Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 30. ágúst 1961 MOP CflNBL AÐIÐ 19 Söngför Fdstbræðra til Fiainlands og Sovétrikjanna KARLAKÓRINN Fóstbræð- ur leggur af stað í söngferð til Sovétríkjanna og Finn- lands að morgni hins 7. sept. n. k. og er væntanlegur aft- ur að þrem vikum liðnum. Karlakórinn er skipaður 40 söngmönnum, þar meðtaldir einsöngvararnir Kristinn Hallsson, óperusöngvari og Erlingur Vigfússon. Söng- stjóri er Ragnar Björnsson en undirleika'ri Carl Billich. Fastákveðnir hafa verið 6 samsöngvar í 4 borgum, Helsing- fors, Moskva, Riga og Leningrad, en búizt er við að samsöngvarn- ir verði eitthvað fleiri. Á söng- Skránni eru að þessu sinni 11 íslenzk og 10 erlend lög, og að- aláherzlan lögð á þau íslenzku. Auk þess munu einsöngvararnir Kristinn Hallsson og Erlingur Vigfússon koma fram sérstaklega á hverjum hijómleikum, án að- stoðar kórsins. Gagnkvæm menningarsamskipti Karlakórinn Fóstbræður verð- ur fyrsti íslenzki kórinn, sem syngur í Sovétríkjunum og jafn- framt stærsti hópur íslenzkra listamanna, sem þangað hefur ferðazt. Er förin farin á grund- velli samnings um gagnkvæm menningarsamskipti, sem gerður var milli íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna fyrr á þessu ári, og er hér um að ræða fyrsta framlag- ið af íslands hálfu til fram- kvæmdar á þeim samningi. Tveir samsöngvar og happdrætti Sovétstjórnin greiðir dvöl og ferðalög kórsins innan endimarka Ráðstjórnarríkjanna, og auk þess fá kórfélagar vasapeninga þá daga, sem þeir dveljast þar. En til að mæta öðrum kostnaði — þ. e. a. s. flugferð til og frá Hels- ingfors, uppihaldi þar o. s. frv. — hleyptu Fóstbræður af stokk- unum skyndihappdrætti í fjáröfl- unarskyni og stendur sala mið- anna yfir. Dregið verður 15. okt. og meðal vinninga má nefna hús- gögn að verðmæti 25 þús. kr., svo og flugfar fyrir tvo til Landon eða Kaupmannahafnar og heim aftur. Nokkuð af happdrættismiðun- um gilda jafnframt sem aðgöngu- miðar að samsöngvum Fóst- bræðra í Austurbæjarbíói dag- ana 4. og 5. september n. k. Mikil eftirspurn er eftir miðum á söng- skemmtunina og því ráðlegt að tryggja sér miða í tíma. Þeir eru seldir í Leðurverzlun Jóns Brynj Ragnar Björnsson stjórnar æfingu ólfssonar, Austurstræti 3, og hjá kórmönnum. Ferðaáætlunin Ferðaáætlun kórsins er í stuttu ngþveiti í Brnsilín ÞAÐ kom flestum að ó- vörum sl. föstudag þegar Janio Quadros, forseti Brazilíu, tilkynnti að frá kl. 21 þann dag léti hann af forsetaembættinu. Var fyrst tilkynnt að forseti fulltrúadeildar Brazilíu- þings, Ranieri Mazzili, tæki við forsetaembættinu. En skömmu síðar var gef- in út tilkynning þar sem bent var á að samkvæmt stjórnarskrá Brazilíu bæri varaforseta Iandsins að taka við forsetaembættinu, en ekki forseta fulltrúa- deildarinnar. Herinn skerst í leikinn Varaforsetinn, Joao Goul- art, var um þessar mundir staddur í Singapore, en þang að var hann nýkominn úr ferð um Kína. Þegar þessi til kynning birtist reis herinn upp til andmæla. Odilio Den- ys hershöfðingi, hermálaráð- herra Brazilíu, tilkynnti á sunnudag að Goulart fengi ekki að taka við forsetaem- bættinu og að herinn mundi handtaka hann ef hann sneri heim til Brazilíu án þess að hafa afsalað sér rétti til em- bættisins. Goulart bíður nú í París, en þangað komu ýms- ir stuðningsmenn hans frá Brazilíu til viðræðna um ástandið í landinu. Þegar Mazzili, sem nú gegnir forsetaembættinu í Brazilíu, heyrði yfirlýsingu hersins, tilkynnti hann að hann léti sjálfur af störfum ef þingið samþykkti aðgerðir hersins gagnvart Goulart. Virðist nú sem eina lausnin sé að bbða til nýrra forseta- kosninga innan 60 daga, eins og gert er ráð fyrir í stjórn- arskránni ef svona vanda ber að höndum. Sem stendur ríkir algjört Odilio Denys hermálaráðherra og Quadros fyrrv. forseti. „hreinsanir" sínar f Sao Paulo hafði hann hlotið við- urnefnið „maðurinn með sóp- inn“. Quadros er fyrsti for- setinn sem kjörinn hefur ver ið án stuðnings ríkjandi stjórnar Brazilíu. Quadros er nú sigldur frá Brazilíu. Sagði hann við blaðamenn að hann hafi látið af störfum vegna þess að han hafi verið hindraður í að uppfylla óskir íbúa Braz- ilíu. — „Nú ætla ég að ferð- ast um lengi,“ sagði hann. „Þegar ég sný aftur heim ætla ég að enduropna lög- fræðiskrifstofu mína og hefja kennslu að nýju.“ Andstæðingar Samkvæmt stjórnarskrá Sennilegt að nýjar kosningar fari þar fram Joao Goulart varaforseti öngþveiti í þessum málum í Brazilíu og veit enginn hvern ig þeim lyktar. Forseti í sjö mánuði Janio Quadros tók við for- setaembætti í Brazilíu 31. jan. sl. og hafði því setið í forsetastóli í tæpa sjö mánuði er hann sagði af sér. Hann var yngsti forsetinn í sögu Brazilíu, aðeins 43 ára, og fyrrverandi landstjóri í hér- aðinu Sao Paulo. Við for- setakjörið hlaut hann fleiri atkvæði en nokkur fyrir- rennari hans, eða um 4?% af 12,5 millj. greiddra at- kvæða. Hann var óflokks- bundinn, en barðist gegn spill ingu og lofaði að hreinsa til í stjórnmálum landsins. Fyrir Brazilíu getur varaforsetinn verið stjómmálaandstæðingur forsetans. Þannig var það í stjórn Quadros. Sjálfur var Quadros óháður eins og fyrr er sagt, en Joao Goulart vara forseti er formaður Verka- mannaflokksins, og sigraði hann naumlega varaforseta- efni það er Quadros studdi við síðustu kosningar. Quadr- os og Goulart hafa deilt harð lega og opinberlega um mörg mál. En utanríkisstefnuna eiga þeir sameiginlega, þ. e. hlutleysi með vinsam- legum viðskiptum og stjórn- málasambandi við öll ríki, einnig við Kúbu og komm- únistaríkin. Lærisveinn Vargas Goulart er efnaður bóndi frá héraðinu Rio Grande do Sul, sama héraði og lærifaðir hans, Getulio Vargas, fyrrv. einræðisherra í Brazilíu (1930 —45). Þegar einræðisherrann sneri sér að nýju að stjórn- málum og stofnaði Verka- mannaflokkinn varð Goulart einn nánasti samstarfsmaður hans og átti mikinn þátt í því að Vargas náði kjöri sem forseti 1950. Goulart var þá falin stjóm verkalýðssamtak- anna og hélt þeirri stjórneft- ir að Vargas féll frá. Goulart var kjörinn varaforseti þegar Kubitschek varð forseti 1955, og var talinn líklegastur fram bjóðandi Verkamannaflokks- ins fyrir forsetakosningarnar síðustu. Þar varð hann þó að víkja fyrir Teixeira Lott marskálki og láta sér nægja varaforsetasætið. Goulart hefur margsinnis verið ásakaður um „komm- únistadekur“ og samvinnu við Juan Peron fyrrverandi einvald Argentínu. Fyrr á þessu ári varð þeim sundurorða sem oftar Quadr- os og Goulart. Þegar sættir höfðu tekizt sendi Quadros varaforsetann til Sovétrikj- anna og Kína. Úr þessari för var Goulart að koma er hann frétti í Singapore að Quadros hefði sagt af sér. Um Kínaförina sagði Goulart: — Brazilska þjóðin vonast eftir vaxandi náinni sam- vinnu við Kína kommúnism- ans. Engar hindranir, sundur- þykki eða deilur hafa nokk- urn tíma verið uppi milli landa vorra. Þess vegna get- um við orðið og eigum að verða mjög góðir vinir. ~ ->««■ . --------- ------------ —------— ~----------— ----------— rr— irnnr*>ii-irLri.u jt máli sem hér segir: 7. september fljúga Fóstbræð* ur til Helsingfors og dvelja þar í 3 daga. Þar verða haldnir 1—2 samsöngvar, auk þess sungið í finnska útvarpið. Karlakórinn „Muntra Musikanter“ tekur á móti kórnum, en hann hefur enn fremur skipuiagt Finnlandsdvöl- ina. Forseti Finnlands, herra Uhro Kekkonen hefur sýnt Fóstbræðr- um þann sérstaka heiður að óska eftir heimsókn þeirra í forseta- höllina i Helsingfors laugardag- inn 9. sept. Þá um kvöldið munu kórmenn og sitja samsæti félags- ins Islandia-Finland. Frá Helsingfors verður haldið að morgni hins 11. september með langferðabifreiðum og kom- ið til Leningrad síðdegis sama dag. Förinni verður haldið áfr- am samdægurs með sérstakri flugvél og komið að kvöldi hins 11. september til Moskvu. Ingvi Ingvarsson, sendiráðsritari, mun verða leiðsögumaður Fóstbræðra um Sovétríkin, en fulltrúar frá GOSCONCERT hafa skipulagt söngför Fóstbræðra um Sovét- ríkin. í Moskvu verður dvalið í 4 sólarhringa og haldinn einn sam- söngur, auk þess sungið fyrir út- varp og sjónvarp. Fá kórmenn nægan tíma og tækifæri til að skoða borgina og nágrenni henn- ar. 15. september verður haldið vestur á bóginn og komið til Riga daginn eftir. Þar og í nær- liggjandi borgum verðá haldnir 2 samsöngvar. Hinn 21. septem- ber verður komið til Leningrad öðru sinni og dvalið þar í 4 daga og haldnir 2 samsöngvar. Lagt verður af stað heimleiðis hinn 25. september og komið til Reykja- víkur með flugvél Flugfélags fs- lands aðfaranótt hins 27. sept. Hefur öll förin þá staðið réttar þrjár vikur. Karlakórinn Fóstbræður fór i söngför til Norðurlanda fyrir rúmu ári, er þótti takast með miklum ágætum. Samtals hefur kórinn farið í 6 söngferðir aust- ur um haf, þá fyrstu árið 1926, eða fyrir 35 árum og var þá hald- ið til Noregs. Stjóm Karlakórsins Fóst- bræðra skipa nú: Þorsteinn Helga son, formaður, Magnús Guð- mundsson, varaformaður, Ásgeir Hallsson, ritari og Valúr Arn- þórsson, gjaldkeri. í utanfararnefnd kórsins eru þessir menn: Ágúst Bjarnason, Gunnar Guðmundsson og Sigurð ur E. Haraldsson. Rauk úr tengli UM hálf tíuleytið í gærmorgur var slökkviliðið kvatt að Soga- vegi 186. Þar hafði útvarp ver- ið sett í samband, en eitthvaf bilað þannig að tækið brann yíú og rauk úr tengli á eftir. Ráðning á Gátn dagsins: MAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.