Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 12
12 'MORCVNBLAÐ1Ð Fðstudagur 18. ágúst 1961 ÍTtgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Hitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: fliðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TVÆR HÖFUÐBORGIR J DAG halda Reykvíkingar hátíðlegt 175 ára afmseli kaup- staðarréttinda höfuðborgarinnar. Menn leiða hugann að þeim sjö aldarfjórðungum, sem liðnir eru, og spá fyrir þeim áttunda. í dag er glað>zt yfir unnum afrekum og menn strengja þess heit að halda áfram að bæta og fegra höfuðstað landsins, svo hér ríki „fegurðin ein ofar hverri kröfu“. En í annarri höfuðborg í okkar álfu ríkir hryggð og reiði. í Berlín er nú kappsamlega unnið að því dag hvern að reisa gaddavírsgirðingar og koma fyrir vélbyssuhreiðr- um. Borgin hefur verið klofin í tvennt og vopnaðir verðir eiga að gæta þess, að enginn Austur-Berlínarbúi fái lengur litið frelsi og velmegun vestursins. Þegar við íslendingar göngum inn á fánum skreytt hátíðarsvæði Reykjavíkurkynningarinnar er okkur hollt að hafa í huga, hve ólíkt er umhorfs í Berlínarborg í dag. Tákn hennar er ramefldar gaddavírsgirðingar. — Það er skylda okkar, bæði við forfeðurna og afkomendurna að hafa hugfast, hve skammt er milli gæfu og hörmunga, frelsis og áþjánar. Og þetta er ekki í fyrsta skipti, sem íslendingar halda hátíð um leið og mestu hörmungar ganga yfir Austur- Berlínarbúa. Hinn 17. júní 1953, á þjóðhátíðardegi íslend- inga, streymdu rússneskir skriðdrekar um götur Berlínar- borgar og óku yfir saklausa borgara, meðan hermenn létu vélbyssuskothríð dynja á borgarbúum. Meðan við fögnuð- um yfir fengnu sjálfstæði, var þrá íbúa þeirrar borgar eftir frelsi kæfð í blóði. Og nú, þegar við gleðjumst yfir vexti og velgengni höfuðborgar okkar, er hin gamla höfuðborg Þýzkalands endanlega klofin í tvennt, helmingur hennar gerður að allsherjarþrðelabúðum og íbúum hins hlutans ógnað með mætti vígvéla. Á öðrum stað í blaðinu getur borgarstjórinn í Reykja- vík þess í viðtali, að kýnning sú, sem nú er haldin, eigi ekki hvað sízt að gegna því hlutverki að gera borgurunum auðveldara að afla sér upplýsinga um störf bæjarfélagsins, svo að þeir séu hæfari til að gagnrýna það, sem miður kann að fara. í þessum orðum borgarstjórans í Reykjavík, annars vegar, og ógnunum ráðamanna í Austur-Berlín hins vegar, er fólginn grundvallarmunurinn á lýðræði og komm- únistísku einræði. 1953 reyndi fólkið í Austur-Berlín með friðsamlegum mannsöfnuði að gagnrýna stjórnarhætti og krefjast aukins frelsis. Kröfum þess var mætt með brugðn- um byssustingjum. Og þegar ljóst varð, að engin gagnrýni yrði þoluð, yfirgaf það eignir sínar unnvörpum og flúði vestur á bóginn. Það varð ekki heldur þolað. Þess vegna voru gaddavírsgirðingarnar reistar. Reykvíkingar horfa í dag bjartsýnir fram á veginn. Hin unga kynslóð er staðráðin í að feta í fótspor hinnar fyrri. Og hún hefur nú þann grundvöll að byggja á, að unnt á að vera að gjörbreyta lífskjörum á örskömmum tíma, ef rétt er á málum haldið. Morgunblaðið óskar höfuðborginni og íbúum hennar til hamingju með þennan merkisdag. En fyrst og síðast óskar það þess, að hörmungar á borð við þær, sem íbúar Austur-Berlínar og fjölmargra höfuðborga annarra búa nú við, eigi aldrei eftir að ganga yfir bæi íslands, sveitir þess né höfuðborg. Verk franskra rit- hofunda bönnuð í Moskvu 14. ÁGÚST bönnuðu sovézk yfir völd, að 27 bækur á franskri bókasýningu í Moskvu yrðu áfram á sýningunni. Að auki var það skilyrði sett fyrir fram- haldi sýningarinnar, að 52 aðrar bækur yrðu settar á lítt áberandi staði og efst í hillur. Meðal höf- unda, sem fá ekki að kynna bæk ur sínar í Moskvu, eru Sartre, Malraux og Camus. Ákvörðun Sovétyfirvaldanna var tilkynnt kvöldið áður en franska sýningin í Moskvu var opnuð. Sýningin, sem á að vera opin frá 15. ágúst til 15. septem- ber, er stærsta sýning. sem Frakkar hafa sett upp erlendis. Sýningargripirnir eru allt frá ilmvötnum til þungaiðnaðar. Robert Bordaz, framkvæmda- stjóri sýningarimnar, vildi sem minnst um málið tala við frétta- menn, en sagði, að komizt hefði verið að samkomulagi um „að fjarlægja það, sem gæti hneyksl- að“. Fá ekki að setjast með bækurnar Þetta bókabann minnir á bann, sem sovézku yfirvöldin settu á tæplega 100 bækur á sýningu Bandaríkjanna í Moskvu 1959. Þegar leið á þá sýningu, gáfu Rússar leyfi til þess að sýna nojckrar bannbókana, en aðeins undir gleri í skápum, þannig að enginn Sovétborgari gæti kynnt sér textann. Þegar þessar 27+52 bækur eru undanskildar, mega sovézkir sýningargestir handfj atla frönsku bækurnar, sem alls eru 8000. Rússar leyfa Frökkum þó ekki að hafa stóla og borð í sýn- ingarherbergjunum, til þess að fólk stöðvist síður í sölunum til þess að lesa. Sartre, Malraux og Camus Meðal bannaðra bóka, sem Rússar hafa sett á svartan lista, og telja hættulegar augum Sovét- borgara, má nefna þessar: „Critique de la Raison Dia- lectique" (Gagnrýni díalektískr- ar rökvísi) og „Des Mains Sales“ (Flekkaðar hendur) eftir heim- spekinginn og rithöfundinn Jean- Paul Sartre, „La Condition Hu- maine“ (Mannleg örlög) eftir André Malraux, rithöfund og núverandi menningarmálaráð- herra Frakklands, „L’Homme Révolté" (Uppreisnarmaðurinn) eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Al- bert Camus, sem er nýlátinn, .Francais, Si Vous Saviez' (Frakk ar, ef þið vissuð) eftir Georges Bernanos, „Les 50. Amériques" (Hinar 50 Ameríkur) og „Les 13 Juges“ (Hinir 13 dómarar) eftir Raymond Cartier, „La Chine et Son Ombre“ (Kínaveldi og skuggi þess), fræði- og ferða- bækur um Armeníu og aðrar ný- lendur Rússa og bækur um vest- rænar bókmenntir og sögu þeirra. Einnig voru þar á meðal bækur eftir Marlau-Ponti Gatan og Picon. Ströng skilyrði. Annað atriði, sem Rússar settu að skilyrði fyrir sýningunni, var Íf lok síðustu heimsstyrjald- \ ar áttu Bandaríkjamenn mik-i inn fjölda herskipa, sem eng- in þörf var þá fyrir. Var hudr uðum skipa lagt oð þau vand- lega innsigluð með plasti til að verja þau skemmdum. Mörg þessara skipa voru ný- í smíðuð. Skipin hafa nú í 15 4 ár legið aðgerðalaus í höfnumi víða i Bandaríkjunum og héldu flestir að þar fengju þau að vera þar til tími væri kominn til að selja þau til niðurrifs. En irýlega voru fjörutíu þessara skipa tekin í < þjónustu á ný og eru það að- 7 allega skip, sem ætlað er að 1 elta uppi kafbáta. í Meðfylgjandi mynd er tekin 4 í skipageymslu í Florida. Má/ á henni greinilega sjá plastum-1 búðirnar. I Heath formaour London, 17. ágúst (Reuter) EDWARD Heath, aðstoðar utan* ríkisráðherra Bretlands var í dag skipaður formaður nefndar þeirr. ar brezku, sem mun fjalla um að. ild Bretlands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Samningaviðræðup um aðild Breta hefjast í byrjun október. fjöldi sá, sem sækja mátti sýn* inguna. Frakkar höfðu frá upp- hafi gert ráð fyrir 100.000 manns á dag, og var fyrirkomulag sýn- ingarinnar miðað við það. Segja þeir sig auðveldlega geta annað þeim fjölda, en rétt fyrir sýning- una kom babb f bátinn, þegar sovézk yfirvöld tilkynntu, að einungis 40.000 gestir á dag fengju að skoða sýninguna. Ofan á allt annað hafa sovézk yfirvöld tekið að sér að dreifa sjálf 30.000 miðum daglega til útvalins fjölda, en einungis 10.000 verða seldir hverjum, sem hafa vill, við inngang sýningarinnar í Sokolniki Park.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.