Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 15
- Föstudagur 18. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 rj Myndin sýnir tvær teikningar, sem fylgdu tillögunni er hlaut 1. verðlaun. Á teikningunni t.v. ^ sjást umferðaræðar og opin svæði, en t.h. íbúðarhverfin, verzlanir og opinberar byggingar. — — Skipulag Framhald af bls. 1. Önnur verðlaun hlutu einnig ’(og 65 þús. kr.) Scherning Dyb- bro og Knud Hastrup, arki- tektar frá Skovlund, Danmörku. Um tillögu þeirra segir: „Suður hluti samkeppnissvæðisins er látinn vera óbyggður að undan- teknum minniháttar byggingum við Nýbýlaveg. Heildarlausnin er örugg og sýnir næman skiln- ing á þeim möguleikum, sem landslagið veitir“. Þriðju verðlaun námu 45 þús. kr. Þau hlaut Lars Bryde, arkti- tekt frá Stokkhólmi, en að- stoðarmenn hans voru: Arne Christiansen og Axel Schov. Auk þess keypti nefndin þrjá uppdrætti. Hinn fyrsta fyrir 20 þús. kr., gerðan af Poul Knuds- gaard og Ole Sörensen, arki- tektum frá Kaupmannahöfn. Annar var einnig keyptur fyr- ir 20 þús. kr., eftir Gunnlaug Halldórsson og Manfreð Vil- hjálmsson, arkitekta í Reykja- vík. Um tillögu þeirra segir nefndin m.a.: „Meginhluti byggð arinnar er á svæðinu milli Miklubrautar og sjúkrahússins og fyrir austan það, í norður- hlíð dalsins. Byggðin hér — einkum í norðurhlíð dalsins — er vel staðsett og skipt í eining- ar, sem eru hæfilega stórar, en byggingarnar taka þó um of útsýnið hver frá annarri". Að lokum var svo, fyrir 10 þús. kr., keypt tillaga frá Per Hansen, arkitekt frá Holte í Danmörku. •k Úrskurður dómnefndar Hér fer á eftir útdráttur úr úrskurði dómnefndar um sam- kepnina. Ánægjulegt er, hversu mikil þátttakan í samkeppninni hefur orðið. Virðist, að svo hafi farið sem til var ætlazt af bæjarstjóm og skipulagsnefnd ríkisins, að samkeppnin vekti mikinn áhuga arkitekta bæði utanlands og inn- an. Hinn mikli fjöldi tillagna hef- ur sýnt greinilega, hvaða mögu- leikar eru í Fossvogsdal, jafn- framt því að fram hafa komið hugmyndir um ýmis konar bygg ingarlag og þá með sérstöku til- liti til landslags, veðurlags og náttúrufars. Allur þorri þátttakenda hefur tekið fullt tillit til bæjarein- kenna Reykjavíkur og landslags- ins eins og það er nú á sam- keppnissvæðinu, að því er snert ir meginskipulag byggðarinnar. Landslag á bæjarstæðinu er nokk uð hæðótt, þannig að byggð minni húsa, sem bar yrðu reist, án þess að gróður eða annað skyggi á eða skilji að, mundi nánast líta út úr lofti sem breiða af húsum. Öskjuhlíðin með vatnsgeymana efst, en óbyggð að öðru leyti, er áberandi; að öðru leyti má segja að megineinkennið sé fjarlægur fjallahringur og útsýnið til sjáv- ar. Dómnefndin hefur talið eins og raunar flestir þátttakendur, að eðlilegt væri, að tekið yrði fullt tillit til þessara sérkenna við mót un byggðarinnar, og hún falli inn í þá bæjarmynd, sem komin er, skeri sig ekki úr. Flestir þátttakenda hafa ætlað verulegum hluta byggðarinnar stað í norðurhlíð dalsins, sem liggur með jöfnum halla mót suðri. Þeir hafa gert ráð fyrir því, að dalbotninn yrði óbyggður og liggur tvennt til, bæði það, að hann er síður hæfur til bygginga, að því er snertir jarðveg og sólar- ljós, og svo hitt, að með því er lögð áherzla á Seltjarnarnesið sem heild, því að þá verður opið svæði alla leiðina milli Fossvogar og Elliðaárvogar. Allflestar til- lögurnar gera ráð fyrir því að Öskjuhlíð verði óbyggð. Dóm- nefndin hefur fallizt á þessi meginsj ónarmið. Þá kemur að staðsetningu helztu umferðaræða. í flestum tillögun- um hefur verið fallizt á það, að Kringlumýrarbraut verði aðal- tengiliður við athafnasvæði og vinnustaði norðan megin á nes- inu, og Miklabraut verði aðal- tengiliður við núverandi Miðbæ. í flestum tillögunum er gert ráð fyrir, að dalurinn milli Bú- staðavegar og Nýbýlavegar sé ein heild, þannig að meginumferðar- æðar liggi á jöðrum svæðisins. Þótt dómnefndin geti á þetta fall- izt, getur hún ekki fallizt á þau sjónarmið, sem sums staðar koma fram, að safna beri saman á einn stað öllum stofnunum og fyrir- tækjum til almannaþarfa, með þeim afleiðingum, að þessi „ mið bær“ verður erfiður aðkomu fyr ir þau hverfi byggðarinnar, sem fjarst liggja. í flestum úrlausnunum er tek- ið tillit til hinna mikilvægu þarfa, skjóls, sólarljóss og út- I sýnis. ★ Skjól Hin lága, en þétta byggð, sem er víðast í Reykjavík, skap- ar allgott skjól. f skjóli við hús- in þrífst trjágróður allvel og skapar aftur aukið skjól. All- margir þátttakenda hafa byggt tillögur á þessu sjónarmiði og; gert ráð fyrir lágri en þéttri byggð, með einbýlishúsum, tvi- i stæðum húsum, raðhúsum, keðju húsum o.s.frv. í þessu sambandi vekur nefndin athygli á húsgerð, sem henta mundi vel á sléttlendi, svo sem lagt er til í einni úr- lausninni, varðandi svæðið fyrir vestan Öskjuhlíð, en það eru 2 hæða hús, sem látin eru mynda ferhyrning ((,,karré“), og er gert ráð fyrir stórum, skjólgóðum garði milli húsanna og miklu rými milli húsa, þannig að birtu- skilyrði verði góð. Á Sólarljós Rík ástæða er til að nýta sem bezt sólarljós, sem er af skorn- um skammti, t. d. hvílir skuggi á suðurhlið dalsins að vetrarlagi og Kópavogsháls skyggir á nokk urn hluta dalsins. Þetta veldur því, að nokkrir þátttakenda, leggja til, að sá hluti dalsins verði óbyggður. Aðrir láta sér nægja að ljúka við þá byggingu, sem hafin er á svæðunum, sem mest eru áberandi norðan Nýbýlaveg- ar. Enn aðrir gera ráð fyrir nokk- urri byggð á svæðinu, en leggja þó til, að engin byggð verði aust- ast á því, enda nýtur þar lítillar sólar á vetrum, meira að segja mjög lítillar síðdegissólar mest- an hluta ársins. Dómnefndin taldi rangt að sleppa tilliti til þessara aðstæðna og hafa sömu meginsjónarmið um skipulagning suðurhlutans og norðurhlutans. ★ Útsýni Með byggð háhýsa verður bezt fullnægt hinni mikilvægu þörf um útsýni. Dómnefndin hef- úr þó ekki getað fallizt á tillögur um mjög áberandi byggingar há- hýsa. Hér veldur bæði sú skoðun, að nauðsynlegt sé að skapa sem mest skjól og svo tillitið til þeirr ar byggðar, sem fyrir er. Unnt er að skapa gott útsýni úr flest- um íbúðum, þótt byggðin sé með alhá eða á bilinu milli lágrar byggðar og meðalhárrar. Það hefur verið talinn kostur, þegar tillögur hafa stefnt að lausn á þessum grundvelli. Nefndinni þykir miður, að ekki hafa fleiri þátttakenda en raun ber vitni fengizt við úrlausnina á þeim grundvelli, að verulegur hluti íbúða í lágri byggð og aflíðandi njóti útsýnis jafnframt því sem þær njóti sólarbirtu og skjóls. ★ Byggingarlag í samkeppnisskilmálunum er á það bent, að eiginlegar stórbyggingar tíðkist ekki mjög í Reykjavík. Flestar tillögurnar má framkvæma í áföngum eða minni einingum. Dómnefndin tel ur það galla, ef úrlausn er á þann veg, að óhjákvæmilegt er að framkvæma hana í einum áfanga. Fram hafa komið ýmiss kon- ar tillögur um byggingarlag. — Nokkur hluti þátttakenda gerir ráð fyrir 2 og 3 hæða húsum eftir hlíðunum, og oftast liggja húsin samhliða hæðarlínunum. Þetta hefur ýmsa tæknilega kosti, en jafnframt verður að geta þess, að flestar íbúðir missa við þetta útsýnismögu- leika. Víða erlendis tíðkast allstór, mjög þéttbýl hverfi einnar hæð ar húsa, þar sem byggð er ekki rofin af opnum svæðum. Þessi hugmynd kemur fram í mörgúm tillagnanna. Eftir að nefndin hefur athugað tillögurnar og rætt þær almennt, telur hún, að þetta fyrirkomulag geti vel hent að í Reykjavík, enda sé þá tek- ið sérstakt tillit til loftslags og jarðvegs. Eins og þegar hefur verið vikið að hafa úrlausnirnar í heild gefið athyglisvert og al- hliða yfirlit um þau atriði, sem skipta máli um nýtingu sam- keppnissvæðisins, og allmargar verða að teljast góðar. Þó verð- ur að segja það, að þær úrlausn ir, sem hafa í sér fólgnar snjallastar hugmyndir, bæði hvað snertir skipulag og bygg- ingarlist, eru jafnframt gallaðar að ýmsu leyti. Þegar dómnefnd- in hefur metið kosti og galla hverrar úrlausnar um sig, virð- ist henni engin ein úrlausn bera af. Nefndinni virðist því hæpið, að nokkur einstök af tillögun- um verði lögð til grundvallar að byggingu svæðisins óbreytt. HORPU MALNING Varpn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.