Morgunblaðið - 24.08.1961, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. ágúst 1961
Á MORGUN halda héðan 24
ungir Vestur-Rerlínarbúar, er
hér hafa ðvalizt sl. hálfan
mánuð. Eru þau félagar æsku
Iýðsfélags Marienfelde-kirkj-
unnar í heimaborg sinni, en
það er einmitt í Marienfelde,
sent hinar miklu búðir fyrir
flóttamenn frá Austur-Þýzka-
landi eru staðsettar. Þar sem
Berlín hefur verið svo mjög
í fréttum að undanfömu öatt
okkur í hug, að það gæti ver-
ið gaman að rabba dálítið við
þetta unga fólk, og því var
það, sem við brugðum okkur
einn rigningardaginn fyrir
skömmu inn í félagsheimili
Ungmennafélags Reykjavíkur,
þar sem það hefur dvalizt.
Þegar við komum að hús-
inu sjáum við í gegnum einn
gluggann, hvar jiokkrar ung-
ar stúlkur eru í óða önn við
að flysja kartöflur og stússa
Þýzki æskulýðsfélags hópurinn sem hér er.
Kaldar kartðflur í hádegismat
við matarpotta. Þrátt fyrír
annríkið inni fyrir knýjum
við þó dyra og á móti okkur
tekur sr. Ólafur Skúlason
æskulýðsprestur þjóðkirkjunn
ar, en á bak við hann greiin-
um við forvitin andlit, sem
við könnumst ekki við af göt-
um Reykjavíkui
Ólafur segir okkur, að sl.
sunnudagskvöld hafi þau
sungið við hljómleika í Nes-
kirkju við mjög góðar undir-
tektir. Þegar við höfum feng-
ið þetta upplýst, linnum við
auðvitað ekki látum fyrr en
þau hafa falilizt á að syngja
fyrir okkur nokkur lög og
satt að segja furðum við okk-
ur ekkert á því, þótt þau hafi
hlotið góðar móttökur í Nes-
kirkju.
Eftir sönginn kynnir Ólaf-
ur okkur fyrir fararstjóra
'hópsins, Eleonore Thiimler,
sem er guðfræðingur að
mennun og hefur tekið prest-
vígslu, og stöllu hennar Irm-
hild Barend, og spjöllum við
þær nokkra stund.
— Hafið þið ferðazt mikið
um landið síðan þið komuð?
— Já, nokkuð, við erum ný-
komin úr þriggja daga ferða-
lagi og heimsóttum við m. a.
Geysi, Gullfoss, Þingvöll,
Laugavatn og æskulýðsheim-
ilið að Vindáshlíð og þangað
þótti okkur sérstaklega gott
að koma. Við höfum notið
dvalarinnar hér mjög vel og
sjóum svo sannarlega ekki
eftir að hafa komið hingað.
— Hafið þið ferðazt til
annarra landa?
— Já, í hitteðfyrra fór hóp-
urinn til Frakklands og auk
þess höfum við ferðazt tals-
vert saman um Þýzkaland.
Annars stefnum við að því
að heimsækja sem flestar er-
lendar þjóðir og vonum að
geta farið í slíkar heimsóknir
helzt annað hvert ár.
— Hver er tilgangur ykkar
með þessum ferðalögum?
— Ein aðalástæðan er auð-
vitað sú, að okkur langar til
þess að kynnast öðrum lönd-
um, en fyrst og frernst viljum
við þó reyna að kynnast hugs
unarhætti æskunna. í þeim
löndum, sem við heimsækj-
um.
— Hvað hafið þið annars
haft fyrir stafni þessa daga,
sem þið hafið dvalizt hér?
— Auk ferðalaga út úr
bænum höfum við t. d. skoð-
að ýmsa merkisstaði hér í
bænum, eins og háskólann,
Þjóðleikhúsið og Listasafn
Einars Jónssonar Þá höfum
við verið viðstödd guðsþjón-
ustur og einn daginn bauð
biskupinn yfir íslandi okkur
til tedrykkju, það var mjög
ánægjuleg stund.
Næst röbbum við lögreglu-
þjóninn í hópnum, Friedrich
Fabarius.
— Hefurðu verið lengi í
vestur-þýzku lögreglunni?
— Ég hef starfað se-i lög-
reglumaður í 4^ ár, eða síð-
an ég var 18 ára gamall.
Starf mitt gerir það að verk-
um, að ég verð að fara milli
Vestur-Þýikalands og Vestur-
Berlínar með dálítið öðrum
hætti en félagar mínir.
— Nú, hvernig þá?
— Austur-Þjóðverjar líta á
þá sem starfa í vestur-þýzku
’lögreglunni sem landráða-
menn og hafa oft og tíðum
'handtekið þá, þegar færi hef-
ur gefizt. Ég verð því að fara
loftleiðis milli Vestur-Þýzka-
lands og Vestur-Berlínar, en
félagar mínir geta farið með
járnbraut, því að vestur-
'þýzka stjórnin hefur lagt
fyrir lögreglumenn sína að
fara ekki landleiðina vegna
handtökuhættunnar, sem sí-
fellt vofir yfir þeim.
★
Hinum ágæta söng þýzku
unglinganna stjórnaði einkar
'geðþekk, Ijóshærð stúlka og
var ekki annað sýnna en hún
væri þeim starfa þaulvön.
Við spyrjum hana því, hvort
'hún hafi sérstaklega lagt
stund á tónlistarnám, en þá
'kemur í .jós að hún hefur
lært söngstjórn sem einn lið
af margþættu náimi trúar-
bragðakennara. Nafn hennar
er Margrét Rasp og aldur 23
ár.
— Námið tekur fimm ár,
segir Margrét, fjögur ár bók-
legt og eitt ár verklegt. Hún
segir okkur einnig, að skortur
sé á ungu fólki til trúar-
’bragðakennslu á vegum kirkj
unnar, því að launin séu lág.
Félagar í æskulýðsfélagi
Marienfeldekirkjunnar eru
þrjátíu. Þau koma saman
reglulega 2—3 í viku, spjalla
saman, syngja og leggja á
ráðin um ferðalög og starf-
•semi sína.
— Hafið þið nokkuð kynnzt
flóttafólkinu í Marienfelde,
spyrjum við?
— Það getur tæpast heitið,
segir Margrét, við sjáum það
alltaf og tölum við það. Einu
sinni í mánuði förum við til
búðanna og leikum og syngj-
um fyrir flóttamennina, —
þar eru margir daprir í
'bragði — en við sjáum alltaf
ný og ný andlit í hvert sinn.
Fólkið er ekki nema örfáa
daga í Marienfelde, síðan fer
það flugleiðis áfram til
Vestur-Þýzkalands.
Það er athyglisverður þátt-
Ur í starfi æskulýðsfélaganna
4 Vestur-Berlín að sérhver
kirkjudélld hefur haft sam-
bana við kristið æskufólk í
einhverju hverfi Austur-
Berlínar. Hafa unglingarnir
skipzt á heimsóknum en ekki
blæs byrlega um áframhald
þess starfs, úr því landamær-
unum hefur verið 1-kað.
Að lokum hittum við að
máli Ludvicu Eberstein, sem
stundar háskólanám í guð-
fræði. Hún skýrir okkur frá
því að þriðji hluti guðfræði-
stúdenta í Berlín séu stúlkur
og þær megi stunda öll sömu
prestastörf og karlar.
— Hefur það verið lengi
svo í Berlín?
— Já, ég held mér sé óhætt
að segja um fjörutíu ár.
— Megið þið starfa áfram
ef þið giftist.
— Aðeins eitt ár. Þá verð-
um við að hætta að messa,
en megum inna af hendi eftir
sem áður ýmis aukaverk
prestsembættisins.
— Hvað tekur námið lang-
an tíma?
— Meðaltal er átta misseri
— en margir eru allt að tíu
misserum.
★
Kartöflurnar eru orðnar
kaldar. Við sjáum fram á að
við munum eyðileggja mál-
tíðina með öllu ef við ekki
hypjum okkur þegar í stað.
Rit um V-íslend-
inga að koma út
UM þessar mundir er að koma
út hjá bókaforlagi Odds Björns-
sonar á Akureyri, merkilegt rit
um Vestur-íslendinga og ættir
þeirra. Þetta er 1. bindi af ævi-
skrám Vestur-íslendinga, og hef-
ir séra Benjamín Kristjánsson
buið verkið til prentunar, og
einnig ásamt þeim Steindóri
Steindórssyni, menntaskólakenn-
ara og Áma Bjarnarsyni, bókaút-'
gefenda safnað efninu. Gísli Ól-
afsson yfirlögregluþjónn hefir
safnað, tekið og undirbúiö mynd-
irnar.
í þessu fyrsta bindi, sem er
um 490 blaðsíður, eru 500 manna-
myndir en 455 æviskrár, og er
getið nafna 0615 manna og
kvenna. Þarna er að finna nöfn
íslenzkra manna, sem fóru vest-
ur um haf, e auk þess foreldra
þeirra, og einnig eru ættir raktar
lengra aftur. Þessi bók er því
ekki einungis almenningi kær-
komin, heldur er hún hrein gull-
náma fyrir ættfræðinga og aðra
þá sem yndi hafa af fornum fróð-
leik um menn, störf þeirra maka
og afkomendur.
Hugmyndina að þessu starfi
munu þeir eiga Steindór Stein-
dórsson og Árni Bjarnarson, og
fóru þeir ásamt séra Benjamín
og Gísla vestur um haf árið 1958.
Söfnuðu þeir þá allmiklu eíni og
myndum. Mikils stuðnings nutu
þeir félagar frá séra Jóni Guðna
syni skjalaverði, en hann hefir
einnig farið yfir handritið af
þessu fyrsta bindi. Séra Benja-
mín taldi að hlédrægni fólksins
hefði verið mikil og hefði það
háð þeim félögum nokkuð. „Það
vildi ekki segja neitt um sjálft
sig eða sín málefni“. Sigurður
O. Björnsson prentsmiðjustjóri
hefir ráðizt í mikið stórvirki, að
gefa út þetta verk, því það mun
vera allkostnaðarsamt, en útgáf-
an ber það með sér að ekki er
horft í kostnað því ritið er sé* -
lega vandað. Búast má við að
verkið í heild verði a. m. k. 4—5
bindi þegar því er lokið.
Þessi útgáfa mun verða einn
sterkasti liðurinn í að tengja
saman þjóðarbrotið í Vestur-
heimi.
St. E. Sig.
Talið frá vinstri, fremri röð: Sr. Benjamín Kristjánsson,
Árni Bjarnarson. Aftari röð: Gísli Ólafsson, Steindór Stein
dórsson og Geir S. Björnsson, forstj. POB.
Vill bætt starfs-
skilyrði kennara
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt á fundi Fræðsluráðs
Akraness 24. júlí sl.
„Eins og háttvirtri fræðslu-
málastjórn er kunnugt, er mjög
miklum erfiðleikum bundið að
fá ráðna vel menntaða og hæfa
kennara í stöður við barna- og
gagnfræðaskóla.
Augljóst virðist að ýmsir góð-
ir hæfileikamenn leiti frá
kennslu til annarra starfa, og
virðist það einkum launakjör
kennara, sem því valda, en segja
má að hróplegt ósamræmi sé
milli launa kennara og annarra
stétta þjóðfélagsins, t.d. iðnað-
armanna.
Fræðsluráð Akraness telur.'að
til vandræða hafi horft um langt
skeið af þessum sökum, — og
telur tíma til kominn að spyrnt
sé við fótum, kjör kennara og
annara skólamanna bætt að mun,
svo að tryggt sé, að á hverjum
tíma veljist sem hæfast starfslið
til að vinna að uppeldismálum.
Fræðsluráð Akraness ályktar
því að beina því til háttvirtrar
fræðslumálastjórnar, að hún beiti
sér fyrir, að launakjör og starfs-
skilyrði kennara verði stórlega
bætt frá því sem nú er, og verið
hefur um árabil.“