Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNTi'' 4 TílÐ Föstudagur 18. ágúst 1961 Sigurðssonar félagsráðsmanns Sumargjafar, mun félagið næst vinna að því að koma upp leik- skólum í Laugarnes- og Bústaða- hverfuim, sem nú eru mjög út- undan í þessum efnum. f haust verður svo tekið í notkun nýtt húsnæði í Hlíðunum, þar sem áð- ur var barnaskólinn í Eskihlíð- Nefnist það Hlíðaborg. Dagheimilin skiptast þannig milli Sumargjafar og Reykjavík- urbæjar, að Sumargjöf á 3 þeirra en bærinn 1. Af leikskólum á bærinn 6, en Sumargjöf 1. Sum- argjöf annast rekstur allra stað- anna. i (Sjörnuljósmyndir'' ' einum hinna nýju leikvalia. fyrir dyruim lagfæringar á leik- vellinum við Grettisgötu, og er unnið að nýju gæzluskýli á þeim velli. Um þessar mundir er einn- ig verið að vinna við skiptingu gæzluvallarins við Njálsgötu þannig, að úr honum eiga að fást 2 vellir, annar gæzluvöllur fyrir 2—5 ára börn og hinn op- inn gæzluvöllur. í þessum málum virðist stefna bæjarins vera sú, að í hverju bæjarhverfi verði nægilegir leik- vellir og athafnasvæði fyrir 'börn og ungliniga, og þau svæði, þar sem ekki er gæzla, verði í senn fallegir gróðurblettir og hentug leiksvæði. ★ Barnavinafélagið Sumargjöf rekur nú 4 dagheimili og 7 leik- skóla. Daglega eru um 300 börn á dagheimilum félagsins og um 500 á leikskólunum, þannig að alls eru það um 800 börn, sem félagið hefur afskipti af á degi hverjum. Samkvæmt upplýsingum Boga Yngstu borgarar Reykjavíkur Yngsta kynslóðin kann ber- sýnilega vel að meta leikvellina, sem komið hefur verið upp fyrir hana víðs vegar um bæ- inn, því að á árinu 1960 voru heimsóknir á leikvellina í bæn- um langt á fimmta hundrað þús- und, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. ★ Reykjavíkurbær rekur nú alls 53 leiksvæði, sem skiptast þann- ig eftir tegundum: a. 17 gæzluvöllum fyrir börn á aldrinum 2—5 ára, en 2 að auki eru opnir aðeins yfir sumanmén- uðina. Á þessum völlum gæta sérstakar gæzlukonur bamanna, og er bömunuim ekki hleypt út af þeim nema þau séu sótt frá heimilum sínum. b. 5 opnir gæzluvellir, sem ætlaðir eru börnum á öllum aldri. Á þessum völlum starfa einnig gæzlukonur, en börnin eru frjáls ferða sinna inn og út af leikvellinum. c. Þá eru 31 öanur leiksvæði með leiktækjum, sem opin eru öllum bömum og unglingum. ★ Nýlega hefur verið lokið við gerð leiksvæða við Heiðargerði, Bjamarstíg og Ásgarð, og á nokkrum stöiðum munu koma leikvellir á næstu mánuðum, t.d. við Nesveg og í Hvassaleiti og Höfðahverfi. Þá standa einnig Kræfar kaffikerlingar. REYKJAVIKURKYNNING 1961 haldin 18.—27. ágúst í tílefni af 175 ára afmæli Reykjavíkurbæjar Föstudagur 18. ágúst Kl. 09.00 Pósthús Reykjavíkurkynn- ingarinnar opnað fyrir al- menning í kringlu Mela- skólans. 19,30 Sýningarsvæðið opnað. 19,40 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórn.: Paul Pam- pichler. 19,55 Fórseti íslands kemur á sýningarsvæðið. — Geng- ið í Neskirkju. 20.00 Guðsþjónusta í Neskirkju. — Prédikun: Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Fyr ir altari: Séra Jón Thorar- ensen. 20.20 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 20,30 Kynningarhátíð sett (úti við Melaskóla, ef veður leyfir, annars í sal Haga- skólans). Ávarp: Förmaður fram- kvæmdanefndar, Björn Ól- afsson, fyrrverandi ráð- herra. Afmæli Reykjavíkur minnst: \_Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Einsöngur: Guðmundmr Jónsson, óperusöngvari. Setning Reykjavíkurkynn- ingar 1961: Geir Hallgrím* son borgarstjóri. Kórsöngur: Karlakórinn Fóstbræður. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. 21.00—23.00 Sýningin skoðuð Pósthúsið í Melaskólanum verður opið frá kl. 9—18 og verða hin nvju Reykja víkurmerki stimpluð með útgáfudagsstimpli og stimpli Reykjavíkurkynningarinnar. l*ar verða og til sölu sérstök umslög, sem prentuð hafa verið vegna kynningarinnar. Verð aðgöngumiða; Fyrir fullorðna kr. 20.00 — Börn 10—14 ára kr. 10.00. — Börn undir 10 ára aldri þurfa ekki að greiða aðgangseyri. , Framkvæmdanefndin QiQiQiQiQQ>Q,QiQjQiQiQQiQjQiQr®QiQiQiQiQiQiQiQiQiZZZZ$ZZZ$QiQiQíQi®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.