Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORGTJNJÍLAÐIÐ ' Miðvikudagur 23. agust 1961 Útgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: ^ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. REYKJAVÍK FRAMTÍÐARINNAR "í ágætri ræðu, sem Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, flutti við setningu Reykja- víkurkynningarinnar ræddi hann m.a. um Reykjavík framtíðarinnar. Komst hann þá þannig að orði, að þegar við hugsu&um okkur Reykja- vík framtíðarinnar, þá væri okkur að vísu í huga borg, sem væri í samræmi við landslag og fegurð borgar- stæðisins, þar sem skiptust á fagrar byggingar, trjágróður, torg og opin svæði — borg, þar sem greiðfærar götur, öruggar hafnir siglinga og flugs auðvelda samgöngur, þar sem Ijós og afl, hiti og vatn er leitt í hvert hús — borg þar sem afkastamiklir og arðsamir atvinnuvegir væru stundaðir og mynduðu grundvöll alls þess, sem fyrr var talið — en allt er þetta samt sem áður aðeins um- gjörð um manninn sjálfan, sagði Geir Hallgrímsson. Hann kvað það skipta meginmáli að sjá og blanda geði við frjálsa, lífsglaða, starfandi karla og konur, sem ávallt væru í tengslum við sögu staðarins og skiptu sköpun með þjóð sinni, dveldu við uppeldi og menntun barna sinna, fólk, sem að vísu hefði sínar á- hyggjur og sorgir og berðist við breyzkleika og veikleika, en trúði á Guð og iðkaði og nyti lista og bókmennta, stundaði íþróttir og heilsu- vernd — fólk, sem þroskaði persónuleika sinn, einstakl- ingseðli og samfélagskennd. Allir Reykvíkingar munu taka undir þessi ummæli borgarstjóra síns. Þau byggj- ast á glöggum skilningi, í senn á hlutverki þeirra, sem stjórna málefnum borgar- anna, og þörfum fólksins. Borgin er, og hlýtur alltaf að verða fyrst og fremst umgerð um manninn sjálfan. Allar umbætur og framfarir í Reykjavík eru unnar til þess að gera hana betri og þroskavænlégri fyrir íbúa hennar. —■ Einstaklingurinn verður fyrst og fremst að njóta frelsis til þess að hæfileikar hans nýtist, til þess að skapa honum sjálf- um hamíngjusamt líf og samfélagi hans ábyrgan og traustan borgara. Ábyrgðar- tilfinning einstaklingsins er sá hornsteinn, sem menning- arþjóðfélag í lýðræðislandi fyrst og fremst er byggt á. Liðinn tími sannar, að íbúar hinnar íslenzku höfuð'borgar gera sér þetta ljóst. ALÞINGISKOSN- INGAR 1963 lZosningar til Alþingis fóru ^ síðast fram haustið 1959. Þar sem kjörtímabilið er samkvæmt stjórnarskránni 4 ár, eiga kosningar næst að fara fram árið 1963. Engin ástæða er til þess að þessu sinni, að kosið verði fyrr en kjörtímabilinu er lokið. — Ríkisstjórn sú, sem fer með völd í landinu, styðet við öruggan þingmeirihluta, hef- ur 33 þingmenn af 60 og meirihluta í báðum deildum þingsins. Það mun almenn skoðun hér á landi, að ekki sé æski- legt, að þingkosningar fari fram mikið oftar en stjórnar skráin gerir ráð fyrir. Tíðar kosningar geta skapað stjórn málaleiða meðal almennings. Af því gæti síðan leitt, að þátttaka í kosningum yrði lítil, og að þær sýndu ekki rétta mynd af raunveruleg- um vilja þjóðarinnar. Að sjálfsögðu getur verið nauð- synlegt að rjúfa þing og efna til kosninga á miðju kjörtíma bili. Það gerðist til dæmis, þegar vinstri stjórnin gafst upp og lýsti því yfir, að hún treysti sér ekki til þess að ráða fram úr vandamálunum og halda áfram þeirri for- ystu, sem hún hafði tekið að sér, að loknum kosningunum 1956. Þá var mynduð minni- hlutastjórn til bráðabirgða meðan nauðsynlegar ráðstaf- anir voru ger&ar til þess að koma í veg fyrir efnahags- legt hrun, og síðan gengið til kosninga. Það, sem nú skiptir mestu máli, er að ríkisstjórnin fái starfsfrið til þess að fram- kvæma viðreisnarstefnu sína. Kröfur stjórnarandstöðunnar um þingrof og kosningar eru hinsvegar gersamlega út í bláinn. RÆKTUN MEIRA GRÆNMETIS T samtali, sem Mbl. átti ný- lega við frú Rögnu Sig- urðardóttur, húsfreyju á Þórustöðum í Ölfusi, komst hún m.a. þannig að orð>i, að það væri skoðun sín, að alger óþarfi væri að flytja inn erlent grænmeti. Við ís- lendingar ættum sjálfir að geta ræktað nægilega mikið af þessum hollu og nauðsyn- legu matvælum. Frúin vakti jafnframt athygli á því, að nauðsynlegt væri að koma KENNEDY: DE GAULLE: WILLY BRANDT: — Bara að við getum nú náð — Krúsjeff verður fyrri til — Á sagan frá Múnchen eft- samkomulagi. að gefast upp. ir að endurtaka sig? ADENAUER: MACMILLAN: KRÚSJEFF: __ Engar viðræður fyrr en — Gerið þér yður þá alls — Nú er það alvara — hjá eftir kosningarnar hjá okkur. ekki ljóst, að það liggur á? öllum. Fiokhœr írá kúL^cpni œsl.> lýcssumtökum í Beríín til Ísímís hér á torgsölu með græn- meti, eins og tfðkast í flest- um öðrum löndum. Myndi það bæði verða framleiðend- um og neytendum til gagns. Rík ástæða er til þess að gefa þessum ábendingum gaum. Reynslan sýnir, að auðvelt er að rækta hér fjöl- margar tegundir grænmetis. Allir viðurkenna, að það eru einhver beztu og hollustu matvæli, sem um getur. — Hvers vegna skyldum við þá eyða milljónum króna í er- lendum gjaldeyri til þess að flytja þessi matvæli inn frá útlöndum? Þegar á allt þetta er litið, er auðsætt, að nauðsyn ber til þess að hvetja íslenzka bændur til þess að auka grænmetisframleiðslu sína. Er eðlilegt, að Grænmetis- verzlun landbúnaðarins hafi forystu um það í góðri sam- vinnu við Sölufélag garð- yrkjumanna. Er áreiðanlega æskilegt að þessir aðilar hafi nánari samvinnu við fram- leiðendur en þeir hafa nú. 1 SAMVINNU við biskupinn yf- ir Islandi, herra Sigurbjörn Ein- arsson, og fyrir milligöngu dr. Hirschfelds, sendiherra Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands, er 25 manna hópur æskufólks frá Vestur-Berlín kominn hingað til lands. Þetta eru piltar og stúlk- ur á aldrinum 19—25 ára, nem- endur, stúdentar og starfandi fólk og tilheyra samtökum, sem heita „Evangelische junge Gemeinde“, eins og hin kirkju- legu æskulýðsfélög í Þýzkalandi nefnast. Foringi hópsins er frú Thúmler, en hún er guðfræð- ingur að menntun og hefur tek- ið prestvígslu. Þátttakendur í ferðinni eiga heima, þar sem eru hinar miklu búðir flótta- manna frá Austur-Þýzkalandi, þ.e. í borgarhlutanum Marien- felde. Eftir komuna til Reykjavíkur var hópurinn boðinn hjartanlega velkominn í Dómkirkjunni af sr. Jóni Auðuns dómprófasti. Þýzk- ur prestur, sem nú dvelst í Reykjavík, sr. H. J. Bahr, flutti ávarp, og orgelleikari Dóm- kirkjunnar lék undir, er allir sungu sálm Luthers, „Vor guð er borg á bjargi traust“, sem nú á svo mjög við í Berlín. —« Fyrir aðstoð sr. Ólafs Skúlason- ar, æskulýðsleiðtoga KFUM, hafa hinir ungu Berlínarbúar verið fljótir að kynnast hér- lendum aðstæðum. Einnig hafa þeir farið í ferðir til ýmissa fegurstu staða Suðurlands á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. í gærkvöldi héldu ferðalangar- nir „Berlínarkvöld“ í þakklætis- skyni fyrir gestrisni þá, er þeir hafa notið hér á lanai, Sungin voru kórlög, sýnd leik- ritið „Spiel vom Lieht“ og dans- aðir þýzkir þjóðdansar. Þá var sagt frá lífinu í Berlín vorra daga og sýndar litskugga- myndir til skýringar. Einnig var komið inn á þrengingar hinnar kristnu kirkju í Austur- Þýzkalandi. LEIÐRÉTTING f FRÉTT blaðsins í gær um hækfe un vísitölunnar sagði, að vísital an hefði verið 106 stig í ársbyrj un, en átti að vera ágústbyrjun, eins og sjá mátti af samhengi fréttarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.