mælzt á stöku stað fyrir austan, en staðið djúpt Siglufirði, 18. ágúst Síðan í gær hafa eftirtalin skip komið með síld hingað að aust- an: Bjarnarey með 308 mál, Álfta nes 230 mál, Þorbjörn GK 362 mál, flutningaskipið Jolitha með fullfermi, Jón Guðmundsson með 346 mál, Fram GK 230, Helga ÞH 482 og Eldborg 228 mál. í nótt fengu nokkur skip síld hér á heimamiðum Og út af Mán- áreyjum. Hingað komu Auðunn GK með 300 tunnur, Baldur með 150 og Ársæll Sigurðsson með 250 mál. Síldin, sem fékkst hér á heima- miðum fór í frystingu og bræðslu. Til Rauðku kom Súlan EA með 174 mál og Grundfirðingur IL með 242. — Guðjón. Verkfræðingaverk- fallið í bæjarstjórn BÆJARSTJÓRN fól í gær borg- arstjóra og bæjarráði að stuðla eftir megni að lausn kjaradeilu verkfræðinga. Var þessi sam- þykkt gerð eftir breytingartillögu f NA 15 hnitar 5V 50 hnú/or Sn/óhomo »ú)i *m 7 Skúrir K Þrumur KuUookil ‘ Hiftokif HlHm) t&Lm') Ný írímerki TVÖ ný frímerki koma út í dag, eins og áður hefur verið skýrt frá, vegna afmælis Reykjavíkur- bæjar. Sérstakt pósthús verður starfrækt í Melaskólamun há- tíðisdagana, og þar verða seld fyrstadagsumslög og álhoingar- miðar með merki sýninga rinnar. Pósthúsið mun og nota sérstak- an álímingarstimpil auk útgáfu- dagsstimpils sem verður netaður í dag, 18. ágúst. , EINS og sjá má nær regn- og verði komið austur yfir svæðið frá lægðinni fyrir Norður-Þýzkaland á laugar- sunnan landið norður um Húnavatnssýslur og Eyja- f jörð, og því rigning um land allt að heita má. Útlit er fyrir, að lægðin og regnsvæðið fær- ist austur um Skotland í dag, dag. Má því búast við frekar góðu veðri L laugardag, en hætt er við, að Labradoríægð in verði farin að hafa áhrif á veður hér á landi á sunnu- dag. Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra, en tillaga Guðmundar Vig- fússonar bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, sem miðaði að því að fela borgarstjóra og bæjar- ráði þegar sjálfstæðar samninga- umleitanir við verkfræðinga, hlaut ekki stuðning bæjarstjórn- ar. f ræðu, sem Geir Hallgrlmsson borgarstjóri, flutti á fundinum, lagði hann áherzlu á, að brýna nauðsyn bæri til samkomulags 1 deilu þessari, þar sem hún væri mjög bagaleg, bæði fyrri Reykja- mjög bagaleg fyrir Reykjavikur- bæ, aðra vinnuveitendur og auð- vitað einnig verkfræðinga sjálfa. Taldi borgarstjóri líkur benda til, að ekki yrði hægt að leysa deil- una nema með því að fallast á nokkru hærri kauphækkun til þeirra en almennt hefur verið samið um undanfarna mánuðL Tók Guðmundur Vigfússon undir með borgarstjóra, og lagði á- herzlu á, að hann teldi einsýnt, að þær kauphækkanir, sem verk- fræðingar fengju, yrðu hærri en hinar almennu kauphækkanir í sumar. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.