Morgunblaðið - 24.08.1961, Side 23
Fimmtudagur 24. ágúst 1961
morguivblaðið
23
MessaSá Sólheima-
kapellu í Mýrdal
NK. SUNNUDAG, 27. ágúst,
verður messað í Sólheimakap-
ellu í Mýrdal. Héraðsprófastur-
inn, sr. Gísli Brynjólfsson, pré-
Kapellan á Ytri-Sólheimum.
— Berlm
Frh. af bls. 1
Samgöngurnar milli borgar-
Ihlutanna voru enn torveldaðar,
þegar austur-þýzka stjórnin kunn
gjörði á þriðjudagskvöldið, að
nú yrði krafizt sérstaks vegabréfs
af þeim, sem fara vildu að vest-
an inn í Austur-Berlín. Fram að
þessu hafa fótgangandi menn get-
að farið óhindraðir yfir svæða-
mörkin í þá áttina. Það fylgdi,
að umrædd vegabréf yrðu af-
greidd á tveim skrifstofum, sem
austur-þýzka ferðaskrifstofan
starfrækir í Vestur-Berlin. Átti
afgreiðsla að hefjast annaðhvort
á fimmtudag eða föstudag.
Samkvæmt því sem hermt
er í Vestur-Berlín, munu
stjórnarvöldin ekki láta loka
skrifstofunum, nema þar verði
framkvæmt eitthvað það, sem
eigi fær samræmzt fjórvelda-
samningunum um Berlín. Eigi
slík brot sér stað, verði þeim
hins vegar samstundis lokað,
Willy Brandt, borgarstjóri, sem
í dag átti viðræður við herstjóra
Vesturveldanna í Vestur-Berlín,
hefur komizt svo að orði, að vega
ibréfanauðungin muni í rauninni
koma í veg fyrir allar ferðir Vest
ur-Berlínarbúa austur yfir. Ein-
ustu undantekninganar, sem gerð
ar hafa verið í dag, taka til
vestur-berlínsks fólks, er hefir
fasta atvinnu austan svæðamark-
anna.
Tilkynning herstjóranna
í tilkynningu herstjóra Vestur
veldanna segir m. a., að síðustu
ráðstafanir hinnar svokölluðu
stjómar Austur-Þýzkalands sé
enn einn þáttur í hinu rudda-
lega framferði þeirra og
sé nú stefnt að því að beita
íbúa Vestur-Berlínar sömu
þvingununum og ómannrúðleg
um ferðaf jötrum og ráðamenn
á sovézka svæðinu hafi þegar
lagt á sitt eigið fólk. Vilji þeir
gera sitt ýtrasta til að slíta
tengslin milli vina og frænda.
Þessar aðgerðir stangist á við
fjórveldasamningiim um Ber-
lín og fell i sér alvarlega skerð
ingu á frumstæðustu mannrétt
indum og sýni lítilsvirðingu
austur-þýzkra yfirvalda á al-
menningsálitinu í heiminum.
Af þessum ástæðum segjast
Iherstjórarnir hafa gert viðeig-
andi ráðstafanir til þess að
tryggja rétt og öryggi skjólstæð-
inga sinna.
í austri
■/ 1 tilkynningu frá miðstjórn
•ustur-þýzkn kommúnistaflokks-
ins segir, að nær 26 þúsund með-
limir í samtökum ungkommún-
ista (FDJ) hafi gefið sig fram til
Iherþjónustu, enda hafi slíkt ver-
ið nauðsynlegt vegna varna
landsins.
Þrir Vestur-Berlínarbúar hafa
verið dæmdir í 7, 5 og 4 ára
fangelsi af dómstóli i Austur-
Berlín, og segir kommúnistoblað-
ið „Neues Deutschland" að þeir
hafi reynt að koma Austur-Þjóð-
verjum vestur yfir.
dikar. Altarisganga verður í
guðsþjónustunni.
Sólheimakapella var vígð laug
ardaginn 24. september 1960, en
á Ytri-Sólheimum haíði kirkja
staðið um margar aldir þar til
hún var lögð niður árið 1898.
Forgöngumeim kapellubygging- »
arinnar voru fimm bændur, allir
búsettir, í hinni fornu Sólheima-
sókn. Einn þessara bænda, Sig-
urður Högnason, Sólheimakoti,
lézt fáum dögum fyrir vígslu
kapellunnar, og var útför hans
gerð frá kapellunni á vígslu-
degi hennar.
Stjórn Sólheimakapellu hefur
ákveðið að halda árlega sérstak-
an messudag í kapellunni. Við
guðsþjónustuna nk. sunudag,
verður veitt viðtaka gjöfum til
kapellunnar, ef einhvérjir vildu
styrkja hana.
í sambandi við þessa guðs-
þjónustu verður haldinn héraðs-
fundur Vestur-Skafitafel'lspróf-
astsdæmis. Þar munu flytja á-
vörp og erindi auk prófasts aðrir
prestar prófastsdæmisins, þeir
sr. Valgeir Helgason og sr. Jón-
as Gíslason. Ennfremur verður
haldinn aðalfundur Kirkjukóra-
sambandg Vestur-Skaftafellspróf
astsdæmis.
Jónas Gíslason.
Næstkomandi sunnudag verður flugdagur haldinn á Reykjavíkurflugvelli. Vamarliðið á Kefla-
víkurflugvelli mun taka þátt í flugsýningum og sýna flugvélarnar hér á myndinni. Flugvél-
arnar eru: Efst til vinstri Neptune, efst til hægri Scorpion, í miðju HRS-3 þyrilvængja, könn-
unarflugvéi búin radar, neðan til vinstri, og loks er mynd af T-33 æfingarflugvél, neðst t. h. —
(Ljósm.: Varnarliðið)
Vegaþjónusta
Framh. af bls. 6
fjölga umferðamerkjiMn og lag-
færa þau sem nú eru í nobkun,
einnig þyrfti meiri upplýsingar
við vegamót, það verður að ganga
út frá því að ferðamaðurinn sé ó-
kunnugur.
Það væri til mikils hagræðis,
ef olíufélögin sæju sér fært, að
seta upp leiðbeiningaskilti á veg
um, er sýndu hvar næsta benzín
afgreiðsla ©r, og hve langt er
að henni. Og ef hægt væri að
hafa benzínstöðvar á f jölförnustu
leiðum, opnar lengur en nú gerist
sér 1 lagi að sumrinu pg sérstak
lega um þær helgar, þegar um-
ferðin er mest.
Það væri æskilegt, að verðlag
á greiðasölustöðum væri sam-
ræmt meira en nú gerist, það
mundi sennilega auka söluna, í
það minnsta hjá þeim, sem eru
með hæsta verðið nú, enda nauð
synlegt, þegar tillit er tekið til
útlendra ferðamanna.
Uimferðin á vegunum virðist
vera með meiri menningarbrag,
en undanfarið, væntanlega verð
ur áframlhald á þvL
Að lesa sögu
Framh. af bls. 3
ur á uppfyllinguna _ hjá ver-
búðarbryggjunum. Efnið í upp
fyllingarnar var flutt úr öskju
hlíðinni með eimreiðinni
frægu. Síðasta ferð eimreið-
arinnar var þó ekki með grjót,
heldur flutti hún framámenn á
dansleik.
Að lokum kynnumst við
skólamálum gamla bæjarins.
Fyrsti barnaskólinn 1 Reykja-
vík stóð 1860 í miðju Hafn-
arstræti hjá Ellingsen. Tutt-
ugu árum síðar var hann svo
fluttur í lögreglustöðina og
síðan 1 núverandi Miðbæjar-
skóla.
Að lesa hús og grjót
NORÐAN VIÐ Arnarhól mun
öndvegissúlur Ingólfs hafa
rekið á land. Ef maður stend-
ur á hólnum og horfir yfir bæ
inn, þá finnst manni eitt and-
artak, eins og maður hafi lif-
að í þúsund ár. Það er gagn-
legt að kynna sér sögu bæj-
arins en það er fróðlegra og
skemmtilegra að lesa hana úr
gömlum húsum og steinum, úr
sjálfu landslaginu, þar sem
næstum hvert holt og hver
brekka á sína sögu. — J.R.
Lœgri flugfargjöid til
Luxemborgar
25°/o afsláttur á fargjöldum náms-
manna til Bandarikjanna
LOETLEIÐIR hafa farið þess á Ieit við flugmálastjórnina, að hún
sæki um leyfi til þess hjá yfirvöldum í Luxemborg, að félaginu
verði heimilað að taka upp flug á leiðinni Reykjavik—Luxemborg
með lægri fargjöldum en hingað til hefur tíðkazt.
Einnig hafa Loftleiðir ákveðið að íara þess á leit við flugráð,
að það fari fram á það við viðkomandi yfirvöld, að félaginu verði
leyft að bjóða íslenzkum og bandariskum námsmönnum, sem fara
til náms í Bandaríkjunum og á Islandi, 25% afslátt frá venju-
legum fargjöldum.
* ÓDÝRAR LUXEM-
BORGARFERÐIR
Eins og kunnugt er, eru
Loftleiðir bundnir af ýmsum
samþykktum IATA um fargjöld
til landa Vestur-Evrópu, en á
leiðinni Reykjavík—New York
hefur félagið getað boðið önnur
gjöld en þau félög, sem eru að-
ilar að IATA. Hyggjast Loft-
leiðir taka upp áætlunarflug
milli Reykjavíkur og Luxem-
borgar með talsvert lægri far-
gjöldum >en félagið getur boðið
á sambærilegum leiðum, eins og
t.d fteykjavík—Hamborg. — Er
ætlunin, að í vetur verði tvær
fastar áætlunarferðir vikulega
til Luxemborgar, en félagið hef-
ur *kki áður haldið uppi áætl-
unarflugi á þessari leið. Mun
fargjaldið milli Reykjavikur og
Luxemborgar verða kr. 2.882
aðra leiðina, en kr. 5.188 fram
og til baka, að því er Sigurður
Magnúson, blaðafulltrúi Loft-
leiða, tjáði blaðamönnum í gær.
Ekki kvað hann neina ástæðu
til þess að ætla annað en að
yfirvöld í Luxemborg tækju
þessari málaleitan mjög veL
ÍC NÁMSMANNAFARGJÖLD
TIL BANDARÍKJANNA
Svo sem kunnugt er hafa ís
lenzku flugfélögin veitt náms-
mönnum afslátt á fargjöldum
til Evrópu. Hingað til hefur
þessi afsláttur ekki gilt milli Is-
lands og Bandaríkjanna, en nú
hafa Loftleiðir í hyggju að
taka upp sérstök námsmannafar-
gjöld einnig á þessari leið. —-
Verður námsmönnum á aldrin-
um 15—30 ára veittur 25% af-
sláttur frá venjulegum fargjöld-
um, og sami afsláttur verður
veittur eiginkonum þeirra og
börnum. Á þetta við, ef farseð-
ill er keyptur fram og til baka,
og gildir seðillinn í 2 ár.
Rússar taka 12 jap-
anska fiskibáta
Tal Mikoyans um bætta sambúð
rifjað upp
TOKYO, 23. ágúst (Reuter) —
Tólf japanskir fiskibátar voru í
dag teknir fastir af 3 sovézk-
um eftirlitsskipum skammt frá
eynní Kiagara norður af Japan.
Þessir atburðir áttu sér stað áð-
ur en sólarhringur var liðinn frá
brottför Anastas Mikoyan, vara-
forsætisráðherra Sovétrikjanna,
sem var í 9 daga opinberri heim-
sókn í landinu.
Annað skiptið
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu japönsku slysavarn-
anna, flýðu um 250 fiskibátar af
krabbamiðunum á þessum slóð-
um, þegar sovézku eftirlitsskip-
in komu og reyndu að taka þá
fasta. Flestir komust undan, en
áðurnefnd 12 skip höfnuðu þó í
sovézkum höndum.
Þeita er í annað sinn sem slík-
ir atburðir eiga sér stað á einni
viku. Um síðustu helgi tóku sov-
ézk eftirlitsskip 5 japanska fiski-
báta.
Agreiningur um landhelgi
Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins í Japan neitaði að segja
nokkuð um, til hvaða ráða yrði
gripið gagnvart sovézkum stjórn
arvöldum. Hann sagði, að atburð
ir þessir ættu rætur að rekja til
ágreinings um víðáttu landhelg-
innar, sem hjá Japönum er 3
mílur en Rússum tólf.
Það er rifjað upp í sambandi
við töku fiskiskipanna, að þegar
hún fór fram voru ekki liðaar
nema örfáar klukkustundir frá
því að forsætisráðuneytið kunn-
gerði efni skeytis, sem Mikoyan
hafði sent frá sér. í því hafði
hann m. a. sagt, að hann vænti
þess, að bæði sovézka og jap-
anska stjórnin gerðu nú frekari
ráðstafanir til að treysta sam-
búðina sín í milli.
— íþrótfir
Framhald aí bls 22.
dettur hann í „lukkupottimt*.
Hann getur hlotið hámarks-
vinninginn, sem er 75 þúsund
pund eða 9 millj. ísl. kr. eftir
núverandi gengi. Geti 2 menn
rétt til um 12 leiki skiptist upp
hæðin í tvennt, geti þrir til um
rétta 12 leiki skiptist hún í
þrennt o. s. frv. Sama gildir
um skiptingu vinninga þegar
um 11 rétta er að ræða — 10
rétta o. s. frv.
£ Fyrirkemulag
Þegar samningaumræður stóðu
hér var gert ráð fyrir að hver
röð á getraunaseðlinum kostaði
kr. 1.50. En þá var gengi allmiklu
lægra en nú er. En af kr. 1.50
per röð var gert ráð fyrir að
enska firmað fengi 59 aura en
til að standa straum af auglýs-
ingakostnaði og öðrum kostnaði
og til ágóðahlutar yrðu 91 eyrir
eftir á íslandi. Enska firmað ætl-
aði að leggja til öll tæki sem
nauðsynleg eru í sambandi við
starfsemina hér.
Enska firmað hafði á sínum
tíma svo mikinn áhuga á þessu
máli, að það bauðst jafnvel
til að taka við isl. vörum i stað
beinnar gjaldeyrisyfirfærslu á
sínum hluta veltunnar.
Blaðinu tókst ekki í gær að
fá staðfestar fregnir af gangi
þessa máls en einn af yfirmönn-
um íþróttahreyfingarinnar í höf-
uðstaðnum sagðist halda að mál-
inu hefði aldrei verið hreyft eft-
ir að landhelgisdeilunni lauk. —
Hvernig væri að athuga þetta
mál til hags fyrir íþróttahreyf-
inguna — og til ágóðavonar fyrir
einhverja heppna íslendinga?