Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 13
Miðvilcudagur 30. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 — Héraðsmót Framh. af bls. 2 aðist að kveða niður þau skemmd aröfl, sem nú reyndu að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í sama öngþveiti og var, þegar vinstri stjórnin gafst upp og flýði frá verkefntun sínum óleyst um. ÓLAFSFJÖRÐUR Á sunnudagskvöld var svo haldið héraðsmót í Óiafsfirði, þar sem þeir héldu ræður Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra ©g Bjartmar Guðmundsson al- þingismaður. Jakob Ágústsson rafveitustjóri setti mótið og Stjórnaði því. Bjarni Benediktsson hóf mól sitt með því að ræða um þær miklu framfarir, sem orðið hafa í Ólafsfirði á þeirn þremur árum, sem liðin eru, frá því hann kom síðast. Hið nýja félagsheimili, Ihið glæsilegasta, er ég hefi séð, sagði Bjarni, er ekki innantóm yfirbygging, heldur stendur traustum stoðum í vaxandi at- vinnulífi og fjölgandi íbúatölu, sem einnig lýsir sér í nýjum hvsrfum íbúðarhúsa. ■Á Hugsjónir flokksins og fólksins þær sömu Ólafsfirðingum vegnar vel vegna þess að þeir treysta sjálf- um sér. Héðan er fast sótt á sjó og engum kemur til hugar að gefast upp, þótt á móti blási. Menn kunna einnig að vinna sam an, skilja þann mátt, sem býr í samtökunum, jafnframt því, sem þeir vita, að góður hagur einstakra athafnamanna er heild inni ekki til tjóns, heldur til framdráttar. Sjálfstæðisflokkn- um er til sæmdar, að fylgi hans er óvíða sterkara en í þessu bæjarfélagi. Hugsjónir flokksins og fólksins hér eru þær sömu. Eftir því sem hugsunarháttur Ól- afsfirðinga eflist víðar um land- ið, mun fylgi flokksins vaxa. ★ Reynslan sker úr um lausn landhelgisdeilunnar Síðast þegar ég kom hingað, hélt Bjarni áfram, var herhlaup Breta inn í íslenzka fiskveiðilög- sögu að hefjast. V-stjórninni hafði ekki tekizt að afla viður- kenningar á 12 mílna fiskveiði- lögsögu. Ég sagði þá, að vonandi tækist íslenzkum sjómönnum að afla þeirrar viðurkenningar, sem stjórnmálamönnum hefði mis- tekizt. Skömmu síðar gafst V- stjórnin upp, einnig að þessu máii óleystu. Nú hefur tekizt, m. a. fyrir þrek og stillingu varðskips- manna okkar og annarra ís- lenzkra sjómanna, að leysa land helgismálið. í fyrstu var reynt að gera þá lausn tortryggilega. Reynslan er nú að skera úr um, hverjir höfðu þá rétt fyrir sér. Kjósendur dæma um það mál sem önnur, þegar að kosning- um kemur. Á sama hátt munu þeir dæma iun efnahagsmálin. Menn munu þá kveða á um, hvort þeir meta meira þá, sem hlaupast frá vanda, eða hina, sem gefast ekki upp við lausn hans. Hver mundi treysta skipstjóra, sem gæfist fyrstur upp og hlypi fyrir borð ó hættunnar stund? Núverandi ríkisstjórn tók við jniklum vanda. Hún hefur gert sitt til að leysa hann og mun ekki hlaupa frá honum, þótt enn sé reynt að magna hann. Síðan munu málin lögð fyrir kjósend- ur með þeim hætti, sem stjórn- arskrá ríkisins segir fyrir um. •fc Öfgafullur áróður stjórnarandstöðunnar Bjartmar Guðmundsson ræddi um hin fjölþættU verkefni til uppbyggingar við sjó og í sveit, er vinna þyrfti að á næstu ár- u m. Einnig ræddi h a n n nolckuð hinn löfgafulla áróð- ur stjórnarand- stæðinga o g Ikvaðst þeirrar trúar, að hugs- andi fólk mundi fá andúð á slíkum málflutningi. Bæði þessi mót nyrðra voru mjög fjölsótt. Er talið, að Ólafs- fjarðarmótið hafi sótt um 300 manns og um 200 manns mótið á Dalvík. Hlutu ræðumenn góð- ar undirtektir á báðum mótun- um. Eftir ræðuhöld var báðum þessum héraðsmótum sýnd óper an Rita eftir Donizetti. Með hlutverk þar fóru óperusöngvar- arnir Þuríður Pálsdóttir, Guð- mundur Guðjónsson og Guð- mundur Jónsson og Borgar Garð arsson leikari. Fritz Weisshappel lék undir á píanó. Var sýning- unni vel tekið. Að lokum var svo stiginn dans. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Á héraðsmótinu á Kirkjubæj- arklaustri, sem haldið var á laug- ardagskvöldið, héldu þeir Ingólf- ur Jónsson landbúnaðarráðherra og Sigurður Óli Ólafsson alþing- ismaður, ræður, en mótinu stjórn aði sr. Gísli Brynjólfsson. Ingólfur Jónsson fjallaði i ræðu sinni um stjórnmálavið- að því, að efna- hagsráðstafanirn r 1960 hefðu verið óhjákvæmi legar og nauðsyn legar, að þær hafi verið farn- ar að bera veru- legan árangur í bættri gjaldeyr- isstöðu, auknu trausti þjóðarinnar út á við, og vaxandi trausti almennings inn- anlands, svo sem aukning spari- fjár bæri með sér. Benti ræðu- maður á, að skemmdarverk hafi verið unnin með því að krefjast irnir gátu staðið undir og að hærra kaupgjalds en atvinnuveg- irnir *gátu staðið undir og að ráðstafanirnar, sem gerðar voru með nýrri gengisskráningu hafi veið nauðsynlegar. Eðlilegt hafi verið að fela Seðlabankanum gengisskráninguna að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, enda gilti sú regla í öllum lýð- ræðislöndum Evrópu að undan skildu einu landi. Óraunhæfar kröfur felldu gengið Þá taldi Ingólfur Jónsson rangt, þegar fullyrt væri', að ríkisstjórnin hefði fellt geng- ið, gengið hefði verið fellt um leið og krafizt var meira af atvinnuvegunum en þeir fengu staðið undir. Það, sem raun- verulega er deilt um í sam- bandi við gengisskráninguna, er aðeins það, hvort þjóðin skuli hafa rétta gengisskrán- ingu eða búa við falskt gengi. Seðlabankirfn með færustu sérfræðingum hefur reiknað út, hvað raunverulegt géngi er, og krónan hefur verið skráð í samræmi við það. Loks ræddi ráðherrann nokkuð um ósamræmið í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Fyrir að- eins fáum mánuðum töldu þeir, að viðreisnarstefna stjórnarinn- ar hefði komið atvinnuvegunum í kalda kol, en nokkru síðar full- yrða þeir svo, að þessir sömu atvinnuvegir geti tekið á sig 13—-17% kauphækkun. ★ Um tvær meginstefirur að velja. Sigurður Óli Ólafsson fjall- aði aðallega í ræðu sinni um sér- málefni kjördæmisins, verklegar framkvæmdir og samgöngumál, hvað áunnizt hefði í þessum efnum á undan- förnum árum og hvað framundan væri. Vék hann síðan nokkuð að þjóðmálaástand- inu a 1 m e n n t. Sagði hann, að stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar stefndu að alls- herjarviðreisn efnahagsmálanna, en stjórnarandstaðan hefði gert Ráðstefnu um raun- vísindi lokið Stjórnarvöld hafa niðurstöður umræðna til athugunar Ráðstefnu um raunvísindarann- sóknir, sem staðið hefur undan- farna 2 daga, lauk í gær. Eftir há- degi skiluðu hinir 7 umræðuhóp- ar áliti. Urðu nokkrar umræður, en engar ályktanir voru gerðar. Kl. 6 sleit menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason ráðstefnunni. Sagði hann að öll þau sjónarmið, sem þar hefðu komið fram, mundu verða mjög vel athuguð áður en ríkisstjórnin gerði áætl- anir um skipulagningu rannsókn- erstarfsemi í framtiðinni. Þakk- aði hann hinum eriendu gestum, dr. Alexander King og Robert Major, fyrir ráðgefandi aðstoð við ráðstefnuna. Eitt af viðfangsefnum ráðstefn- unnar var í hve ríkum mæli rann sóknarstarfsemi ætti að koma undir Háskóla íslands. Virtust menn þeirrar skoðunar að undir- stöðurannsóknir ættu að vera und ir Háskóla íslands, en skoðanir voru skiptari um hagnýtar rann- sóknir. í tillögu að frumvarpi frá Atvinnumálanefnd er gert ráð fyr ir sérstökum rannsóknarstofnun- um fyrir iðnað, byggingariðnað landbúnað Og sjávarútveg. Virt- ust umræðuhóparnir um tvö fyrr- töldu atriðin sammála því að sá háttur yrði á, en í tveim þeim síð- ustu komu fleiri sjónarmið til greina. Rannsóknarráðs þörf Kl. 9 í gærmorgun fóru fram umræður um rannsóknarráð rík- isins og hlutverk þess, undir stjórn Steingríms Hermannsson- ar og tóku um 50 þátt í þeim. í frumvarpi því sem lá fyrir frá meirihluta Atvinnumálanefndar ríkisins, er gert ráð fyrir 17 manna rannsóknarráði. í um- ræðunum kóm það fram að sú skoðun hefði fylgi að þörf væri ráðs sem ynni að almennri efl- ingu og markaði meginstefnu landsins í vísindamálum. í frum- varpinu er helzt gert ráð fyrir að slíkt ráð ráðstafi fjármagni eins og ríkisvald leyfir, en hafi ekki bein afskipti af rekstri ein- stakra stofnana og vísindapró- grömmum þeirra. Taldi meiri hluti fundarmanna slíkt til bóta, en ýms sjónarmið komu fram. Háskólakennsla í náttúrufræði Sá umræðuhópur, sem fjallaði um almennar náttúrurannsóknir undir stjórn dr. Sigurðar Þórar- inssonar lýsti yfir stuðningi við frumvarp, sem lá fyrir frá At- vinnumálanefnd, þar sem m. a. er gert ráð fyrir stofnun nýrrar tilraun til að eyðileggja það, sem áunnizt hefur. Við þeim skemmd- arverkum hefði ríkisstjórnin brugðizt af einurð og festu. f lok ræðu sinnar sagði Sigurður Óli, að þjóðin ætti um tvær meg- instefnur að velja, stefnu ríkis- stjórnarinnar og stefnu stjórnar- andstöðunnár. og það val gæti ekki orðið erfitt. Mót þetta var afar fjölsótt, eins og mótin á Norðurlandi. Er talið, að milli 200 og 300 manns hafi sótt það. Tóku áheyrendur ræðumönnum vel, en að ræðum þeirra loknum var sýnd óperan La Serva Padrona. Með hlutverk óperunnar fóru óperusöngvararn- ir Sigurveig Hjaltested, og Krist- inn Hallsson og Þorgils Axels- son leikari. Undirleik annaðist Ásgeir Beinteinsson píanóleikari. Þótti sýningin hin skemmtileg- asta. Að síðustu var svo stiginn dans fram eftir nóttu. Náttúrufræðistofnunar fslands. En umræðuhópurinn taldi brýna nauðsyn að bæta ófremdarástand það sem ríkir um náttúrufræði- nám og kennslu og taldi að Nátt- úrufræðistofnunin gæti gengt hlutverki í sambandi við það að koma á háskólakennslu í nátt- úrufræði. Iðnaðarstofnanir f umræðuhópnum, sem ræddi um byggingarrannsóknir undir stjórn Har. Ásgeirssonar voru fulltrúar frá 13 aðilum ög lýstu þeir sig fylgjandi þeirri stefnu sem mörkuð er í ofannefndu frum varpi, en þar er gert ráð fyrir sérstakri sjálfstæðri rannsóknar- stofnun í byggingariðnaði, sem hafi m. a. að verkefni endur- bætur í byggingariðnaði og lækk- un kostnaðar við mannvirkja- gerð, sjálfstæðar byggingarfræði legar rannsóknir, kynningu á nið- urstöðum rannsókna og að veita upplýsingar um byggingarfræði- leg efni, aðstoð við eftirlit með byggingarefnum og byggingar- framkvæmdum, þjónusta með rannsóknum í sambandi við bygg ingarframkvæmdir. Voru þátt- takendur í umræðunum sammála um að gera ekki ákveðnar breyt- ingartillögur við frumvarpið, en ýmis sjónarmið komu þó fram. Hópurinn sem fjallaði um iðn- aðarrannsóknir undir stjórn Jó- hanns Jakobssonar verkfræðings studdi einnig stofnun sjálfstæðrar rannsóknarstofnunar iðnaðarins, eins og Atvinnumálanefnd lagði til. Var talað um þrjár hugsan- legar leiðir í uppbyggingu rann- sókna á sviði iðnaðar. í fyrsta lagi að ríkið byggði upp rann- sóknarstofnanir (eins Og verið hefur), í öðru lagi að ríkið og viðkomandi atvinnuvegir geri það í sameiningu, eins og gert er ráð fyrir í fyrrnefndum tillögum, Og í þriðja lagi önnur form, svo sem samvinnurannsóknarstofnun einstakra iðngreina, sem ekki var talið að hefði starfsgrundvöll hér. Töldu fundarmenn að þróun í rannsóknarstarfsemi í þágu iðn- aðarins hefði á undanförnum ár- um verið sú, að starfsemi hefði dreifzt óeðlilega mikið og beind ust umræður mjög að því að breyta þyrfti þessu og sameina í rannsóknarstofnun iðnaðarins sem mest af þeirri starfsemi, sem í eðli sínu heyrir saman. f tillög- um Atvinnumálanefndar er gert ráð fyrir að verkefni hinnar nýju rannsóknarstofnunar iðnaðarins sé efnarannsóknir vegna sérverk- efna og nýjunga í iðnaði og ann- arri framleiðslu, almennar efna- rannsóknir, gerlarannsóknir, rannsóknir vegna tilraunafram- leiðslu og rannsóknir á sviði véla Og tækni. Hafrannsóknarstofnun og fiskiðnaðarrannsóknir f fyrrnefndum tillögum Atvinnu málanefndar er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar Fiskiðnaðar- deildar, og var það tekið fyrir af umræðuhóp undir stjórn Más Elíassonar. Þar lögðu Jón Jóns- son, deildarstjóri og dr. Þórður Þorbjarnason til að rannsóknir í þágu sjávarútvegsins verði framkvæmdar af tveimur sjálf- stæðum stofnunum: Hafrann- sóknarstofnun og rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Álitu þátt takendur í þessum umræðum nauðsyn á nýju fyrirkomulagi rannsóknarmála í sjávarútvegi, en töldu að framlögð undirstöðu skjöl Atvinnumálanefndar leysi ekki vandann á viðunandi hátt. Gagnrýni á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Landbúnaðarrannsóknir voru teknar fyrir í umræðuhóp undir stjórn dr. Halldórs Pálssonar og var aðallega rætt um tillögu að sérstakri Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Töldu fundar- menn vel fallið að hún yrði sem sjálfstæðust og margir töldu ávinning að því að starfslið væri ráðið af stjórn hennar fremur en skipað af ráðherra, þar eð það losnaði með því undan ákvæðum launalaga. Margk voru og ánægð ir með skipun rannsóknarráðs. En ýmsir fundarmenn gagnrýndu viss atriði frumvarpsins, t. d. fannst sumum vanta ákvæði um kröfur til menntunar og starfs- hæfi starfsliðs Og stjórnar stofn- unarinnar. Einnig kom fram sú skoðun að eðlilegt væri að rann- sóknarstarfsemin yrði öll tengd háskólanum. Margvísleg önnur gagnrýni kom fram á tillögur Atvinnumálanefndar. Umræður um undirstöðurann- sóknir fóru fram undir stjórn Magnúsar Magnússonar prófess- ors. Voru menn sammála um að undirstöðurannsóknir ættu að vera innan vébanda háskóla a. m. k. að langmestu leyti. Kennsla og undirstöðurannsóknir fara vel saman og kennsla væri ekki lif- andi, ef rannsóknir væru ekki með. Taldi hópurinn að rann- sóknarráð ætti ekki að hafa bein afskipti af undirstöðurannsókn- um, en taldi yfirleitt nauðsyn sér staks rannsóknarráðs fyrir þær, náttúruvísindaráðs. Almennt voru menn sammála í að stefna beri að stofnun raunvísindadeild- ar við Háskólann. Áður en fundi lauk talaði Ár- mann Snævarr, prófessor, forseti ráðstefnunnar og lagði áherzlu á gagnsemi slíkrar samvinnu sem þessi ráðstefna hefur verið milli vísindamanna, stjórnmálamanna og forráðsmanna atvinnuveg- anna. Kaupmannasamtök íslands Almennur hádegisverðarfundur kaupmanna á morgun, fimmtudag 31, ágúst kl. 12,15 innan vébanda K. í- verður haldinn í LIDÓ Dagskrá: — Verðlagsmál. Þátttaka tilkynnist skrifstofu K. í. sími: 19390 fyrir kl. 17 í dag- KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.