Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 11
! Föstudagur 18. ágúst 1961 MORGVNBLAÐtÐ 11 ásamt menntuninni góða og fagra umgengnisvenjur £ fögr um húsakynnum, en það vant ar aðeins að búa betur að (henni í fristundum hennar á kvöldin. Bærinn okkar er samnköll- uð paradís á jörðu, og þakka megum við hinum heiðnu guðum (eða Golfstraumnum) fyrir að hafa fært öndvegis- súlur Ingólfs Arnarsonar hér að landi. Ég hefi viljandi minnzt mest á Aústurbæinn, því Guð faðir okkar flestra Reykvík- inga, séra Bjami Jónsson, sér vel um Vesturbæinn og inn á hans umráðasvæði treysti ég mér ekki til að fara. >á einu ósk, sem ég hefi fram að færa bænum okkar til heilla, er að hann megi halda að fríkka og blómgast undir handleiðslu góðra manna í nútíð og framtíð. Hafliði Jónsson STÓR spurning, en beðið um Stutt svar. Aðeins 25 fram í tímann. Góð umgengni — fögur borg. Allar götur vestan Elliðaánna byggðar af varanlegu efni. Nú reyklaus — en þá einnig ryk- laus borg og mikil heiðríkja í lofti. Leikur einn að fást við ræktun.« Allar bárujárnsgirðingar úr sögunni og sóun verðmæta, að girða lóðir og garða. Stílhreinar og fagrar bygg- ingar við Skúlagötuna og „Borgarsetur“ risið af grunni. Garðyrkjumenn bæjarins búnir að fela flestar misheppn aðar byggingar og lífga upp hornréttar skipulagslínur með gróskumiklum gróðri Fjallasýn verður fögur sem fyrr, en Reykjavík 200 ára. Gunnl. Halldórs son AÐ ÍBÚAR Reykjavíkur séu jaí'nan gott og listelskt fólk, sem kann að meta það sem vel er gert en hafna hinu — virðir Og hlúir að mestu verðmætum bæjarins, bæði fagurfræðileg tim og sögulagum. Þé mun á eftir koma gott skipulag sem friðar tjörnina okkar og graf reiti — og þá mun koma góð byggingarlist, sem hæfir þessu fagra bæjarstæði Enn á ég ejna ósk bænum til handa, sem ekki þolir rhikla bið, sem sé að bæjar- búar sem hafa öndvegissúlurn sr að fánamerki — finni bæj arstæði Ingólfs og helgi sér og öllum landsmönnum þann reit. Fagmönnum ætti sú leit að vera fremiur auðveld. | ULTURWAREM DEUTSCHER INNEN-UND AUSSENHANDEL Berlin W. 8, Markgrafenstrassen 46 Deutsche Demokratishe Republik Við önnumst útflutning á eftirtöldum tegundum: Haglabyssur, ein- og tvíhleypur, margar tegundir. Kúlurifflar, margar gerðir. Þriggja og fjögurra hlaupa haglabyssur. Einhleyptar haglabyssur, merkin: Merkel TW. vorm. I. P. Sauer & Sohn, Simsön, Búhag, Hubertus-vorm. Meffert und Wolf einnig loftbyssur, merkið: Haenel und Manteuffel. Skothylki í löftbyssur og smá« riffilskot fást einnig frá okkur. Tvisvar á hverju ári eru þessir hlutir til sýnis á kaupstefnunum í Leipzig í sýn- ingarhöllinni Stentzlers-Hof. Heildverzlanir og aðrir innflytjendur ættu að skrifa ökkur og óska nánari upp- lýsinga. Auðkennið fyrirspurnir yðar merkinu nr. K 22. Hárnákvæmar veibimannabyssur frá Suhl Sextugur i dag: Jón S. Jónsson í Purkey Jón Sigurður Jónsson, bóndi í Purkey, Klofningshreppi, Dala sýslu, er sextugur í dag. Jón fæddist í Purkey 18. ág. 1901. Foreldrar hans voru Hulda Finnsdóttir og Jón Jónsson, hjón í Purkey. Voru börn þeirra 10 að tölu, og eru 6 þeirra á lífi. Bræður Jóns tveir, Guðmund- ur og Finnur Karl, eru búsettir í Stykkishólmi, en sá þriðji, Jó- hannes, bóndi í Langeyjarnesi í Klofningshreppi. Systur Jóns tvær, Helga Hólm- fríður og Jónína. eru búsettar í Purkey hjá bróður sínum. Fóst- ursystir Jóns, er frú Margrét Hjartardóttir, gift Steingrími Guðjónssyni, umsjónarmanni, Bárugötu 6 í Reykjavík. í Purkey bjó einnig Jón, afi afmælisbarnsins, svo að sjá má, að Purkeyjarheimilið er byggt á traustum grunni og mótað af mörgum kynslóðum. Jón í Purkey hefur alið all- an aldur sinn á eyjunni grænu og vinalegu undan Klofnings- ströndum. Henni hefur hann helgað alla krafta sína. Byggt upp öll hús og farið höndum hins sanna ræktunarmanns um tún og engi. Nytjað hlunnindi eyj- anna, en hlynnt að þeim jafn- framt, enda öll rányrkja honum fjarri skapi. Þess skal getið, að í Stykishólmi, en sá þriðji, Jó- Jón sá fljótt hvílíkur vágestur villiminkurinn gæti ’ orðið, ef hann næði að breiðast út um Breiðafjarðareyjar. Keypti hann því fyrstur manna veiðihunda fyrir ærið fé og hóf herferð gegn þessu vargdýri. Hefur honum tekizt giftusamlega að friða eyja- lönd sín algerlega fyrir þessari landplágu, og hafa margir not- ið góðs af því brautryðjendastarfi hans á þessum slóðum. Jón er ókvæntur og barnlaus, en jafnan hefur þó verið margt barna í Purkey, einkum að sum- arlagi, hjá systkinunum þremúr. Þar hafa alizt upp að mestu leyti 3 systkinabörn Jóns: J ó n Magnús Finnsson, nú búsettur í Borgarnesi, kvæntur Sólveigu Guttormsdóttur; — Helga Krist- valdsdóttir, búsett í Stykkis- hólmi, gift Braga Húnfjörð og Eiríkur Kristvaldsson, búsettur í Hauganesi við Eyjafjörð, kvænt ur Önnu Óladóttur. Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að Jón í Purkey sé af öll- um talinn traustur og sannur mannkostamaður. Hann virðist dulur og fáskiptinn, en er þó gleðimaður í góðum hópi. Gest- risinn og greiðvikinn, svo að af ber. Ákveðinn í skoðumun og hallar ekki réttu málí. Hann er greindur vel og mikill bókavin- ur. Hefur lesið mikið, enda alinn upp við góðan bókakost, sem jafnan hefur verið til staðar á Purkey. Þau aldahvörf hafa orðið, að byggðum eyjum Breiðafjarðar, hefur farið ört fækkandi á liðn- um árum. Jón í Purkey er nú hinn eini raunverulegi eyjabóndi okkar Dalamanna. Á þessum merkisdegi flyt ég Jóni, vini mínum, beztu þakkir og ámaðaróskir, svo og systrum hans tveim, sem svo lengi hafa unnið með honum að uppbygg- ingu eyjarinnar. Ég óska þess, að Purkey megi sem lengst njóta handa Jóns og hugar og dugur og dnengskapur megi ráða þar ríkjum í framtíðinni, svo sem verið hefur á liðnum árum og öldum. Guðjón Þórðarson. Kenyatta frjáls Gatunda, Kenya, 14. ágúst (Reuter) ÞÚSUNDIR dansandi og syngj- andi Afríku-búa fögnuðu í dag Jomo Kenyatta, sem setið hefur í fangelsi síðan 1953 en var lát- inn laus I dag. Ástæðan til fang- elsunar Kenyatta á sínum tima var sú, að hann var talinn standa fyrir Mau-Mau hreyfingunni, sem vann margvísleg hryðjuverk Minjagripir. í upplýsingadeildum Reykja- víkurkynningarinnar eru til sölu ýmsir minjagripir, sem gerðir hafa verið vegna afmælisins, svo sem merki Reykjavíkurkynning- arinnar á prjóni, glasbakkar, fyrstadagsumslög, miðar til að líma á umslög o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.