Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 8
8 ' MORCVISBL4Ð1Ð Þriðjudagur 22. ágúst 1961 —'x 1—~ Rússneskur vísindamaður MÉR var nauðugur einn kostur að taka þessa ákvörðun til þess að njóta frelsis til vísindalegrar túlkunar og bjarga því, sem eftir var af sjálfsvirð- ingu minni, sagði dr. Mikhail A. Klockko. SIÐASTLIÐINN þriðjudag baðst rússneskur vísindamað- ur hælis í Kanada, sem póli- tískur flóttamaður. Maður þessi, Dr. Mikhail A. Klockho, kom ásamt átta sovézkum vís- indamönnuim til Kanada, þar sem þeir sóttu alþjóðlega ráð- stefnu um efnafræði, sem hald in var í Montreal. Að ráð- stefnunni lokinni fóru vísinda- mennirnir til Ottawa og þar gaf dr. Klochko sig fram við yfirvöldin. Dr. Klochko er 59 ára að aldri — hann hefur að- eins starfað að rannsóknum, sem miða að friðsamlegri iðn- væðingu og hefur ekki yfir að ráða neinum vísindalegum leyndarmálum sem varða gerð geimsiglingatækja eða vopna- smíð. Dr. Klochko sagði á fundi með fréttamönnum í Ottawa á föstudaginn, að hann hefði flúið til þess að geta frjálst Og óhindrað látið mannkynið njóta góðs af vísindalegri þekk ingu sinni. Það hefði hann ekki fengið að géra heima 1 Rússlandi — fjöldi ritverka hans og skýrslna hefðu aldrei Jengið að koma fyrir dagsins ljós. Klochko kvaðst telja rétt að skýra kanadísku þjóðinni frá ferli sínum, því að beiðni hans um landvist hefði vakið meiri athygli en hann hefði vænzt. Hann kvaðst hafa heimsótt Austurríki og Indland síðan hann ákvað að fara frá Rúss- landi fyrir fullt og allt — en hann hefði beðið tækifærls að komast til Kanada, þar sem vísindi og tækni væru í mjög örri framför. Dr. Klochko fæddist árið 1902 í Poltava í Ukrainu og hefur alla tíð búið í Rússlandi. Hann útskrifaðist frá verk- fræðiháskólanum í Kiev árið 1925 sem efnafræðingur og var við embættispróf veitt marg- háttuð viðurkenning. Við skól ann varð hann síðan áfram sem kennari. Pimm árum síðar 1930 Maðurinn lengst til vinstri er dr. Mfkhail A. Kiochko. Hinir tveir eru rússneskir vísinda- menn, sem komu í heimsókn til Ottawa um leið og dr. Klochko. biðst landvistar í Kanada var hann ásamt örfáum mönn um öðrum valinn úr stórum hópi umsækjenda um að starfa á vegum vísindaakademíunnar Og var hann þá sendur til starfa í Lenengrad. Þar vann hann undir yfirstjórn hins víð- kunna rússneska vísinda- manns SemyonOvich Kurna- kov. Nokkrum árum síðar varð hann förmaður vísinda- stofnunnar, sem ber nafn Kurnakovs. Dr. Klochko hefur verið sæmdur orðinni „Hinn rauði fáni verkalýðsins“,sem er ann að æðsta heiðursmerki í Sovét ríkjunum — næst Lenin orð- unni. Ennfremur hefur hann verið sæmdur Stalínverðlaun- unum og heiðursmerki fyrir að vinna að aukinni vináttu Kínverja og Rússa. Á blaðamannafundi í Ottawa sagði Klochko m. a. — Ég ákvað fyrir fimm árum síðan að hverfa fyrir fullt og allt frá Rússlandi. Af ýmsum ástæð- um reyndist mér ómögulegt að fullvinna þau vísindalegu verk efni, sem ég fékkst við. Mér háði mjög að geta ekki haft persónulegt samband við vís- indamenn annarra landa, fá ekki athuganir mínar birtar og geta ekki verið viss um, hvort upplýsingar, sem mér bárust um vísindaleg efni væru á fullum rökum reistar. Mér varð Ijóst, hélt dr. Klochko áfram, að dveldist ég áfram í Rússlandi yrði mér ekki fært að láta mannkynið allt njóta ávaxtanna af starfi mínu eins og ef ég dveldist í frjálsu lýðræðisþjóðfélagi. Ég er nú örðinn gamall maður og vil ekki að árangur lífsstarfs míns verði að engu gjörður. Mér var því nauðugur einn kostur að taka þessa ákvörðun til þess að njóta frelsis til vís- indalegrar túlkunar og bjarga því sem eftir var af mannlegri sjálfsvirðingu minnL Dr. Klochkio kvaðst vilja taka það skýrt fram, að hann hefði ekki átt í neinum illdeil um við samstarfsmenn sína og hann harmaði mjög að kring- umstæður væru slíkar í heima landi hans, að hann teldi sér ekki fært að starfa þar lengur, bundinn stjórnmálalegum höft um. Það hefði verið svo miklu betra, ef hann hefði getað lok- ið lífsstarfi sínu þar sem hann væri fæddur og upp alinn. — Það er skorturinn á virðingu fyrir einstaklingnum, sem er tilfinnanlegastur í Rússlandi, sagði dr. Klochke. Eg sækist hvOrki eftir frægð né viður- kenningu en óska að mann- kynið í heild hafi gagn af verk um mínum. Dr. Klocke kvaðst, sem fyrr segir hafa undrazt að koma sin til Kanada og beiðni um landvist skyldi vekja svo mikla athygli sem raun varð á. Hann hefði aldrei gert ráð fyr ir þvi og vonaðist til að hætta að vera fréttaefni blaða og út- varps,, svo hann gæti gefið sig allan að starfi sínu. Er kunnugt varð um beiðnl Dr. Klochke um landvist í Kanada heimsóttu hann starfs menn rússneska sendiráðsins í Kanada og nokkrir af félög- um hans af ráðstefnunni og báðu hann hverfa aftur heim til Rússlands. — Þeir sögðu, að Kanadamenn fengju fljótt nóg af mér og myndu gefa mig upp á bátinn, sagði Klochke — að þá myndi ég ugglaust óska þess mest að komast heim. Nú gæti ég hins vegar sem bezt snúið heim, sögðu þeir, án þess það yrði mér á nokkurn hátt til tjóns, yrði ef til vill meira að segja hækkaður í launum. — En ég hef heyrt þetta áður, sagði Klochko og fel framtíð mína í hendur Kanadamönnum. Hann kvaðst þess fullviss, að Kanadamenn myndu skilja ástæðu sína til flóttans — þá sterku tilfinningu um að hann hefði eitthvað að gefa mann- kyninu. — Sannfæring mín um það, sagði Klochko, er sterkari hugsuninni um per- sónulegt öryggL Sífdarskýrslan Hér er listi yfir þau síldveiðiskip, aem búin eru að fá yfir 4000 mál og tunnur: Agúst Guðmundsson Vogura 6637 Akraborg Akureyri 11561 Akurey Hornafirði 6922 Alftanes Hafnarfirði 5876 Anna Siglufirði 11308 Amfirðingur II Rvík 11220 Ami Geir Keflavík 13517 Ami Þorkelsson Keflavík 6955 Amkell Hellissandi 6087 Arsæll Sigurðsson Hafnarfirði 10434 Asgeir Rvík 6377 Askell Grenivík 11980 Auðunn Hafnarfirði 13763 Baldur Dalvík 11779 Baldvin Þorvaldsson Dalvík 8549 Bergvík Keflavík 14088 Bjarmi Dalvík 11835 Bjamarey Vopnafirði 9818 Björg Neskaupstað 5226 Björg Eskifirði 9639 Björgvin Keflavík 4196 Björgvin Dalvík 11354 Björn Jónsson Rvík 8046 Búðafell Búðakauptúni 7380 Böðvar Akranesi 8356 Dalaröst Neskaupstað 8003 Dofri Patreksfirði 13600 Díaupnir Suðureyri 4363 Einar Hálfdáns Bolungarvík 15550 Eldborg Hafnarfirði 15631 Eldey Keflavík 11022 Fagriklettur Hafnarfirði 5505 Faxaborg Hafnarfirði 7162 Fjarðaklettur Hafnarfirði 9014 Fram Hafnarfirði 7719 Friðbert Guðmundsson Suðureyri 5281 Garðar Rauðuvík 6410 Geir Keflavík 6559 Gissur hvíti Homafirði 8002 Gjafar Vestmannaeyjum 14280 Glófaxi Neskaupstað 6744 Gnýfari Grafarnesi 7527 Grundfirðingur II Grafamesi 7430 Guðbjörg ísafirði 11547 Guðbjörg Ölafsfirði 15536 Guðfinnur Keflavík 7054 Guðmundur Þórðarson Rvík 17342 Guðrún Þorkelsdóttir Eskifirði 19000 Gullver Seyðisfirði 10773 Gunnar Reyðarfirði 9557 Gunnvör Isafirði 7008 Gylfi Rauðuvík 5512 Gylfi II Akureyri 8466 Hafaldan Neskaupstað 5836 Hafbjörg Hafnarfirði 6078 Hafrún Neskaupstað 8575 Hafþór Neskaupstað 5869 Hafþór Guðjónsson Vestm.eyjum 4062 Hagbarður Húsavík 5105 Halldór Jónsson Ölafsvíik 14443 Hannes Hafstein Dalvík 5219 Hannes Lóðs Vestmannaeyjum 5355 Haraldur Akranesi 17016 Hávarður Suðureyri 5042 Héðinn Húsavík 13574 Heiðrún Bolungarvík 16118 Heimir Keflavík 6042 Heimir Stöðvarfirði 8045 Helga Rvík 9242 Helga Húsavík 5900 Helgi Helgason Vestm.eyjum 14638 Hilmir Keflavík 12301 Hoffell Búðarkauptúni 10163 Hólmanes Eskifirði 10507 Hrafn Sveinbj.son Grindavík 8211 Hrafn Sveinbj.son II Grindavík 10034 Hrefna Akureyri 4152 Hringsjá Siglufirði 6941 Hringver Vestmannaeyjum 12127 Hrönn I Sandgerði 7567 Huginn Vestmannaeyjum 4803 Hugrún Bolungarvík 11843 Húni Höfðakaupstað 8751 Hvanney Hornafirði 9448 Höfrungur Akranesi 11988 Höfrungur II Akranesi 14707 Ingiber Ölafsson Keflavík 8551 Ingjaldur og Orri Grafarnesi 4407 Jón Finnsson Garði 9844 Jón Garðar Garði 10486 Jón Guðmundsson Keflavfk 6854 Jón Gunnlaugs Sandgerði 9960 Jón Jónsson Olafsvík 7617 Júlíus Björnsson Dalvíik 4615 Katrín Reyðarfirði 8144 Keilir Akranesi 6498 Kristbjörg Vestm.eyjum 11113 Leifur Eiríksson Rvík 8838 Ljósafell Búðarkauptúni 6581 Manni Keflavík 9415 Mímir Hnífsdal 6210 Mummi Garði 8300 Muninn Sandgerði 4886 Öfeigur II Vestm.eyjum 9099 Öfeigur III Vestm.eyjum 5947 Ölafur Bekkur Olafsfirði 9621 Ólafur Magnússon Akureyri 19266 Olafur Tryggvason Homafirði 6311 Páll Pálsson Hnífsdal 7463 Pétur Jónsson Húsavík 13728 Pétur Sigurðsson Rvík 15049 Rán Hnífsdal 7735 Reykjaröst Keflavík 4505 Reynir Vestmannaeyjum 6071 Reynir Akranesi 9203 Rifsnes Rvík 6228 Seley Eskifirði 8271 Sigrún Akranesi 7319 Sigurður Akranesi 9612 Sigurður Siglufirði 11328 Sigurður Bjamason Akureyri 11160 Sigurfari Vestmannaeyjunc 5524 Sigurfari Akranesi 9367 Sigurfari Patreksfirði 7360 Sigurvon Akranesi 11054 Skarðsvík Hellissandi 6181 Smári Húsavík 9449 Snæfell Akureyri 13300 Snæfugl Reyðarfirði 9416 Stapafell Olafsvík 13844 Stefán Ben Neskaupstað 5569 Stefán t>ór Húsavík 7243 Steinunn Olafsvík 10530 Stígandi Vestmannaeyjum 7018 Straumnes Isafirði 6490 Stuðlaberg Seyðisfirði 10236 Súlan Akureyri 7645 Sunnutindur Djúpavogi 13901 Svanur Rvík 4523 Sveinn Guðmundssom Akranesi 5074 Sæfari Akranesi 5597 Sæfari Sveinseyri 12820 Sæfaxi NeskaupstaS 6829 Sæfell Olafsvík • 6583 Sæþór Olafsfirði 11044 Tálknfirðingur Sveinseyri 10222 Tjaldur Stykkishólmi 6091 Valafell Olafsvík 10281 Vattarnes Eskifirði 9501 Víðir II Garði 20552 Víðir Eskifirði 13264 Vilborg Keflavík 8056 Vonin II Keflavík 8904 Vörður Grenivík 8464 Þorbjörn Grindavík 11781 Fagur MÉR FINNST vert að minnast þeirra dugnaðar og atorkumanna sem láta verkin tala. Margir hafa lagt hönd á að fegra og klæða sín heimalönd og gera þau aðlaðandi og unaðsleg. Mér finnst það geta heyrt undir einn lið mannræktar. Því það fer ekki hjá því, að eftir því sem um- hverfið er fallegra verður manns andinn fíngerðari og mildari. í Skálabrekkulandi á Þingvöll- um hefur Jón Sigurðsson, skóla- stjóri 4—5 hektara land sem er orðið mjög yndislegt. Þau hjón- in hafa plantað í það mörg þús- und plöntum af margs konar trjágróðri. Þar má líta birki, reyni, ösp, víði, lerki, furu, greni og hlyn. En það er ekki það hversu fjölbreyttur bróður- inn er sem vekur mesta athygli. Það er hitt hversu trén eru heil- brigð, þroskuð og jöfn. Ef maður ber þennan reit saman við Heið- mörk, sem á jafn gamla ræktun- arsögu, þá er munurinn mikill. Það er til dæmis engin munur á rauð- og hvítgreni borið sam- an við stikagrenið. Þarna eru hvítgreni í hundraða tali, allt upp í 2% m á hæð, bein og falleg. Birki allt að 3% m á hæð. Að allri bessari næktun hafa bau Þorgrímur Þlngeyri 5fiaa Þórkatla Grindavík 6029 Þorlákur Bolungarvik 10378 Þorleilur Bögnvaldsson Ölafsfirði 4063 Þráinn Neskaupstað 9673 reifur tvð unnið, hjónin frú Katrín Við- ar og Jón Sigurðsson, skólastjóri. En það er ekki nóg með þa3 að trjágróðurinn sé fallegur. Frú in hefur flutt heim í landið flest ar þær íslenzkar blómajurtir sem hægt hefur verið að ná i. Það má segja, að þarna sé einn bezti bótaniski garðurinn sem til er hér á landi. Þarna má líta allar brönugrasategundir, allar deplurnar, steinbrjótstegundirn- ar o. fl. o. fl. Bara ef vér göng- um út með frúnni, þá getur hún sagt okkur hvaðan hver einasta planta er komin. Það er unaðs- legt að sjá hvernig hinn ólíki gróður virðist kunna ágætlega við sig á þessum eina bletti. En það er líka móðurleg hlýja í þessum höndum sem fer um hann. Það er ekki sagt: Þú skalt vera þarna. Nei, heldur eru þan flutt til á annan stað ef þau þroskast ekki á hinum fyrri. Lífið allt er viðkvæmt og það er þessi fína tilfinning sem bæt- ir manninn mest, að finna, skilja og veita. Náttúran ein á beztu tækifærin til að þsoska og milda sál okkar. Hafi þau hjónin þökk fyrir fagurt starf. J.A. J|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.