Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 5
 Fðstudagur 18. ágúst 1961 MORGXJTSBL AÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFN!= Á framhaldsráðstefnu Amer- íkuríkjanna, sem staðið hefur yfir í Uruguay að undanförnu er rætt um efnahagsaðstoð við ríki Suður-Ameríku. Áætlað er að aðstoð þessl muni nema 20 millj. dollara árlega í 10 ár og er hún hug- mynd Kennedys Bandaríkja- forseta. Sendinefnd frá 21 ríki sitja ráðstefnuna og hafa þar kom ið fram margar tillögur, sendi nefnd Kúbu hefur vakið at- hygli á sér með því að bera fram fleiri tillögur, en sendi- nefndir allra hinna ríkjanna samanlagt. í gær var svo geng ið til atkvæða um viðreisnar áætlunina og var sendinefnd Kúbu sú eina, er ekki sam- þykkti hana. Á ráðstefnunni hefur verið mikið deilt, komst einn full- trúanna þannig að orði í sl. viku, að þar væri við milljón örðugleika að stríða. Þótti hann ekki taka of djúpt í ár- inni. Fyrst gátu Suður-Ameríku þjóðirnar ekki komið sér saman um aðalákvæði hinnar miklu viðreisnaráætlunar, en gert er ráð fyrir, að fé til hennar komi ekki eingöngu frá Bandaríkjunum heldur einnig alþjóðlegum lánastofn- unum og löndum eins og V.- Þýzkalandi og Japan. Stærri þjóðirnar Argentína, Brazilía, Mexikó og Feru vildu aðeins lauslegt eftirlit með viðreisninni innan landa- mæra sinna. Minni þjóðirnar, með Uruguay og Boliviu í far- arbroddi, sýndu tortryggni og vildu að komið yrði á fót nefnd skipaðri erlendum full- trúum til að hafa eftirlit með því, að efnahagsaðstoðinni yrði jafnt skipt. Venuezela, þar sem þegar er verið að koma á laggirnar viðreisnaraðgerðum, vildi ekki fallast á hina nýju viðreisnar- áætlun. Þegar stungið var upp á, að þeim þjóðum, sem mest þyrftu á að halda yrði veitt bráða- birgðaaðstoð nú þegar, óttuð- Maj. Ernesto Guevara, fjármálaráðheya Kúbu ust þær að það værl aðeins gert til að friða þær og þær myndu verða sviknar um sinn skerf í framtíðinni. Formaður sendinefndar Kúbu á efnahagsmálaráðstefnunni er Maj. Ernesto Guevara, fjár málaráðherra. ★ Hann hefur komið einkenni lega fram á ráðstefnunni, for- mælt Bandaríkjunum og efna- hagsaðstoðinni og sagt, að hún væri samsæri af hálfu heims- valdasinna. Einnig gortaði hann af því, að f járhagsaðstoð Sovétríkjanna við Kúbu myndi einn góðan veðurdag verða meiri, en aðstoð Banda- ríkjanna við öll Suður-Amer- íkuríkin. Guevara er ungur maður og gengur með skegg, eins og svo margir landar hans. Hann er fæddur í Argentínu, en fyrir skömmu tilkynnti Fidel Castro opinberlega að hann væri „fæddur Kúbubúi". Margir líta svo á að Guevara hafi nær öll völd á Kúbu í höndum sér og almennt er litið á hann sem aðal framá- mann um að gera Kúbu að sósíalistisku ríki. Hann held- ur mjög sjaldan ræður, jafn- vel ekki heima á Kúbu og þegar frá er talin för, er hann fór umhverfis jörðina stuttu eftir að Castro tók völdin í sínar hendur fer hann nær aldrei frá Kúbu. Á efnahagsmálaráðstefnunni, þar sem Guevara hefur deilt á Bandaríkin og allt stjórnar far vestrænna þjóða og gambr að að hætti Krúsjeffs um sig- ur kommúnistmanns, hefur hann þótt rólegur ræðumaður, sem hrífur menn og bregður oft fyrir sig hótfyndni. Framkoma Guevara á ráð- stefnunni var þannig, að þeg- ar hann var búinn að sitja hana í viku gátu hinir full- trúarnir varla gert sér grein fyrir því til hvers hann var kominn. Við álítum að hann væri kominn til að spilla ráðstefn- unni, sagði einn af æðstu sendi mönnum Bandaríkjanna. — Og það er greinilegt að hann er ekki hingað kominn til að byggja upp, en við getum varla ásakað hann um að hafa tafið fyrir ráðstefnunni. Hann segir það sem hann þarf að segja og þagnar svo. Það kveður mikið að Gue- vara í fundarsalnum, en ekki þó nærri því eins mikið og þar fyrir utan. Þegar hann gengur um göturnar í kakiföt- um sínum er hann ætíð eltur af flokki ljósmyndara. Þegar hann var á leið til gistihúss síns á dögunum, tók hann um axlir bandarísks- fréttaljósmyndara og sagði: — Þú heldur að kommúnistar séu mannætur, en þeir eru það ekki. Síðan hló hann mjög hátt. Sólin Kiæoíst óbrotnum ljóskirtli, en skýin eru prýdd margvíslegu lita- skrúði. Hæðirnar eru líkar Iirópi barnanna, sem teygja út hendur sínar, til að reyna að ná í stjörnurnar. Rabindranath Tagore KANADISKUR listmálari að nafni Steve Woodbury hefur dvalizt hér á landi undan- farnar vikur. Hann hefur ferð ast um Suðurland og málað nokkrar myndir, en um þess- ar mundir stendur einmitt yf- ir sýning í Mokkakaffi á Skóla vörðustíg, á myndum þeim sem hann hefur málað á ís- landi. Woodbury, sem er rúmlega þrjátíu ára, hefur fengizt við málaralist í áraf jölda og num- ið bæði í Kanada og Englandi, auk þess, sem hann hefur dval ið langdvölum í París. Meðal mynda hans á sýn- ingunni í Mokkakaffi eru nokkrar andlitsmyndir og er hann að ljúka við aðrar, sem hann hefur verið fenginn til að gera, en hann hefur komið sér fyrir í vinnustofu á Hverfisgötu 65 A, þar sem hann ætlar að fullgera nokkr- ar myndir áður en hann hverf íu aftur frú Islandi. Miðstöðvarkatlar Höfum jafnan fyrirliggj- andi okkar velþekktu mið- stöðvarkatla, og þrýsti- kúta. Vélsm. Sig Einarss. Mjölnisholti 14 — R Sími 17962. Bauðamöl Seljum mjög góða rauða- möl. Ennfremur vikurg.iall, gróft og fínt. Sími 50447. og 50519. 3ja—4ra herbergja íbúð óskast sem fyrst. Ársfyrir- framgreið:' , ef þess er óskað. Nánari uppl. í síma 18891 í dag og næstu daga. A T H U G I Ð að borið saman ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Til sölu er mjög vandað nýtt raðhús við Sólheima. Húsið er í enda raðhúsasamstæðu. Bílskúr innbyggður Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 Óskum eftir að ráða strax afgreiðslusfúlku í vefnaðarvörubúð, sem hefði enskukunnáttu og væri vön saumaskap — Nánari upplýsingar gefur Starfs- mannahald SÍS, Sambandshúsinu. Starfsmannahald SlS Múrarar Tilboð óskast í að hlaða upp milliveggi og múrhúða tvær 200 ferm. hæðir, geymsluhæð og íbúðarhæð, í fjölbýlishúsi. Útboðslýsingar má vitja á skrifstofu ísol h.f., Brautarholti 20, laugardaginn 19. þ.m. kl. 10—12 f.h, og 1—4 e.h. íbúð óskast til kaups Þriggja herb. íbúð í góðu standi, óskast til kaups, sem fyrst. Mikil útborgun. — Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir hádegi mánudaginn 21. ágúst, merkt: „Þ.V. — 5389“. Til leigu Skrifstofuhúsnæði ca. 120 ferm til leigu í Miðbæn- um. Tilboð merkt; „X—5268“, leggist á afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. Stúlka óskast til skrifstofustarfa nú þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt: „5096“. Til sölu er 2ja herb. íbúð í nýju húsi við Skaftahlíð. Teppi á gólfum fylgja. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 Iðnaðar - eða geymslu- húsnœði 100—200 ferm. að stærð, óskast til kaups. Minna húenæði gæti þó komið til greina. Góð aðkeyrsla nauðsynleg. — Tilboð merkt: „Húsnæði — 5255“, afhendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.