Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 2
2 M O R C V IV n T, 4 n 1 Ð Þriðjudagur 22. ágúst 1961 Fiskveiðarnar og Efnahagsbandalagið Norræn nefnd fjallar um mdlið Á FUNDI Efnahagsmálanefndar Norðurlandaráðs, sem haldin var um helgina í Voksenásen við Oslo, var samþykkt tillaga ís- lands um að koma sem fyrst á fót norrænni embættismanna- nefnd til að fjalla um vandamál Vísitalan hækkar um 1 stig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að framfærsluvísitöluna í árs- byrjun 1961 og reyndist hún vera 106 stig. í júlíbyrjun var vísital- an 105 stig og hefur því hækkað um 1 stig. hjóli Drengur á fyrir bíl Ulh hálfellefuleytið á sunnudags- kvöldið varð það slys á Lauga- vegi að ungur piltur, Arnþór Þor geirsson, Nökkvavogi 18, sem þar var á hjóli, varð fyrir Volks- wagenbíl. Við áreksturinn kastað ist pilturinn upp á bílinn, lagði inn framrúðuna og beyglaði loks þak bílsins. Pilturinn slapp furðu lítið meiddur. Bílstjórinn mun hafa blindazt af sterkum ljósum, og einnig mun kattarauga ekki hafa verið á hjólinu. fiskveiðanna á Norðurlöndum með tilliti til þáttöku í Efnahags- bandalagi Evrópu. Áður hefur verið starfandi embættismanna- nefnd, sem í eiga sæti yfirmenn viðskiptadeilda utanríkisráðu- neytanna og fjallað hefur um öll viðskipti að undanförnu. íslend- ingar hafa tekið þátt í tveimur fundum þessarar nefndar og mun hún koma saman í Reykjavík í byrjun september. Er þá gert ráð fyrir að nýja nefndin komi sam- an um leið. Af fslands hálfu sátu fund Efnahagsmálanefndarinnar þeir Sigurður Ingimundarson, alþing- ismaður, sem saeti á í nefndinni og Einar Benediktsson, deildar- stjóri í efnahagsmálaráðuneytinu. Fundinum stjórnaði formaður Efnahagsmálanefndarinnar, Ole Björn Kraft, fyrrv. utanríkisráð- herra. Á fundinum var rætt um nor- ræna samvinnu með tilliti til hugsanlegrar aðildar Norður- landaríkjanna, eins eða fleiri, að markaðsbandalagi sexveldanna. Minnti fundurinn á samstarf Norðurlanda á fjölmörgum svið- um, sem verið hefur milli stjóma og félagasamtaka í mannsaldra, og beindi til ríkisstjórnanna ósk um að þær athugi alla mögu- leika til að varðveita og efla nor- raena samvinnu í þeim nýju kringumstæðum, sem nú eru fyrir hendi og snerta Norðurlönd- in á mismunandi hátt. / NA /5 hnuiar / SVSOhnútar )é Sn/ótoma » ÚSi ' 7 Skúrir K Þrumur ms KuUaakH ^ Hitcski/ HáHmhA 1 \ 11 ÍAÍÍ tÓU LÆGÐIN, sem olli A-rign- ingu víða um land á sunnu- daginn var, er nú komin austur um Hjaltlandseyjar, en regnsvæði hennar nær enn fast upp að Austfjörðum. Á Grænlandsihafi, Grænlandi og íslandi, er mjög stillt og aðgerðalítið veður, sums staðar lítils háttar rigning, en þess á railli þurrt og létt- skýjað. Hiti var 15 st. á Ak- ureyri, Khöfn og Stafangri. Veðurspá kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til SA-lands og mið in öll: Breytileg átt og hæg- viðri, skýjað í nótt en létt- skýjað með köflum á rnorgun. Gríðarstór skemma ■ ÁBURÐARVERKSMIÐJAN í Gufunesi hefur nú í smíðum gríð- arstóra geymsluskemmu, sem á að geta tekið um 9000 lestir af áburði. Verður geymslan 92 m á lengd, 30 m á breidd og 15 m á hæð, og er öll úr steinsteypu. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá Hjálmari Finnssyni, forstjóra, í gær að byrjað hefði verið að taka grunninn að skemmuni fyr- ir verkfall, en síðan því lauk hafi fyrst kómið skriður á málið. Verkið er unnið í ákvæðisvinnu og er Birgir Frímannsson, verk- takinn. Er ætlunin að skemman verði tilbúin í lok nóvember- mánaðar. En verksmiðjan þarf nauðsynlega að geta geymt áburð arbirgðir sínar yfir veturinn, þar sem salan fer fram á vorin. Nú cjeymslu Gufunesi eru til þrjár geymsluskemmur í Gufunesi, sem taka samtals 6000 lestir, en þegar þessi nýja skemma bætist við, eiga að vera þar nægar geymslur fyrir köfn- unarefnisáburð. Sagði Hjálmar, að þegar áburðarverksmiðjan byrjaði hafi áburðarnotkunin verið 12—14 þús. lestir, en er nú í ár 22 þús. lestir af köfnunar- efnisáburði. Ráðstefna um raun- vísindarannsóknir í Háskólanum í næstu vlku DAGANA 28. og 29. ágúst næst- komandi verður haldin hér á landi ráðstefna á vegum menntamálaráðherra og mun hún fjalla um raunvísindarann- sóknir, nauðsyn þeirra í nú- tíma þjóðfélagi og skiplag slíkr- ar starfsemi hér á landi. Ætlunin er, að fyrirlestrar verði fluttir um þjóðhagslega og fræðilega þýðingu rannsókna starfseminnar, en eins og kunn- ugt er hafa orðið slíkar fram- farir á sviði vísinda og tækni á síðustu árum, að valdið hefur gjörbreytingu á atvinnuháttum þjóða. Hraði þessarar þróunar verður stöðugt meiri og því æ erfiðara fyrir smáþjóð að fylgj- ast með. Annað meginverkefni ráðstefnunnar verður því að kanna á hvern hátt við íslend- ingar eigum að skipuleggja raun vísindarannsóknir okkar, með það fyrir augum að tryggja að við drögumst ekki aftur úr og atvinnuvegir okkar og þjóðfé- lagið allt fái að njóta framfara Skákin S V A RT: Síldarverksmiðja rikisins Raufarhöfn ABCdEFGH Drukknir unglingar ráðast á heimilisföður Barinn í andlitið og bitinn í fingur F or setahcimsókn- in til Færeyja . VEGNA lítilsháttar villandi fregna frá Færeyjum um að á- formuð sé heimsókn • forseta ís- lands til Færeyja, þykir rétt að taka fram eftirfarandi: f bréfi, sem P. M. Dam, lög- maður Færeyja, ritaði forseta ís- lands í byrjun þessa mánaðar, lætur lögmaðurinn þess getið, að það mundi verða Færeyingum mikið gleðiefni, ef forseti fslands gæti komið því við að heimsækja Færeyjar. Forseti íslands skrifaði lögmanninum aftur og kvað sér mundu verða það mikið ánægju- efni, ef úr slíkri heimsókn gæti orðið. Kvaðst forsetinn vilja halda hugmynd þessari vakandi, þótt dráttur kynni að verða á að ræða málið nánar. (Frá forsetaritara) abcdefgh HVfTT: Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Sigiuf jarðarleikur: Rf2 KLUKKAN hálfeitt aðfaranótt föstudags stigu hjón úr Reykja- vík ásamt dóttur sinni upp í strætisvagn í Hafnarfirði. Á síðasta viðkomustað vagnsins í Hafnarfirði, fyrir utan Bæjarbíó, komu tveir drukknir unglingar inn í vagninn, og áreittu fjöl- skylduna. Lauk svo, að þegar til Reykjavíkur var komið, réðust unglingar þessir á fjölskyldu- föðurinn sem er á sextugsaldri, og sjúklingur að auki, og veittu honum áverka. Málavextir voru þeir, að þegar unglingarnir komu inn í strætis- vagninn settust þeir við hlið dóttur þeirra hjóna, sem sat ein sér. Leizt föður hennar ekki á þá kumpána, og bað dóttur sína, sem er um tvítugt, að flytja sig í annað sæti og gerði hún það. Ókvæðisorð Snerust unglingarnir þá að föðurnum með ókvæðisorðum og ruddaskap og héldu því áfram allt til Reykjavíkur. Þegar komið var í Lækjar- götu fóru allir úr vagninum, þ. á m. unglingarnir tveir og áðumefnd fjölskylda. Héldu ung lingamir áfram uppteknum hætti, og létu ófriðlega við heimilisföðurinn. Konan og dóttirin héldu á undan manninum, og er þær sneru sér við skömmu síðar, sáu þær að slagsmál höfðu upphaf- izt Hljóp dóttirin þá niður á lög reglustöð og sótti hjálp. Er lögreglan kom á vettvang og hirti unglingana tvo, hafði annar þeirra barið manninn, sem hlaut áverka á munninn, en hinn hafði bitið hann í fingur- inn. Varð að flytja manninn á slysavarðstofuna og gera að sárum hans þar. Einhverjir vegfarendur munu hafa blandat sér í málið, en voru á braut er lögreglan kom á vettvang. Eru það vinsamleg tilmæli, að sjónarvottar að at- burði þessum gefi sig fram við rannsóknarlögregluna hið fyrsta. Þess skal getið að annar hinna drukknu unglinga er 16 ára en hinn á svipuðum aldri. í vísindum og tækni eins og frekast er kostur. Ráðstefnuna munu sitja tveir erlendir gestir, þeir dr. Alex- ander King, forstöðumaður tæknistarfsemi Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu, og Ro- bert Major, framkvæmdastjóri Hins tæknilega og vísindalega rannsóknarráðs Noregs. Þeir munu flytja erindi xun þjóðhags lega þýðingu raunvísindarann- sókna í nútíma þjóðfélagi og um skipulag og þróun rann- sóknastarfseminnar í Noregi, og vera almennt til ráðuneytis. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til undirbúnings ráðstefnunni og eiga sæti í henni, Ármann Snævarr, há- skólarektor, Arni Gunnarsson, stjómarráðsfulltrúi, Jón Sig- urðsson, stjórnarráðsfulltrúi, og Steingrímur Hermannsson, fram kvæmdastjóri. Ráðstefnan verður haldin í hátíðasal Háskóla íslands og mun menntamálaráðherra setja hana að morgni mánudagsins 28. ágúst. Þá munu hinir erlendu sérfræðingar flytja erindi sín og gerð verður grein fyrir tillög- um, sem fyrir ráðstefnunni munu liggja, um skipulag og eflingu rannsóknastarfseminnar hér á landi. Gert er ráð fyrir því, að umræður fari að nokkru leyti fram í umræðuhópum og mun hver hópur fjalla um ákveðið svið rannsóknastarfsem- innar, en ráðstefnunni mun Ijúka með almennum umræðum seinni hluta þriðjudagsins 29. ágúst. Sérfræðingum, sem að rann- sóknum starfa, hefur verið boð- ið að sækja ráðstefnuna og einn ig fulltrúum félagssamtaka, ásamt ýmsum ráðamönnum. Aðrir sem kynnu að hafa áhuga á að sækja ráð- stefnuna, eru beðnir að hafa samband við einhvern af ofan- greindum mönnum í undirbún- ingsnefndinni. (Frétta tilky nning) „Sáðmenn46 en ekki „spámenn” f sunnudagshugleiðingum Jóns Auðuns dómprófasts í blaðinu sl. sunnudag varð meinleg prent- villa. Greinin hét frá hendi höf- undar „Sáðmenn" en þegar í blaðið kom var hún nefnd „Spá- menn“. Er beðið velvirðingar á þessum mistöxum. K 0 LE RA Hong Kong, 21. ágúst. (Reuter) KÓLERU hefur orðið vart í Hong Kong og hefur verið gripið til víðtækra ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Bólusetningarefni hefur verið flutt víða að til Hong Kong. —. Um 2.000 skammtar eru á leið frá Los Angeles og frá bæki- stöðvum Heilbrigðismálastofnun- ar SÞ í Nýju Delhi er verið að flytja 150.000 skammta. Ætlun- in er að bólusetja alla íbúa ný- lendunnar á næstu tveim vik- um, en þeir eru um þrjár millj. Fjórir hafa látizt úr kóleru og vitað er með vissu um 34, sem sýkzt hafa, en auk þess eru 14 menn aðrir í rannsókn. Á Formósu og Filipseyjum hefur einnig verið gripið til varúðarráðstafana til að hindra að sýkin berist þangað. Hefur innflutningur á ýmsum matvör- um frá Hong Kong, svo sem ávöxtum og grænmeti, verið bannaður. Skemmtiferð FUS í Skagafirði N.K. sunnudag, 27. ágúst efnir Félag ungra Sjálfstæðismanna í Skagafirði til skemmtiferðar. Far ir verður til Sigluf jarðar og Ól- afsfjarðar. Verður lagt af stað frá Sauðárkróki kl. 9 f.h., en kL 5 verður farið frá Siglufirði á- leiðis til Ólafsfjarðar og verið á héraðsmóti Sjálfstæöisflokkssns, er þar verður haldið á sunnu- dagskvöld. Mikið hey úti GJÖGRI, 21. ágúst. — Góður þurrkur var í gær og þurrt og gott veður í dag. Miklir óþurrk- ar hafa verið hér, en gott vinnu- véðuir. Bændur eiga mikið úti af heyi. Mikið hefur verið að gera hjá Daníel Péturssyni flugmanni. I dag varð hann að koma tvær ferðir hingað og fór með 111 manns og mikinn farangur ti| Reykjavíkur. Eru farþegarnir sérlega ánægðir með það hvað Daníel getur tekið mikinn far- angur. —. Regína. Geysigóð smokkfiskveiði BÍLDUDAL 21. ágúst. — Smokkfiskurinn er nú kominn og farið að veiða hann aí full- um krafti. Hafa fengizt upp J 400 kg. á færi yfir nóttina. — Veiði byrjaði í enda síðusti* viku. Og nú er veiddur smokk- fiskur af hverri fleytu, sem flot* ið getur. Smokkfiskurinn er hraðfrystur og seldur í beitu, sem kunnugt er. Afli hjá snurvoðabátum hefur verið frekar tregur. — Hannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.