Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur Í8. agust 1961 MORGVTSBL ÁÐIÐ 3 Það er ÞAÐ er ekki aðeins á mann- virkjum og framkvæmdum, sem merkja má framvindu sögu Reykjavíkur. Klukkan tíu í gærkvöld var rúmt 101 ár milli fæðingardaga elzta og yngsta Reykvíkingsins. Elzti borgari Reykjavíkur er nú fru Þórunn Bjarna- dóttir Granaskjólj 17. Þórunn er fædd 2. nóvember 1800 á Núpi í Berunesbreppi. Hún er því rúmlega 101 og hálfs árs gömul. Þórunn er ekkja Jóns Bjarnasonar sjómanns, sem lézt fyrir fáum árum. Þau hjónin bjuggu fyrst á Fá- skrúðsfirði, en fluttust til Reykjavíkur rétt eftir alda- mót. Þórunn er nú orðin blind og heyrnarlaus. Yngsti borgari Reykjaví'kur klukkan tíu í gærkvöldi var hraust og myndarlegt svein- barn, sem fæddist á Fæðing- ardeild Landspítalans um hálf fjögur í gær. Sveinninn var 4660 grömm eða á 10. 2 ja ára barn fyrir bíl SEINNI hluta dags sl. sunnudag vildi það óhapp til á Blönduósi, að bifreið úr Reykjavik ók aftur á bak upp á gangstétt þar sem börn voru að leik og á fót tveggja ára telpubarns, sem sat þar. Hin stóðu og gátu því stokkið burtu. Telpan fótbrotnaði rétt fyrir neð an hné Og var flutt á sjúkrahús, en er nú komin heim Og líður vel eftir atvikum. — Telpan heitir Soffía, dóttir hjónanna Kristínar Jóhannsdóttur og Þorsteins Hún- fjörð bakara. Yngsti Reykvíkingurinn í gærkvöldi, 19 marka sveinn. — Ljósm.: K. M. milli elzta og yngsta Reykvíkingsins mörk. Hann var 56 om á lengd. Móðir barnsins er frú Hulda Jenný Marteinsdóttir, 24 ára gömul, eiginkona Við- ars Guðmundssonar verka- manns en hann er ári eldri. Þau hjónin búa á Grandavegi 37 b og hafa verið gift í fjögur ár. 1860, árið sem Þórunn fædd ist, segir Annáll Nítjándu Ald ar, að skæð barnaveiki og taugaveiki hafi gengið fyrir austan og deytt flest börn, þar sem hún stakk sér niður. Uppi á fæðingardeild, þar sem litla barnið fæddist í gær, ganga hvítklæddir læknar um ganga, búandi yfir hinum fullkomnustu tækjum og lyfjum. 1860 var gefin út konung- leg tilskipun um stofnun fyrsta barnaskólans í Reykja- vík. Litla barnið mun senni- lega stunda nám í einhverj- um hinna 11 barnaskóla, sem nú eru í Reykjavík. Eða þá einhverjum nýjum. Árið sem Þórunn fæddist var Trampe greifa veitt lausn frá embætti og þeir Grímur Thomsen og Jón Sigurðsson voru heiðraðir af konungi. Þá útskrifuðust úr háskólanum í . Kaupmannahöfn þeir Magnús Stephensen landshöfðingi og Benedikt Sveinsson, faðir Einars Benediktssonar. 1860 voru íslendingar rúm- lega 07 þúsund og hafði þeim fækkað um 866 frá árinu áð- ur. Nú eru landsmenn rúm- lega 177 þúsund og gert ráð fyrir að þeim fjölgi reglulega um tvo af hundraði á ári. — Rússar ábyrgir Framh. af bls. 1. Ennfremur var birt í dag í London yfirlýsing frá flugmála- ráðuneytinu brezka þar sem seg ir, að orrustuflugsveitir Breta í Þýzkalandi verði styrktar. Einnig er haft eftir áreiðanlegum heim- ildum að þrjár orrustuflugsveit- ir, sem Bretar höfðu ákveðið að kalla heim frá Þýzkalandi verði hvergi hreyfðar. Þá herma fregn- ir frá Washington að flotamála- ráðuneytið hafi sagt, að tala not- hæfra orrustuskipa verði aukin um 43 skip. • Æskan hvött til vopna Málgagn ungkommúnista í A.- Þýzkalandi — Junge Welt — hvatti í dag ungt fólk til þess að láta innrita sig í herinn og skýrði blaðið frá því, að yfirlýsing þar að lútandi yrði lesin á öllum vinnustöðum, skólum og háskól- um á mórgun. Félagsskapur ung kommúnista telur tvær milljónir félaga — þar af er nær helming- ur ungir drengir. Er talið að þeim verði veitt einhver „skemmri skírn“ í hernaðarfræðslu. • Hert á hömlunum Austur-þýzka lögreglan herti enn í dag á umferðarhömlum í Austur-Berlín, þar á meðal mjög á eftirliti með erlendum ferða- mönnum, sem til þessa hafa feng- ið að fara milli borgarhlutapna, með því einu að sýna vegábréf. Alimargir hafa gert djarflegar tilraunir til flótta síðasta sólar- hringinn, klifið yfir háa múr- veggi og ekið með ofsahraða gegn um lögregluvörð á mörkum borg- arhlutanna. Fimm austur-þýzkir lögreglu- menn komu yfir landamærin I nótt í fullum einkennisklæðum. Afhentu þeir brezkum hermönn- um vopn sín og báðust hælis. Síðar í morgun horfðu austur- þýzkir lögreglumenn á þegar brezkir hermenn girtu af sovézka styrjaldarminnismerkið í Vestur- Berlín, en þar hafa oft verið haldnir mótmælafundir gegn kommúnistum, m. a. í. Ungverja- landsuppreisninni. Þótti rétt að tryggja að þar yrðu nú engin spjöll unnin. Elztí Reykvíkingurinn, frú Þórunn Bjarnadóttir, 101 árs Tveir brezkir togarar á Norðf. NORÐFIRÐI, 17. ág. — Brezki togarinn Northern Duke frá Grimsby kom hingað í gær með mann, sem þjáðist af botnlanga- bólgu. Hann verður skorinn upp hér, og bíður togarinn eftir hon- um. Annar tógari, Dinas frá Fleet- wood, kom hingað i dag með slasaðan mann. Hafði steinn hrotið úr vörpupokanum í fót mannsins og hann meiðzt eitt- hvað; stóra tá farið úr liði o. fl. Gert var að meiðslum mannsins, og helt togarinn síðan aftur út. —- S.L. Tvívegis siglt á Þorkel Mána FJÓRIR togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafa undanfarnar vikur landað saltfiski í Esbjerg. Það eru þeir Pétur Halldórsson, Þorkell máni, Þorsteinn Ingólfs- son og Þormóður goði. Samtals hafa þeir selt þar um 1200 tonn af saltfiski, sem veiddur er við Vestur-Grænland. Hér í höfninni eru nú fjórir togarar frá BÚR. Þorkell máni hefur verið hér til viðgerðar, en henni er að ljúka. Siglt var á skipið tvisvar í síðustu veiðiferð, fvrst við Grænland 13. júní, þeg- ar þýzki togarinn Mellum sigldi á hvalbakinn, bakborðsmegin, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. í síðara skipt- ið rakst færeyski togarinn Gull- berg á Þorkel mána, þar sem hann var bundinn við bryggju i Esbjerg, og laskaði hann á stjórn borðskinnung. Klössun á Jóni Þorlákssyni er að ljúka, en húa hefur staðið síðan fyrir jól. Aðrir togarar eru á veiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.