Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVJVBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ágúst 19bx Böðvar Tómasson Stokkseyri 75 ára ÞEGAR ég kom til Stokkseyrar fyrir brátt nær tveim áratugum, opnaðist að vissu leyti nýtt við- horf, ný útsýn til þess heims, sem kalla mætti íslenzkt mann- líf. — Innan skamms tíma höfðu þar hafizt kynni við hundruð manna oig kvenna, öldunga og barna, sem ég ekki vissi að áður væru til. Og sumir sögðu, að þessi kynni væru svo glögg, að prest- urinn vissi flestra leyndarmál, en það er nú ef til vill ofmælt. En eitt er víst, að þarna voru margar merkilegar ævisögur til lestrar inni í stofum og við eld- húsborð og samt ekki síður á ferðalögum um strönd og sléttu í sjóbúðum, bröggum og kálgörð- um, torgum og gatnamótum. Og þar var líka margt sér- stætt fólk, sumt hrjúft á ytra borði í sínum hversdagsklæðum, en hjartahlýtt og drengilegt, ó- gleymanlegt í tryggð sinni, holl- ustu og hjálpsemi, alúð og skiln- ingi, einkum ef leiðin lá um götu grjóti stráða eða þyrnum vaxna. Hlýjan í kotunum við strönd- ina var frá vori hjartans og átti sér birtu og varma frá hinu ei- lífa. Einn þeirra manna sem verða meðal hinna ógleymanlegustu er Böðvar Tómasson verzlunarmað- ur á Garði á Stokkseyri. Hann er góður fulltrúi þess bezta í vitund og framkomu fólksins á ströndinni en samt sér- stæður persónuleiki alveg út af fyrir sig. Mér var sagt að hann væri sniðugur í viðskiptum, verzlaði með allt og þó ekkert og græddi á öllu. Á þessu fékk ég aldrei fulla sönnun. En eitt var stað- reynd, hann hafði enga sölubúð, en verzlaði þó og virtist í góðum efnum eftir því sem flestir höfðu þarna af veraldargæðum. Hann gat verið hrjúfur í orð- um og hvassyrtur, en ætti ein- hver bágt var hann hjálpsamur með þeim hætti, að hann virtist geta skorið úr sér stykki svo blæddi, en- enginn mátti um það vita. Og veit ég þar nokkur leyndarmál, en er bundin þagn- argildi. Hann veittist aldrei að lítil- magna og öðrum þeim, sem lá Áatur fyrir höggi og talaði tæp- lega oft, kannske aldrei, um ávirð ingar annarra, en hann gat húð- flett ýmiss" konar óheilindi og hversdagslegan smásálarskap, sem öðrum duldist eða vaninn hafði heígað, húðflett á þann hjartanlega og kátlega hátt að vart mun gleymast. Engum ræðumanni hefi ég dáðst meira að, ekki vegna mælsku og snilli eða orðkringi. Heldur vegna hreinskilni. Hann gat sagt í margra manna áheyrn hina fjarstæðustu hluti um menn og málefni, ekkert síður þótt við komandi manneskjur stæðu við hlið hans, eða horfðu beint í andlit hans. Það hálfa hefði sum- um nægt til að skapa sér óvild, jafnvel hatur ævilangt, en Böðv- ar gat sagt meiningu sína þann- ig að ekki særði nema þá í svip. Brosið í munnvikjunum, fallegu hrukkurnar í augnakrókunum, birtan í brúnu hlæjandi augun- um fylgdi öllum hans svæsnu fullyrðingum, órökstuddu ásöik- unum og gagnrýni, líkt og birtan í suðrinu á vorin yfir norðan- garra síðvetrardags. Og gagn- rýni hans hreif, skar burtu mein- in og broshlýjan græddi það, sem særðist. Og svo gat hann rétt höndina á eftir hlæjandi og sagt: ,í rauninni meinti ég nú ekki þessa vitleysu, en satt er það samt“. í þessu var Böðvar engurn öðr um líkur, svo sannur og hlýr og drengilegur í allri sinni hrein- skilni, sem á mannamótum gat jaðrað við það, sam í mir nefndu ósvífni, að ekki var unnt að reið ast, hvað þá heldur að erfa við hann það sem sagt var. Eg get varla hugsað mér, að hann hafi nokkurn tíma talað þvert um huga sinn. Hann er svo hreinn og djarfur að um hann mætti hafa orð sem mesti mann þekkjari veraldarsögunnar sagði: Glæsileg hæð til sölu í tvíbýlishúsi í Háaleitishverfi. Á hæðinni eru 6 herbergi, eldhús með borðkrók, bað, skáli o. fl. í kjallara er 1 íbúðarherbergi auk geymslu o. fl. Sér þvottahús á hæðinni. Bilskúrsréttur. Er seld uppsteypt með járni á þaki Verðið er óvenjulega hagstætt, ef samið er strax. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314. VANDIÐ VALID MEÐ FYRSTU FÆÐUNA OG GEFID BARNINU SCOTT'S ( BARNAMJÖL. TVÆR SJÁLFSTÆDAR TEGUNDIR í SAMA PAKKANUM, HVER MED SÉRSTÖKU BRAGÐI, HVER KJARNGÓÐ MÁLTÍÐ. ^Heildsölubirgðir: Kr.Ó. Skagfjörð h.f/ „Sannarlega er þar íslendingur, sem engin svik eru í“. Raunar er þeim ofurlítið vikið við hérna, en það skilst hvað ég á við Eða var ræðumennska Böðvars og hreinskilni líkt og töfrasverð, sem getið er um í fornum skáld skap og sköfnungur hét: Það særði og græddi í senn, svo að um vgr sungið: „Hvert það ben, sem blæðir, brandurinn með smyrslum græð ir“. Þetta er náðargjöf þessa greinda og dugmikla Rangæings, því að Böðvar er úr þeirri sögu frægu byggð, sem enn þá skilar íslenzku þjóðinni merkum Islend ingum, sterkum og sönnum, fóstr uðum við úfna strauma Þverár og hraunflóð Heklu, fegurð Hlíð arinnar og dul Þórsmerkur. Þar kunna aðrir betur að rekja ættir hans og akal þeim það eftir látið. En hann er höfðingjablóði borinn. Og sagnaglóð í svip hans skín. Böðvar er fæddur að Reyðar- vatni á Rangárvöllum 22. ágúst 1886 og foreldrar hans voru Tóm as Böðvarsson, sem þar bjó í hálfa öld og kona hans' Guðrún Árnadóttir frá Reynifelli. Þeir, sem til þekkja vita því að Böðvar er af engum aukvisum kominn úr þessari sagnauðgu byggð með sólgullin Austurfjöll bláskyggð og tigin að baki. Að sjálfsögðu hefur braut hans Um æviveg oft legið um hölkn og hraun og eyðisand, en hann er einn þeirra, sem skilur eftir gróð urnál og birtu þar sem hann gekk um. Og þeim var sýnt um það hjónunum á Garði á Stokkseyri Böðvari og Ingibjörgu að láta gestum sínum líða vel, og þar var hæverska og háttprýði, glaðværð Og gestrisni í öndvegi jafnan. Og hljólát og fámælt húsfreyjan hafði þar sterk tök líkt og lygnt fljót með þungum undirstraumi. Þau eru ólík, en samt eins og tvær hliðar á sama listaverki í innilegu órjúfandi samræmi. Þegar ég mætti Böðvari síðast á götu hér í höfuðborginni, kom hann af sjúkrahúsi, líklega þjáð ur, en samt var hann léttur i spori og léttur í máli og brosið í augunum brúnu var nú orðið að samfelldu sólskini um andlit hans allt, minnti á síðsumarbirtu yfir hafi og Austurjöllum eftir langan fagran annadag, mild og hlý sem eignazt hafði ein- hverja heiðríkju, sem orðin ekki ná. „Sælir eru hjartahreinir", kom í hug mér jafnsnemma og orðin: „Ekki skal ég haltur ganga“. Hér var ekki verið að kvarta. Við skiptumst á örfáum orðum, og svo hvarf þessi hreinskilni ræðumaður, þessi hugþekki vin- I u. að austan inn í mannfjöldann, sem fetaði eftir strætinu einn af öðrum, menn, sem komu og fóru. En í hug mér var aðeins mynd hans eftir af öllum, sem ég mætti þennan dag. Mikilla sanda mikilla sæva mikil eru geð guma. Lifðu heill og glaður, Böðvar, Guð gefi þér að hinztu stundu heilindi og sólarsýn. Árelíus Níelsson. i Björn Bjarnasson málarameist.- kveðja BJÖRN BJARNASON málara- meistari lézt í Heilsuverndarstöð inni í Reykjavík aðfaranótt þess 3. þessa mánaðar. eftir langan sjúkleika. Hann var fæddur að Neðra- Vatnshorni í Línakradal í Vestur Húnavatnssýslu 8. október 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Soffía Jóhannsdóttir Þorlákssonar bónda á Brúsastöðum í Vatns- dal og Bjarni bóndi þar, sonur Björns er stundum hefur verið nefndur skáld frá Fáskrúðar- bakka á Snæfellsnesi, en hann var sonur Konráðs í Bjarnar- höfn bróður Gísla hins kunna sagnaritara. Bjarni á neðravatns horni var maður vel greindur og hagmæltur svo sem hann átti kyn til, gestrisinn og skemmtinn heim að sækja. Bæði Bjarni og fyrri konu barn hans Skarphéðinn dáðu sem fleiri góða kosti hins þarfa þjóns hestsins, svo sem margar stökur þeirra sönnuðu og var þar ek’ki sjaldgæft að sjá fleiri en einn í einu í tamningu. Björn málari, svo sem hann var oftast nefndur í sínum hópi á seinni árum naut því uppeldis skilyrða til hestamennsku og félagslyndis, enda urðu það ríkir þættir í lífi hans alla tíð. í Keflavík vann Björn að stofnun ungmennafélagsins þar, var fyrsti formaður þess og síðar heiðursfélagi. Hann stofnaði líka félagið Berklavörn í Hafnarfirði, var á tíma formaður þess, enda hafði hann verið slíkúr sjúklingur á Vífilsstöðum. Eftir að hann flutt ist til Hafnarfjarðar tók hann þar mikinn þátt í félagsmálum, var í Iðnráði, fulltrúi á Iðnþingum, a.m.k. um skeið formaður málara félags Hafnarfjarðar. Einn af stofnendym Verktakafélags mál- arameistara var hann og verk- stjóri samtakanna á tímabili. Enn fremur stofnandi og lengst af for maður Hestamannafélags Hafnar fjarðar Sörla og einnig félagi í hestam.fél. Fák í Rvík. Þar sem saman fór áhugi og þekking á hestum, voru honum eðlilega falin trúnaðarstörf í dómnefnd og slíkt bæði á einstök um kappreiðum og landsmótum samtakanna. Bæði innan þeirra samtaka sem nefnd hafa verið og þeim öðrum er hann tók þátt í, held ég að öllum hafi borið saman um að hann hafi verið bæði góður fund armaður og félagsstarfsmaður yf irleitt og vinsæll félagi. Fyrri kona Björns, Anna Sig urðardóttir, býr í Hafnarfirði. Þau eignuðust 5 börn: Soffíu Val- borgu, Aðalbjörgu og Bjarna, sem öll eru gift og búsett í Hafn arfirði og Óla Kristinn, sem er ógiftur enn með móður sinni. Einn dreng misstu þau ungann. Ekkja Björns — síðari konan er Ragna Ágústsdóttir frá Hofi í Vatnsdal. Hún fékk þar mikið tækifæri til að sanna manngildi sitt og leysti erfitt hlutverk svo vel af hendi, að hún hefur hlotið þakkir og aðdáun flestra er til þekkja. Dugnaðar kona, óbilandi þrek og umhyggja, er sjúkum manni mikill styrkur. Einn dreng áttu þau saiman Steingrím Pál. Býlið Steinahlíð í Garðahreppi virðist horfa til að veita þeim góða framtíð til að njóta sam eiginlegra hugðarefna, en hin mikla Alstjórnandi hönd spyr ekki um neinar slíkar aðstæður þegar hún grípur inn í líf manna og þá er gott að eiga góðar minn ingar um góðan heimilsföður, föður og eiginmann, mann sem lét eftir sig góðan þjóðfélagsarf. Við samfélagarnir hörmum frá fall góðs félaga á miðjum aldri og vottum samú okkar öllum ást vinum hans. Megi minning mýkja þeirra sár. Það blasa við huga frá bernskudögum brosandi myndir frá grónum högum um frændanna friðsæla leik. Þar vorum knapar á kvikum fákum kappfullir eins og hæfir strákum að reyna þá Brún og hann Bleik —o— Það Miðfjarðarvatnið í geislunum glóði glitrandi engið í sólarflóði er feðranna blessaðist bú. A veturna fórum á skautum og skíðum í sköflunum mjúku í fjallsins hlíðum Stærstur og sterkastur þú. —o—- Leiðirnar svipúðum lágu á brautum löngum var barizt og sigrazt á þrautum og glatt sig við geislanna skin. Þinn flestum var sterkari félagsandinn fékk þar af lausnina margur vandi ín við málanna háværa hryn. A fákum þú nauzt hinnar frjálsu gleði fléttaðir þáttinn af blönduðu geði svo klárinn og knapinn varð eitt. Því gaf hann þér allt sem að gefa hann mátti glæsileik þann sem að mestann átti þá heill sem að hestur fær veitt. Þér félagavináttan fylgir á leiðir og fegurstu óskanna rósirnar breiðir á minningu um margháttuð störf Oska þér heilla til ókunnra landa ástvinir kærir til b~ handa en stríð eru strau hvörf. i . Sigurbjs. — Á norðurslóðum Framh. af bls. 12 maðurinn getur lifað af engu öðru en bráðnum snjó, ef hann hefur vit á því að fara vel með líkamsorkuna. Auð- vitað léttust þeir — að meðal. tali um 12 pund hver, en þeir þyngdust fljótlega aftur, þeg« ar heim kom. Þannig þyngd- ist t. d. einn þeirra um 13 pund á 27 klst. Hann sagð- ist hafa haft „ósiðlega mikla matarlyst. Ég borðaði, þangað til ég var saddur, en maginn hélt áfram að heimta meiri mat.“ Og hann bætti við: „Hér eftir mun ég hafa meiri sam« úð með mathákum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.