Morgunblaðið - 24.08.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 24.08.1961, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimm'fuaagur 24. agöst 1961 wðPHttlritaMfr Otgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm: ,\ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ,,..OG ÞEIM VÆRI ÚTHLUTAÐ.." A lltaf öðru hverju skýtur ** upp kollinum í Alþýðu- blaðdnu þeirri þröngsýni, sem aðrir sósíaldemókrataflokkar hafa fyrir löngu varpað fyrir borð. — í gær er látið að því liggja að breyta eigi eignaréttarákvæði ís- lenzku stjórnarskrárinnar, svo að hægt sé að gera upp- tæk án bóta eignaréttindi manna. f ritstjórnargreininni er fjallað um lóðaverð í Reykjavík og þar segir m.a.: „Bezt væri að bæjarfélög- in eignuðust allar lóðir, sem þau standa á, og þeim væri úthlutað til hinna ýmsu að- ila eftir þörfum viðkomandi reksturs og bæjarfélagsins sjálfs“. í þessum orðum felst það, að pólitískir spekingar eigi að svipta menn eignum sín- um og „úthluta" þeim síðan til annarra, sem að þeirra dómi séu verðugir þess að fá á kostnafð samborgaranna til afnota stórvægileg réttindi. Og röksemdarfærslan í rit- stjómargreininni er heldur ekki upp á marga fiska. Síðar er því sem sagt hald- ið fram, að skattþegnar bæj- arins verði að greiða geysi- upphæð'ir til að fullgera lóð- ir í úthverfunum. Þar hefur þó úthlutunarreglan, sem greinarhöfundur dáir hvað mest, verið við lýði um langt skeið. Morgunblaðið getur tekið undir það að óeðlilegt sé að taka kostnað við gatna- gerð í bæjarlandinu af sam- eiginlegu fé bæjarbúa og gefa síðan lóðirnar eða af- henda þær með lítilli sem engri leigu. Bæjaryfirvöldin hafa nú einmitt tekið upp þá stefnu, að þeir, sem réttindi fá, greiði meginhluta kostn- aðar við lóðirnar og götur. Þannig greiðia þeir fyrir rétt- indin, sem þeirra fá notið, en útgjöldin eru ekki tekin af öðrum. Hitt er svo líka rétt, að víða erlendis taka bæjarfé- lög verulegan hluta tekna sinna með fasteignagjöldum og kæmi það mjög til álita hér, enda er það svipuð hugsun, þegar nú er rætt um að taka aðstöðugjald af fyr- irtækjum. En það síðasta, sem gera ætti, væri að út- færa „úthlutunarregluna“ líka til lóða í miðbænum í Reykjavík. AFNÁM HAFTA thns og kunnugt er hefur Viðreisnarstjórnin aflétt ýmiss konar höftum og höml- um á athafnalífi og varpað uppbótakerfinu fyrir róða. Tíminn í gær skrifar um höft á hinu íslenzka athafna- lífi. Sumar af röksemdar- færslum blaðsins eru kyn- legar, og skulu þær hugleið- 'ngar ekki gerðar að um- ræðefni hér. En sérstaklega nefnir það verðlagshöft, sem hér eru enn við lýði. Morgun blaðið hefur áður undirstrik- að, að það telur verðlags- höftin vægast sagt hæpin. Þau geta átt rétt á sér við sérstæðar aðstæður en alls ekki sem frambúðarlausn. Það er ánægjulegt að geta í dag verið sammála Fram- sóknarfokknum í einu máli, þ.e.a.s. að sem allra fyrst þurfi að losna við verðlags- höftin. Hitt er svo annað mál, að þegar fullt frjáls- ræði er komið á í verðmynd- un, þá eru allar líkur til þess að Tíminn byrji að krefjast þess, að verðlags- höft verði tekin upp að nýju. TJÓNIÐ AF AUSTURVIÐ- SKIPTUNUM mælt er það tjón, sem ís- lendingar hafa beðið vegna þess, að þeir hafa neyðzt til að kaupa lélegar og dýrar vörur fyrir austan járntjald. Einstaka viðskipti við kommúnistaríkin, eins og t.d. olíukaup, hafa verið ís- lendingum hagkvæm, en í flestum tilfellum hafa vör- urnar verið lélegar, eins og hvert mannsbarn veit og verðið oft hærra en á heims- markaði. Kommúnistar fjandskapast mjög gegn efnahagssam- vinnu Evrópuríkja, vegna þess að þeir telja eðlilega að fólk muni vera tregt til að kaupa vörur frá kommúnista ríkjunum, ef það getur feng- ið góðar vörur frá hinum frjálsu mörkuðum. Þeir telja viðskiptahagsmuni Rússa vera í veði og eins og fyrri daginn eru hinir austrænu hagsmunir metnir meir en þeir íslenzku. Kommúnistum er það mik- ið kappsmál, að við einangr- umst frá okkar gömlu mörk- uðum, vegna þess að þeir telja að þá hljótum við að beina viðskiptum okkar í sí- vaxandi mæli austur á bóg- inn og þá skapist aðstaða fyrir Rússa til efnahagslegra kúgunarráðstafana, ef því er að skipta. Gegnum hin efnahagslegu áhrif á svo að ná vaxandi pólitískum áhrif- „Skutlan" í reynsluflugi Fyrirrennarí farþegaþotna framtiðarinnar NÝ gerð af flugvélum hóf sig í fyrsta skipti á loft í Bretlandi í síðustu viku. Þykir útlit hennar helzt minna á bréfaskutlurnar gamalkunnu — sem hver drengsnáði þekkir og hef- ur leikið sér með. Er það skoðun kunnáttumanna, að farþegaþotur framtíð- arinnar — sem eiga að geta flogið með tvöföld- um hraða hljóðsins og þaðan af meira — muni verða eitthvað svipaðar þessari nýju þotu í lögun. ♦ Heilu og höldnu Fyrsta flugferðin stóð yf- ir í hálfa klukkustund og reyndar mánútu betur. Var hún þennan tíma á flugi í nánd við Bedford, en þar er flugvöllurimn, sem reymslu- flugið fór fram frá. Bæði flug- tak og lending tókust með mestu prýði, og eftir að allt var gengið um garð sagði hinn 29 ára gamli tilrauna- flugmaður, Jack Henderson: En svo lýst sé nánar hinni nýju þotu, sem fyrst og fremst er smíðuð í til- raunaskyni, má geta þess, að hún er 45 feta löng Oig vænghafið aðeins 20 fet — eða um 6 m — þar sem það er mest við afturbrúnina. En það nýtízkulega við þot una er einmitt lögun vængs ins. Það er sem fyrr segir sboð- un kunnáttumanna í flugvéla smíði, að flugvélar svona í laginu eigi mjög auðvelt með að ná miklum hraða. Vandinn er hins vegar sá, að búa svo um hnútana, að flugið sé jafn- öruggt, þegar hraðinn er lít- ill — þ. e. einkum 1 flugtaki og lendingum. Tilraunaflug- Eg hef aldrei á ævinni upplif vélin HP115 er smíðuð með að skemmtilegri 31 mínútu. í>etta var dásamlegt flug“. Þær gerast ekki öllu grennri! um á Islandi í þágu heims- kommúnismans. Ástæðulaust er að leyna því, að þátttöku í Efnahags- bandalagi Evrópu mundu fylgja ýmsir erfiðleikar og margt þarf að breytast áður en íslendingar gætu orðið meðlimir. Enn eru málin á því stigi, að enginn getur um það spáð, hver niðurstað- an verði, en hitt er ljóst, að taugaveiklun kommúnista bendir til þess að þeir telji það mikið áfall fyrir sig, ef íslendingar yrðu þátttakend- ur í þessu samstarfi. — Það bendir aftur til þess að slíkt samstarf mundi verða til styrktar lýðræði og auk- inna framfara, því að þetta tvennt er mesta eitur í bein- um kómmúnista. Lítil og mjó Þessi nýja gerð af þotum hefur verið nefnd HP115, en það eru Handley Page verk- smiðjurnar, sem hafa smíðað hana. Meðal fyrri fliugvéla, það fyrir augium, að varpa bjartara ljósi á þessa hlið máls ins. Henni er því ekkí ætlað að fljúga nema í hæsta lagi með 300 mílha — eða um 430 bm — hraða á klukkustund. + Eldraunin afstaðin Mikil ánægja ríkti eftir að fyrsta tilraunafluginu var far- sællega lokið. Einn af aðal- flugvélasmiðum Handley Page verksmiðj anna, Godfrey Lee, sagði m.a.: „Þotan er komin í gegnum eldraunina.. Ný vænggerð hefur verið tekin í notkun og staðist reynsluna". Á næstu mánuðum verður flugtilraunum haldið áfram og upplýsingar látnar í té öllum brezkum flugvélaverksmiðj- um, því að opinberir aðilar eiga margvíslegan hlut að bæði smíðinni og tilraunun- um. Kostnaðurinn við hvort tveggja mun vera eitthvað inn an við 1.000.000 pund — eða jafngildi 120 milljón íslenzkra króna. Flugmaðurinn leikur á sekkjarpípu Að síðustu má svo láta sem þær verksmiðjur hafa lát það fljóta með um tilrauna- ið frá sér fara, eru Herald flugimanninn, Henderson, að farþegaflugvélarnar, sem tekn hann er kvæntur og á litla ar voru í notkun fyrir nokkr- dóttur. í frístundum leikur um árum og eru nú víða í hann gjarna á sekkjarpípu — förum. Hafa þær sums staðar og á einn af starfsmönnunum leyst af hólmi DC-3 eða Da- við flugtilrauni-mar að hafa kota flugvélarnar gamal- sagt: „Stundum er það verra kunnu, sem íslendingar en háðvaðinn í þotunum þekkja úr innanlandsflugi hér. hérna“. ! Byggingarlag þotunnar er nýstárlegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.