Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 17
jj/ n p r r- v p f 4 fíl Ð 17 ^ Þriðjudagur 22. ágúst 1961 l ■ ---—--- Lúðv'ik Jónsson: Túnræktin og jarötætari EINS og kunnugt er, hafa jarða bæturnár, á okkar gömlu tún- um, sem gerðar hafa verið með jþað fyrir augum að ryðja þýf- inu úr vegi, verið framkvæmdar á tvennan hátt, þegar þaksléttur eru undanskildar. í fyrsta lagi hefur landið verið plægt og plóg etrengirnir síðan tættir sundur með herfum. í öðru lagi hefur vinnslan verið unnin með einni vél og þá fyrst efsta jarðlagið og svo hin neðri, eftir því sem jþurfa þótti hverju sinni. Ég hefi löngum haldið því fram, að fyrrnefnd jarðvinnsla, enda þó hún sé vel kunn og hvarvetna mjög algeng, sé miður heppileg hér á landi, eins og sak w standa, þegar um áðurgreind ar jarðabætur er um að ræða. Þegar áður óbrotið land er plægt, eins og okkar gömlu tún, lenda túngrösin og frjómoldin undir plógstrengnum, en upp á yfirborðið er bylt ófrjóu mold- arlagi frá undirgrunninum, sem verður gróðurreitur undir vænt- anlega grasfræsáningu. f 1 >að gefur auga leið að hér er tim að ræða meira eða minna tap á frjósömum jarðvegi, enda þótt úr því sé hægt að bæta síð ar að nokkru leiti á þann hátt, eð láta hið nýbrotna land liggja j lengri eða skemmri tíma ónotað I til þess að viðra jarðveginn | breyta honum og frjógva, svo f hann geti orðið nothæfur undir Báningu. Á hinn bóginn verður hinn kjammikli, harðgerði og Iþolgóði túngróður, sem niður var plægður ekki bættur til fulls, á meðan við ráðum ekki yfir grasfræi, sem gefur í aðra hönd eins kostamikinn túngróður og þann er fyrir var. ) Hins vegar er hægt að koma í veg fyrir fyrgreint tap á gróður- mold og tortímingu á okkar ágæta túngróðri, að miklu leyti jneð því að haga jarðvinnslunni j þannig, að megnið af grassverð- i inum verði ofanjarðar að lok- j inni vinnslu, því þá spretta tún (' og velgrónir þurrlendismóar fljótlega upp á ný af eigin ramm- leik, (þegar 'nægur áburður hef- j ur verið borinn í flagið) eins og j venjuleg þakslétta. >á væri gras- fræsáning óþörf, nema ef til vill Bf skornum skammti. Fyrir rúmlega 30 árum gerði ég ítarlega grein fyrir mínu áliti á þessum málum, og lét þá smíða tvö herfi, með fyrrgreinda jarð- vinnslu fyrir augum og sjálf- græðslu að markmiði. Ég reyndi þessi nýju jarð- vinnslutæki, af endurbættri gerð, á smáteigum í túnþýfi og vel- grónu valllendi, og útkoman á i ijarðvinnslunni var að lokum eins og til hafði verið ætlazt, að nwlkill hluti af grassverðinum var á víð og dreif í yfirborð- j imi. Þessir tilraunareitir greru I fljótlega upp á ný af eigin rammleik, þegar á bá hafði ver- ; Sð borinn nægur áburður, enda ! t gróðurlaginu fyrst í stað, sem þó nokkuð bæri á smáskellum fcurfu þó vonum fyrr. Þegar smíði áðurnefndra verk færa fór fram, var þyngd þeirra »g gerð miðuð við dráttaröfl Okkar litlu hesta. En skömmu eíðar var farið að nota vélaork- iuna allmikið hér á landi við jarðvinnslustörf. Hefði fyrrnefnd mm tilraunum með nýsmíði eða endurbætur á jarðvinnslutækj- vm, í sama tilgangi, þá verið haldið áfram hefði verið eðlilegt ®g sjálfsagt, bæði vegna breyttra viðhorfa í okkar ræktunarmál- um og notkunar á tilbúnum á- burði, að útvega og flýtja til iandsins jarðtætara af svipaðri gerð og nú hafa hér verið teknir í notkun við jarðvinnslustörf. Þó má gera ráð fyrir því að smávægilegar breytingar hefði þurft að gera á slíkri vél, tii þess að hún kæmi hér að tiÞ ætluðum notum, við jarðvinrdu á þýfðu túni með sjálfgræðslu iyrir augum. Nú er farið að nota hér jarð- tætara af nýjustu gerð allmikið til jarðvinnslu og jöfnum hönd- um á plógstrengi og óplægt land. En þegar þýfð tún eru unnin með einni slíkri vél, og jarð- vmnslan þarf að vera dýpri en ella og umferðirnar fleiri, er hætt við að grassvörðurinn verði tættur sundur um of, til þess að landið geti gróið upp á ný af sjálfsdáðum, eða án grasfræsán- ingar. Við þessu er þó efalaust hægt að gera með því að skipta um skara í tætara vélarinnar, sem nú eru of þétt setnir, illa lagaðir, og vísa ekki rétt gagn- vart ganglínu vélarinnar, til þess að hægt sé að leysa bað verk vel af hendi er um ræðir. Þegar jarðvinnsla er fram- kvæmd með sjálfgræðslu fyrir augum, þarf hún að vera tölu- vert grófgerðari heldur en ger- ist undir grasfræsáningu. Hér að framan hafa eingöngu verið rædd þau mál er varða að einhverju leyti jarðvinnslu á okkar gömlu túnum með sjálf- græðslu fyrir augum. En eins og raun ber vitni er mikið af okkar nýrækt staðsett á þurrkuðu mýr lendi og lítið eða áður ógrónu landi, þar sem sjálfgræðsla kom ekki til greina. Túnræktin hér á landi hefur því tekið miklum stakkaskiftum á síðasta aldar- fjórðungi. Mikill hluti af túnun- um er nú véltækt land og flat- armál þeirra hefur stóraukizt frá því sem áður var. En því verður vart neitað að einn skugga ber þó á þessar miklu framkvæmdir og hann er sá, að okkar nýræktuðu tún, sem sprott in eru upp af útlendu fræi, eru ekki eins miklum kostum búin og æskilegt hefði verið. Á hinn bóginn orkar ekki tvímælis, samkvæmt gamalli reynslu að okkar gamli túngróður er mikl- um kostum gæddur. Og það er einnig álit fróðra manna í þess- um efnum að varla fyrirfinnist betri graslendur en okkar gömlu tún. Ef uppistaðan í okkar ný- rækt væri af innlendu bergi brotin, þá væri henni betur borg ið en nú er, hvað góðurgildi á- hrærir. Þess vegna má ljóst vera, að hvaða marki okkur ber að stefna í framtíðinni, en það er að betrumbæta okkar nýju tún með innlendum gróðri og blanda útlent grasfræ sem inn væri flutt til ræktunar, með ein- hverjum skammti af innlendu grasfræi. Nú er hér síaukin þörf fyrir innlenda grasfrærækt. Til lands- ins er árlega flutt mikið magn af grasfræi, en þessi innflutn- ingur hefur því miður reynzt mis jafnlega og oft ekki eins vel og æskilegt væri. Úr þessu þarf að bæta á einn eða annan hátt, og bezta lausnin á því máli mun tvímælalaust vera sú, að fram- leiða hér á landi grasfræ 'af algengustu og beztu grastegund um, sem fyrirfinnast í okkar kjarnmikla og þolgóða túngróðri, af innlendum uppruna. Einnig ætti e. t. v. að taka til athugunar hvort ekki gæti kom ið til greina, að láta framleiða innlenda grasfræið utanlands, á svipuðum breiddargráðum og norðurland. En sú leið til fræ- öflunar ef farin væri, myndi e. t. v. reynast okkur dýr, samanborið við verð lag á útlendu grasfræi. En ein- hver mismunur á verði á gras- fræi skiptir okkur ekki mestu máli heldur vörugæðin, þeg,ar þess er gætt, að einhver skammt ur af innlendri grasfræblöndu sáð í íslenzkan jarðveg ér lík- legur til að koma að fullu gagni i marga áratugi, án þess að skipt sé um gróður. En utanlands er venijulega skipt um gróður á eins eða fárra ára fresti, á rækt- uðu landi. Þegar innlend grasfrærækt væri komin í það horf, að tölu- verðar birgðir af fræi yrðu til umráða á hverju ári, væri hægt að blanda útlent grasfræ, sem inn væri flutt til ræktunar, með einhverjum skammti af innlendri grasfræblöndu, þó þess minni hluta í útsæðinu gæti ekki mikið fyrst í stað í nýgræðingnum, myndi hann smásaman breiðast út og fylla upp í eyðurnar, um leið og útlendu grösin hyrfu að meira eða minna leyti úr gróðr- inum, og þegar tímar liðu er full ástæða til að vænta þess að inn- lendi gróðurinn verði orðinn í miklum meirihluta í viðkomandi nýrækt. Nú er túnræktin komin f það horf hér á landi, að megnið af okkar heyfeng er aflað á rækt- uðu landi. En nú er farið að ; gæta nokkurs kvíða hjá fáliðuð- um bændum að þessi öri vöxtur túnanna get vart haldið áfram til lengdar, vegna fólkseklu í sveitum landsins við bústörfin. En þess ber að gæta að tekjur þær, sem túnræktin gefur af sér fara ekki eingöngu eftir stærð túnanna, hitt skiftir ekki minna máli að sprettan sé góð og þeim sé haldið vel við og kostir þeirra bættir ef þörf gerist. Nú mun víða þannig haga til að einhver teigur í nýræktinni sé úr sér genginn og nýtjalítill. Ef til vill hefur hann aldrei sprottið vel og til þess geta leg- ið ýmsar ástæður. Jarðvegurinn hefur kannske ekki verið nógu vel undirbúinn, eða fúinn, þegar í hann var sáð, eða leirkenndur og of þéttur fyrir o. fl. En þar sem þannig hagar til er full á- stæða til að brjóta landið upp að nýju. Nú má jarðvinnslan vera grunn á sléttu landi og með sjálfgræðslu fyrir augum og hún þarf heldur ekki að verða kostn aðarsöm, þegar verkið er unnið með jarðtætara í einni umferð. Eki jarðvegurinn hefur nú verið losaður, til að loftast út og greiða og glæða götu margskonar gerla og annarra smávera, sem lifa og hrærast í moldinni, breyta henni og frjóvga. Með fyrrgreir.dum jarðabótum grær landið fljótlega upp á ný af eigin rammleik, eða samsum ars, hafi þær verið framkvæmdar snemma vors og nógur áburður hafi verið borinn í flagið. Og það er engum efa undirorpið að um ræddur túnteigur vex betur er áður, þegar fram líða stundir. Þó mikill árangur hafi þegar náðst með fyrrgreindri jarð- vinnslu, hefur enn ekki verif minnst á eitt atriði í sambandi við hana, sem mestu máli skiftir og hér gæti komið til fram- kvæmda. en það eru betrumbæt- ur á sjálfum gróðrinum. Ef t. d. y4 venjulegur skammtur af inn- lendri grasfræblöndu væri sáð í umrætt flag, mundi það jafna nýgræðsluna fyrst í stað og síð- an breiðast smásaman út og aukast í gróðrinum og með tíð og tíma mundi umrædd nýrækt bera mest einkenni hins gamla og góða túngróðurs. Reykjavík 10. júlí 1961. Lúðvík Jónsson. — Bókaþáttur Framh. af bls. 13. Jón ritaði aldrei neitt af sög- unni, en ritlaunin réttu svo við fjárhag hans, að hann gat beitt sér af fullri orku í sjálfstæðis- baráttunni. Þannig má telja full- víst, að íslendingar standa í mik- illi þakarskuld við George Po- well. f bókarlok afgreiðir Lúðvík Kristjánsson hann með þessum orðum: „Seint verður hægt að gera sér fuíla grein fyrir því, hve mikið gildi aðstoð George Po- wells hafi fyrir Jón Sigurðsson og þá jafnframt íslenzka þjóð. En víst kemur hann með þeim hætti við sögu vora, að ósenni- legt er, að hann gleymist henni. Mætti það vera honum nokkur umbun, úr því hann fékk aldrei „Söguna“, sem hann vildi láta skrá.“ Og hér er að lokum umsögn E i r í k s Magnússonar, sem hann ritaði á gamals aldri um hinn forna vin sinn Powell: „Göfugra og veglyndara hjarta hefur sjaldan slegið í brjósti nokkurs manns. Andlegar gáfur hans voru miklar og fagrar. Hljómlistargáfa hans var alveg sérstök. Hann hefði vissulega getað borið hátt meðal samtíðar- manna sinna sem skáld. ef hann hefði með kostgæfni hirt um að þroska þá gáfu sína. Ást hans á listum var gædd dásamlegum kynngikrafti, og- smekkur hans var heilbrigður, a. m. k. á fyrri árum. Hann hafði sína galla líkt og aðrir dauðlegir menn, en hann I átti í rauninni í sér fólginn til j mótvægis geysilegan sjóð gæða.“ „Á slóðum Jóns Sigurðssonar" er greinilega traust sagnfræði, og sæmilega vel rituð. ég lagði hana frá mér sannfærður um að hafa lesið góða bók. Guðmundur Daníelsson. — Sýndardyggb Framh. af bls. 6. sannfæringarinnar. Sú siðgæðis- orka, sem losnar úr læðingi með auknu frelsi kvenna og vaxandi þátttöku konunnar í menningar- þróuninni, gæti e.t.v. hafið sið- gæðið á æðra stig, rækt siðgæði hjartans í stað sýndardyggða hræsninnar. Séra Jóhann nefnir nokkra isma, sem hann telur hafa villzt sýnilega af vegi kristninnar, enda sé siðgæði þeirra eftir því. Eg gæti bætt nokkrum nærtækari nöfnum við upptalningu hans, ef ég hefði ekki löngu glatað þeirri barnatrú, að hafrar væru verri dýr en sauðir. Eg trúi ekki á þau vísindi að meta siðgæði manna eða trúarsannfæringu með isma- stimplun. Með slíkum slagorðum er mörgum göf-ugum manni gert rangt til. Ein-um þessara isma fékk ég að kynnast allrækilega. Að því er trú og sýndardyggð varðar, er hann miklu heppilegraj dæmi fyrir minn málstað en fyrírS málstað séra Jóhanns. Nazisminnl er sýndardyggðin dæmigerð, út-'| færð í heimsskoðun og stórpóli’ tík. Nazistar litu á sig sem guðs útvöldu. Höfuðpaurar þeirra töl- uðu sífellt um handleiðslu guðs, forsjón guðs og það hlutverk, sem guð hefði fengið þýzku þjóð inni. Það má nefna til dæmis um helgislepju þeirra, að þeir nefndu kirkjugarð ávallt guðs-akur (Gottesacker), orð, sem annars var fágætt í málinu. f augum al- mennings var nazisminn háikristi leg stefna, sem beindist gegn hin um guðlausa kommúnisma. Á- rekstrar, sem urðu milli naz ismans og ýmissa leiðandi m,anna úr kirkju, háskólum og af hverju menningar sviði, eru einmitt á- rekstrar milli hins opinbera sýnd arsiðgæðis, sem lætur sér nægja játningu varanna, og siðgæðis hjartans, sem sprettur fram úr lifandi sannfæringu og heimtar manninn allan. Hér með lýkur þessum orða- skiptum af minni hálfu. Matthías Jónasson Lítil spretta, hey ekki stórhrakin HVAMMSTANGA, 23. júlí. — Sauðburður gekk yfirleitt vel sl. vor, og voru lambahöld í betra lagi. Fyrri hluti maímánaðar var hlýr, en um miðjan mánuð kólnaði og var veður kalt og spretta lítil fram í júnílok. — Sláttur hófst ekki almennt fyrr en í júlíbyrjun. Misjafnlega hef ur gengið að þurrka en hvergi mun hey hafa hrakizt stórlega. Síðustu viku hefur veður verið sérstaklega hlýtt og milt. Haldið er áfram með íbúðar- húsabyggingar, sem byrjað var á í fyrra, bæði í sveitum og á Hvammstanga. Nokkuð er um útihúsabyggingar í sveitum. — Mikið er um framræslu og jarð vinnslu í sýslunni. Haldið er áfram af fullum krafti við bygg ingu barnaskólans hér og gert er ráð fyrir að kennsla geti haf izt þar í haust. Nýlega er byrj- að á byggingu póst- og síma- húss á Hvammstanga. Fiskilaust er með öllu eins og að undanförnu. Snemma í maí sl. tók sam- komuhúsið á Laugarbakka aftur til starfa eftir miklar breyting- ar og endurbætur og telst það nú félagsheimili. Gert er ráð fyrir að samkomuhúsið í Víði- hlíð í Víðidal taki til starfa í næsta mánuði sem félagsheim- ili, eftir miklar breytingar og endurbætur. Nokkurt umtal er um bygg- ingu félagsheimilis hér og hef- ur jafnvel komið til orða, að það yrði fyrir Hvammstanga og Kirkjuhvammshrepp sameigin- lega. Héraðsmót Sjálfstæðisfélags Vestur-Húnavatnssýslu verður haldið að Laugarbakka sunnu- daginn 6. ágúst nk. kl. 6 síðd. Aðalfundur félagsins verður haldinh fyrr sama dag. 1 gærkvöldi sýndi „Tengda- mömmuflokkurinn“ Taugastríð tendamömmu í Ásbyrgi fyrir troðfullu húsi og við ágætar undirtektir leikhúsgesta. — str. TUSKUR HFEINAR LÉREFTSTUSKUR KAUPIR PREIVTSMIÐJA iWiiMiili®#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.