Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. ágúst 1961 1UORCVNBL AÐIÐ 11 Fjárhús tilraunabúsins í sauöijárrækí. á Skriðuklaustri er myndarleg bygging og vei hæí tii reksturs tilrauna (Ljósm. vig.)' ennfremur gerður samanburður á fjárstofnum víðsvegar á Austurlandi. Engum þessara til- rauna er lokið enn, en Jónas segir um samanburð fjárstofn- anna að allt virðist benda til þess að munurinn verði ekki ýkja mikill að lokum. Á Klaustri var 730 fjár framgengið í vor og þar eru nú rúm 900 lömb á fjalli. Geta má nærri að ýmsir snúningar eru við allan þennan fjárhóp. Þrjár vikur eru nú liðn ar frá rúningi en hann fer fram í svonefndum Rana, sem er gegnt Eiríksstöðum á Jökuldal, en Skriðuklaustur á land allt vestur yfir Fljótsdalsheiði. — í þessum Rana, sem er milli Ey- vindarár og Jökulsár, eru ærnar á haustin í 6—7 vikur eða fram í síðari hluta nóvembermánaðar. írZJrtutftj%Uif> » lagstund með tilraunastjdranum oi insfismanninum á Skriöuklaustri ÞAÐ var tekið að halla degi, þegar við ókum inn Fljóts- dalinn hinn 8. ágúst sl. Sólin hellti geislum sínum vestan yfir Fljótsdalsheiðina og hér- aðið var búið sínu fegursta skarti. Ferðinni var heitið að Skriðuklaustri og ætlunin að tefja þar nokkra stund fyrir tilraunastjóranum og alþingis manninum Jónasi Péturssyni. Við hin stóru og myndarlegu fjárhús nyrzt í túninu stóð jeppabifreið, sem við gerðum ráð fyrir að væri eign tilrauna- búsins. Við hlöðugatið stóð dráttarvél og við hana tengdur heyblásari og bentu því allar líkur til að verið væri að hirða í hlöðuna. Við námum því stað- ar og örkuðum heim að fjár- húsunum, litum inn um hlöðu- gatið og sáum ekkert nema hey allt upp í rjáfur. Af rælni köll- uðum við þó, hvort nokkurn mann væri þar að finna. Ofan úr rjáfrinu var svarað játandi og skriðum við nú inn á hey- stabbann til þess að heilsa heimamönnum. Þar var Jónas fyrir, ásamt drenghnokka, og voru þeir að jafna til síðustu tuggunum, sem blásið hafði verið inn í hlöðuna. Heldur þótti okkur linþurrt heyið og tók Jónas undir það, en það á ekki að koma svo mjög að sök, því súgþurrkun er í hlöðunni. Lélegur heyskapur Þar sem dagsverkinu var lokið, gátum við Jónas setzt niður og með góðri samvizku tekið rabb saman um daginn og veginn. Annars kvað Jónas hafa verið gestkvæmt hjá sér þennan dag og því heldur úr- tökusamt fyrir sig til verka. Það vill verða svo hjá þeim sem fleiru þurfa að sinna en bústörfunum einum. Fyrst spyrjum við almennra spurninga um búsafkomu og heyskap á Héraði. — Júlímánuður hefur verið með þeim lakari sem hér koma, segir Jónas, — og heyskapur með allra versta móti til þessa. Rigningar hafa þó ekki verið mjög miklar, en þokur og sól- 6kinsleysi með fádæmum. En ég held að þetta sé nú að breytast með deginum í dag, segir Jónas og lítur til lofts. Hann verður kímileitur á svipinn, er hann eegir: — Það var líka einhver að segja að ef ekki breyttist til batnaðar um þessa helgi, þá fengjum við ekkert sumar á Héraði. — Eru hey þau, sem hirt hafa verið, ekki mikið hrakin? spyrj um við. , Það er ekki hægt að segja að Tilraunastjórinn og við fjárhúshlöðuna. alþingismaðurinn á Skriðuklaustri mikill hrakningur sé á heyjum, m.a. vegna þess hve tíðarfar hefur verið kalt. — En grasspretta? —• Spretta var fremur sein, byrjaði að vísu snemma og leit vel út 1 fyrstu eða fyrri hluta júnímánaðar, en síðan dró mjög úr henni. Seint í júlímánuði komu nokkrir hlýindadagar og spratt þá vel. Má því segja að nú sé spretta orðin ágæt. Hirð- ingu fyrri sláttar á túnum er yfirleitt ekki lokið enn, víðast þó langt komið. Fyrri sláttur hefur staðið yfir óvenju lengi, því hann byrjaði fremur snemma. Tilraunabú í sauðfjárrækt Á Skriðuklaustri er sem fyrr segir tilraunabú og þá fyrst og fremst í sauðfjárrækt. Þar eru stundaðar afkvæmarannsóknir og fóðurtilraunir, sem þó að vísu voru ekki sl* vetur. Þá er — Hvað færðu svo stóran hluta ánna tvílembdan? — í vor var það nær % hlut- um. — Og hvað er helzt gert til að viðhalda þessari frjósemi? — Ég legg mesta rækt við að láta ærnar ekki missa hold framan af vetri, auk þess að taka tillit til frjósemi í stofnin- um við val líffjár. — Og heyskapurinn, hann er sjálfsagt talsverður? — Heyskapur hefur verið hér árlega 1500—2000 hestar. Ég áætla að til hafi verið af heyj- um í vor um 1000 hestar og í fyrrahaust höfum við átt hér 2500 hesta, voru þar í nokkrar fyrningar frá árinu áður. Á fóðrinu eru auk fjárins 7 naut- gripir og 7—10 hestar. — Úr því við fórum að minn- ast á heyskapinn, segir Jónas, — þá vil ég gjarna geta þess, að við. höfijm haft hér til nota sláttutætara við verkun í vot- hey. Tel ég þetta eitthvert allra bezta heyskapartæki, sem ég hef kynnzt til þessa. Samspil milli sauðkindar og smára Þegar við erum að ræða þetta, erum við á rölti í kringum fjár- húsin. Jónas bendir mér á smárabreiðurnar, sem þar eru allt um kring. Hann telur að það sé einskonar samspil milli sauðkindarinnar og smárans. — Jónas telur, að gefa ætti smár- anum í túnum meiri gaum en gert er, enda ekkert heyfóður sem jafnast á við smárahey, sem næst vel verkað. Hinsvegar má ekki gera jafnmiklar kröfur um uppskeru þar sem smári er. Smárabreiðurnar í kringum fjárhúsin á Skriðuklaustri benda eindregið til þess, að gott sé að ruHCMVlNt*! sauðbeita og beita hart það land, sem menn vilja rækta smárann á. Annir mestar við búið En nú vendum við okkar kvæði í kross og tökum upp annað tal. Við höfum orð á því við Jónas, að um þessar mund- ir séu þingmenn í fríi frá þing- störfum og verji þá tíma sínum ýmislega. En okkur sýnist Jón- as hafa ærið að starfa, þótt í þingfríi sé, enda segir hann að fremur megi telja að hann fari í frí, þegar hann heldur á þing, heldur en af þingi, því annatími sinn sé langmestur við búið. Um næstliðna helgi hafði Jónas verið við vígslu hinnar miklu og veglegu brúar yfir Hornafjarðarfljót. Þá vígslu sótti hann fyrst og fremst sem einn af þingmönnum Austur- lands. Var þar mikill og vegleg- ur fagnaður. Jónas telur, að aldrei hafi verið í neinu héraði þessa lands nokkurn tíma jafn- rík ástæða til að fagna sam- göngubót sem þarna. Blómlegt atvinnulíf Um atvinnuástandið á Austur- landi segir Jónas: — Þótt dauft hafi verið yfir heyskapnum hér austanlands í sumar, verður ekki annað sagt, en mjög blómlegt sé yfir at- vinnulífinu hér, ef litið er á það í heild. Hin miklu aflabrögð og sú góða atvinna, sem þeim hef- ur fylgt, hefur haft áhrif langt inn í land, enda fjöldi fólks sótt vinnu niður á firðina í sam- bandi við síldveiðarnar. Vissu- lega er æskilegt að hér á Aust- urlandi hefðu verið meiri mögu- leikar til að taka við þessum mikla afla og er vonandi, að bót ráðist á því í náinni fram- tíð. Hitt er þó gleðilegra að öll aðstaða til atvinnurekstrar er yfirnýtt, heldur en að þurfa að horfa á auðn og dauða á at- vinnustöðunum vegna aflaleysis eins og ósjaldan hefur skeð að undanförnu. — En svo við snúum okkur að vandamálum þíns heimahér- aðs og því sem næst blasir við sjónum og bæta þarf? spyrjum við. — Það er þá tvennt, sem næst blasir við, í fyrsta lagi að fullgera góðan veg yfir þann stutta kafla í Ásnum, sem enn er ógreiðfær yfirferðar og hitt er að fá raflínu áframhaldandi frá Hallormsstað og hingað í Fljótsdalinn. Það verður kannski ekki sagt, að hér sé um stór- vægileg mál að ræða, þegar lit- Framhald á bls. 19. Smárabreiðurnar kringum fjárhúsin vitna um samspil milli sauðkindarinnar og smárans. — I forgrunninum sjást smáratoppar en á flötinni t.v. við fjárhúsin eru breiðurnar samfelldar. Ein- mitt þar rennur féð að og frá húsunum á vetrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.