Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 18. ágúst 1961 MORCÍ/IVU4ÐfÐ 17 amkv.stj. Andrés Haflason — Sjötugur 17. ágúst — Kommúnistar leggj■ ast gegn útboði Frá fundi bæjarstjórnar i gær ÍÞESSI fáu orð min eiga fremur að vera persónuleg kveðja til (hins sjötuga vinar míns Andrés- ar Hafliðasonar en lýsing á mvanninum, lífsiferli hans og istarfi. En væri út í þá sálma tfarið er þar skemmst frá að eegja, að Andrés ^r borinn og Ibarnfæddur Siglfirðingur, sem alið hefir hér í firðinum allan aldur sinn og helgað hefir þessu Ibyggðarlagi frá upphatfi starfs- ikrafta sína aKa og þjónustu. Gegnt hefir hann á hinum ýmsu rtímum og oft samtímis nálega 611um trúnaðarstörfum, sem (borgurum í kaupstöðum verður tfalið að gegna og veit ég ekki ttil, að hann hafi í hinum marg- 'víslegu störfum brugðizt nokk- urs manns trausti og trúnaði, enda er hann manna samvizku- eamastur, en þó sjálfstæður 1 Bkoðunum, víðsýnn og frjáls- llyndur. Má segja að í honum isameinist gsetni og hyggindi hins (lífsreynda aldamótamanns og Ibjartsýni og stórhugur barna iþessarar aldar. Langt er frá því, að hann sé allira jábróði-- enda ttnaður hreinskilinn og stundum lómyrkur í máli, en drengur hinn bezti, hollráður og tillögugóður, sem margir hafa leitað til um tfyrirgreiðslu með góðum ár- langri. Hann er og hverjum ttnanni vinsælli hér í þessu bæjar tfélagi. Ennþá er Andrés hið ttnesta gliæsimenni, enda sjást lítt á honum ellimörk. Hann er imaður fágaður í framkomu, prúður og kurteis, ávallt glaður lOg reifur í viðmóti. Sjálfur vil ég á þessu merkis- afmæli Andrésar Hafliðasonar nota tækitfærið til að þakka hon- un fyrir vináttu hans og góð- vilja í garð minn og minna, allit ffrá því að ég fluttist hingað flestum ókunnugur. Hetfj ég oft Bótt til hans ráð og styrk og Öafnan farið af fundi hans léttari á spori. Ætla ég, að svo gætu tfieiri mælt. Er hann meðal jþeirra manna, sem ég kýs mér (helzt að vinum. Óska ég svo ÍAndrési Hafliðasyni þessu sjöt- ttigt, en unga afmælisbami og tfjölskyldu hans allra heilla nú ler hann beinir för sinni fram á láttunda tuginn, léttur í spori og bjartsýnn að vanda. Einar Ingimundarson. + „Orka með dyggð reisi bæi og byggð". MÉR koma fyrst í hug þessi orð Einars Benediktssonar, þeg- ar ég árna atorkumanninum ‘Andrési Hafliðasyni heilla á tímamótum í lífi hans, en hann er sjötugur í dag. Enginn ó- kunnugur mundi þó ætla í tfljótu bragði, að árin séu svo mörg að baki hans, svo ungur er hann í útliti og anda, svo ötull í starfi, að fremur mætti ætla að fimmtugur færi. — En S öðrum skilningi mætti ætla hann eldri, * en það er ef litið er yfir störf hans og afköst um dagana, svo stórt er starfssvið lians orðið og þar hefur jafnan eameinazt þetta tvennt: orka og dyggð. Andrég er fæddur á Siglu- firði 17. ágúst 1891. Foreldrar hans voru merkishjónin Hafliði hreppstjóri Guðmundsson og Sigríður Pálsdóttir. Var heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og höfðingsskap og var í röð allra tfremstu heimila á Siglufirði um áratuga skeið. Hinn 4. des. 1915 kvæntist 'Andrés Ingibjörgu Jónsdóttur tfrá Akureyri. Var með þeim ráðahag stofnað til traustrar sambúðar, sem entist meðan bæði lifðu, en hina ágætu konu eína missti Andrés sl. vor, í huga mínum hefur ætíð hvílt sérstakur blær yfir heim- Hi þessara góðu hjóna, eitthvað sem flutzt hefur frá einni kyn- slóð til annarrar, einhver gömul reisn, einhver höfðingsblær, sem vermdur er af hjartahlýju húsbændanna. Mér finnst jafn- an eins og þar sé miðpunktur alls þess sem siglfirzkt er, og einmitt þess góða, sem þessi bær hefur að bjóða. Eg á erfitt með að hugsa mér Siglufjörð án þessa heimilis og undir það hygg ég að fleiri vildu taka. Eg veit, að Andrés og heimili hans hefur mikið misst við fráfall Ingibjargar, en ég vona að Siglufjörður eigi eftir að njóta starfs hans enn um langt skeið. Þrjú börn þeirra hjóna kom- ust til fullorðinsára: Hafliði, framkvstj., Reykjavík, Sigríður Jóhanna, búsett í Hafnarfirði, og Hinrik, starfsmaður OlíU- verzlunar Islands á Siglufirði. Eg gat þess áðan að starfs- svið Andrésar hafi verið vítt um ævina. Vil ég lauslega geta þess helzta, sem hann hefur tekið þátt í af opinberum störf- um fyrir Siglufjörð, bæinn sinn. Hann sat í bæjarstjórn Siglu- fjarðar um árabil. í skattanefnd og niðurjöfnunarnefnd átti hann sæti í mörg ár. Formaður barnaverndarnefndar var hann á tímabili. Þá hefur hann átt sæti í Hólsbúsnefnd. Átti hann drjúgan þátt í því að Hólsbúið, sem Siglufjarðarkaupstaður á og rekur, var stofnað. í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar hefur hann átt sæti. Einnig má geta þess að Andrés hefur um ára- tuga skeið verið ötull stuðnings- maður bindindishreyfingarinnar og er heiðursfélagi í stúkunni Framsókn nr. 187. Hann hefur verið í stjórn Gesta- og sjó- mannaheimilis Siglufjarðar frá stofnun þess til þessa dags. Að slysavarnamálum hefur hann unnið af áhuga; hefur hann t.d. frá upphafi verið gjaldkeri Björgunarskútusjóðs Norður- lands. Formaður skólanefndar Barnaskóla Siglufjarðar hefur hann verið frá 1955. Andrés hefur haft verzlun að aðalstarfi og frá 1928 hefur hann verið forsijóri Olíuverzl- unar Islands hf. á Siglufirði. Hann hefur einnig verið um- boðsmaður Viðtækjaverzlunar ríkisins frá stofnun hennar. Öll þessi margháttuðu störf sýna glöggt að þeim manni, sem falin eru þau er treyst af samborgurum sínum. Og Andrés Hafliðason er þessa trausts full- komlega verður, og fáir munu traustari í öllum viðskiptum en hann. Fyrir þessi störf ber vissulega að þakka, fyrst og fremst af samborgurum hans á Siglufirði, bæjarfélaginu, en heill og heiður bæjarins metur. André. sennilega mest alls og sannur Siglfirðingur vill hann fyrst og fremst vera. Þau störf hans eru þó ennþá ótalin, sem ég ætla einkum að þakka í þessari afmæliskveðju. Það eru margháttar störf hans í þágu kirkjunnar, Siglufjarðar- kirkju. í sóknarnefnd átti hann sæti í 19 ár og ávalt formaður nefndarinnar og meðhjálpari var hann í kirkjunni. í kirkjunefnd átti hann sæti frá stofnun hennar, í <10 ár. Þau fáu ár sem ég hefi verið prestur hér á Siglufirði hefir samstarf okkar Andrésar verið með mikl- um ágætum. Ötulli og betri starfs maður fyrir kirkju sína verður naumast fundinn. Hinn hlýi hug- ur sem hann ber til kirkju og kristni knýr athafnamanninn til stöðugra starfa.Auk óeigingjarns starfs fyrir kirkjuna hefir hann gefið henni veglegar gjafir. Vegna heilsuveilu lét hann af störfum í sóknarnefnd og sem meðhjálpari í árslok 1957, en sá sér fært vegna betri heilsu og vegna ákveðinna áskorun að taka aftur sæti í sóknarnefnd á s.l. vori, og er hann því á ný orðinn formaður sóknarnefndar og vona ég af heilum huga að ég njóti samstarfs við hann sem lengst og kirkjan njóti starfs- krafta hans enn um árabil og veit ég að svo verður meðan hann megnar nokkuð. Öll störf hans, og þá ekki sízt störf hains í þágu kirkjunnar einkennast af orku með dyggð. Hinir mörgu vinir Andrésar Hafliðasonar ‘munu senda hon- um hlýjar kveðjur og árnaðar- óskir í dag — þeir munu hylla atorkumanninn, sem á dyggð trú mennskunnar í hjarta sínu, svo að honum má allsstaðar treysta. Þeyr munu hylla hinn höfðing- lega og hjartahlýja mann og biðja honum blessunar Guðs á ókomn- um árum. Kæri vinur. Þar sem ég get ekki tekið í hönd þína í dag eiga þessar línur að flytja þér kveðj- ur mínar, þakkir og árnaðarósk- Lifðu lengi heill. \ Ragnar Fjalar Lárusson. I DAG fer fram jarðarför frú Ingibjargar fsaksdóttur Vestur- vallagötu 6 hér í bæ áður kallað Lindarbrekka. Frú Ingibjörg var fædd 2. 3. 1884 í Miðkoti Vestur-Landeyj- um dóttir hjónanna Guðlínu Guð mundsdóttur hins þjóðhaga smiðs frá Strönd í sömu sveit Og ísaks Sigurðssonar frá Miðkoti. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum ásamt systur sinni nokkuð eldri, en hún er gift Jóni Tómassyni frá Arnarhóli og hefur búið allan sinn búskap í V-Landeyjum. Þau Miðkotshjón voru að sumu leyti ólík Guðlín mjög hlédræg og ekki mjög áberandi út á við, en þess traustari húsfreyja að dugn aði og myndarskap, ísak léttur í lund hrókur alls fagnaðar,, svo af bar, og var oft fenginn til að standa fyrir brúðkaupsveizlum ef stórar voru, sem kallað var þá framistöðumaður, í kringum hann var alltaf líf og fjör. Þau Miðkotshjónin voru 'ekki rík af heimsins auði, en sjálfbjarga vel, sem kallað var og ávallt einhver virðugleiki með þeim hjónum. Fyrir utan sínar eigiin dætur ólu þau upp nokkur börn og gengu þeim í foreldra stað. Á þessum syðstu bæjum í V-Landeyjum er mjög fagurt og víðsýnt, fjalla- hringurinn dásamlegur og Vest- mannaeyjar í suður átt, stutt til sjávar svo oft heyrðust hinar þungu stunur hafsins er hið vold uga brimrót svall við sand, en þar er líka friðsamt í góðviðri og gróandanum. Bárur hafsins kitla sandinn og heilla mann, sem brosandi barn. f þessu umhverfi ólst frú Ingi björg upp, hún lærði í æsku að tigna og tilbiðja hinn mikla mátt er öllu þessu stjórnar, hún lærði í æsku að ganga út á morgni hverjum og signa sig á móti austri, móti upprennandi sól, sem gefur hverju hinu minnsta blómi, sem hinni stærstu björk líf og kraft. Eg sem þessar línur rita sá frú Ingibjörgu fyrst á heimili for- eldra minna. Kom hún þá í heim sókn til föðursystur sinnar sem var þjónustustúlka hjá foreldr- um mínum. Mun hún þá hafa ver ið um 14 ára gömiul og dvaldi BÆJARFULLTRÚAR Al- þýðubandalagsins 1 ö g ð u s t gegn því á fundi bæjarstjórn ar í gær, að tekið yrði til- boði Verklegra framkvæmda um raflögn í Hálogalands- hverfi. Sagði einn þeirra, Guðmund- ur Vigfússon, að hann teldi ekki skynsamlegt að taka til- boði fyrirtækisins, þar sem Reykjavíkurbær mundi ekki hafa af því nokkurn hagnað, og þess vegna mundi hagkvæmara að fela Rafmagnsveitu Reykja- víkur að annast verkið. Upp- lýsti Geir Hallgrímsson borgar- stjóri þá, að tilboð Verklegra framkvæmda væri 5.500 kr. lægra en kostnaðaráætlun Raf- magnsveitunnar. Skýrði borgar- stjóri ennfremur frá því vegna gagnrýni Guðmundar á útboði verksins, að Rafmagnsveita Reykjavíkur hefði sérstaklega valið þetta verk til útboðs, og það boðið út samkvæmt reglum Innkaupastofnunar Reykjavíkur- bæjar, sem annast öll útboð bæj arins. Við þessar umræður um út- boð bæjarins vöktu nokkra at- hygli þær at hugasemdir Guð- mundar Vigfússonar, að núver- hjá okkur nokkrar nætur. Allir diáðust að þessari ungu stúlku hávaxin, ljóshærð með miklar fléttur, prúð í dagfari, en bar einhver þau einkenni, sem síðar birtust í lífi hennar. Rétt um eðá eftir síðustu alda mót fluttist faðir hennar að Garðskaga og gerðist vitavörður þar um nokkurra ára skeið og mun Ingibjörg þá hafa dvalið í Reykjavík eða nákvæmara sagt frá árinu 1903 hefur hún dvalið hér í bæ. Frú Ingibjöng giftist 20. 5. 1904 Jóni Magnússyni yfirfiskim.ats- manni hinum ágætasta manni, hann andaðist 24. 5. 1948. Reyndi það mjög á andlegu krafta Ingi bjargar því sambúð þeirra hjóna var mjög til fyrirmyndar. Þau hjónin Ingibjörg og Jón eignuðust tvær dætur, sem báðar eru giftar hér í bæ. Margrét Inigi ríður gift Tómasi Hallgrímssyni og Guðlin Ingiríður gift Theodór Skúlasyni lækni, báðar eru þess ar konur hinar glæsilegustu í sjón og reynd og má segja að sannist þar að eplið fellur ekki langt frá eikinni. Eftir að ég settist að hér í Reykjavík sem var haustið 1908 • endurný j aðist kunningsskapur okkar frá æskuárum á þá vin- áttu hefur aldrei fallið skuggi. Þau hjónin í Lindarbrekku voru mjög samihent, hann mat hæfileika hinnar ungu konu sinn ar, hann fann að hennar gleði var að gleðja aðra, hann fann einnig að hann átti konu sem bjó yfir miklum hæfileikum, hann hafði gleði af að geta veitt henni þá fullnægingu, hamingju sinnar að líta til þeirra smáu og létta byrði lítilmagans. Árin liðu heimilið stækkaði þótt þeirra börn væru aðeins tvær dætur urðu börnin mörg, sem þau tóku um skemmri eða lengri tíma, tvö alveg til fósturs 1918 því bæði foreldra þeirra dóu úr spönsku veikinni, eru þessi fósturbörn nú bæði látin. Margir unglingar dvöldu á þeirra heimilí, sem þau tóku og fáa áttu að, til að undir búa þau undir lífsbaráttuna. Gest risni og hjálpsemi þessara ágætis hjóna var takmarkalaus, er mér kunnugt um að margir Langeying andi borgarstjóri væri ákafari talsmaður einkaframtaks og samkeppni en fyrirrennarar hans í stöðunni þótt enginn hefði borið brigður á stuðning þeirra við þá stefnu. Mætti þvi ætla, að þetta útboð gæfi nokkra vísbendingu um þá þró- un, sem hann hefði í huga, að hér yrði á næstu árum. í svarræðu kvað borgarstjóri það alveg rétt, að hann hefði áhuga á að bjóða sem flest verk út, sem ástæða væri til að ætla, að bærinn fengi verkin hagkvæmar og ódýrar unnin með því móti. Reynsla Reykja- víkurbæjar, sagði hann, að veitti öryggi um, að þannig fengjust verkin unnin fyrir hag- kvæmust kjör. Og mikilsvert væri að skapa traust meðal sjálfstæðra verktaka á þessari leið. Líður betur DRENGURINN, sem varð fyrir bíl í Fnjóskadal í vikunni, og sagt er frá í blaðinu í gær, ligig- ur enn í Fj rðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Honum líður heldur betur. - Minning ar áttu þar athvarf þegar þeir komu hraktir og þreyttir ýmist með fjárrekstra eða þá aðra flutn inga eins og tíðkaðist allt fram að 1920. Það var ekki spurt uim hvort maður kom í sparifötun- um eða vatnsklæðum eftir langt ferðalag. Húsið var jafnt opnað, hér var engin mannamunur gerð ur. Oft var sofið í hverju her- bergi og minnist ég 1918 þegar spánska veikin gekk yfir allt hér að hvergi var autt pláss í Lindar brekku, allsstaðar einhver sem þurfti að hjúkra. Það mætti margt um þessi ágætu hjón segja sem verður hér ekki upp talið og því staðar num ið. Frú Ingibjörg var að mörgu leyti stórbrotin kona, sem átti erfitt með að þola, svokallaðan smásálarskap, en hún átti því láni að fagna að gea látið hið innra ljós sitt skína í athöfnum sínum, hún hlustaði í æsku sinni á brimgný hafsins, sem stælti hug hennar, hún horfði á hið víð feðma útsýni, sem speglaðist í geislaflóði sólarinnar, hún heyrði ölduna smáu hjala við ströndina, hún sá hið blíðasta blómstur brosa við sól og sumar, en allt þetta birtist í lífi hennar, hún gat stundum verið bituryrt ef um á hugamál hennar var að ræða, en hún gat líka titrað eins og fugls hjarta, af tilfinningu, þar sem það átti við. Síðustu árin í æfi vinkonu minnar, Ingibjargar, hef ur samstarf okkar verið allmikið, við Óháðasöfnuðinn veit ég ekki hvort hann hefði orðið til hefði hún hvergi verið nálæg af lífi og sál vann hún að uppbyggingu hans ásamt mörgum öðrum ágæt um og vil ég fyrir hönd safnaðar' ins þakka henni nú að leiðar- lokum hjartanlega hennar mikla starf og mun hennar ætíð verða hainnzt þá saga hans verður skráð. Þakka henni persónulega alla vináttu. Nú verður hún andvana kvödd frá kirkju okkar og af þeim presti er hún hafði miklar mætur á. Sá bezti minnisvarði sem henni væri reistur væri það að kirkja okkar blómgaðis í brennandi á- huga, samheldni og drengskap. Andrés Andrésson Ingibjörg ísaksdóttir -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.